Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 18
18 B i MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Big Mike McDonald réð ríkjum í undir- heimum Chicago-borgar í hartnær Qörutíu ár. Allt fjárhættuspil og vændi var í umsjá hans og sömuleiðis öll starfsemi glæpahópa ORÐ HANS VORU LÖG MICHAEL Cassius McDonald, hávaxinn, þrekinn og glaðlyndur fjárhættuspilari, kom til Chicago árið 1855. Hann starfaði í spilavítum í suðurhverfum borgarinnar og í þrælastríðinu safnaði hann nýliðum fyrir hersveitir Norðurríkjanna, sem greiddu 300 dollara fyrir hvern nýjan hermann. McDonald fékk þúsundir ungmenna til að ganga í herinn, strjúka úr herþjónustu og ganga síðan í herinn á nýjan leik undir nýju nafni. Allir skiptu þeir 300 dollara greiðslunni með McDonaid. Eftir stríðið barðist McDon- ald fyrir kjöri Harveys Colvins í embætti borgar- stjóra í Chicago. Eftir að Colvin tók við embætti fól hann McDonald yfirumsjón með svo til öllu ijárhættuspili í borginni. McDonald myndaði samtök allra spila- og drykkjustaða borgarinn- ar, og krafðist þess að fá sjálfur 40% af öllum hagnaði þessara staða. Það fékk hann og skipti þessum greiðslum milli sín og Colvins. Næstu þijátíu og fímm árin eftir þetta réði „Big Mike“ McDon- ald ríkjum í undirheimum Chicagoborgar. Allt fjárhættuspil og vændi var í umsjá hans og sömuleiðis öll starfsemi glæpa- hópa. Fjörutíu hundraðshlutar þeirra peninga sem inn komu runnu beint til McDonalds, og hann sá um að greiða ráðamönn- um borgarinnar og íjölmörgum lögreglumönnum þær mútur sem þeim bar. Á níunda áratug síðustu aldar var Big Mike margfaldur milljónamæringur. Orð hans voru lög og meðan hann réð ríkjum var Chicago þekkt sem paradís fjár- hættuspilara. Hundruð glæpa- manna fengu að starfa óáreittir í borginni svo lengi sem þeir skiluðu McDonald 40% af hagnaði sínum. Meðal flárhættuspilaranna þar voru Lou Ludlum, Red Adams, Tom og John Wallace, George W. Post, Charley og Fred Gond- orf, Snapper Johnny Malloy, Char- ley Drucker, Kid Miller, Sniter „the Kid“, Jim McNally, Red Jimmy Fitzgerald, Dutchy Le- hman, Dutch Bill, Boss Ruse og Tom O’Brien, sem gekk undir nafninu „konungur spilasvindlar- anna“. Framtakssamir unglingar eins og Joseph „Yellow Kid“ Weil og Fred „Deacon" Buckminster ólust upp í Þessari Chicagoborg McDonalds og lærðu klæki og brögð svindlaranna sem voru að störfum allan sólarhringinn í spila- vítum McDonalds. Auk þess sem hann safnaði stórhýsum og eyddi þúsundum dollara í kaup á demöntum fyrir allar dansmeyjamar í fylgdarliði sínu var McDonald sífellt að finna upp nýjar leiðir til að auka óheið- arlegar tekjur sínar. Hann sótti í sjóði borgarinnar eins og hungr- aður hræfugl. Árið 1887 fyrirskip- aði Big Mike borgarfulltrúa ein- um, sem var á mála hjá honum, að samþykkja að ráðhús borgar- innar yrði málað með „vemdar- vökva", sem átti að tryggja að húsið skemmdist ekki næstu ald- imar. Reikningurinn hljóðaði upp á rúmlega 200.000 dollara og var greiddur strax að verki loknu. Tveimur dögum síðar kom rigning og „vemdarvökvinn" skolaðist burt. Ekki var óskað eftir endur- greiðslu frá Big Mike. Heimssýningin í Chicago reynd- ist McDonald og liði hans hrein- asta gullnáma. Milljónir dollara fengust frá þeim skara ferða- manna og sýningargesta sem streymdu á sýninguna. Alls kyns fjárhættuspil voru í gangi og spilabrellur viðgengust á hveiju götuhomi án afskipta lögreglu eða ráðamanna sýningarinnar. Að venju birtust innheimtumenn, sem skiptu tugum meðan á heimssýn- „Big Mike“ McDonald. ingunni stóð, á hveiju kvöldi til að sækja 40% hlut Big Mikes. Upp úr aldamótunum hafði Heimili McDonalds í Chicago. Önnur eiginkonan, Mary Noon- an, hljópst. á brott með presti. McDonald dregið sig að mestu í hlé. Hann hafði sjálfur valið sem eftirmenn sína borgarráðsmenn- ina Michael „Hinky Dink“ Kenna og John „Bathhouse John“ Co- ughlin, en þeir vom svo að und- irbúa fyrrum götusópara, James „Big Jim“ Colosimo, undir að taka við stjóm undirheima borgarinnar. Árið 1907 var einkalíf McDonalds í kaldakoli. Þótt hann ætti ótaldar miHjónir, byggi í gríðarstóra glæsihúsi og hefði þjóna á tá og fingri, olli ásta- lífið honum miklum vonbrigðum. Fyrsta eiginkona hans dó eðlileg- um dauða. Önnur konan, fönguleg dansmær Mary Noonan að nafni, hljópst á brott með presti. Þriðja konan, nektardansmærin Dora Feldman, var lengi í ástarsam- bandi við ungan mann, Webster Guerin. Þegar Guerin hafði fengið sig fullsaddan af henni myrti Dora hann. Fréttin af morðinu var drop- inn sem fyllti mælinn hjá Big Mike. Hann lagðist í rúmið og andaðist 9. ágúst 1907, og síðustu orð hans vora: „Ég er feginn að vera laus við ykkur öll!“ TILBOD ÓSKAST ÍMMC L-300 Mim Bus4W/D árgerð '90, Chevrolet P/U 2500 Silverado 4x4 árgerð '89, Ford Bronco IIXLT 4x4 árgerð '87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 1. desemberkl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð i J.l. Case hjólaskóflu W-14 I cu. yard 4x4 árgerð '75. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.