Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NOVEMBER 1992 B 7 hæð. Þar voru tvöfaldar dyr inn í íbúðina og sneru móti norðri. Þegar inn var komið blasti við fremur þröngur gangur frá austri til vest- urs. Inn af honum hægra megiri (vestan megin) voru þrjár stórar stof- ur. Stór borðstofa var beint á móti innganginum, og sneru gluggar þar að Bankastræti; svokölluð hornstofa var í beinu framhaldi af borðstofunni til vesturs (til hægri, þegar horft var úr innganginum), og sást þaðan vítt um Reykjavík, upp á Landakotshæð, niður á Tjörn og út á sund; dag- stofa, nokkru minni, var við hlið hornstofunnar og sneru gluggar þar út að Hverfisgötu. Á milli stofu voru tvöfaldar dyr og gler í hurðum. Hús- gögn voru keypt erlendis og tók borð- stofan fjölda manns í sæti. Flygill var á heimilinu, eins og tíðkaðist þá í híbýlum heldri manna; vandaður bókaskapur stóð í hornstofunni; þar var líka stórt og fallegt skatthol úr dökkum viði, þar sem gat að líta ljós- myndir af fjölskyldunni. Málverk eft- ir frænda Jóns, Þórarin B. Þorláks- son, héngu á veggjum, þar á meðal eitt málverk af Vesturhópshólum og annað af Hamrahlíð. Einnig var þar eitt málverk eftir Emil Walters, kunnan vestur-íslenskan málara. Emil, sem var skyldur Jóni Þorláks- syni, hafði komið heim á Alþingishá- tíðina 1930 og þá fengið stórt lán hjá Jóni, frænda sínum. Þegar Jón tók að lengja eftir greiðslu sendi Emil honum málverk upp í hana. Á stofum voru þykk teppi, en húsgögn voru þung og traust að hætti þeirrar tíðar, stólar bólstraðir, stórir og þægilegir. Austan megin á hæðinni (vinstra megin, þegar komið var inn í ganginn) voru svefnherbergin. Við hliðina á borðstofunni var lítið her- bergi, sem sneri út að Bankastræti; þar bjó Margrét, móðir Jóns, og síð- an Elín. Við hlið þess var hjónaher- bergið, sem sneri líka út að Banka- stræti; norðan þess var herbergi Önnu, og sá þaðan í átt að Hverfis- götu, en baðherbergi var á milli þess og hjónaherbergisins. Eldhúsið var norðan megin á hæðinni, beint and- spænis borðstofunni, og sérstakur uppgangur úr því í risið, þar sem vinnukonur bjuggu. Jón leigði íbúð sína í Bankastræti 11 tvisvar út, fyrsti veturinn 1923-1924, þegar fjölskylda hans bjó erlendis, og síðan 1926-1927, á meðan hann var ráð- herra, en þá bjó hann ásamt fjöl- skyldu sinni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32. Allur heimilisbragur hjá Jóni Þor- lákssyni og Ingibjörgu yar talinn til stakrar fyrirmyndar. Á vinnutíma var Jón sjálfur lítið í íbúðinni á þriðju hæð, heldur sinnti störfum á skrif- stofu sinni á næstu hæð fyrir neðan, og gætti Ingibjörg þess þá vandlega, að börn, sem heimsóttu dætur þeirra og fósturson, trufluðu hann ekki. Gat stundum orðið nokkur háreysti, þegar börnin fóru öll í skollaleik í íbúðinni og frammi á gangi. Annars sá Jón um að aga dætur sínar. Hann hvessti sig aldrei, stjórnaði með augnaráðinu, eins og móðir hans hafði gert heima í Vesturhópshólum. Eitt sinn spurði Ingibjörg Þorláksson tengdamóður sína, hvort maður sinn hefði einhvern tíma gert eitthvað prakkarastrik. Nei, svaraði gamla konan, nema þegar hann var pela- barn; þá hefði hann eitt sinn grýtt pelanum fullum af mjólk út á gólf og skellihlegið. „Jón hafði hvasst augnaráð eins og móðir hans," segir Jóna Hansen, dótturdóttir Magnúsar á Blikastöðum. „Jón var þegjanda- legur, lágvaxinn, þrekinn, með fast- mótað andlit, liðað, dökkt hár og hreyfði sig hægt. Hann var alvöru- gefinn, ómannblendinn og afskipta- lítill um okkur börnin," segir Valgarð Briem, sem kom stundum ungur drengur á heimilið, en Anna, móðir hans, var hálfsystir Ingibjargar. „Jón var afskaplega \júfur og vænn við okkur systur," segir Kristín Claess- en, dóttir Eggerts. „Það var yfir honum þessi festa, sem er svo óal- geng nú á dögum," segir Elín, dóttir hans. Jón Þorláksson vildi hafa hreint og þrifalegt í kringum sig og allt í röð og reglu; hann var líka mjög snyrtilegur í klæðaburði og lét sauma á sig skyrtur hjá dönskum skröddur- um, Brodrene Andersen. Þótt rík- mannlegt væri á heimili Jóns, var þar gætt hófs í öllum hlutum. Jón var nýtinn og andsnúinn allri eyðslu. Jón Þorláksson unni mjög konu sinni og kjördætrum, Önnu (standandi) og Elínu. Einnig ólst Hannes Arnórsson, frændi Jóns, síðar verkfræðingur, þar upp að mestu leyti. Á~ hinni stuttu borgarsljóratíð sinni, 1933-1935, beitti Jón Þor- láksson sér fyrir margvislegum framkvæmdum, en þar bar hæst undirbúning hitaveitu fyrir Reykjavík og Sogsvirkjunar. Fjölskyldan gerði sér þó stundum dagamun. Sjálfur hafði Jón gaman af stærðfræðiþrautum og gátum, og hann lék einnig golf, þegar hann var í útlöndum. í Reykjavík spiluðu þau hjónin lomber og bridge við vinafólk sitt einu sinni í mánuði og var þá spilað á þremur borðum, alls tólf manns. Skiptust þátttakendur á að halda spilakvöldin. Meðal spilafélag- anna voru Sigurður póstmeistari og kona hans, Guðrún, Oskar og Sigríð- ur Norðmann og Eggert og Soffía Claessen. „En síðan hætti pabbi þessu, því að honum fannst þetta orðið of mikið," sagði Elin. Sigurður Guðmundsson skólameistarí sagði, að hann hefði aðeins spilað bridge tvisvar á ævinni, í bæði skiptin við Jón Þorláksson. Hefðu liðið ein fimmtán ár á milli. „Tókst Jóni með skýrleik sínum og skilmerkileik í bæði skiptin að þjappa í mig spila- reglunum, áður en byrjað var að spila," sagði Sigurður. „Hefi ég stundum eftir á dáðst að kennslu Jóns og tautað við sjálfan mig, að mikið kennaraefni hafi farið forgörð- um, þar sem hann var." Það vildi hins vegar Sigurði til happs, að flest- ir spilafélagarnir voru húsfreyjur úr höfuðstaðnum, sem kunnu enn minna til bragða í bridge en hann sjálfur. Eins og að líkum lætur var tals- vert um gestakomur og veisluhöld á heimili Jóns Þorlákssonar við Banka- stræti og í Ráðherrabústaðnum. Við Ölfusárbrú í ferð Krisfjáns konungs X. og fylgdarliðs hans aust- ur yfir fjall í júní 1926. „Ég vildi ekki eiga að lifa þar norður frá," sagði Kristján við menn einslega. Frá vinstri: Kristján X., Juel hirð- stallari, Knútur prins (sést aðeins í hann), Alexandrina drottning, Geir Zoéga vegamálastjórí, Sehested, hirðmær drottningar, óþekkt- ur (fyrír aftan hirðmeyna), Blixen-Finecke barón, (Iiklega) Jakobsen læknir á herskipinu Niels Juel, óþekktur, Jón Þorláksson fjármála- ráðherra, óþekktur, Uklega von Hude orlogskaptajn, sem var einn af hirðmönnum konungs, óþekktur, Jón Sveinbjörnsson konungsrít- arí. Magnús Guðmundsson kom stöku sinnum þangað heim, en Ólafur Thors sjaldan eða aldrei. Stundum litu þau Magnús og Kristfn á Blika- stöðum inn með egg og brodd, sem þótti mikið hnossgæti; dætur Magn- úsar, Helga og sigurbjörg, bjuggu þar, þegar þær voru í skóla í Reykja- vík laust eftir 1920, og voru þar síð- an alltaf með annan fótinn. Ættingj- ar þeirra hjóna að norðan gistu oft hjá þeim og Jón og Hannes Arnórs- synir bjuggu þar stundum. Þegar Björg Þorláksdóttir var á landinu bjó hún stundum í herbergi á annarri hæð hússins. Eitt sinn var Björgu boðið í veislu til Jóns í Bankastræti. Hún átti þá sem endranær lítið af fötum og enn minna af fjármunum, svo að bróðir hennar gaf henni fyrir fallegum kjól. Björg kom síðan í veisluna, sá og sigraði; yfir henni var sérstök reisn og hún kunni að tala um eitthvað annað en hégóma. Hefð- arkonum í Reykjavík fannst 'sumum heldur fátt um Björgu, því að hún dró frá þeim athygli; karlar hópuð- ust venjulegast í kringum hana til þess að tala við hana um stjórnmál og bókmenntir. Eftir að dætur Jóns tvær stálpuðust kom það nokkrum sinnum fyrir, að haldnir voru dans- leikir fyrir þær og vini þeirra í Banka- stræti. Á einum slíkum dansleik dönsuðu piltarnir frá Hesti, Jón og Hannes Arnórssynir, við nokkrar stúlkur af Briems-ætt: Þeir voru heldur smávaxnir, eins og þeir áttu kyn til, en þær háar af stúlkum að vera, og þótti þetta eftirminnileg sjón! Þingmaðurinn Jón Þorláksson Þau tólf ár, sem Jón Þorláksson sat á þingi, 1921-1933, var ein helsta skemmtun utanbæjarmanna að fara á þingpalla, þegar þeir voru staddir í Reykjavík, og hlusta þar á mælsku- menn spreyta sig. Ingólfur Jónsson, síðar ráðherra, sagði að við slík tæki- færi hefði sér þótt skemmtilegast að hlusta á umræður í efri deild. Þar hefði mest kveðið að tveimur mönn- um. Annar hefði verið Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hefði oft talað klukkutímum saman og ekki alltaf haldið sig við málefnin, en aldrei verið leiðinlegur. Hinn þingskörung- urinn hefði verið Jón Þorláksson, sem talað hefði „með þeirri skynsemi og rökvísi, að fæstir komust til jafns, svo að við áheyrendur hlutum að hrífast". Aðrir þeir, sem horfðu á Jón Þorláksson af þingpöllum, voru svip- aðrar skoðunar. Magnús Magnússon, sem var um skeið þingskrifari, sagði svo: Margt var góðra ræðumanna á þingi, en þó þótti mér Jon Þorláksson bera af þeim öllum. Tel ég hann tví- mælalaust mesta ræðumann, bæði utan þings og innan, sem ég hef hlustað á. En hvað var það þá, sem gerði hann að þessum mikla ræðu- manni? Ekki var það orðgnóttin, ekki hraðmælskan, ekki líkingaauðurinn eða skáldlegt hugarflug. Ég held, að það hafi einkum verið þetta: Hinn karlmannlegi þungi, hinn hvassi skilningur á málefninu og hin trausta þekking og rökrétta hugsun. Hann hélt sér mjög fast að málefninu og beitti aldrei persónulegri áleitni að fyrra bragði. Ummæli Kristjáns Albertssonar hníga í sömu átt. Sagði hann, að Jón Þorláksson hefði borið af öðrum stjórnmálamönnum landsins um tig- inmannlega, þinglega mælsku. Hefði margt komið til, sköruleg rödd, mik- ið vald á máli og framsetningu og sannfæringarkraftur rökvíslegrar hugsunar. „Ræður hans voru stund- um svo traustbyggðar, að einna helst minnti á járnbenta steinsteypu, en þó gat hann líka verið spaugsamur og fyndinn og andrikur," sagði Krist- ján. Jón Jónsson í Stóradal, þingmaður Framsóknarflokksins, sat lengst af í sömu deild og Jón Þorláksson. Hann kvaðst ætíð hafa hlýtt af meiri at- hygli á ræður Jóns en annarra manna. Það hefði hvorki verið vegna þess, að hann hefði verið honum samdóma né af þeirri ástæðu, að Jón Þorláksson hefði hrifið menn með tilfmningahita eða fljúgandi mælsku. Nafni sinn hefði verið heldur stirð- máll maður og fastmáll. En menn hefðu lagt við hlustir, þegar hann tók til máls, sagði Jón í Stóradal, vegna þess að hann hefði verið rök- fastari en almennt gerðist og skýrari hugsun og meiri vinna hefði legið á bak við ræður hans. Það hefði aldrei leynt sér, að í ræðustóli stæði mað- ur, sem léti í ljós eigin sannfæringu, er oft hefði verið fengin eftir erfiða rannsókn, en ekki eftir fyrirskipaðri flokkssamþykkt. „Hann var harður í hildi, en hreinn og heill," sagði Jón í Stóradal. Bernharð Stefánsson sagði hins vegar, að sér hefði fallið miður við Jón Þorláksson en ýmsa flokksbræður hans í íhaldsflokknum, síðar Sjálfstæðisflokknum. Hefði hann verið þurr á manninn hvers- dagslega. „En ef hann fékk sér f staupinu, sem reyndar kom of sjaldan fyrir," sagði Bernharð, „varð hann alúðlegur og skemmtilegur, því ekki vantaði gáfurnar." Jón Þorláksson átti það þó til alls gáður að gera að gamni sínu. Eitt sinn var hann á gangi í forsal Alþingishússins og heyrði þá Þórarin á Hjaltabakka tala hátt og mikið í símaklefa hússins. Hann spurði: „Hver er að tala þetta?" Honum var svarað: „Þórarinn á Hjaltabakka er að tala norður." Þá sagði Jón : „Hvers vegna í ósköpun- um notar maðurinn ekki símann?" Jón Þorláksson sást sjaldan eða aldrei á einmæli með öðrum þing- mðnnum, ólíkt þeim Jóni Magnús- syni, Sigurði Eggerz og Jónasi Jóns- syni frá Hriflu, sem öllum var gjarnt að taka aðra þingmenn á eintal og hvísla einhverju í eyru þeirra. Jón hafði óbeit á rápi þingmanna um sal og skrafi þeirra um allt og ekkert og sat jafnan fastur í sæti sínu. „Hann yrti aldrei á sessunaut sinn, Jón Baldvinsson," segir Einar B. Pálsson. Eitt sinn átaldi Jón Þorláks- son Bjarna frá Vogi fyrir að ganga sífellt um þingsali í stað þess að sitja kyrr í sæti og kvaðst myndu skrifa þingsögu Bjarna. „Hann eirir sjaldn- ast í sæti sínu, en rápar í sífellu um salinn, ýmist utan borða eða innan borða," sagði Jón. „Hann er sífellt að gripa fram í fyrir ræðumönnum, stráandi frá sér hnyttyrðum, með fettum og brettum, eins og leikari á leiksviði og fær líka einatt hlátur áheyrenda að la,unum, eins og títt er um leikara.""Bjarni svaraði þá fullum hálsi, að aldrei myndi hann hafa svo lítið að gera, að hann nennti að setja saman ævisögu Jóns. Sagt var, að oft hefði þyngst á Jóni brún- in, þegar Sigurður Eggerz flutti ræður sínar á þingi og sveif einna hæst, en Sigurður var bunumælskur og ræður hans efnislitlar. Magnús Ásgeirsson ljóðaþýðandi var um skeið þingskrifari og sagði sögu af Jóni Þorlákssyni, sem lýsir honum vel. Magnús var staupastór og vantaði einu sinni sem oftar fé fyrir vínföngurh. Hann gekk þá niður í þing til þess að fínna einhvern þing- mann, sem unnt væri að „slá". Þeg- ar Magnús kom inn í þinghúsið var þar enginn nema Jón Þorláksson, sem sat einn í sal efri deildar og grúfði sig þar yfír skjöl. Magnús þekkti hann lítt, enda var Jón ómann- blendinn. Hugsaði hann með sjálfum sér: „Á ég að voga mér að biðja hann um að lána mér? Ef ég geri það, þá er best að hafa upphæðina hærri en venjulega!" Hann herti upp hugann, gekk til Jóns, rakti raunir sínar og bað hann síðan að lána sér þrjú hundruð krónur, en lét þess ógetið, að féð ætti að nota til áfengis- kaupa. Jón leit fast á hann og spurði sfðan: „Hvar býr konan yðar?" Magn- ús sagði honum það. Þá sagði Jón: „Ég skal senda henni það fyrir kvöld- ið." Lét Magnús síðar svo um mælt, að hann hefði ákveðið að slá Jón Þorláksson ekki aftur um lán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.