Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 7
Keflavík Fundur um EES Sjálfstæðisfélag Keflavíkur stendur fyrir opnum fundi um EES-samninginn miðvikudag- inn 2. desember. í frétt frá Sjálfstæðisfélaginu segir m.a. að tilgangur samningins sé meðal annars sá að auka við- skipti milli landa og að bæta hag þeirra íbúa sem samningslöndin byggja. Til'að varpa ljósi á það hvað þessi samningur feli í sér fyrir almenning og íslenskt at- vinnulíf hafi félagið fengið þrjá aðila til að vera frummælendur á opnum fundi um ESS;samninginn. Þessi aðilar séu: Árni Ragnar Ámason, alþingismaður, sem með- al annars þekki vel til samningsins vegna setu sinnar í utanríkismála- nefnd, Halldór Ámason, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, sem sé öllum hnútum kunnugur um áhrif samningsins á fiskveiðar og vinnslu og Ingjaldur Hannibals- son, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs, sem hafi mikla þekkingu á markaðssetningu vöru og þjón- ustu erlendis. Að loknum fram- söguerindum verða leyfðar fyr- irspurnir. Fundurinn verður haldinn á Flughóteli í Keflavík og hefst hann kl. 20. Fundarstjóri verður Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík. Unnið við að dæla vatni úr kjallaranum undir anddyri Laugardalshallar, þar sem litlu munaði að vatnið næði upp í rafmagnsleiðslur undir spennistöð. Vatnselgur í Reykjavík olli hættu í Laugardalshöll Litlu munaði að illa færi TÖLUVERT tjón varð víða I borginni sökum vatnselgs í óveðrinu á sunnudag. Litlu munaði að illa færi í Laugardalshöll en þar flæddi vatn inn í kjallara undir anddyri hallarinnar. Er slökkviliðið kom á staðinn var 10 cm djúpt vatn í kjallaranum og mátti engu muna að vatnsborðið næði upp í rafmagnsleiðslur spennistöðvar sem þarna er. Tókst slökkviliðinu að varna því og dæla vatninu úr kjallaranum. Samkvæmt upplýsingum frá Einnig mun nokkuð hafa verið um siökkviliðinu var það kallað út um tíu sinnum á sunnudag, mest vegna þess að niðurföll stífluðust og vatn rann upp úr þeim í kjallara húsa. að vatn hafi runnið inn í hýbýli fólks af svölum. Fyrstu útköllin komu uppúr klukkan ll um morguninn og m.a. var slökkviðið kallað út að Vestur- götu 5 þar sem listakonan Kogga er til húsa. Var 10 cm vatn í versl- un hennar og verkstofu sem komið hafði upp um niðurfall í kjallara hússins. Af öðrum stöðum sem slökkviliðið var kallað út vegna stíflaðra niðurfalia má nefna Haga- mel, Klapparstíg, Safamýri og Freyjugötu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 -«-i i ——u-i_ 1.:-.'. .■ : í l Islenzk dans- pör komust í undanúrslit Evrópumeistarakeppni atvinnu- manna í 10 dönsum fór fram í Maastricht í Hollandi á laugardag, 28. nóvember, og tóku tvö íslenzk pör þátt í keppninni. Bæði ís- lenzku pörin komust í undanúr- slit, en sigurvegararnir voru Eng- lendingar. I fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt segir, að Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngríms- dóttir hafí komist í undanúrslit í enskum valsi, tangó og Vínarvalsi. Haukur Ragnarsson og Ester Inga Níelsdóttir komust hins vegar í und- anúrslit í fjórum dönsum, cha-cha- cha, sömbu, rúmbu og jive. Sigurvegarar danskeppninnar voru Englendingamir Marin og Ali- son Lamb, gestakennarar Nýja Dansskólans. ------------- Skúr brann á Fálkagötu SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík barst tilkynning um að eldur væri laus í geymsluskúr við Fálkagötu á sunnudagskvöld. Er slökkviðið kom á staðinn var töluverður eld- ur í skúrnum og þurfti slökkvilið- ið að rifa skúrinn að innan til að ráða niðurlögum eldsins. Skúrinn, sem er 20 fm að stærð, er mjög illa farinn eftir brunann. Slökkvistarf gekk greiðlega en upp- tök eldsins eru ókunn. KLI PPIÐ TOPPINN AF RAUÐUM MERRILD OG FÁIÐ SÖDAHL DISKAMOTTUR /ó takk, ég vil gjarnan fá _______ Södahl diskamottu(r) og sendi hér meb____ toppa af raubum Merrild 500 g. Eg vil gjarnan fa greitt fyrir mebfylgjandi toppa samtals__kr. Hamark I umslag og 16 toppar af raubum Merrild kaffipokum á hvert heimili. Síbasti innsendingardagur er 28. februar 7 993. I Nafn Merrild er kaffið sem setur brag á sérhvern dag og nú gefur Merrild kaffiborðinu lit. Vegna fjölda áskorana hefur Merrild ákveðið að endurtaka diskamottuleikinn. Diskamotturnar vinsælu eru sérstaklega hannaðar af Susanne Brenoe og eru afar eftirsóttar á kaffi- borðið. Með því að safna 4 til 16 toppum af rauðum Merrild kaffipokum, getur þú eignast allt að 4 Södahl diskamottur. Allt sem þú þarft að gera er að skrifa nafn þitt og heimilis fang á miðann hér og setja ásamt toppunum af rauöum Merrild 500 g í umslag og senda okkur. Þú getur einnig sent okkur toppana og fengið andvirði þeirra í peningum, en hver toppur er 10 kr. virði. Til þess þarft þú að- eins að fylla út miðann og senda okkur ásamt minnst 4 toppum. I Heimilisfang: ! Póstnúmer: I Merrild Kaffe A/S Póstbox 4132 104 Reyk|avík Tilboðið stendur til 28. febrúar 1993. Hvert heimili má í mesta lagi senda inn 16 toppa og einn miða. Klipptu toppinn af rauðum Merrild kaffipoka ef þig langar í kaupbæti með góðu kaffi. Þannig innleysir þú toppana af rauðu Merrild kaffi. Skrifið nafn og heimilisfang á miðann áður en toppunum er komiö fyrir og þá er ekkert eftir nema frímerkja og setja ípóst. Utan- áskriftin er: Merrild KaffeA/S Póstbox 4132 104 Reykjavík 4 toppar = 1 Södahl diskamotta 8 toppar = 2 Södahl diskamottur I 12toppar=3Södahldiskamottur 16 toppar = 4 Södahl diskamottur I I -J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.