Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 23 lega hjá námsmönnum með böm á framfæri, bæði einstæðum for- eldrum og hjónum eða sambúðar- fólki. Námsmenn sem hófu nám þegar þessi fjölgunarsveifla átti sér stað hafa verið að ljúka námi. A það er bent og er kjarni niður- stöðu starfsmanna LIN að alls ekki sé óeðlilegt að fækkun lán- þega LÍN verði nokkur um þessar mundir vegna þessa enda var við því búist án tillits til breytinga á lögum og reglum sjóðsins. Auk þess sé ekkert óeðlilegt við að námsmönnum með böm á fram- færi fækki hlutfallslega meira nú þegar þetta fólk er að hætta námi. Sérstaklega er á það bent að allt of snemmt sé að gera því skóna að ný lög og reglur LÍN valdi fækkun lánþega nokkmm mánuð- um eftir að þessum lögum og regl- um var breytt. íslenskir námsmenn njóta mikils stuðnings Það er athyglisverð staðreynd að þrátt fyrir breytingar á lögum og úthlutunarreglum LÍN njóta íslenskir námsmenn eftir sem áður meiri stuðnings en námsmenn frá öðmm Norðurlöndum og þar með víðast í heiminum. Þá er átt við að upphæð sem námsmönnum í framhaldsnámi er ætluð til fram- færslu er hæst til íslenskra náms- manna, sérstaklega að því er varð- ar fjölskyldufólk. Þar emm við íslendingar í algemm sérflokki. (Sjá meðfylgjandi súlurit.) Svíar eru eina Norðurlandaþjóðin sem styður einstaklinga í námi með hærri fjárhæð en við íslendingar. Þegar þessi mikilvæga stað- reynd er höfð í huga er það alveg óskiljanlegt að Svavar Gestsson og sumir fulltrúar námsmanna halda því á lofti að fjölskyldufólk eigi svo sérstaklega erfitt upp- dráttar eftir breytingar á lögum og reglum LÍN og lánþegum fækki hjá sjóðnum af þeim sökum. Sann- leikurinn er sá að íslenskir náms- menn og sér í lagi námsmenn með börn á framfæri njóta meiri að- stoðar en gerist meðal þjóða heims. Útlegging Svavars prófverkefni í stjórnmálafræði Það er annars afar athyglisvert hvernig Svavar Gestsson alþingis- maður hefur lesið og túlkað vænt- anlega með góðri samvisku þá skýrslu sem hann fékk í hendur frá starfsmönnum LÍN sem full- trúi í menntamálanefnd Alþingis. Sú skýrsla liggur þar frammi. Væri nú ekki verðugt verkefni hjá Félagsvísindadeild Háskóla Is- lands að taka út hvernig Svavar Gestsson sem stjórnmálamaður notaði upplýsingar sem hann hafði í höndum í Morgunblaðsgrein 17. nóvember og hvernig stjórnmála- menn geta umgengist staðreyndir eða það sem almenningur nefnir stundum sannleikann? Það yrði áreiðanlega gagnleg athugun fyrir verðandi stjómmálafræðing. Höfundur er stjórnarformaður LÍN. BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og station bíla. Pajero jeppar o.tl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 iníerRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Hvatning Rannsóknaráðs Hörður Amarson hjá Marel verðlaunaður DR. HÖRÐUR Arnarson rafmagnsverkfræðingur og þróunarstjóri Marels hf veitti á föstudag viðtöku hvatningarverðlaunum Rannsóknar- áðs ríkisins. Verðlaunin hafa verið afhent árlega siðan 1987 ungum og efnilegum vísindamanni. Að þessu sinni er verðlaunaféð 1,7 milljón- ir og Herði til frjálsrar ráðstöfunar. I dómnefnd sátu dr. Jakob Krist- insson, Iðntæknistofnun, dr. Grímur Valdimarsson, Rannsóknastofnunn fiskiðnaðarins, og dr. Gunnar Stef- ánsson, Hafrannsóknastofnun. Tíu vísindamenn voru nefndir til verð- launanna og var miðað við eftirfar- andi: Gæði rannsókna og afköst, einkaleyfi og umsóknir um þau, gagn rannsókna í atvinnulífinu og áhrif til nýbreytni þar, brautryðjendastarf og atorka. Dr. Hörður Arnarson er þrítugur og hóf störf hjá Marel fyrir sjö árum. Hann lærði rafmagnsverkfræði við Háskóla íslands og hlaut doktorsgr- áðu í Danmörku 1990. Hörður er nú þróunarstjóri Marels og hefur fyrir- tækið meðal annars hannað rækju- skanna og formflokkara fyrir fisk. Skanninn reiknar þunga án vigtunar og er Marel eitt fyrirtækja í heimin- um um að bjóða slíkt tæki. Þegar hafa nærri 20 stykki selst hérlendis Morgunblaðið/Kristinn Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands afhendir dr. Herði Arnar- syni hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs. og á Grænlandi. Gunnar Stefánsson tölfræðingur og Fyrri verðlaunahafar eru dr. Jakob dr. Áslaug Helgadóttir plöntuerfða- K. Kristjánsson líffræðingur, dr. fræðingur. Lokar þú augunum fyrir jólafríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnað þau fyrir ódýru jólafargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sðnn og spennandi áfangastaðir bíða þín um alla Evrópu. Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand a».9°0’' Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynniö ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum feröaskrifstofum. Boðiö er upp á hótelgistingu á mjög góðu verði í fjölmörgum löndum. Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Rugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Sölutímabil er 1. til 30. nóvember. Brottför frá íslandi þarf aö eiga sér staö f desember. Brottfarardagar: Mánudagar, mlðvlkudagar og laugardagar. Komudagar: Þriðjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Haföu eða viðSAS þina. * Háö samþykki stjórnvalda. M/S/U SAS á íslandi - valfrelsi i flugi! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.