Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Draugrir og dósagos Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Kristín Steinsdóttir Draugar vilja ekki dósagos Vaka Helgafell, 1992 Sagan um Elsu litlu í Hafnar- firðinum fjallar um málefni sem gætu orðið efniviður í dæmigerða vandamálasögu. Flutningur í nýtt umhverfí þar sem Elsa þekkir eng- an, dauði ömmu og einmanaleikinn þegar pabbi og mamma eru úti að vinna og húsið tómt, - allt eru þetta vandamál sem börn í dag þurfa að glíma við. En hjá höf- undi eru vandamálin umgjörð sem setja sögunni stað og tíma - en svo tekur ímyndunaraflið við. Strax í upphafí þegar fjölskyldan er að skoða húsið í Hafnarfirðinum fær lesandinn á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu. Amma á að búa í kjallaranum í litla húsinu en hún verður bráðkvödd í flutn- ingunum. Söknuður Elsu er sár en við sjáum hann aðeins á ytra borðinu, afneitun Elsu, hurðaskelli og hamagang, en líka tár sem fylgja því að vera búinn að missa bestu ömmu í heimi. Elsa breiðir yfír sársaukann með athafnasemi, þátttöku í leikriti og síðast en ekki síst í samskiptum sínum við Móra, veggbúann í húsinu. Móri er niðursetningur sem dó bamungur fyrir 100 árum en bein- in komust ekki í vígða mold og því fær Móri ekki frið. Höfundur fléttar skemmtilega sögu úr sam- skiptum Elsu og Móra. Draugur- inn er nægilega afkáralegur til að vera skemmtileg „týpa“ og gömul viðhorf hans gefa höfundi tæki- færi að láta hann gera hluti sem annars eru bannaðir. Elsa og Bjössi, vinur hennar, taka sig gam- an um að hjálpa Móra að finna beinin í garðinum við húsið og loks fær hann frið við hlið ömmu í kirkjugarðinum. Kristín á auðvelt með að segja sögu og sögumar hennar flæða vel og áreynsluslaust. Helst fínnst mér þó að stelpunar í sögunum hennar séu að verða of líkar hver Frá Gerðubergi Otrúlega litrík en sönn sagal ...prakkarastrik...fyrsta kynlífsfræðslan...pabbi handtekinn á stríðsárunum...pabbabílarnir klessukeyrðir... fyrstu ástarskotin...sungið með KK-sextett...sungið með Hljómsveit Svavars Gests.. merkilegur miðilsfundur... kýldur gegnum rúðu í Noregi...sögur úr leigubílastarfi... þegar Raggi Bjarna varð landeigandi í Ameríku... gamansögur frá Sumargleðiárunum...þegar Raggi Bjarna upprætti þjófahring á SpánL.glímt við áfengisvanda... partí með blómahippum í New York...kynni af milljónamæringum...eltur af glæpamönnum í Bandaríkjunum... Lifssaga Ragga Bjarna - bókin sem allir eru að tala um! rsm Einar Krislján Einars- son með gítartónleika Kristín Steinsdóttir annarri. Þetta em röggsamar og sjálfstæðar nútímastelpur sem gefa sér mikið olnbogarými og taka til sinna ráða oft á óhefð- bundinn hátt, en mér fínnst vanta meiri fjölbreytni í kvennaliðið. Sagan um Móra - sem glöggir íjárbændur telja að hljóti að vera Gaflari er skemmtileg og létt lesn- ing og engin hætta á að lesandan- um leiðist. Einar Kristján Einarsson gít- arleikari verður með tónleika í Gerðubergi miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Luis Milan, J.S. Bach, Femando Sor, Lennox Berkeley, Heitor Villa-Lobos og Agustin Barrios. í fréttatilkynningu segir að efnis- skrá tónleikanna sé afar fjölbreytt. Elstu verkin eru líkast til upphaf- lega samin fyrir forvera gítarsins, samanber verkin eftir Luis Milan á spánska hljóðfærið vihuela og verk Bachs fyrir lútu. Nýrri verkin eftir Villa-Lobos og Lennox Berkeley sýna aftur á móti vel möguleika og fjölbreytilega tækni gítarsins. Einar Kristján Einarsson fæddist á Akureyri 1956 og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Haustið 1977 hóf hann gítarnám við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk burtfararprófi þaðan 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundaði framhaldsnám í Manchest- er í Englandi 1982-88 og voru aðal- kennarar hans George Hadjinikos, Gordon Crosskey og David Russel. Einar lauk einleikara- og kennara- prófi frá Guildhall School of Music 1987 og hefur síðan haustið 1988 kennt gítarleik við Tónskóla Sigur- sveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Auk tónleikahalds á Englandi og á Spáni hefur Einar komið fram við margvísleg tækifæri hérlendis, meðal annars lék hann einleik með Kammersveit Akureyrar síðastliðið haust og nýverið á einleikstónleik- um í Seltjarnarneskirkju. Einar Kristján Einarsson gítarleikari. DÓ < 9 O o' / o Haskolabió fimmtudaginn 3. desember kl. 20.00 ^ Efnisskrá: 05 - o, siníómf LU (D Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Míðasala á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar kl, 9 -17, SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 3 1— Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 O) Framlag þitt skilar árangri V3E/ HJALPARSTOFNIIN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis Gíróseðlor liggja frammi í bönkum og sparisjóöum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.