Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Draugrir og dósagos Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Kristín Steinsdóttir Draugar vilja ekki dósagos Vaka Helgafell, 1992 Sagan um Elsu litlu í Hafnar- firðinum fjallar um málefni sem gætu orðið efniviður í dæmigerða vandamálasögu. Flutningur í nýtt umhverfí þar sem Elsa þekkir eng- an, dauði ömmu og einmanaleikinn þegar pabbi og mamma eru úti að vinna og húsið tómt, - allt eru þetta vandamál sem börn í dag þurfa að glíma við. En hjá höf- undi eru vandamálin umgjörð sem setja sögunni stað og tíma - en svo tekur ímyndunaraflið við. Strax í upphafí þegar fjölskyldan er að skoða húsið í Hafnarfirðinum fær lesandinn á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu. Amma á að búa í kjallaranum í litla húsinu en hún verður bráðkvödd í flutn- ingunum. Söknuður Elsu er sár en við sjáum hann aðeins á ytra borðinu, afneitun Elsu, hurðaskelli og hamagang, en líka tár sem fylgja því að vera búinn að missa bestu ömmu í heimi. Elsa breiðir yfír sársaukann með athafnasemi, þátttöku í leikriti og síðast en ekki síst í samskiptum sínum við Móra, veggbúann í húsinu. Móri er niðursetningur sem dó bamungur fyrir 100 árum en bein- in komust ekki í vígða mold og því fær Móri ekki frið. Höfundur fléttar skemmtilega sögu úr sam- skiptum Elsu og Móra. Draugur- inn er nægilega afkáralegur til að vera skemmtileg „týpa“ og gömul viðhorf hans gefa höfundi tæki- færi að láta hann gera hluti sem annars eru bannaðir. Elsa og Bjössi, vinur hennar, taka sig gam- an um að hjálpa Móra að finna beinin í garðinum við húsið og loks fær hann frið við hlið ömmu í kirkjugarðinum. Kristín á auðvelt með að segja sögu og sögumar hennar flæða vel og áreynsluslaust. Helst fínnst mér þó að stelpunar í sögunum hennar séu að verða of líkar hver Frá Gerðubergi Otrúlega litrík en sönn sagal ...prakkarastrik...fyrsta kynlífsfræðslan...pabbi handtekinn á stríðsárunum...pabbabílarnir klessukeyrðir... fyrstu ástarskotin...sungið með KK-sextett...sungið með Hljómsveit Svavars Gests.. merkilegur miðilsfundur... kýldur gegnum rúðu í Noregi...sögur úr leigubílastarfi... þegar Raggi Bjarna varð landeigandi í Ameríku... gamansögur frá Sumargleðiárunum...þegar Raggi Bjarna upprætti þjófahring á SpánL.glímt við áfengisvanda... partí með blómahippum í New York...kynni af milljónamæringum...eltur af glæpamönnum í Bandaríkjunum... Lifssaga Ragga Bjarna - bókin sem allir eru að tala um! rsm Einar Krislján Einars- son með gítartónleika Kristín Steinsdóttir annarri. Þetta em röggsamar og sjálfstæðar nútímastelpur sem gefa sér mikið olnbogarými og taka til sinna ráða oft á óhefð- bundinn hátt, en mér fínnst vanta meiri fjölbreytni í kvennaliðið. Sagan um Móra - sem glöggir íjárbændur telja að hljóti að vera Gaflari er skemmtileg og létt lesn- ing og engin hætta á að lesandan- um leiðist. Einar Kristján Einarsson gít- arleikari verður með tónleika í Gerðubergi miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Luis Milan, J.S. Bach, Femando Sor, Lennox Berkeley, Heitor Villa-Lobos og Agustin Barrios. í fréttatilkynningu segir að efnis- skrá tónleikanna sé afar fjölbreytt. Elstu verkin eru líkast til upphaf- lega samin fyrir forvera gítarsins, samanber verkin eftir Luis Milan á spánska hljóðfærið vihuela og verk Bachs fyrir lútu. Nýrri verkin eftir Villa-Lobos og Lennox Berkeley sýna aftur á móti vel möguleika og fjölbreytilega tækni gítarsins. Einar Kristján Einarsson fæddist á Akureyri 1956 og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Haustið 1977 hóf hann gítarnám við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk burtfararprófi þaðan 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundaði framhaldsnám í Manchest- er í Englandi 1982-88 og voru aðal- kennarar hans George Hadjinikos, Gordon Crosskey og David Russel. Einar lauk einleikara- og kennara- prófi frá Guildhall School of Music 1987 og hefur síðan haustið 1988 kennt gítarleik við Tónskóla Sigur- sveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Auk tónleikahalds á Englandi og á Spáni hefur Einar komið fram við margvísleg tækifæri hérlendis, meðal annars lék hann einleik með Kammersveit Akureyrar síðastliðið haust og nýverið á einleikstónleik- um í Seltjarnarneskirkju. Einar Kristján Einarsson gítarleikari. DÓ < 9 O o' / o Haskolabió fimmtudaginn 3. desember kl. 20.00 ^ Efnisskrá: 05 - o, siníómf LU (D Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Míðasala á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar kl, 9 -17, SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 3 1— Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255 O) Framlag þitt skilar árangri V3E/ HJALPARSTOFNIIN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis Gíróseðlor liggja frammi í bönkum og sparisjóöum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.