Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
r-jiíi j ti-J riWA—r. q;:')/. í±ll'u~íuí*■?. m’ >r,r
Alit meirihluta utanríkismálanefndar á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði
Kostir aðildar íslendinga
að EES eru aug’ljósir
MEIRIHLUTI utanríkismálanefndar Alþingis telur, að að því er varð-
ar veigamUda sljórnmálahagsmuni, aldalöng menningartengsl og
meginstefnu íslands í utanríkismálum séu kostir aðildar að Evrópska
efnahagssvæðinu augljósir. A þetta sé nauðsynlegt að leggja meginá-
herslu um leið og staðfest sé að efnahagslegur og viðskiptalegur ávinn-
ingur af aðild Islands að EES sé óumdeildur. Nefndin leggur því til
að frumvarp um Evrópska efnahagssvæðið verði samþykkt.
Hér á eftir fara tveir kaflar úr
nefndarálitinu. Sá fyrri fjallar um
samstarf íslands við önnur Evrópu-
ríki og sá síðari um stjórnarskrána
og EES-samninginn.
„Fyrsti fundur aðalsamninga-
nefndar EFTA og EB var 20. júní
1990. Frá upphafi byggðust samn-
ingaviðræðurnar á viðeigandi Grein-
um Rómarsáttmálans Qg réttar-
gjömingum EB. Fyrir kosningar til
Alþingis í apríl 1991 lýsti utanríkis-
ráðherra yfir því að samið hefði ver-
ið um 98% þeirra úrlausnarefna sem
voru á borði samningamannanna.
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks, sem var mynduð eftir
kosningamar, veitti Jóni Baldvini
Hannibalssyni utanríkisráðherra
umboð til að halda áfram við að ná
lokaniðurstöðu í samningaviðræðun-
um um EES.
Áður en hinar formlegu samn-
ingaviðræður EB og EFTA hófust
var ljóst að eitt EFTA-ríki, Austur-
ríki, vildi gerast aðili að Evrópu-
bandalaginu. Breytti það engu um
aðild Austurríkismanna að viðræð-
unum. Meðal annars með vísan til
hinna gífurlegu breytinga í Evrópu
eftir upplausn Sovétríkjanna og hmn
kommúnismans tóku þing Svía og
Finna ákvörðun um að sækja um
aðild að EB. Ríkisstjórnir Sviss og
Liechtenstein hafa siglt í kjölfarið.
Norska Stórþingið hefur samþykkt
heimild til ríkisstjómarinnar til að
sækja um aðild að EB. Fram-
kvæmdastjórn EB og einstök aðild-
Nefndarmenn fyrsta minnihluta,
Steingrímur Hermannsson og Páll
Pétursson, segja m.a. í sinni greinar-
gerð að vafalaust sé samningurinn
um EES sá viðamesti sem íslending-
ar hafi gert og að sama skapi mikil-
vægur. Þessi samningur geti orðið
mjög örlagaríkur fýrir hina íslensku
þjóð. Því sé nauðsynlegt að meta
þennan samning mjög vandlega.
Meta verði efnahagsleg áhrif samn-
ingsins. Menn verði eftir því sem
unnt sé að gera sér grein fyrir því
hver framtíð íslands verði í slíku
samstarfi sem EES kveði á um. Og
að endingu „verður að skoða með
fullri einurð hvort hin íslenska
stjórnarskrá heimilar að gera um-
ræddan samning".
í nefndaráliti fyrsta minnihluta
eru reifuð mismunandi álit löglærðra
sérfræðinga og í framhaldi af því
er vísað til nýgerðrar samþykktar á
flokksþingi framsóknarmanna sem
telur: „Vafasamt er að það standist
hina íslensku stjórnarskrá að fram-
selja til eftirlitsstofnunar og dóm-
stóls EFTA vald eins og gert er ráð
fyrir í samningunum um hið Evr-
ópska efnahagssvæði. Flokksþingið
ber virðingu fyrir íslensku stjómar-
skránni og telur að túlka beri allan
vafa henni í hag. Flokksþingið telur
arríki hafa fagnað þessum umsókn-
um. Stefnt er að því að flýta samn-
ingaviðræðum við umsóknarríkin.
*
Á fundi í Maastricht í Hollandi í
desember 1991 náðu leiðtogar EB-
ríkjanna samkomulagi um skjal sem
síðan hefur verið kennt við hina
hollensku borg. Með samkomulaginu
er stefnt að enn nánari samvinnu
EB-ríkjanna í stjómmálum, utanrík-
ismálum og efnahagsmálum. Enn
er óljóst um örlög Maastricht-sam-
komulagsins. Vandræði við að
hrinda því í framkvæmd og óvissa
um fjárlög EB til næstu fimm ára
kunna að tefja fyrir viðræðum og
samningum við þau ríki sem hafa
sótt um aðild að EB.
Aðild íslands að Evrópubandalag-
inu er ekki á dagskrá ríkisstjómar-
innar. í stefnuræðu sinni, sem flutt
var 12. október sl., sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra m.a.:
„Mál standa nú þannig í Vestur-Evr-
ópu, þrátt fyrir sviptingar á síðustu
vikum, að flest bendir til að öll önn-
ur ríki en ísland verði sameinuð í
einu Evrópubandalagi innan 10 ára.
ísland hefur ekki valið þann kost.
Sú afstaða okkar hefur valdið nokk-
urri undrun í röðum frænda- og vina-
þjóða en hún á sér margar og eðlileg-
ar skýringar. Þeirra er ekki að leita
í því að Islendingar vilji ekki eiga
góð og náin samskipti við nágranna
sína í Evrópu. Ég held að íslending-
ar eigi um það nánast eina sál að
því nauðsynlegt að breyting fari
fram á íslensku stjómarskránni áður
en unnt verði að samþykkja aðild
íslands að hinu Evrópska efnahag-
svæði.“
Steingrímur Hermannsson og Páll
Pétursson segja það forsendu fyrir
gerð samningsins um EES að hann
standist stjómarskrána. „Það gerir
hann ekki að mati 1. minnihluta og
þegar af þeirri ástæðu geta undirrit-
aðir ekki stutt þátttöku íslendinga
í hinu Evrópska efnahagsvæði."
Nefndarmenn fyrsta minnihluta
segja að hafa megi langt mál um
efnishlið þessa samnings og framtíð
íslands í slíku samstarfi. í samning-
um séu bæði ákvæði sem séu jákvæð
fyrir íslenskt efnahags- og atvinnu-
líf og önnur sem teljast verði vafa-
söm eða neikvæð. Framtíð íslands í
hinu Evrópska efnahagssvæði myndi
hins vegar ráðast mjög af því hve
sterkt íslenskt atvinnulíf sé í stórau-
knu eriendu samstarfi. í nefndarálit-
inu segir þar um: „Veikburða at-
vinnuvegir munu illa standast slíka
samkeppni eða ásókn erlends fjár-
magns. Því miður eru íslensk fyrir-
tæki afar veikburða nú. Ef svo verð-
ur áfram getur samningurinn orðið
stórhættulegur íslensku fullveldi."
vilja hvergi fremur eiga náin skipti
en við þær þjóðir sem líkastar eru
okkur að uppruna, menningu og
stjórnmálaskipan. En við sjáum fjöl-
marga annmarka á því fyrir litla
þjóð að ganga inn í Evrópubandalag-
ið og vega þeir miklu þyngra en sá
ávinningur sem aðild kynni að
fylgja."
Spurt hefur verið hvað verði um
EES-samband íslands við Evrópu-
bandalagið af önnur EFTA-ríki fara
í EB. Hannes Háfstein, sendiherra
og aðalsamningamaður íslands í
EES-viðræðunum, hefur fjallað um
aðild EFTA-ríkja að EB og framtíð
EES í greinargerð til utanríkismála-
nefndar. Þar segir m.a.:
„Ef og þegar önnur EFTA-ríki
gerast aðilar að Evrópubandalaginu
ganga þau líka inn í alla þessa sam-
vinnu. Engin ástæða er til að ætla
að neinum af efnisþáttum samnings-
ins verði sagt upp gagnvart íslandi
af þeirri ástæðu að önnur EFTA-ríki
gangi í EB.
Á hinn bóginn er ljóst að stofnana-
þættir samningsins verða að koma
til endurskoðunar og einföldunar.
Allir sem komið hafa að þessari
samningsgerð gera sér grein fyrir
þessu. Engin ástæða er til að ætla
að íslendingum mundi henta verr
sú einföldun sem þá yrði gerð á
stofnanaþættinum, né að hagsmun-
um þeirra yrði þar verr borgið. Það
kemur í ljós þegar þar að kemur.
Þá verður samningurinn líka í reynd
sá tvíhliða samningur sem sumir
virðast óska eftir.
Hitt er líka ljóst að með inngöngu
annarra EFTA-ríkja í Evrópubanda-
lagið líður EFTA undir lok og þar
með hverfur sá samráðsvettvangur
og sá samningsstyrkur sem við höf-
um haft með aðild okkar að EFTA.
Jafnframt munu veigamiklir þættir
norrænnar samvinnu breytast og
flytjast að verulegu leyti inn á vett-
vang Evrópubandalagsins eða tengj-
ast honum mjög náið.“
Forsætisráðherra hefur lýst yfir
vilja ríkisstjómarinnar til að kanna
með bréfi og formlega hjá fram-
kvæmdastjóm EB hver staða íslands
yrði á grundvelli EES kæmi til þess
að önnur EES-ríki gengju í EB.
í þessu sambandi er rétt að minn-
ast þess að EES-samningurinn riftir
ekki tvíhliða samningum EFTA-ríkja
við EB. Framkvæmd þessara samn-
inga er hins vegar frestað, að svo
miklu leyti sem efni þeirra skarast
við efni EES-samningsins á meðan
hann er í gildi. Falli EES-samningur-
inn úr gildi án þess að nokkuð komi
í stað hans hlýtur fyrri tvíhliða
samningur EFTA-ríkis við EB fullt
gildi. Þannig mundi ísland geta
lagt fríverslunarsamninginn frá
1973 til grundvallar í tvíhliða sam-
skiptum sínum við EB.
*
Fyrirsjáanlegar em ýmsar breyt-
ingar á sartistarfi Norðurlandanna á
vettvangi ríkisstjórna og þjóðþinga
í kjölfar samningsins um EES. Sagt
hefur verið að EES-samningurinn
sé mikilvægasti Norðurlandasamn-
ingur sem gerður hefur verið um
áratugaskeið. Með honum verða loks
„Norðurlönd einn heimamarkaður",
svo sem löngum hefur verið stefnt
að á vettvangi Norðurlandaráðs, og
helstu markmið „NORDEK“ frá því
um 1970 verða komin í höfn. Með
EES-samningnum flytjast norræn
samstarfsmálefni á sviði efnahags-
mála, viðskipta og annarra viðfangs-
efna, sem undir samninginn heyra,
yfir á hinn stærri EES-vettvang.
Breytingamar á samstarfi Norður-
landanna miða ekki síst að því að
nýta til fulls þá möguleika sem þar
verður að finna. EES-samstarfið er
væru þeir jafnframt að einangra sig
frá stórum og mikilvægum þáttum
í norrænu samstarfi. Slíkt er að sjálf-
sögðu mjög varasamt.
*
Þátttaka í EES-samstarfinu setur
íslenska ríkinu engar kvaðir í samn-
ingum við ríki eða stofnanir sem
ekki eiga aðild að EES-samningnum.
íslendingar geta eins og áður samið
um viðskipti við Bandaríkjamenn,
Japani eða aðrar mikilvægar við-
skiptaþjóðir sínar. Samningurinn
kann í raun að kalla á f|árfestingu
hér á landi frá ríkjum sem ekki eiga
aðild að EES. Má í því sambandi
nefna að í umræðum um álver hér
í eigu bandaríska fyrirtækisins Kais-
ers hefur því sjónarmiði verði hreyft
að ákvörðun um að ráðast í álfram-
kvæmdir hér ráðist m.a. af því að
fyrirtækið hafi áhuga á aðgangi að
EES-markaðinum. Með EES-sam-
starfinu er ekki á nokkurn hátt dreg-
ið úr möguleikum íslendinga til við-
skipta eða fjárfestinga utan EES-
svæðisins.
*
í áratugi hafa stjórnmálaflokk-
amir deilt um þátttöku íslendinga í
alþjóðlegu samstarfi. Strax á fyrstu
áram lýðveldisins settu deilumar um
ráðstafanir til að tryggja öryggi
þjóðarinnar og varnir sterkan svip á
stjórnmálabaráttuna. Mótuðust
þessi hörðu átök að veralegu leyti
af þeirri staðreynd að þá voru tals-
menn kommúnisma og náinna
tengsla við Sovétríkin háværir í ís-
lenskum stjórnmálum. Sem betur fer
hafnaði þjóðin leiðsögn þessara
manna í utanríkismálum og við
ákvarðanir um samstarf við aðra. í
þessu ljósi er athyglisvert en kemur
ekki á óvart að Alþýðubandalagið
hefur snúist gegn aðild íslands að
EES. Má segja að eina undantekn-
ingin varðandi slíka neikvæða
stefnumótun flokksins í utanríkis-
málum sé þegar fríverslunarsámn-
ingurinn við EB var gerður 1972
og samþykktur á Alþingi 1973. Þá
sat fullrúi Alþýðubandalagsins á
stóli viðskiptaráðherra.
Þeir sem era andvígir þátttöku
íslands í EES benda ekki á neinn
annan skynsamlegan kost til að
tryggja aðild íslands að samstarfi
þeirra þjóða í Evrópu sem hafa stað-
ið íslendingum næst. Samstaðan um
afgreiðslu fríverslunarsamningsins
við EB á Alþingi 1973 var á þeim
tíma túlkuð á þann veg í þingumræð-
um að þeir sem skömmu fyrr vora
andstæðir aðild að EFTA eða vildu
ekki veita henni lið sitt hefðu áttað
sig á almennu gildi þess að íslend-
ingar gerðu víðskiptasamninga við
ríki Vestur-Evrópu til að einangrast
ekki frá þjóðunum þar. Því miður
virðist þessi samstaða ætla að rofna
á Alþingi nú þegar EES-samningur-
inn er borinn undir það til lögfesting-
ar. Má þó minna á að allir flokkar
á Alþingi nema Samtök um kvenna-
lista hafa með einum eða öðram
hætti borið ábyrgð á því að EES-
samnmgurinn var gerður með þátt-
töku íslendinga.
Þegar staða íslands gagnvart
Evrópuríkjunum er metin á hið sama
við um aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu og um aðild að EFTA og
gerð fríverslunarsamningsins við
EB. í engu þessara tilvika ganga
íslendingar undir skuldbindindingar
gagnvart öðrum ríkjum sem eru
svo íþyngjandi að þær geri að
engu hinn mikla og almenna ávinn-
ing er auknu samstarfi fylgir.
Að því er varðar veigamikla
stjómmálahagsmuni, aldalöng
menningartengsl og meginstefnu
íslands í utanríkismálum era kost-
til þess fallið að styrkja norræna ir aðildar að Evrópska efnahags-
samvinnu ef rétt er að málum hald- svæðinu augljósir. Á þetta er nauð-
ið. Stæðu íslendingar utan við EES synlegt að leggja megináherslu
Fyrsti minnihluti um EES-samninginn
Hættulegur veik-
burða atvinnulífí og
brot á sljórnarskrá
FYRSTI minnihluti utanríkismálanefndar skilaði í gær áliti á frum-
varpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Steingrímur Her-
mannsson (F-Rn) og Páll Pétursson (F-Nv) eru þeirrar skoðunar að
íslenska stjómarskráin heimili ekki samþykkt þessa samnings.
um leið og staðfest er að efnahágs-
legur og viðskiptalegur ávinningur
af aðild íslands að EES er augljós
og óumdeildur.
Stjórnarskráin og
EES-samningnrinn
í mars 1991 lagði utanríkisráð-
herra skýrslu fyrir Alþingi þar sem
greint var frá stöðu EES-samninga-
viðræðnanna í sama mund og geng-
ið var til þingkosninga hér. I skýrslu
utanríkisráðherra sagði að ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
hefði látið kanna hvort einhver
ákvæði EES-samningsins brytu í
bága við íslensku stjórnarskrána.
Niðurstaðan hefði orðið sú að óþarft
væri að breyta stjórnarskránni
vegna EES. Þessi niðurstaða kemur
heim og saman við það sem fram
hefur komið í umræðum innan utan-
ríkismálanefndar um þetta mál. Síð-
ast gerðist það á fundi, sem nefndin
efndi til 6. nóvember 1992, að aðal-
samningamaður íslands í EES-við-
ræðunum, Hannes Hafstein sendi-
herra, ítrekaði að það grandvallar-
sjónarmið hefði legið fyrir af hálfu
allra samningsaðila að þannig skyldi
gengið til verks að hvorki þyrfti að
breyta stjórnarskrám einstakra þátt-
tökuríkja né Rómarsáttmálanum
vegna aðildar að EES-samningnum.
Þótt þannig hefði verið staðið að
verki frá upphafi samningaviðræðna
og þrátt fyrir athuganir á stjórnar-
skrárþætti málsins, sem gerðar voru
í tíð ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar, hafa deilur um þennan
þátt málsins sett töluverðan svip á
stjórnmálaumræður undanfarna
mánuði. Hér er annars vegar um
lögfræðilegt álitaefni að ræða og
hins vegar stjórnmálalegt úrlausnar-
efni.
Það er ekkert nýmæli að deilur
vakni um það á lögfræðilegum vett-
vangi hvort ákvarðanir Alþingis
bijóti í bága við stjórnarskrána eða
ekki. Á liðnu sumri kom til dæmis
út rit eftir Sigurð Línda.1 prófessor
við lagadeild Háskóla íslands, þar
sem hann rökstyður þá skoðun sína
að Alþingi hafi afsalað sér meira
valdi en samræmist stjórnarskránni
við setningu löggjafar um fram-
leiðslustjórn í landbúnaði.' Þeir sem
vilja fá skorið úr slíkum lögfræðileg-
um álitaefnum geta leitað til dóm-
stólanna. Hæstiréttur hefur síðasta
orðið um það hvort íslensk lög era
í samræmi við stjómarskrána eða
ekki. Ekki er haggað við þessu valdi
með aðild að EES-samningnum.
Hér á landi starfar ekki stjórn-
lagadómstóll eins og víða annars
staðar. Til slíkra dómstóla er unnt
að skjóta álitaefnum varðandi stjóm-
skipulega stöðu mála á meðan þau
eru til meðferðar á löggjafarþingum.
Hér er það alfarið á valdi Alþingis
að ákveða við hina þinglegu meðferð
hvort frumvörp til laga eða efni al-
þjóðasamninga samræmist stjórnar-
skránni eða ekki. Hæstiréttur ís-
lands hefur síðan úrslitavald til að
dæma um það hvort íslensk lög eða
samningar við erlend ríki bijóti í
bága við stjórnarskrána. Hvað sem
þessum stjórnskipunarreglum líður
kunna umræðurnar um stjómar-
skrána og EES-samninginn, stjórn-
arskrána og landbúnaðarlöggjöfina
eða hvað annað álitamál á þessu
sviðið sem rís að kveikja tillögur um
íslenskan stjórnlagadómstól. Þar er
þó ekki um viðfangsefni utanríkis-
málanefndar að ræða.
Vegna umræðna um stjórnar-
skrárþátt þessa máls skipaði utan-
ríkisráðherra 14. apríl 1992 Þór Vil-
hjálmsson, hæstaréttardómara og
dómara við Mannréttindadómstól
Evrópu, Gunnar G. Schram, prófess-
or í stjórnskipunarrétti, Stefán Má
Stefánsson, prófessor í réttarfari og
Evrópurétti, og Ólaf W. Stefánsson,
skrifstofustjóra í dómsmálaráðu-
neytinu, í nefnd til að meta hvort
EÉS-samningurinn, ásamt fylgi-
samningum, bryti á einhvern hátt í
bága við íslensk stjórnskipunarlög.