Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
47
fregnir um andlát Andrésar.
Vandamál dagsins, átökin og svipt-
ingarnar á vettvangi landsmála
urðu allt í einu lítilfjörleg í nálægð
óvæntrar andátsfréttar og hugur-
inn reikaði frá gildi hagvaxtar og
gengis að manngildinu.
Ég kynntist Andrési Péturssyni
þegar ég hóf störf hjá SÍF fyrir sjö
árum. Andrés starfaði þá við skipu-
lag afskipana á saltfiski sem fyrir-
tækið flytur út, starf sem er eitt
það erilsamasta sem menn geta
valið sér. Á þessum árum flutti SÍF
út saltfiskafurðir fyrir allt að fjögur
hundruð fiskframleiðendur, sem
voru dreifðir um allt land. Það
reyndi þá, eins og enn í dag, mikið
á lipurð og þolinmæði þeirra sem
önnuðust skipulagningu og sam-
ræmingu afskipana á fiski frá öll-
um þessum framleiðendafjölda.
í þessu starfi komu mannkostir
Andrésar vel í ljós, því ekki aðeins
var hann hvers manns hugljúfi
heldur kom það sér vel hversu skap-
góður hann var og hress í fram-
komu, þegar leysa þurfti erfið
vandamál. Enginn getur þó sagt,
að hann hafi ekki staðið fast á sínu
og haft hag heildarinnar að leiðar-
ljósi þegar leysa þurfti ágreinings-
atriði.
Starfið var erilsamt og reyndi
mikið á og fyrir fáeinum árum
þótti Andrési rétt að hægja aðeins
á og flutti sig um set innan fyrir-
tækisins og síðustu starfsárin sá
hann um birgðaeftirlit SÍF.
Þótt hér hafi aðeins verið rakin
í fáum orðum störf Andrésar þau
18 ár sem hann starfaði hjá SÍF
og þjónaði saltfiskiðnaði lands-
manna má segja að lífsstarf hans
allt hafi meira og minna verið tengt
sjávarútveginum. Áður en kom
kom til SÍF hafði hann verið fram-
kvæmdastjóri fiskvinnslu- og út-
gerðarfyrirtækja víða um land og
sinnt hagsmunagæslu í greininni,
m.a. setið í stjórn Landssambands
ísl. útvegsmanna og Lífeyrissjóðs
sjómanna, svo eitthvað sé nefnt,
en þeir tímar í Iífi Andrésar Péturs-
sonar verða eflaust raktir af öðrum,
sem betur til þekkja. En öll sú
mikla reynsla sem Andrés hafði
öðlast á þessu sviði kom að góðu
gagni í starfi hans hjá SÍF og var
hann óspar að miðla henni að okk-
ur félögum sínum.
Fyrir það viljum við þakka, fyrir
samstarfið og ekki síst fyrir þann
félagsskap sem við urum aðnjót-
andi öll þau ár, sem við- störfuðum
saman. Ég vil með þessum línum
senda Svanhvíti og börnunum öll-
um innilegar samúðarkveðjur frá
framleiðendum innan SÍF, stjórn
þess og starfsfólki.
Magnús Gunnarsson.
Tengdafaðir minn, Andrés Pét-
ursson, verður borinn til grafar í
dag. Mig langar til að minnast
hans hér með nokkrum orðum. Ég
kynntist honum fyrst og fremst
sem fjölskyldumanni og læt aðra,
sem betur eru til þess fallnir, um
að rekja ættir hans og starfsferil.
Andrés giftist Svanhvíti Reynis-
dóttur þann 5. nóvember 1953 og
höfðu þau því verið gift í 39 ár
þegar hann lést. Börn þeirra eru
Magnús, fæddur 1954, fiskverk-
andi, giftur Þórdísi Eiríksdóttur.
Sverrir, fæddur 1955, stýrimaður,
kona hans er Kolbrún Gunnlaugs-
dóttir. Margrét, fædd 1957, meina-
tæknir, gift Sigurjóni Leifssyni.
Pétur, fæddur 1958, viðskiptafræð-
ingur, sambýliskona er Bergþóra
Hákonardóttir. Yngst er Ingibjörg,
fædd 1969, nemi í hjúkrunarfræði,
sambýlismaður hennar er Björn
Björnsson. Barnabörnin eru orðin
tíu.
Okkar kynni hófust þegar ég
kom í eina af mínum fyrstu heim-
sóknum á heimili hans, þá ungling-
ur innan við tvítugt. Handtak hans
var mjög sérstakt, þétt, traust og
kraftmikið. Ég áttaði mig seinna á
því að þetta handtak endurspeglaði
persónu hans, ákveðnina og heiðar-
leikann.
I kynnum okkar af fólki verðum
við of oft vör við að það gerir minni
kröfur til sjálfs síns en annarra.
Þetta átti ekki við tengdaföður
minn. Andrés gerði þá kröfu til
annarra, að þeir segðu ávallt satt
og stæðu við það sem þeir lofuðu.
Á þessu hafði hann vissulega efni,
því enginn mun nokkurntímann
hafa efast um að sjálfur lifði hann
eftir þessari reglu.
Á fyrstu búskaparárum okkar
hjónanna var gott að finna fyrir
leiðsögn Andrésar. Hans ráð voru
ekki í fyrirlestrarformi, heldur
hæglát leiðsögn sem komið var á
framfæri eftir óbeinum leiðum.
Þessi leiðsögn miðaði að því að
gera okkur að sjálfstæðum ein-
unnið, fylgst með uppvexti barn-
anna og miðlað áhugamálum, sem
voru á breiðum grunni, eins og störf
þeirra voru ólík.
Og efðu vini þínum það, sem þú átt best.
Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát
hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví
skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa
tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín.
Því það er hans að uppfylla þörf þína, en
ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með
vini þínum og njóttu með honum lífsins. Þvi
að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun
sinn og endumærist.
(Kahlil Gibran).
Þessi orð minna okkur á vinkonu
okkar Siggu, sem við kveðjum í
dag. Glæsileg, góðum gáfum gædd
og litríkur persónuleiki. Lengst af
vann hún skrifstofustörf, en fyrir
um það bil 20 árum tókst henni að
láta langþráðan draum rætast, þeg-
ar hún stofnaði verslunina Dömuna,
sem hún vann að með mikilli kos-
gæfni allt til síðasta dags, þrátt
fyrir erfiðan og langvarandi sjúk-
dóm sem steðjaði að síðustu árin.
Þá sýndi sig sem fyrr einstakur
viljastyrkur, æðruleysi og ekki síst
umhyggja fyrir yndislegri fjöl-
skyldu, dóttur, tengdasyni og bör-
unum fjórum, sem var endurgoldin
í ríkum mæli.
Nú er sú fyrsta úr hópnum farin.
Við hér heima og sú sem búsett er
I í Bandaríkjunum kveðjum kæra vin-
konu og biðjum henni, Qölskyldunni
og vinum Guðs blessunar.
( Saumaklúbburinn.
( Flestar indælustu minningar
okkar frá barnæsku eru tengdar
ömmu okkar, Sigríði Steingríms-
dóttur. En eins og aðrar góðar
ömmur. gekk hún aldrei undir sínu
rétta nafni meðal okkar barnabarn-
anna, heldur festist snemma við
hana sú óvenjulega nafngift Amma
Krulli. „Heitir hún það í alvöru?“
spurðu leikfélagar okkar oft hissa.
„Já,“ svöruðum við grafalvarleg,
„af því að hún krullar svo oft á sér
hárið.“ Við systkinin vorum einu
barnabörn hennar og þóttumst því
mjög heppin að geta haft ömmu
alveg útaf fyrir okkur. Það var þá
eitthvað annað en hjá flestum vin-
unum sem þurftu að deila ömmum
sínum með stórum skara frænd-
systkina! Og þvi varð það sem við
urðum henni svo sérstaklega ná-
tengd. Varla leið sú vika að við
borðuðum ekki eða gistum hjá
Ömmu Krulli á Freyjugötunni. Þá
var nú margt skemmtilegt brallað!
Ósjaldan klæddum við okkur upp í
gömul föt og skraut eða gerðum
margvíslegar tilraunir í eldhúsinu.
Jafnvel snérum við allri stofunni
við og byggðum mikil mannvirki
úr sófasettum og teppum. Milli þess
sem við vorum hjá henni á Freyju-
götu kom hún að heimsækja okkur,
gjarnan hlaðin pinklum úr bakarí-
inu eða öðru góðgæti. í búðinni
hennar í miðbænum áttum við ávallt
öruggt athvarf þegar við vorum
orðin svöng og köld á bæjarrölti.
Já, vissulega verður tómlegt án
Ömmu Krulli í framtíðinni. En við
systkinin erum mjög þakklát fyrir
að hafa átt hana að öll þessi ár og
erum sannfærð um það, að betri
ömmu er ekki hægt að hugsa sér.
Sigga Ásta og Steingrímur.
Löng vinátta kallar fram myndir
liðinna áratuga. Allt til upphafsins,
þegar ég óharðnaður unglingur hóf
sendilstörf hjá LÍÚ. Þar vakti at-
hygli mína hávaxin, glæsileg skrif-
Tl T/l
I tJ. j
HLÍFÐAR- OG VINNUFATNAÐURl
Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík
Sími 670 880 • Fax 670 885
stofudama. Hún umgekkst mig
unglinginn á þann hátt, að við urð-
um strax miklir mátar og síðar
perluvinir.
Hún Sigga var svo sannarlega
„dama“ í þess orðs fyllstu merk-
ingu, ein af okkar glæstustu
Reykj avíkurdætrum.
Við vinkonur höfum oft á liðnum
mánuðum, þegar lífið hefur kannski
ekki verið sem léttast, stytt okkur
stundir við að riija upp „gömlu ár-
in“ í Hafnarhvoli, hversu tilveran
var þá full af gleði og hlátri og
okkur fannst einhvern veginn alltaf
hafa verið sólskin í Vesturbænum
í þá daga.
Stærsti sólargeislinn hennar var
lítill telpuhnokki, hún Sigrún. Það
var stolt móðir sem sýndi mér í
fyrstu myndir af Sigrúnu lítilli og
síðar var ég þess aðnjótandi að fá
að kynnast undraverunni og eignast
með árunum einnig vináttu hennar.
Samband þeirra mæðga var ein-
stakt - einlægt, blítt og ákaflega
gefandi af beggja hálfu. - Það var
líka _svo fallegt framhaldið - Sigrún
og Árni - sem Sigga nefndi ætíð
hann Árna sinn. Síðar bættust við
fjögur, efnileg og yndisleg barna-
börn. Þessi kærleiksfjölskylda var
fjársjóður og stærsta gleði hennar
ömmu á Freyjó.
Sigga átti ástvin, Sigurð. Þau
áttu mörg sameiginleg áhugamál
og góðar samvistir jafnt í gleði sem
þraut.
Orðtak segir að sönn hefðarkona
þekki sinn vitjunartíma. Þau orð
komu mér í hug, er ég frétti lát
Sigríðar - ljúft er þreyttum að
hvílast.
Ástvinum Sigríðar sendi ég ein-
lægar samúðarkveðjur. Guð geymi
minningu mætrar konu.
Svenní.
VERTU VIÐBUIN
VETRINUM
Með vel hönnuðum og slitsterkum
vinnufatnaði frá Fristads heldur þú
kuldanum úti og hitanum inni.
Létt og þægileg föt sem gefa
hámarks hreyfingarfrelsi.
NÝTT NÝTT!
Undirföt frá Fristads fyrir veturinn.
Virka eins og gömlu góðu
ullarnærfötin nema
stinga ekki, halda
líkamanum þurrum
og hlýjum.
JS,
Gæði • Vellíðan • Notagildi
staklingum, sem væru sjálfum sér
nægir og yrðu ekki uppá aðra
komnir.
Það var erfitt að vera ósammála
tengdaföður mínum. Þótt við vær-
um á öndverðum meiði um ýmis-
legt, lærði ég snemma að til að
rökræða við hann varð maður að
vera viss í sinni sök. Hann var eilít-
ið stríðinn og hafði því gaman af
því að láta mann ftnna fyrir rök-
þrotum, ef þau komu fyrir. Skoðan-
ir hans voru ákveðnar á flestum
málum en hann virti skoðanir ann-
arra, ef þær stóðust prófraun hans.
Þegar barnabörnin komu í heim-
inn birtist okkur ný hlið á Andr-
ési. Árið 1989 fæddust þtjú elstu
barnabörnin. Afi var alltaf í miklu
uppáhaldi hjá börnunum. Ætíð var
hægt að treysta á að hann mætti
vera að. því að leika við þau og
hvergi var betra að sitja en í fang-
inu á honum. Yngsta barnabarnið
og alnafni bytjar að kalla á afa
sinn, þegar hann sér að hann nálg-
ast húsið. Fátt verður um svör hér
eftir.
Andrés var heimakær maður og
leið best heima hjá sér. Nú nokkur
síðustu ár, fóru þau Svanhvít þó
árlega utan í sumarleyfi. Þær ferð-
ir veittu þeim báðum mikla gleði.
í október síðastliðnum, fóru þau í
skoðunarferð til Skotlands, og nú
er gott til þess að vita, að þessi
ferð var þeim báðum mikil ánægja.
Fyrr á árum ferðaðist Andrés
mikið um landið og var víða kunn-
ugur, en þó hvergi betur en í Borg-
arfirðinum, þar sem hann var í
sveit öll sumur á æskuárum. Á
yngri árum mun hann hafa stundað
laxveiðar og segja kunnugir að
hann hafi verið í senn laginn og
duglegur í þeirri íþrótt. Hann var
fylgdarmaður erlendra veiðimanna
vi Þverá nokkur sumur á unglings-
árum og var því býsna kunnugur
þeirri á. Síðar keypti hann gamla
veiðihúsið, sem hann dvaldi í þessi
sumur og breytti því í sumarbú-
stað. Þar átti hann marga góða
stund með fjölskyldunni.
Andlát Andrésar bar brátt að.
Við aðstandendur hans vildum hafa
hann okkar megin við móðuna
miklu í mörg ár enn. Við getum
þó sætt okkur við að hann var einn
af þeim mönnum sem að leiðarlok-
um getur litið yfir farinn veg og
séð ávexti lífs síns.
Siguijón Leifsson.
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
p e r l a in sími 620200
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Suðurfandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
3M
Myndvörpur