Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 24
24
'MO*RÖU^lÍéíi^ÐÍE)' ÞrÍðÍÚDAGtíR1 í. DESEÍÍéEíii ÍÓÖ2
70 ARA STARFSAFMÆLI BRÆÐRANNA ORMSSON HF.
Olíkar stoðir treysta fjölbreyti-
legan rekstur fyrirtækisins
Rætt við Karl Eiríksson stjórnarformann og Eirík Karlsson framkvæmdastjóra
Á MEÐAN almennt hefur hallað
undan fæti hjá heildsölum hefur
heildsala hjá fyrirtækinu
Bræðurnir Ormsson farið vax-
andi undanfarin ár. For-
svarsmenn fyrirtækisins þakka
það öflugu umboðsmannaneti um
allt land. Bræðurnir Ormsson
hefur frá upphafi, síðastliðin 70
ár, verið fjölskyldufyrirtæki og
er það nú í eigu fjölskyldu Karls
Eiríkssonar sonar Eiríks Orms-
sonar, annars stofnanda fyrir-
tækisins. Sonur Karls, Eiríkur,
er núverandi framkvæmdastjóri
og hefur verið það sl. 10 ár. Það
sem vekur einna mesta athygli
þegar starfsemi fyrirtækisins er
sljoðuð er hinn fjölbreytilegi
rekstur, sem Karl og Eiríkur
segja vera eina meginástæðuna
fyrir velgengni fyrirtækisins.
Þegar illa ári á einu sviði þá
treysti annars konar starfsemi
rekstur fyrirtækisins. Velta
Bræðranna Ormsson var á sl. ári
um 500 milljónir króna, fyrir
utan umboðssölu fyrirtækisins
og eru starfsmenn nú um 45
talsins.
Þann 1. desember fyrir 70 árum
var fyrirtækið Bræðurnir Ormsson
stofnað af þeim Eiríki og Jóni Orms-
sonum. í upphafí var það megin-
starf þeirra bræðra að raflýsa sveit-
arbæi, breyta gaslömpum og gas-
ljósakrónum í rafmagnsljóstæki og
síðar lögðu þeir rafmagn í hús í
Reykjavík, þ. á m. Dómkirkjuna.
„Fyrr á árum fólst starfsemi fyrir-
tækisins m.a. í smiði rafstöðva og
uppsetningu þeirra, þjónustu við
skip og báta og almennri rafverk-
takavinnu. Segja má að fyrirtækið
hafí átt stóran þátt í rafvæðingu
fiskiskiptaflotans í upphafi," sögðu
feðgamir Karl Eiríksson og Eiríkur
Karlsson í viðtali við Morgunblaðið.
í gegn um árin hefur rekstur
fyrirtækisins þróast í takt við
breytta tíma en alltaf hefur megin-
áhersla verið lögð á starfsemi sem
tengist rafmagni. „Verktakastarf-
semin nær hápunkti þegar fyrir-
tækið er með allar raflagnir í álver-
inu í Straumsvík og Búrfellsvirkjun
á sama tíma. Þá voru starfsmenn
samtals um 200 talsins og þar af
hátt í 150 rafvirkjar. Að því loknu
fækkar verkefnum fyrir rafvirkja
fyrirtækisins verulega og áherslur
breytast. Starfsemin flyst að vem-
legu leyti út í verslun og þjónustu
t.d. fyrir Bosch og AEG og al-
mennri rafvirkjavinnu er hætt.“
Aukin umsvif verslunar
kölluðu á stærra húsnæði
Hin auknu umsvif verslunar hjá
Bræðmnum Ormson síðastliðinn
áratug leiddu til þess að ákveðið
var að byggja nýtt húsnæði fyrir-
tækisins í Lágmúla 8. Þangað voru
skrifstofur einnig fluttar og verk-
stæði fyrir heimilistæki. Þegar
gengið er um verslunina kemur í
ljós að þar er ekki einungis hægt
að fá ýmsar gerðir rafvæddra heim-
ilistækja, heldur einnig potta og
pönnur, leirtau o.fl. „í þessu nýja
húsnæði getum við boðið upp á mun
fjölbreyttari vöru og því höfum við
aukið úrvalið mjög.
Á síðastliðnum 2-3 árum höfum
við einnig lagt áherslu á að auka
mjög framboðið af Bosch bifreiða-
varahlutum sem passa í allar gerðir
bifreiða en Bosch hefur verið leið-
andi í ýmiskonar tækniþróun á
þessu sviði. Það hefur verið áhuga-
vert að fylgjast með þeirri þróun
sem hefur orðið og geta boðið sér-
fræðiþjónustu í þessum hátækni-
búnaði."
Sala heimilistækja stór
hluti veltu
Bræðrunum Ormsson hf. er skipt
upp í 8 deildir. Þar af er heimilis-
tækjadeild stærst með hátt í helm-
ing af veltu fyrirtækisins. Nú er
aðalsölutímabilið í þeirri deild geng-
ið í g.arð og stendur það fram að
jólum.
Deildirnar eru:
1. Heimilistækjadeild
2. Röntgendeild
3. Bosch-þjónustudeild
4. Handverkfæradeild
5. Tæknideild
6. Lyftudeild
7. Þungavinnuvéladeild
8. Becks-deild
Uppistaðan í heimilistækjunum
er umboð fyrirtæksisins fyrir þýska
merkið AEG sem hefur verið hjá
Bræðrunum Ormsson síðan árið
Karl Eiríksson og sonur hans Eiríkur Karlsson, segja að velgengi Bræðranna Ormsson hf. byggist að
miklu leyti á góðu starfsfólki þess. Góður andi sé innan fyrirtækisins og hópurinn sé samheldinn, því
sé ekki mikið um mannaskipti. Á myndinni eru deildarstjórar og forsvarsmenn fyrirtækisins, Hinrik
Siguijónsson, Skúli Karlsson, Snorri Ingason, Ragnheiður Pétursdóttir, Karl Eiríksson, Eiríkur Karls-
son, Ásgeir Þórðarson, Elke Sthamer og Ellert B. Guðjónsson en á myndina vantar Richard Hansen.
Ráðstefna
um kostnað
verður haldin í Norræna húsinu fimmtudaginn 3.
desember nk. kl. 13.00-17.30 á vegum félagsins
Verkefnastjórnunar og félags ráðgjafarverkfræðinga.
Dagskrá:
13.00-13.15
13.15-14.15
14.15-14.30
14.30-15.00
15.00-15.30
Ráðstefnan sett, Sigurjón M. Jóhannsson,
formaður félagsins Verkefnastjórnunar.
Per-Willy Hetland: „Cost-Engineering -
from Quantity Survey (QS) to
Total Cost Management (TCM)“.
Fyrirspurnir og umræður um erindi Hetlands.
Pétur Stefánsson:
„ Reynsla ráðgjafarverkfræðings".
Guðmundur Pálmi Kristinsson:
„Kostnaðarferli framkvæmda hjá Reykjavíkur-
borg".
15.30- 16.00
16.00-16.30
16.30- 17.00
17.00-17.15
17.15-17.30
Kaffihlé.
Guðmundur Ólafsson:
„Umhverfi kostnaðaráætlana".
Örn Steinar Sigurðsson:
„Kostnaðarlíkan fyrir Landsvirkjun".
Umræður og fyrirspurnir.
Samantekt og ráðstefnuslit, Ólafur Erlingsson,
formaður félags ráðgjafarverkfræðinga.
Skráning þátttakenda er á skrifstofu félags ráðgjafarverkfræð-
inga, Engjateigi 9, sími 34200. Skrifstofan er opin daglega frá
kl. 10-12.
Ráðstefnugjald er kr. 5.000,-
m lnfpjwl M
Metsölublaó á hverjum degi!
Morgunblaðið/Arnór
Sveit DV sem sigraði í firmakeppni Bridssambandsins um helgina.
Talið frá vinstri: Eiríkur Jónsson; Hallur Símonarson, Stefán
Guðjohnsen og ísak Örn Sigurðsson. A myndina vantar einn af sigur-
vegurunum, Ellert B. Schram ritsljóra.
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Selfoss og
nágrennis
Höskuldarmótið, sem er jafnframt
aðaltvímenningur félagsins, var spilað
í september og október. Tuttugu og
tvö pör tóku þátt í mótinu sem var
fímm kvölda barómeter. Sigurvegarar
urðu þeir Sigfús Þórðarson og Gunnar
Þórðarson.
Suðurlandsmótið, í tvímenningi
var spilað laugardaginn 21. nóvember
sl. Átján pör tóku þátt í mótinu sem
spilað var á Hvolsvelli. Röð efstu para:
Kristján Már Gunnarsson - Helgi G. Helgason 101
SigfúsÞórðarson-GunnarÞórðarson 86
Steinberg Rikharðsson - Daníel Gunnarsson 7 4
Hraðsveitakeppni félagsins er nýlok-
ið. Tíu sveitir tóku þátt í mótinu sem
lauk með sigri sveitar Ármanna. í
sveitinni spiluðu Ríkharður Sverrisson,
Stefán Jóhannsson, Brynjólfur Gests-
son og Sigfinnur Snorrason. Röð efstu
sveita varð þessi:
SveitÁrmanna 189
SveitHPKökugerð 189
SveitDaníelsGunnarssonar 167
Bæjarkeppnin við Hafnarfjörð
var spiluð 7. nóvmeber sl. í Hafnar-
fírði og móttaka heimamanna var eins
og alltaf stórglæsiieg. Þetta er í fer-
tugasta og sjöunda sinn sem þessi-
keppni er haldin, óslitið síðan 1946.
Spilað var á sex borðum og úrslitin
urðu Selfoss 101 stig, Hafnarfjörur
75 stig.
Bæjarkeppnin við Kópavog var
spiluð 27. nóvember sl. hér á Sel-
fossi. Þar er líka spilað á sex borðum
og endaði sú keppni 96 stig gegn 82
Selfoss í vil.
DV vann firmakeppnina
Dagblaðið Vísir sigraði í fírma-
keppni Bridssambands ýslands sem
fram fór um helgina. í sigursveit-
inni spiluðu Ellert B. Schram, Hall-
ur Símonarson, Stefán Guðjohnsen,
ísak Örn Sigurðsson og Eiríkur
Jónsson
DV tók forystu strax í mótinu
og hélt henni til loka. Fyrir mótið
var sveit Ríkisspítalanna talin sig- urstranglegust en sveitin náði ekki að sýna sitt besta og hafnaði í fjórða
sæti. Lokastaðan:
DV 166
Herðir hf. 156
ístak hf. 147
Ríkisspítalar 142
Sveit Herðis hf. frá Egilsstöðum
stóð sig með miklum ágætum, hirti
silfurverðlaunin, en sveit ístaks,
sem sigraði síðast í keppninni, tap-
aði fyrir báðum Egilsstaðasveitun-
um og þar með voru möguleikar á
sigri í mótinu úti.
Elín Bjarnadóttir afhenti verð-
launin en Kristján Hauksson sá um
útreikninga. M.a. var reiknaður út
árangur einstakra para, en i þeirri
keppni urðu Hallur Símonarson og
Ellert B. Schram efstir. Þátttakan
í mótinu var mjög dræm, aðeins
níu sveitir.
Kauphallarmótið 1992
Kauphallarmót Bridssambands
íslands og Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka verður haldið á Hótel
Loftleiðum helgina 4.-6. desember.
Mótið hefst með uppboði paranna
föstudagskvöldið 4. desember. Upp-
boðshaldari veður Haraldur Blön-
dal. AHir eru velkomnir á þetta ein-
staklega skemmtilega uppboð sem
verður í Auditorium Hótels Loft-
Ieiða kl. 21 föstudagskvölið 4. des-
ember. Spilamennskan hefst síðan
kl. 13 laugardaginn 5. desember
og er spilað allan daginn og á
laugardagskvöldið. Sunnudaginn 6.
desember er byijað aftur kl. 13 og
spilað fram undir kvöldmat. Á með-
an á mótinu stendur starfrækir
Verðbréfamarkaður íslandsbanka
kauphöll á staðnum og þar er hægt
að kaupa og selja hluti í pörunum
sem eru að spila.