Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 26
£•€€>1 ÍJ -MOR& Hærri þjónustugjöld Visa í samráði víð hvern söluaðila „Straujað á útopnu á skemmti- stöðunum og öldurhúsunum“ - segir Einar S. Einarsson framkvæmdasljóri Visa Þjónustugjöld vegna greiðslukortaviðskipta verða ekki hækkuð hjá fyrirtækjum nema að undangengnu samráði, að sögn Einars S. Einars- sonar, framkvæmdastjóra Visa-Islands. Rætt verður við hvert og eitt fyrirtæki og reynt að fá það til að taka upp beinlínutengingu við Visa í stað „strauvéla". Fram hefur komið að Visa hyggst allt að tvöfalda þjónustugjöld hjá þeim, sem ekki eru í beinu sambandi við Visa með svokölluðum „posa“. Borið hefur á því að korthafar, sem lent hafa I vanskilum, leiti uppi fyrirtæki, sem nota handstraujaðar sölunótur. Morgunblaðið/Þorkell Frá aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grims- son flokksformaður og Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður. Einar S. Einarsson segir að þjón- ustugjöld á fyrirtæki verði ekki hækkuð nema að undangengnu sam- ráði við viðkomandi fyrirtæki. „Við munum taka málið upp við hvern og einn. Þá metum við þessi fyrir- Aðalfundur miðsljórnar Alþýðubandalagsins Efnahagsaðgerðir ríkissljórnar- innar stefna stöðugleika í voða Ályktunartillögum um utanríkismál vísað til framkvæmdastjórnar Á AÐALFUNDI miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem haldinn var í Hafnarfirði síðastliðna helgi, var samþykkt sljórnmálaályktun, þar sem efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru gagnrýndar og sagðar stefna stöðugleika í efnahagsmálum í voða. Deilur urðu um það hvort álykta ætti um utanríkismál eða ekki og var tillögum í þá veru vísað til fram- kvæmdastjómar flokksins. „Fáum blandast hugur um að ís- lendingar standa frammi fyrir mikl- um erfiðleikum í efnahags- og at- vinnulífi, á margan hátt alvarlegri en um áratugaskeið,“ segir meðal annars í stjómmálaályktun aðal- fundarins. Atvinnuleysi er nú þegar hið mesta frá því í kreppunni miklu og fer vaxandi, afkoma atvinnulífs- ins er óviðunandi og erlend skulda- staða þjóðarbúsins orðin slík að mik- ið lengra verður ekki gengið á þeirri braut án þess að stofna efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Þing Alþýðusambands íslands hefur hvatt til uppsagnar kjarasamninga, Kennarasamband íslands hefur þeg- ar sagt upp samningum og innan BSRB eru heitar umræður um kaup- máttarrýmunina. Alþýðubandalagið telur að þessar alvarlegu aðstæður geri sérstakar kröfur til stjómmála- samtaka um að koma fram af ábyrgð og raunsæi." Alþýðubandalagið lýsir óánægju með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar. í ályktun miðstjómarfundar- ins segir: „Miðstjórnin vekur athygli á • að ekki er tryggt að aðgerðir rík- isstjórnarinnar auki atvinnu í land- inu, • að miklar álögur em lagðar á almennt launafólk en engar jöfnun- áraðgerðir er að finna í ráðstöfunum ríkisstjómarinnar, • að með aðgerðunum er stöðug- leika í efnahagslífmu stefnt í voða og ekkert gert til þess að halda aft- ur af verðhækkunum, • að með ákvörðunum sínum í sjáv- arútvegi gerir ríkisstjómin tilraun til að festa núverandi fiskveiðistjórn í sessi og hindra nauðsynlega endur- skoðun fram á næsta kjörtímabil." Miðstjórnarfundurinn „skorar á landsmenn að fylkja liði til þess að vetja velferðarsamfélagið gegn at- lögum ríkisstjórnarinnar." I lok ályktunarinnar segir: „Alþýðu- bandalagið hafnar uppgjafarleið rík- isstjómarinnar og hvetur áfram til víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um raunhæf úrræði í efnahags- og atvinnumálum. Tillögur Alþýðu- bandalagsins liggja fyrir. Flokkurinn er reiðubúinn til samstarfs við stjómmálafylkingar og samtök launafólks um aukna atvinnu, stöð- ugleika í efnahagslífi, kjarajöfnun og varðstöðu um velferðarkerfið." Kaflar um Evrópskt efnahags- svæði og Vestur- Evrópusambandið voru samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins felldir út úr drögum að stjómmálaályktun fundarins í með- förum stjómmálanefndar. Rök- stuðningur meirihluta nefndar- manna fyrir þessu mun hafa verið sá að þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefði þegar tekið afstöðu til VES og EES-samningurinn hefði verið afgreiddur á síðasta miðstjómar- fundi. Ekki væri ástæða til að álykta sérstaklega um utanríkismál, heldur bæri að einskorða stjómmálaálykt- unina við það, sem efst væri á baugi í efnahags- og atvinnumálum. í al- mennum umræðum kom hins vegar fram óánægja með þetta fyrirkomu- lag og vom lagðar fram allmargar ályktunartillögur um utanríkismál. Samkomulag náðist um að vísa þeim til framkvæmdastjómar flokksins. tæki eftir áhættustöðlum og höfum hugsað okkur að byija hjá öldurhús- um og stóram skemmtistöðum. Þar hafa posarnir sums staðar verið teknir niður, sem þó var búið að setja upp við innganginn til að sía aðeins inn í húsið, vegna þess að menn vilja geta selt meira áfengi og veitingar og strauja á útopnu,“ sagði Einar. Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, segir samtökin hafa fengið fullvissu fyrir því hjá Visa að nýjar reglur um þjón- ustugjöld verði innleiddar í áföngum, eftir nánara samráð við hvem og einn söluaðila. „Við höfum fengið því framgengt að við munum annast samninga fyrir hönd okkar manna í þeim efnum,“ sagði hann. Magnús segir að kaupmenn hafi krafizt lækkunar leigu á „posum“ og verið sé að ræða við Visa um þau efni. „Með tilkomu „posa-vélanna“ hefur orðið mikil hagræðing og sparnaður hjá kortafyrirtækjunum og bönkunum við uppgjör. Oryggi þessara fyrirtækja hefur jafnframt aukizt. Við teljum að verzlanirnar eigi að njóta þess í lægri þjónustu- gjöldum og höfum fengið viðurkenn- ingu á þv;',“ sagði hann. Magnús sagði að á næsta ári myndu „posamir" nýtast handhöfum debetkorta, sem leysa eiga ávísanir af hólmi að einhveiju leyti. „Bein- línutengingin er okkur í hag, því að á síðasta ári fyrirfórast að minnsta kosti hundrað milljónir króna í föls- uðum og innistæðulausum ávísun- um, sem verzlun og þjónustufyrir- tæki hafa orðið að taka á sig,“ sagði hann. ö INNLENT Hluti hópsins sem nefnir sig Ljósvíkinga og ætlar að lesa upp og flytja tónlist víðsvegar um höfuð- borgarsvæðið og á Suðurlandi í desember. Skáld og tónlistarmenn Ljósvíking-ar lesa og spila LJÓSVÍKINGAR er heiti á hópi skálda og tónlistarmanna sem tekið hafa sig saman og standa fyrir upplestrar- og tónlistarkvöld- um víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi nú í desemb- ermánuði. Fyrsta uppákoman verður í kvöld 1. desember á Sólón íslandus í Húsi málarans við Bankastræti og hefst kl. 20.30. Þeir sem að hópnum standa eru mennirnir era Bryndís Halla rithöfundamir Einar Kárason, Gylfadóttir sellóleikari, Snorri Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eld- járn, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Steinunn Ásmunds- dóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson og Ari Gísli Bragason. Tónlistar- Sigfús Birgisson og Sigurður Örn Snorrason klarinettuleikarar, Laufey Sigurðardóttir fíðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Á Selfossi og í Hveragerði munu þeir Kjartan Óskarsson og Óskar Ingvarsson bætast í hópinn og leika með. Dagskráin í desember er síðan skipulögð á eftirfarandi hátt; Listahús Reykjavíkur þann 18. des., Selfosskirkja 19., Laufafell Hellu 19., Hveragerðiskirkja 20., Dómkirkjan í Reykjavík 21. Hressó 29., og Sólon íslandus 30. desember. Dagskráin hefst á öll- um stöðum kl. 20.30. Dagskrá fullveldisdagsins: Háskóli og þjóðlífið Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur fiytur hátíðarræðuna „HÁSKÓLI og þjóðlífið" nefnist fullveldisdagskrá Háskóla íslands í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Hún hefst í kapellu Háskólans klukkan 11, þar sem messað verður, séra Kristján Valur Ingólfs- son þjónar fyrir altari, en Hildur Sigurðardóttir predikar. Organ- isti er Kári Þormar, Bára Friðriksdóttir er forsöngvari og Guðrún Jóna Sigurðardóttir leikur á þverflautu. Að lokinni messu bjóða guðfræðinemar til kaffidryklgu. Klukkan 12.30 verður blóm- sveigur lagður að leiði Jóns Sig- urðssonar forseta og flytur Sigurð- ur Líndal minni hans í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá hefst síðan í Háskólabíói klukkan 14.15 og set- ur Pétur Þ. Óskarsson formaður Stúdentaráðs hátíðina og Svein- björn Björnsson rektor ávarpar gesti. Háskólakórinn mun síðan syngja nokkur létt lög við ljóð þekktra íslenskra höfunda. Lögin, sem Háskólakórinn flytur á há- tíðasamkomunni í Háskólabíói eru fjögur lög við ljóð eftir Þórberg Þórðarson: Hjartsláttur lífsins, Þorláksmessukvöld, Fjórtán ára og Borgin á bjarginu við tónlist eftir Egil Gunnarsson. Um er að ræða frumflutning. Þá syngur kórinn Madrigaletto I og II eftir Atla Heimi Sveinsson og tvö lög við ljóð eftir Karl Einarsson Dung- anon: Þjóðsöng St. Kildu, lag Dunganons í útsetningu Hjálmars R. Ragnarssonar og Fenha Úrha við tónlist Hjálmars R. Ragnars- sonar. Hátíðarræðuna flytur síðan Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur, en Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sýna atriði úr „Rita gengur menntaveginn" eftir Willy Russel. Þá fer fram málþing, þar sem spurt er hvert sé hlutverk Háskóla í þjóðlífí og hvort Há- skóli íslands sinni hlutverki sínu í íslenzku þjóðlífi. Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Gylfason prófessor leita svara við spumingunum. Þá leikur Kuran Swing létta sveiflu. Kynnir verður Margrét Vilhjálmsdóttir leiklistar- nemi. Hreyfímyndafélagið býður síð- an stúdentum í bíó á áströlsku kvikmyndina „Dingó“ með Miles Davis í aðalhlutverki klukkan 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.