Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 26
£•€€>1 ÍJ
-MOR&
Hærri þjónustugjöld Visa í samráði víð hvern söluaðila
„Straujað á útopnu á skemmti-
stöðunum og öldurhúsunum“
- segir Einar S. Einarsson framkvæmdasljóri Visa
Þjónustugjöld vegna greiðslukortaviðskipta verða ekki hækkuð hjá
fyrirtækjum nema að undangengnu samráði, að sögn Einars S. Einars-
sonar, framkvæmdastjóra Visa-Islands. Rætt verður við hvert og eitt
fyrirtæki og reynt að fá það til að taka upp beinlínutengingu við Visa
í stað „strauvéla". Fram hefur komið að Visa hyggst allt að tvöfalda
þjónustugjöld hjá þeim, sem ekki eru í beinu sambandi við Visa með
svokölluðum „posa“. Borið hefur á því að korthafar, sem lent hafa I
vanskilum, leiti uppi fyrirtæki, sem nota handstraujaðar sölunótur.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grims-
son flokksformaður og Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður.
Einar S. Einarsson segir að þjón-
ustugjöld á fyrirtæki verði ekki
hækkuð nema að undangengnu sam-
ráði við viðkomandi fyrirtæki. „Við
munum taka málið upp við hvern
og einn. Þá metum við þessi fyrir-
Aðalfundur miðsljórnar Alþýðubandalagsins
Efnahagsaðgerðir ríkissljórnar-
innar stefna stöðugleika í voða
Ályktunartillögum um utanríkismál vísað til framkvæmdastjórnar
Á AÐALFUNDI miðstjórnar Alþýðubandalagsins, sem haldinn var í
Hafnarfirði síðastliðna helgi, var samþykkt sljórnmálaályktun, þar sem
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru gagnrýndar og sagðar stefna
stöðugleika í efnahagsmálum í voða. Deilur urðu um það hvort álykta
ætti um utanríkismál eða ekki og var tillögum í þá veru vísað til fram-
kvæmdastjómar flokksins.
„Fáum blandast hugur um að ís-
lendingar standa frammi fyrir mikl-
um erfiðleikum í efnahags- og at-
vinnulífi, á margan hátt alvarlegri
en um áratugaskeið,“ segir meðal
annars í stjómmálaályktun aðal-
fundarins. Atvinnuleysi er nú þegar
hið mesta frá því í kreppunni miklu
og fer vaxandi, afkoma atvinnulífs-
ins er óviðunandi og erlend skulda-
staða þjóðarbúsins orðin slík að mik-
ið lengra verður ekki gengið á þeirri
braut án þess að stofna efnahags-
legu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu.
Þing Alþýðusambands íslands hefur
hvatt til uppsagnar kjarasamninga,
Kennarasamband íslands hefur þeg-
ar sagt upp samningum og innan
BSRB eru heitar umræður um kaup-
máttarrýmunina. Alþýðubandalagið
telur að þessar alvarlegu aðstæður
geri sérstakar kröfur til stjómmála-
samtaka um að koma fram af ábyrgð
og raunsæi."
Alþýðubandalagið lýsir óánægju
með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar. í ályktun miðstjómarfundar-
ins segir: „Miðstjórnin vekur athygli
á
• að ekki er tryggt að aðgerðir rík-
isstjórnarinnar auki atvinnu í land-
inu,
• að miklar álögur em lagðar á
almennt launafólk en engar jöfnun-
áraðgerðir er að finna í ráðstöfunum
ríkisstjómarinnar,
• að með aðgerðunum er stöðug-
leika í efnahagslífmu stefnt í voða
og ekkert gert til þess að halda aft-
ur af verðhækkunum,
• að með ákvörðunum sínum í sjáv-
arútvegi gerir ríkisstjómin tilraun
til að festa núverandi fiskveiðistjórn
í sessi og hindra nauðsynlega endur-
skoðun fram á næsta kjörtímabil."
Miðstjórnarfundurinn „skorar á
landsmenn að fylkja liði til þess að
vetja velferðarsamfélagið gegn at-
lögum ríkisstjórnarinnar." I lok
ályktunarinnar segir: „Alþýðu-
bandalagið hafnar uppgjafarleið rík-
isstjómarinnar og hvetur áfram til
víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu
um raunhæf úrræði í efnahags- og
atvinnumálum. Tillögur Alþýðu-
bandalagsins liggja fyrir. Flokkurinn
er reiðubúinn til samstarfs við
stjómmálafylkingar og samtök
launafólks um aukna atvinnu, stöð-
ugleika í efnahagslífi, kjarajöfnun
og varðstöðu um velferðarkerfið."
Kaflar um Evrópskt efnahags-
svæði og Vestur- Evrópusambandið
voru samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins felldir út úr drögum að
stjómmálaályktun fundarins í með-
förum stjómmálanefndar. Rök-
stuðningur meirihluta nefndar-
manna fyrir þessu mun hafa verið
sá að þingflokkur Alþýðubandalags-
ins hefði þegar tekið afstöðu til VES
og EES-samningurinn hefði verið
afgreiddur á síðasta miðstjómar-
fundi. Ekki væri ástæða til að álykta
sérstaklega um utanríkismál, heldur
bæri að einskorða stjómmálaálykt-
unina við það, sem efst væri á baugi
í efnahags- og atvinnumálum. í al-
mennum umræðum kom hins vegar
fram óánægja með þetta fyrirkomu-
lag og vom lagðar fram allmargar
ályktunartillögur um utanríkismál.
Samkomulag náðist um að vísa þeim
til framkvæmdastjómar flokksins.
tæki eftir áhættustöðlum og höfum
hugsað okkur að byija hjá öldurhús-
um og stóram skemmtistöðum. Þar
hafa posarnir sums staðar verið
teknir niður, sem þó var búið að
setja upp við innganginn til að sía
aðeins inn í húsið, vegna þess að
menn vilja geta selt meira áfengi
og veitingar og strauja á útopnu,“
sagði Einar.
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, segir
samtökin hafa fengið fullvissu fyrir
því hjá Visa að nýjar reglur um þjón-
ustugjöld verði innleiddar í áföngum,
eftir nánara samráð við hvem og
einn söluaðila. „Við höfum fengið
því framgengt að við munum annast
samninga fyrir hönd okkar manna
í þeim efnum,“ sagði hann.
Magnús segir að kaupmenn hafi
krafizt lækkunar leigu á „posum“
og verið sé að ræða við Visa um þau
efni. „Með tilkomu „posa-vélanna“
hefur orðið mikil hagræðing og
sparnaður hjá kortafyrirtækjunum
og bönkunum við uppgjör. Oryggi
þessara fyrirtækja hefur jafnframt
aukizt. Við teljum að verzlanirnar
eigi að njóta þess í lægri þjónustu-
gjöldum og höfum fengið viðurkenn-
ingu á þv;',“ sagði hann.
Magnús sagði að á næsta ári
myndu „posamir" nýtast handhöfum
debetkorta, sem leysa eiga ávísanir
af hólmi að einhveiju leyti. „Bein-
línutengingin er okkur í hag, því að
á síðasta ári fyrirfórast að minnsta
kosti hundrað milljónir króna í föls-
uðum og innistæðulausum ávísun-
um, sem verzlun og þjónustufyrir-
tæki hafa orðið að taka á sig,“ sagði
hann.
ö
INNLENT
Hluti hópsins sem nefnir sig Ljósvíkinga og ætlar að lesa upp og flytja tónlist víðsvegar um höfuð-
borgarsvæðið og á Suðurlandi í desember.
Skáld og tónlistarmenn
Ljósvíking-ar lesa og spila
LJÓSVÍKINGAR er heiti á hópi skálda og tónlistarmanna sem
tekið hafa sig saman og standa fyrir upplestrar- og tónlistarkvöld-
um víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi nú í desemb-
ermánuði. Fyrsta uppákoman verður í kvöld 1. desember á Sólón
íslandus í Húsi málarans við Bankastræti og hefst kl. 20.30.
Þeir sem að hópnum standa eru mennirnir era Bryndís Halla
rithöfundamir Einar Kárason, Gylfadóttir sellóleikari, Snorri
Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eld-
járn, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur
Gunnarsson, Steinunn Ásmunds-
dóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson
og Ari Gísli Bragason. Tónlistar-
Sigfús Birgisson og Sigurður Örn
Snorrason klarinettuleikarar,
Laufey Sigurðardóttir fíðluleikari
og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Á
Selfossi og í Hveragerði munu
þeir Kjartan Óskarsson og Óskar
Ingvarsson bætast í hópinn og
leika með.
Dagskráin í desember er síðan
skipulögð á eftirfarandi hátt;
Listahús Reykjavíkur þann 18.
des., Selfosskirkja 19., Laufafell
Hellu 19., Hveragerðiskirkja 20.,
Dómkirkjan í Reykjavík 21.
Hressó 29., og Sólon íslandus 30.
desember. Dagskráin hefst á öll-
um stöðum kl. 20.30.
Dagskrá fullveldisdagsins:
Háskóli og þjóðlífið
Ólafur Haukur Símonarson rithöf-
undur fiytur hátíðarræðuna
„HÁSKÓLI og þjóðlífið" nefnist fullveldisdagskrá Háskóla íslands
í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Hún hefst í kapellu Háskólans
klukkan 11, þar sem messað verður, séra Kristján Valur Ingólfs-
son þjónar fyrir altari, en Hildur Sigurðardóttir predikar. Organ-
isti er Kári Þormar, Bára Friðriksdóttir er forsöngvari og Guðrún
Jóna Sigurðardóttir leikur á þverflautu. Að lokinni messu bjóða
guðfræðinemar til kaffidryklgu.
Klukkan 12.30 verður blóm-
sveigur lagður að leiði Jóns Sig-
urðssonar forseta og flytur Sigurð-
ur Líndal minni hans í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Hátíðardagskrá hefst síðan í
Háskólabíói klukkan 14.15 og set-
ur Pétur Þ. Óskarsson formaður
Stúdentaráðs hátíðina og Svein-
björn Björnsson rektor ávarpar
gesti. Háskólakórinn mun síðan
syngja nokkur létt lög við ljóð
þekktra íslenskra höfunda. Lögin,
sem Háskólakórinn flytur á há-
tíðasamkomunni í Háskólabíói eru
fjögur lög við ljóð eftir Þórberg
Þórðarson: Hjartsláttur lífsins,
Þorláksmessukvöld, Fjórtán ára
og Borgin á bjarginu við tónlist
eftir Egil Gunnarsson. Um er að
ræða frumflutning. Þá syngur
kórinn Madrigaletto I og II eftir
Atla Heimi Sveinsson og tvö lög
við ljóð eftir Karl Einarsson Dung-
anon: Þjóðsöng St. Kildu, lag
Dunganons í útsetningu Hjálmars
R. Ragnarssonar og Fenha Úrha
við tónlist Hjálmars R. Ragnars-
sonar.
Hátíðarræðuna flytur síðan
Ólafur Haukur Símonarson rithöf-
undur, en Arnar Jónsson og Tinna
Gunnlaugsdóttir sýna atriði úr
„Rita gengur menntaveginn" eftir
Willy Russel. Þá fer fram málþing,
þar sem spurt er hvert sé hlutverk
Háskóla í þjóðlífí og hvort Há-
skóli íslands sinni hlutverki sínu
í íslenzku þjóðlífi. Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóri og Þorsteinn
Gylfason prófessor leita svara við
spumingunum. Þá leikur Kuran
Swing létta sveiflu. Kynnir verður
Margrét Vilhjálmsdóttir leiklistar-
nemi.
Hreyfímyndafélagið býður síð-
an stúdentum í bíó á áströlsku
kvikmyndina „Dingó“ með Miles
Davis í aðalhlutverki klukkan 17.