Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 35
Jöa&föí&aa .1 jíijo MORGUNBLAÐIÐ"' ‘ACfj'UWW: «u-iiA.fea>4u:o1atKM ÞKIÐJUDXGUR 1. DKSEMBEE 1992" k& ”35” Fjármál Lánsfé er ódýrast íBretlandi _ Financial Times. ÚTLÁNSVEXTIR eru töluvert lægri í Bretlandi en í öðrum löndum Evrópubandalagsins, þótt samanburður sé ekki alltaf auðveldur. Grunn- vextir (base rate) breskra viðskiptabanka eru 7% á meðan verðbólga er 3,8%, sem jafngildir 3,2% raunvöxtum. Reyndar eru grunnvextir ekki eiginlegir útlánsvextir heldur sérstakir viðmiðunarvextir sem Englandsbanki ákveður í samráði við stjórnvöld. Almennt vaxtastig í bankakerfinu ræðst að verulegu leyti af þessum opinberu grunnvöxt- um. Til samanburðar eru grunnvextir í Frakklandi 9,65% og verðbólga aðeins 2,4%. I Frakklandi eru vextir af yfir- dráttarlánum að meðaltali um 17%, samkvæmt upplýsingum frá Sam- bandi franskra banka (AFB). Ein- staklingar greiða 20% vexti af ótryggðum lánum undir 10.000 frönkum (117.000 ÍSK). Fyrirtæki greiða 16% fyrir lán til skemmri tíma en tveggja ára og allt niður í 11,9% fyrir langtímalán. Frakklandsbanki krefst að jafnaði 9,1% vaxta af lánum til viðskiptabanka. í Þýskalandi, þar sem verðbólga er 3,7%, bera yfirdráttarlán 14-15% vexti. Af stærri tryggðum lánum til einstaklinga eru vextir á bilinu 15-17%. Vextir fyrirtækja ráðast af aðstæðum í hveiju tilviki og sam- bærilegir grunnvextir eru ekki til sem slíkir í Þýskalandi. En mjög stór fyrirtæki geta búist við að greiða nálægt 12% vexti af bankalánum. Viðmiðunarvextir (Lombard) seðla- bankans eru 9,5% og forvextir bank- ans eru 8,25%. Á hinum svokallaða peningamarkaði eru skammtíma- vextir af skuldabréfum 8,75%. Á Ítalíu eru vextir breytilegir frá einum banka til annars. Seðlabank- inn hefur tvisvar sinnum lækkað for- vexti frá því óróinn á gjaldeyrismörk- Kiðum hófst og núna eru þeir komnir niður í 13%. Nýverið lækkuðu við- skiptabankar lægstu vexti á lánum til helstu viðskiptavina sinna niður í 14,5-15,5%. Fyrirtæki greiða að meðaltali um 17,5% vexti og hæstu vextir á lánum til venjulegra við- skiptavina eru 21,25-22,25%. Á yfir- drátt leggjast um 24%. Á Spáni eru grunnvextir 10% og verðbólga er 5,2% miðað við heilt ár. Vextir af yfirdráttarlánum liggja á bilinu 25-30%. Viðmiðunarvextir seðlabankans á tíu ára skuldabréfum eru 12,42%. Lánskjör fyrirtækja eru mjög mismunandi. Til samanburðar má nefna að hér á landi eru vextir af yfirdráttarlánum nú 14,5% en jafnframt þarf að greiða 11-12% grunnvexti af yfirdráttar- heimildinni þegar hún er ekki nýtt. Vextir af óverðtryggðum skuldabréf- um eru á bilinu 10-13% í kjörvaxta- kerfinu. Hins vegar er ekki um að ræða sérstaka grunnvexti Seðla- bankans eins og víða erlendis. Skammtímaforvextir Seðlabankans vegna yfirdráttar viðskiptabanka hjá bankanum eru 16% en slík lán eru einungis veitt í þeim tilvikum þegar sérstakrar fyrirgreiðslu er þörf. Viðskipti Heildarvelta 1) í verslunargreinum janúar til ágúst 1991 og 1992 samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum Fjárhæðir í mil(j. kr. jan.-ág. jan.-ág. Veltu- Atvinnugrein 1991 1992 breyt., % 612-00 Heildsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis 6.375,6 6.499,3 1,9 613-00 Heilsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 13.953,0 13.143,2 h-5,8 614-00 Byggingavöruverslun 7.125,6 6.290,7 +11,7 615-00 Sala á bílum og bflavörum 11.686,4 9.876,0 +15,5 616-00 Heildv. önnuren 611-615 40.440,7 38.651,9 +4,4 Heildverslun, samtals 79.581,3 74.461,1 +6,4 617-00 Fiskverslun 361,4 377,9 4,5 618-00 Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsaia 16.068,0 16.388,0 2,0 619-00 Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 5.436,7 5.316,8 +2,2 620-00 Blómaverslun 1.006,4 1.017,1 1,1 621-00 Sala vefnaðar- og fatnaðarvöru 3.225,8 3.169,3 +1,8 622-00 Skófatnaður 447,5 413,1 +7,7 623-00 Bækur og ritföng 1.742,2 1.771,7 1,7 624-00 Lyf og hjúkrunarvörur 2.194,1 2.312,0 5,4 625-00 Búsáh., heimilist., húsgögn 4.925,0 4.911,4 +0,3 626-00 Úr, skartv., ljósm.v., sjóntæki 696,1 707,4 1,6 627-00 Snyrti- og hreinlætisvörur 348,6 316,2 +9,3 628-00 Sérversl. ót.a., s.s. sportv., leikf., minjagr., frímerki o.fl. 2.139,4 2.426,5 13,4 629-00 Blönduð verslun 24.755,4 25.005,3 1,0 Smásöluverslun, samtals 63.346,8 64.132,7 1,2 Samtals 142.928,1 138.593,8 +3,0 1) Velta án virðisaukaskatts. Samdráttur í verslun fyrstu átta mánuðina UM 3% samdráttur varð í versluu fyrstu átta mánuði ársins samanbor- ið við sama tímabil í fyrra. í krónutölu nemur samdrátturinn um 4,3 milljörðum. Um er að ræða tæplega 6% samdrátt að raungildi miðað við hækkun meðaltals framfærsluvísitölu á milli tímabilanna. Samdrátt- urinn kemur einkum fram í heildsölugeiranum þar sem hann nam 6,4% eða 9% að raungildi. í smásölu var hins vegar 1,2% aukning fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra eða 1,4% sam- dráttur að raungildi. Samdrátturinn í heildverslun dreifingu á bensíni og olíu má skýra fyrstu átta mánuði ársins kemur með háu verði á fyrri hluta síðasta aðallega fram í sölu á bílum og bíla- árs vegna Persaflóastríðsins. Þar er vörum, sem dróst saman um 18% um að ræða 8,4% samdrátt að raun- að raungildi á milli tímabila, og í gildi. byggingarvöruverslun þar sem sam- í smásöluverslun var helsti sam- drátturinn nam 14,3% að raungildi. drátturinn í sölu á snyrti- og hrein- Þennan samdrátt má rekja til minni lætisvörum eða 9,3%, sem nemur umsvifa vegna almenns efnahagss- 11,9% að raungildi. Þá dróst skósala í amdráttar, en 5,8% veltusamdrátt í saman um 10,3% að raungildi. Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa Hlutabréf í Olíufélaginu hf. Heildarnafnverð nýs hlutaíjár: Kr. 50.000.000.- Sölugengi til forkaupsréttarhafa: 4,75 Sölugengi í almennri sölu: 5,00 Forkaupsréttartímabil: 30. nóvember 1992 - 14. desember 1992 Almennt sölutímabil: 15. desember 1992 - 28. febrúar 1993 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka íslands um allt land. Oiíufélagið hf ■ 1 ANDSBRÉF H.F. Þessi auglysing er birí í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilbób um sölu hlutabréfa. Þormóður rammi hf. kt. 681272-1559 Aðalgötu 10, Siglufirði Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands Frá og með 4. desember 1992 verða hlutabréf í Þormóði ramma hf. skráð á Verðbréfaþingi íslands. Þormóður rammi er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Siglufirði. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir Þormóðs ramma Uggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, Armúla 13a. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.