Morgunblaðið - 01.12.1992, Síða 35
Jöa&föí&aa .1 jíijo
MORGUNBLAÐIÐ"'
‘ACfj'UWW:
«u-iiA.fea>4u:o1atKM
ÞKIÐJUDXGUR 1. DKSEMBEE 1992"
k&
”35”
Fjármál
Lánsfé er ódýrast
íBretlandi
_ Financial Times.
ÚTLÁNSVEXTIR eru töluvert lægri í Bretlandi en í öðrum löndum
Evrópubandalagsins, þótt samanburður sé ekki alltaf auðveldur. Grunn-
vextir (base rate) breskra viðskiptabanka eru 7% á meðan verðbólga
er 3,8%, sem jafngildir 3,2% raunvöxtum. Reyndar eru grunnvextir
ekki eiginlegir útlánsvextir heldur sérstakir viðmiðunarvextir sem
Englandsbanki ákveður í samráði við stjórnvöld. Almennt vaxtastig í
bankakerfinu ræðst að verulegu leyti af þessum opinberu grunnvöxt-
um. Til samanburðar eru grunnvextir í Frakklandi 9,65% og verðbólga
aðeins 2,4%.
I Frakklandi eru vextir af yfir-
dráttarlánum að meðaltali um 17%,
samkvæmt upplýsingum frá Sam-
bandi franskra banka (AFB). Ein-
staklingar greiða 20% vexti af
ótryggðum lánum undir 10.000
frönkum (117.000 ÍSK). Fyrirtæki
greiða 16% fyrir lán til skemmri tíma
en tveggja ára og allt niður í 11,9%
fyrir langtímalán. Frakklandsbanki
krefst að jafnaði 9,1% vaxta af lánum
til viðskiptabanka.
í Þýskalandi, þar sem verðbólga
er 3,7%, bera yfirdráttarlán 14-15%
vexti. Af stærri tryggðum lánum til
einstaklinga eru vextir á bilinu
15-17%. Vextir fyrirtækja ráðast af
aðstæðum í hveiju tilviki og sam-
bærilegir grunnvextir eru ekki til
sem slíkir í Þýskalandi. En mjög stór
fyrirtæki geta búist við að greiða
nálægt 12% vexti af bankalánum.
Viðmiðunarvextir (Lombard) seðla-
bankans eru 9,5% og forvextir bank-
ans eru 8,25%. Á hinum svokallaða
peningamarkaði eru skammtíma-
vextir af skuldabréfum 8,75%.
Á Ítalíu eru vextir breytilegir frá
einum banka til annars. Seðlabank-
inn hefur tvisvar sinnum lækkað for-
vexti frá því óróinn á gjaldeyrismörk-
Kiðum hófst og núna eru þeir komnir
niður í 13%. Nýverið lækkuðu við-
skiptabankar lægstu vexti á lánum
til helstu viðskiptavina sinna niður í
14,5-15,5%. Fyrirtæki greiða að
meðaltali um 17,5% vexti og hæstu
vextir á lánum til venjulegra við-
skiptavina eru 21,25-22,25%. Á yfir-
drátt leggjast um 24%.
Á Spáni eru grunnvextir 10% og
verðbólga er 5,2% miðað við heilt ár.
Vextir af yfirdráttarlánum liggja á
bilinu 25-30%. Viðmiðunarvextir
seðlabankans á tíu ára skuldabréfum
eru 12,42%. Lánskjör fyrirtækja eru
mjög mismunandi.
Til samanburðar má nefna að hér
á landi eru vextir af yfirdráttarlánum
nú 14,5% en jafnframt þarf að greiða
11-12% grunnvexti af yfirdráttar-
heimildinni þegar hún er ekki nýtt.
Vextir af óverðtryggðum skuldabréf-
um eru á bilinu 10-13% í kjörvaxta-
kerfinu. Hins vegar er ekki um að
ræða sérstaka grunnvexti Seðla-
bankans eins og víða erlendis.
Skammtímaforvextir Seðlabankans
vegna yfirdráttar viðskiptabanka hjá
bankanum eru 16% en slík lán eru
einungis veitt í þeim tilvikum þegar
sérstakrar fyrirgreiðslu er þörf.
Viðskipti
Heildarvelta 1) í verslunargreinum janúar til ágúst 1991 og 1992 samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum Fjárhæðir í mil(j. kr. jan.-ág. jan.-ág. Veltu- Atvinnugrein 1991 1992 breyt., %
612-00 Heildsöludreifing áfengis og tóbaks, smásala áfengis 6.375,6 6.499,3 1,9
613-00 Heilsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 13.953,0 13.143,2 h-5,8
614-00 Byggingavöruverslun 7.125,6 6.290,7 +11,7
615-00 Sala á bílum og bflavörum 11.686,4 9.876,0 +15,5
616-00 Heildv. önnuren 611-615 40.440,7 38.651,9 +4,4
Heildverslun, samtals 79.581,3 74.461,1 +6,4
617-00 Fiskverslun 361,4 377,9 4,5
618-00 Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsaia 16.068,0 16.388,0 2,0
619-00 Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 5.436,7 5.316,8 +2,2
620-00 Blómaverslun 1.006,4 1.017,1 1,1
621-00 Sala vefnaðar- og fatnaðarvöru 3.225,8 3.169,3 +1,8
622-00 Skófatnaður 447,5 413,1 +7,7
623-00 Bækur og ritföng 1.742,2 1.771,7 1,7
624-00 Lyf og hjúkrunarvörur 2.194,1 2.312,0 5,4
625-00 Búsáh., heimilist., húsgögn 4.925,0 4.911,4 +0,3
626-00 Úr, skartv., ljósm.v., sjóntæki 696,1 707,4 1,6
627-00 Snyrti- og hreinlætisvörur 348,6 316,2 +9,3
628-00 Sérversl. ót.a., s.s. sportv., leikf., minjagr., frímerki o.fl. 2.139,4 2.426,5 13,4
629-00 Blönduð verslun 24.755,4 25.005,3 1,0
Smásöluverslun, samtals 63.346,8 64.132,7 1,2
Samtals 142.928,1 138.593,8 +3,0
1) Velta án virðisaukaskatts.
Samdráttur í verslun
fyrstu átta mánuðina
UM 3% samdráttur varð í versluu fyrstu átta mánuði ársins samanbor-
ið við sama tímabil í fyrra. í krónutölu nemur samdrátturinn um 4,3
milljörðum. Um er að ræða tæplega 6% samdrátt að raungildi miðað
við hækkun meðaltals framfærsluvísitölu á milli tímabilanna. Samdrátt-
urinn kemur einkum fram í heildsölugeiranum þar sem hann nam 6,4%
eða 9% að raungildi. í smásölu var hins vegar 1,2% aukning fyrstu
átta mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra eða 1,4% sam-
dráttur að raungildi.
Samdrátturinn í heildverslun dreifingu á bensíni og olíu má skýra
fyrstu átta mánuði ársins kemur með háu verði á fyrri hluta síðasta
aðallega fram í sölu á bílum og bíla- árs vegna Persaflóastríðsins. Þar er
vörum, sem dróst saman um 18% um að ræða 8,4% samdrátt að raun-
að raungildi á milli tímabila, og í gildi.
byggingarvöruverslun þar sem sam- í smásöluverslun var helsti sam-
drátturinn nam 14,3% að raungildi. drátturinn í sölu á snyrti- og hrein-
Þennan samdrátt má rekja til minni lætisvörum eða 9,3%, sem nemur
umsvifa vegna almenns efnahagss- 11,9% að raungildi. Þá dróst skósala
í amdráttar, en 5,8% veltusamdrátt í saman um 10,3% að raungildi.
Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa
Hlutabréf í
Olíufélaginu hf.
Heildarnafnverð nýs hlutaíjár: Kr. 50.000.000.-
Sölugengi til forkaupsréttarhafa: 4,75
Sölugengi í almennri sölu: 5,00
Forkaupsréttartímabil: 30. nóvember 1992 - 14. desember 1992
Almennt sölutímabil: 15. desember 1992 - 28. febrúar 1993
Umsjón með útboði: Landsbréf hf.
Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi
hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf.
í útibúum Landsbanka íslands um allt land.
Oiíufélagið hf
■
1 ANDSBRÉF H.F.
Þessi auglysing er birí í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilbób um sölu hlutabréfa.
Þormóður rammi hf.
kt. 681272-1559
Aðalgötu 10, Siglufirði
Tilkynning um skráningu hlutabréfa á
Verðbréfaþingi Islands
Frá og með 4. desember 1992 verða hlutabréf í Þormóði ramma hf.
skráð á Verðbréfaþingi íslands.
Þormóður rammi er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
á Siglufirði.
Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir
Þormóðs ramma Uggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka,
Armúla 13a.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.