Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 51 : Morgunblaðið/Sverrir Combó Guðmundar Steingrímssonar. Guðmundur, Andrea, Björn, Stefán, Karl og Bjarni. HÖNNUNARSAMKEPPNI ÍSTEX HF. Verðlaunaafltending og sýning verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 3. des. nk. kl. 16.00. Sýndar verða handprjónaðar flíkur „ úr hönnunarsamkeppninni „íslensk hönnun úr íslenskri ull“. Þátttakendur og gestir þeirra velkomnir. ^ JASSFEÐGAR Islensk jassveisla í London Nú stendur yfir í London mikil norræn menningarhátíð, sem hlotið hefur nafnið Tender is the North. Það kemur fram grúi ís- lenskra listamanna; tónlistarmenn leika, myndlistarmenn sýna og sýnd eru íslensk leikverk meðal annars. Þar ytra eru nú staddir „trommu- feðgarnir" Guðmundur Steingrims- son og Steingrímur Guðmundsson, sem hvor um sig er með jasshljóm- sveit, Guðmundur með Combó Guð- mundar Steingrímssonar og Stein- grímur með sveit sína Súld. Tónlistin sem sveitir þeirra feðga leika er ólík, því á meðan Combó Guðmundar leikur hefðbundinn jass með blúsívafi, leikur Súldin nútíma- legan spunajass. Steingrímur Ieikur sjálfur á trommur í Súldinni, en Súldin er hljómsveit hans og í gegn- um árin hafa fjölmargir leikið í henni með honum. Steingrímur kallaði til liðs við sig nýja menn í Súldina fyr- ir skemmstu, meðal annars til að fara utan og leika á hátíðinni. í Súldinni eru nú auk Steingríms Ást- valdur Traustason hljómborðsleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Arnold Ludvig á bassa. Steingrímur segir nýskipaða Súld hafa snúið við blað- inu að mörgu leyti, tónlistin sé frjáls- legri og ekki eins rafmögnuð. Þeir semja allir félagarnir og fóru út með dagskrá sem á ekki er nema eitt lag sem segja má gamalt. Steingrímur segir allar líkur á að Súldin eins og hún er skipuð núna eigi eftir að leika eitthvað hér heima, enda segir hann að tónlist hennar eigi að geta höfðað til allra; „þetta er bara spurning um að hlusta“. I Combói Guðmundar Steingríms- sonar eru auk hans Karl Möller píanóleikari, Bjöm Thoroddsen gít- arleikari, Andrea Gylfadóttir söng- kona, Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari og Bjarni Sveinbjörnsson bassleikari. Guðmundur segir að hugmyndin að fara utan að spila sé orðin allgöm- ul og upphaflega hafi staðið til að þeir félagar Guðmundur Ingólfsson léku á hátíðinni. Guðmundur Ingólfs hafi hinsvegar fallið frá áður en af gat orðið og því ha_f hann hóað sam- an í litla jasssveit. Á dagskrá sveitar- innar segir hann ýmsa gamla jass- slagara í bland við lög eftir Björn og Stefán, en megnið syngi Andrea, þar á meðal gamla Billie Holliday- blúsa. Þeir feðgar léku saman í 100 Club á Oxfordstræti í gærkvöldi og þar var líka þriðja íslenska sveitin, Mezzoforte, þannig að segja má að þar hafi verið saman kominn þver- skurður af íslenskum jassheimi. I dag leika sveitinar þijár í Barbican- listamiðstöðinni og svo aftur í 100 Club í kvöld, þannig að það gefst lítill tími fyrir afslöppun eða búða- ráp. Á morgun hyggjast þeir feðgar Guðmundur og Steingrímur hinsveg- ar fara í einskona pílagrímsferð í Premier trommufabrikkuna, sem er ein_sú merkasta í heimi. Árni Matthíasson tók saman Morgunblaðið/Ámi Sæberg Súldin. Steingrímur, Arnold, Hilmar og Ástvaldur. 888ÍSTEX. ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. ís/enskurtextíliðnaðurhf • P.O. Box 140 • 270 Mosfellsbœ Sími 91-666 300 • Fax 91-667 330 MIKIÐ ÚRVAL AF HORNSÓFUM OG SÓFASETTUM. SÉRSMÍDUM HORNSÓFA EFTIR MÁLI. Verð frá kr. 77.400 stk. % húsgögn ISLENSK HVI8GÖGH FAXAFENI 5, SIMI 674080 - 686675 Náttföt - náttkjólar - sloppar - undirfatnaður úr mjúku silki og satíni. Einstakir hlutir á einstöku verði. i Silkislæður frá Louis Férand - engu líkar. | Gjafakort - góð lausn fyrir marga. & Sendum í póstkröfu. ■ Verið velkomin. " TIZKAN LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI 10770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.