Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
51
:
Morgunblaðið/Sverrir
Combó Guðmundar Steingrímssonar. Guðmundur, Andrea, Björn, Stefán, Karl og Bjarni.
HÖNNUNARSAMKEPPNI
ÍSTEX HF.
Verðlaunaafltending
og sýning
verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 3. des. nk. kl. 16.00.
Sýndar verða handprjónaðar flíkur
„ úr hönnunarsamkeppninni
„íslensk hönnun úr íslenskri ull“.
Þátttakendur og gestir þeirra
velkomnir.
^ JASSFEÐGAR
Islensk jassveisla í London
Nú stendur yfir í London mikil
norræn menningarhátíð, sem
hlotið hefur nafnið Tender is the
North. Það kemur fram grúi ís-
lenskra listamanna; tónlistarmenn
leika, myndlistarmenn sýna og sýnd
eru íslensk leikverk meðal annars.
Þar ytra eru nú staddir „trommu-
feðgarnir" Guðmundur Steingrims-
son og Steingrímur Guðmundsson,
sem hvor um sig er með jasshljóm-
sveit, Guðmundur með Combó Guð-
mundar Steingrímssonar og Stein-
grímur með sveit sína Súld.
Tónlistin sem sveitir þeirra feðga
leika er ólík, því á meðan Combó
Guðmundar leikur hefðbundinn jass
með blúsívafi, leikur Súldin nútíma-
legan spunajass. Steingrímur Ieikur
sjálfur á trommur í Súldinni, en
Súldin er hljómsveit hans og í gegn-
um árin hafa fjölmargir leikið í henni
með honum. Steingrímur kallaði til
liðs við sig nýja menn í Súldina fyr-
ir skemmstu, meðal annars til að
fara utan og leika á hátíðinni. í
Súldinni eru nú auk Steingríms Ást-
valdur Traustason hljómborðsleikari,
Hilmar Jensson gítarleikari, Arnold
Ludvig á bassa. Steingrímur segir
nýskipaða Súld hafa snúið við blað-
inu að mörgu leyti, tónlistin sé frjáls-
legri og ekki eins rafmögnuð. Þeir
semja allir félagarnir og fóru út með
dagskrá sem á ekki er nema eitt lag
sem segja má gamalt. Steingrímur
segir allar líkur á að Súldin eins og
hún er skipuð núna eigi eftir að leika
eitthvað hér heima, enda segir hann
að tónlist hennar eigi að geta höfðað
til allra; „þetta er bara spurning um
að hlusta“.
I Combói Guðmundar Steingríms-
sonar eru auk hans Karl Möller
píanóleikari, Bjöm Thoroddsen gít-
arleikari, Andrea Gylfadóttir söng-
kona, Stefán S. Stefánsson saxófón-
leikari og Bjarni Sveinbjörnsson
bassleikari.
Guðmundur segir að hugmyndin
að fara utan að spila sé orðin allgöm-
ul og upphaflega hafi staðið til að
þeir félagar Guðmundur Ingólfsson
léku á hátíðinni. Guðmundur Ingólfs
hafi hinsvegar fallið frá áður en af
gat orðið og því ha_f hann hóað sam-
an í litla jasssveit. Á dagskrá sveitar-
innar segir hann ýmsa gamla jass-
slagara í bland við lög eftir Björn
og Stefán, en megnið syngi Andrea,
þar á meðal gamla Billie Holliday-
blúsa.
Þeir feðgar léku saman í 100 Club
á Oxfordstræti í gærkvöldi og þar
var líka þriðja íslenska sveitin,
Mezzoforte, þannig að segja má að
þar hafi verið saman kominn þver-
skurður af íslenskum jassheimi. I
dag leika sveitinar þijár í Barbican-
listamiðstöðinni og svo aftur í 100
Club í kvöld, þannig að það gefst
lítill tími fyrir afslöppun eða búða-
ráp. Á morgun hyggjast þeir feðgar
Guðmundur og Steingrímur hinsveg-
ar fara í einskona pílagrímsferð í
Premier trommufabrikkuna, sem er
ein_sú merkasta í heimi.
Árni Matthíasson tók saman
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Súldin. Steingrímur, Arnold, Hilmar og Ástvaldur.
888ÍSTEX.
ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F.
ís/enskurtextíliðnaðurhf • P.O. Box 140 • 270 Mosfellsbœ
Sími 91-666 300 • Fax 91-667 330
MIKIÐ ÚRVAL AF HORNSÓFUM OG SÓFASETTUM.
SÉRSMÍDUM HORNSÓFA EFTIR MÁLI.
Verð frá kr. 77.400 stk.
% húsgögn
ISLENSK
HVI8GÖGH
FAXAFENI 5, SIMI 674080 - 686675
Náttföt - náttkjólar - sloppar - undirfatnaður
úr mjúku silki og satíni.
Einstakir hlutir á einstöku verði.
i Silkislæður frá Louis Férand - engu líkar.
| Gjafakort - góð lausn fyrir marga.
& Sendum í póstkröfu.
■ Verið velkomin.
" TIZKAN
LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ
SÍMI 10770