Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Hrossarækt í Danmörku Hæpnar kynbætur að nota stóðhestana of lengi - segir John Siiger Hansen stóð- hestakóngurinn í Danmörku _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Engin er stóðhestastððin fyrir islenska hesta í Danmörku en segja má að Danir hafi eigi að síður sinn stóðhestakóng og kannski vísi að óopinberri stóð- hestastöð. John Siiger Hansen sem býr á Jótlandi skammt frá Álaborg er með eina fimm full- orðna dæmda stóðhesta sem eru í hans eigu og vinar hans sem býr í grenndinni. Eru þetta Þjálfi frá Keldudal, Aspar frá Sauðár- króki, Hagalín frá Lækjarmóti, Stormur frá Vindási og Ljómi frá Björk sem er sá þeirra sem mest hefur verið notaður í Dan- mörku. John Siiger hafði áður verið í stórum hestum en 1969 sáu hann og Poul Erik Jensen vinur hans auglýsingu í blaði þar sem sagt var frá því að von væri á hestum frá íslandi. „Fannst okkur afar spenn- andi að líta á þessa hesta og varð niðurstaðan sú að við keyptum nokkra og þar með varð ekki til baka snúið, okkur líkaði það vel við íslenska hestinn. Það var ekki fyrr en rúmum tíu árum seinna að ég fór að hugsa alvarlega um rækt- un,“ segir John Siiger þegar hann rifjar upp byijunina á íslandshesta- mennskunni. „Ég fór 1980 til ís- lands í fyrsta skipti og eignaðist þá mína fyrstu hryssu, Svölu frá Eyrarbakka, undan Kuli frá Eyrar- bakka. Ég keypti hana af Guðna í Skarði en hún hafði verið í kapp- reiðum," segir John og hlær við. „Svala hefur átt 9 afkvæmi, en hún hefur gefið ágæta hreyfingargóða fjórgangshesta en ég hef selt flest allt undan henni. Þau hafa þessar skemmtulegu hreyfingar frá Kuli.“ Með hryssur yfir dönsku meðallagi Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson en fædd hjá Sveini á Sauðárkróki. Telur John hana bestu ræktunar- hryssuna sem hann hefur undir höndum. Fyrsti stóðhesturinn sem kemur í hendur Johns er Stormur frá Vindási undan Sörla frá Sauð- árkróki en hann er í eigu Bent Hessner vinar Johns en John sá um kaupin á honum 1987. Ljómi frá Björk sem einnig er í eigu Bent Hessners hefur verið nokkuð vin- sæll í Danmörku og eru til undan honum býsna falleg og að því er virðist efnileg afkvæmi. Meðal ann- ars er John með fjögurra vetra hryssu undan honum sem hann mun temja í vetur. Hefur hryssan mjög rúmar og fallegar hreyfingar. „Ljómi er að mínu viti mjög skemmtilegur reiðhestur, góður á öllum gangi þó skeiðið sé kannski sínu best, hann er mjög hreingeng- Það er sjálfsagt erfitt að gera upp á milli allra stóðhestanna en ekki er neinum vafa bundið að Ljómi er í sérstöku uppáhaldi hjá John Siiger. Þá keypti John nokkrar dansk- fæddar hryssur „Allar í meðallagi góðar,“ segir hann og bætir við að hann hafi nú kippt þeim út úr rækt- uninni og selt þær. Þá var hann spurður hvort þær hryssur sem hann væri nú með í ræktuninni væru yfir meðallag miðað við það sem gerist í Danmörku og taldi hann svo vera. Meðal hryssanna sem John er nú með má geta Kolku- óshryssunar Kviku sem hann keypti af Hreini Elíasssyni á Akra- nesi. Ein Kirkjubæjarhryssa er í hópnum, Linda undan Glitfaxa, og Löpp frá Kirkjubæ og ein fyrstu verðlauna hryssa, Són frá Hólum, en sú hryssa er reyndar ættuð frá Sauðárkróki, undan Hervari 963 frá Sauðárkróki og Sögn frá Sauð- árkróki, sem er í eigu Hólabúsins Svo til öll folöld þessa árs eru undan Þjálfa frá Keldudal sem John Siiger Hansen heldur í. Er hann mjög ánægður með útlit folaldanna, segir þau myndarleg og framfalleg. ur og rúmur,“ segir John og þá berst talið að Þjálfa frá Keldudal og segir hann töltið vera hans bestu hlið en skeiðið sé ekkert sérstakt. Vekur það nokkra athygli því hann er í móðurættina af miklu skeiðhes- takyni, móðirin er Hrund frá Keldu- dal, sjálf mikill vekringur en hún er undan Nös frá Stokkhólma sem er ein sterkasta vekringamóðir sem um getur á íslandi. Faðir Þjálfa er Hrafn 802 frá Holtsmúla. Næst- ur er Aspar frá Sauðárkróki sem er undan Hervari 960 frá Sauðár- króki og Ösp 5454 frá Sauðárkróki og segir John hann mikinn getu- hest á tölti, mikill vilji og skeiðið vandamálalaust en mætti vera í t. t»LrV Linda frá Kirkjubæ með afkvæmi sitt undan Þjálfa frá Keldudal en hann er að einum fjórða Kirkjubæingur, móðurafi er Þáttur 722 frá Kirkjubæ. rýmra. Þá er síðastur í upptalning- unni Hagalín frá Lækjarmóti sem er nýjasti hesturinn í flotanum. Hann er undan Otri 1050 frá Sauð- árkróki og Þoku frá Lækjarmóti. Allir eru þessir hestar með góð önnur verðlaun með dpm frá ís- landi að frátöldum Hagalín sem var dæmdur á þessu ári í Danmörku og hlaut þá 7,90 fyrir bæði atriði. ' Til Þýskalands í leit að hærri einkunn Þegar talið berst að danskri hrossarækt segist John vera nokk- uð ánægður með störf kynbóta- dómnefndanna sem dæma í Dan- mörku. „Við reynum að fylgja ís- lendingum sem mest í þeim efnum. Mörgum þykir dómarar hér strang- ir og er farið að bera nokkuð á því að menn fari með kynbótahross til Þýskaland í þeirri von að fá hærri einkunnir hjá þýskum dómurum. Ég held að þetta sé vanhugsað hjá fólki' að gera þetta því arfgerð hrossanna breytist að sjálfsögðu ekkert við þetta. Munurinn á ein- kunnum hér og í Þýskalandi getur farið upp í 0,30 til 0,50. Auðvitað getur þetta verið lægra en munur- inn getur orðið þetta mikill. Þá virð- ist mér skipta töluverðu máli hver sýnir hrossin í Þýskalandi,“ segir John Siiger þess fullviss þess að þýskir kynbótadómarar séu of háir í einkunnagjöf. Þegar John var spurður hvort hann teldi vænlegt að aðskilja ræktun fjór- og fimmgangshesta sagðist hann ekki beint sjá ástæðu til að gera það. „Ef við tökum sem dæmi bestu fjórgangshrossin á síð- asta landsmóti eru þau flest undan fimmgangsstóðhestum. Ætli sé ekki best að við ræktum bara góða fjórgangshesta með fljúgandi skeiði," segir John Siiger og kímir. Það fer ekki milli mála að hann hefur kynnst góðu skeiði og vill því rækta góða skeiðhesta. Á danskan mælikvarða er John Siiger stórvikur í hrossaræktinni, sér um útgerð á öllum þessum stóð- hestum. Er hann ýmist með þá í eigin hólfum eða leigir, þangað sem hryssueigendur koma með hryss- urnar. Einnig eru hestarnir leigðir vítt og breitt um landið í sumum tilvikum. Það er mikil vinna að gera út þennan fjölda stóðhesta því eftirlit með hrossunum er heldur meira en tíðkast hérlendis og farið í girðingarnar lágmark einu sinni á dag til að kanna hvort ekki sé allt með felldu. All nokkuð jarð- næði fylgir bænum sem hann hefur nýverið keypt en einnig er hann með hólf hingað og þangað í næsta nágrenni þar sem hann hefur til að mynda unga stóðhesta sem ekki hafa farið í gegnum úrval og ekki er byijað að nota. Þótt heldur sé rýmra á Jótlandi en t.d. Sjálandi er tæpast hægt að segja að dönsk hrossarækt fari fram á miklum víð- áttum. Tíu hektara girðing þætti til að mynda feikna víðátta. Vissu- lega fylgja þessu ýmsir annmarkar sem íslenskum hrossaræktendum þættu slæmir en fer líkast til eftir því hveiju menn hafa vanist. Á móti þessu kemur að nýting hektar- ans er þreföld í Danmörku á móts við það sem hér er. Algengt er að spildur séu heyjaðar tvisvar ár hvert og síðan nýtt í beit í nokkra mánuði. Grasspretta brást alveg í Danmörku í ár vegna mikilla þurrka. Var mjög algengt að aðeins Bjargvætturín Kvikmyndir Amaldur Indriðason Borg gleðinnar („City of Joy“). Sýnd í Sagabíói. Leiksljóri: Ro- land Joffé. Handrit: Mark Med- off uppúr sögu Dominique Lapi- erre. Framleiðendur: Joffé og Jake Eberts. Aðalhlutverk: Patrick Swayze, Pauline Collins, Om Purl og Art Malik. í nýjustu mynd sinni, Borg gleð- innar, leikur hjartaknúsarinn Patrick Swayze, bandarískan lækni sem á í talsverðri tilvistarkreppu þar til hann kynnist fátæktinni á götum Kalkútta á Indlandi. Þar finnur hann sig loksins sem nk. einka Marshallaðstoð eða persónu- legur Rauði kross og leiðir eitt mesta fátækrahverfið til betri veg- ar, hamingjuríkara lífs og heilsu- samlegri samskipta með stofnun sjúkrastöðvar. Hann sumsé leysir vanda Indlands með nokkrum þétt- um aðgerðum. í leiðinni sigrast hann á mafíunni á staðnum, sem stjórnað hefur lífi fátæklinganna frá aldaöðli. Allt er þetta með mestum ólík- indum undir stórmyndarlegri leik- stjórn breska leikstjórans Rolands Joffé, sem áður hefur sýnt að hann er fær í að mynda á áhrifaríkan og forvitnilegan hátt menningu framandi landa og tíma. Og Ennio Morricone sér um hrífandi tónlist- ina sem fyrr. Nema það öriar á þreytu í Joffé/Morricone samstarf- inu og handrit myndarinnar, sem er eftir Mark Medoff uppúr sögu Dominique Lapierre, er yfírborðs- kennt og leikurinn uppgerðarlegur, sérstaklega hjá Swayze og bresku leikkonunni Pauline Collins, sem leikur hans hægri hönd. Þó vill myndin gera vel, er einlæg og hefur allar réttu meiningarnar í annars vegar lýsingu á hinni ótrú- legu fátækt og eymd á götum Kalkútta og hins vegar því fallega mannlífi sem þar þrífst. Lengi vel er maður að velta því fyrir sér hvað Swayze er yfirleitt að gera í myndinni því að miklum hluta fjall- ar hún um baráttu Indveija, sem er frábærlega leikinn af Om Purl, við að afla sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværis. Hann kemur sak- leysingi til Kalkútta — borgar gleð- innar — og tekst á við fátækt, at- vinnuleysi, sjúkdóma og mafíuna í hverfinu án þess nokkurn tímann að bogna eða brotna. Þar liggur í raun hrifandi saga um mann sem sigrast á umhverfi sínu og bágborn- um kjörum. Öllu síðri er gamaldags sagan um það hvernig hvíti maðurinn með öllum sínum mætti verður bjarg- vættur og frelsandi engill hinna fátæku Indveija þar sem hann predikar um ameríska drauminn, einstaklingsframtakið og sjálf- stæðið. Breski leikarinn Art Malik fer með hlutverk mafíósans og er ill- skeyttur vel. En senuþjófurinn er Om Purl, sérstaklega öflugur og tilfinningaríkur leikari, sem kveikir líf í brokkgengri mynd. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.