Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ XAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Svínakjöts- framleiðendur Geta sparað með því að kaupa fóðr- ið í búðum SVÍNABÆNDUR te^ja sig geta sparað milljónir kr. í fóðurkostnað á ári með því að kaupa heilhveiti í lausu á sama hátt og bakarar í stað hins hefðbundna byggs sem þeir kaupa nú. Menn geta einnig komist ódýrar frá fóðurkaupunum með því að kaupa hveiti í 2 kg pakkningum út úr stórmörkuðum og gefið svínunum og dœmi eru um að menn hafi gert það. Hveiti og heOhveiti mun einnig vera hægt að gefa alifuglum. Með þvi að kaupa fóðrið út úr matvörubúð sleppa bændur við að greiða fóð- urskatt sem lagður er á innfluttar fóðurvörur til þessara búgreina. Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svínabóndi á Hýrumel í Borgar- fírði, sagði í samtali við Morglin- blaðið að hægt væri að skipta yfír í hveiti eða heilhveiti hvenær sem væri enda væri það betra fóður en byggið. Hins vegar væru innflytj- endur hræddir við að selja hveitið til svínabænda því með því væru menn að skjóta sér undan greiðslu fóðurgjaldsins. Rúmlega 100% fóð- urtollur er lagður á innflutt fóður fyrir svín og alifugla. Meirihluti hans er síðan endurgreiddur á ýms- um stigum. Gunnar sagði að mönn- um sviði sárt að sjá hveiti í 2 eða 5 kg pakkningum í Bónus á mun lægra verði en þeir þurfa að greiða fyrir svínafóðrið í lausu. Því væri von að það freistaði einhverra bænda. Hins vegar væri mikil vinna að opna og losa pokana og erfítt fyrir stærri frámleiðendur að eiga við það. Gunnar sagði að ef hann fengi að kaupa heilhveiti í lausu á sama verði og bakarar myndi það lækka fóðurkostnaðinn á hans búi um 2,6 til 2,7 milljónir kr. á ári. Og ef hann fengi að kaupa svínafóður- blöndumar án allra fóðurtolla gæti hann lækkað svínakjötsverðið frá sér um þriðjung. Þá þyrftu menn heldur ekki að óttast samkeppni við innflutt svínakjöt. Sendiráöið í dag Sendiherra Rússa segir sendiráðið ekki lengur áróðurstæki heldur ut- anríkismálastofnun 13 Hækkanir þarf_________________ Svínakjöt, kjúklingar og egg þurfa að hækka um 10-11%, að áliti bú- greinafélaganna 30 Brauöiö_______________________ Verðkönnun á brauði og kökum 32 Orgeliö vígt__________________ Orgel Hallgrímskirkju verður vígt á sunnudag 38 Leiöari_______________________ Konungdæmi og breyttir tímar 38 Einar Oddur Kristjánsson um áhrif sölu Gyllis o g kaupanna á Val Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Salan útskýrð Á efri myndinni ræða þeir málin, Einar Oddur Kristjánsson og Guðmund- ur Sigurðsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Á neðri myndinni útskýrir Einar Oddur sjónarmið fyrirtækisins fyrir hrepps- nefnd Flateyrar í gærkvöldi. Skuldir Hjálms lækka um 290 milljónir króna Flateyri. Frá Þorsteini Briera, blaðamanni Morgnnblaðsins. „SKULDIR Hjálms voru 440 miiyónir en lækka um 290 miiyónir með því að selja togarann Gylli og kaupa i staðinn línubátinn Val, auk þess sem meðaltími á lánum okkar lengdist úr 6,8 árum í tæp 13 ár vegna þess að hagstætt lán hvflir á Val. Þá þarf ekki að segja upp starfsfólki í fiskvinnslu og um 12 manns verða á Val en 15 manns eru á Gylli,“ segir Einar Oddur Kristjánsson fram- kvæmdasfjóri Hjálms hf. á Flateyri. Hreppsnefndin á Flateyri hélt aukafund um málið í gærkvöldi þar sem Einar Oddur kynnti á lok- uðum fundi sjónarmið Hjálms varðandi söluna á togaranum. í lok fundarins ákvað hreppsnefndin að fela oddvitanum og sveitarstjóran- um á Flateyri að kanna hvort aðr- ir útgerðarmenn á staðnum vildu ganga inn í samning Birtings hf. í Neskaupstað og á Seyðisfírði um kaup á Gylli. Hreppsnéfndin heldur síðan annan fund á mánudag þar sem ákvörðun verður tekin um hvort sveitarfélagið fellur frá for- kaupsrétti, en hún hefur 30 daga frest til þess. Hins vegar eru eng- ar líkur á að aðrir útgerðaraðilar á Flateyri hafi bolmagn til að ganga inn í samninginn. Samningurinn um sölu á Gylli var undirritaður 5. desember og kveður á um að Birtingur kaupi Gylli ásamt 1.838 tonna aflakvóta í þorskígildum en Hjálmur hf. fær í staðinn línubátinn Val SU og 802 tonna kvóta í þorskígildum. Hjálmur hf. ætlar að hefja kú- fiskvinnslu í næsta mánuði sem Einar Oddur er sannfærður um að muni ganga. Hann segir að 15-20 manns fái vinnu við kúfiskvinnsl- una en kúfiskurinn verður seldur lifandi til Hollands og Frakklands. Einar Oddur heldur ekki að því verði breytt að helmingur af línu- afla sé utan kvóta frá nóvember til febrúar. Um þá skoðun Krist- jáns Jóhannessonar, sveitarstjóra á Flateyri, að tekjur sveitarfélags- ins minnki, segir Einar Oddur að aðalatriðið sé hvort fyrirtækin borgi sín gjöld. Flateyrarhreppur hafí til dæmis tapað 8-12 milljón- um undanfarin ár vegna þess að fyrirtæki á Flateyri, sem hafi verið að keppa við Hjálm, hafi ekki greitt sín gjöld. Kristján Erlingsson, fjármála- stjóri Hjálms, segir að 28 smábát- ar hafi landað samtals 270 tonna afla hjá Hjálmi í sumar. „Við stefn- um að því að enn- fleiri smábátar landi hjá okkur næsta sumar. Hjálmur veitir þeim ýmsa þjón- ustu, til dæmis ókeypis ís og lönd- un allan sólarhringinn. Þá þurfa smábátasjómennimir ekki að greiða nema 1.000 krónur á mán- uði í húsaleigu hér,“ segir hann. Rekstur á Grundartanga með 7 5% afköstum frá áramótum Niðurstöðu eigenda Jámblendiverksmiðjunnar ekki að vænta fyrr en á næsta ári Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga verður rekin með 75% afköstum frá áramótum, nema eigendur taki ákvörðun um annað. Endanlegrar niðurstöðu um hvort hlutafé verði aukið til að tryggja framhald reksturs er ekki að vænta fyrr en eftir áramót. Því er líklegt að enn komi til kasta ríkisstjórnarinnar á næstu dögum vegna 50 miiyóna greiðslu sem verksmiðjan þarf að skila í desem- ber. Á Grundartanga var gerð úttekt á ijórum framtíðarmöguleikum verksmiðjunnar og í fyrradag var iðnaðarráðuneyti gerð grein fyrir þeim. Fulltrúar ráðuneytisins sögðu nýlega mál verksmiðjunnar í biðstöðu þar sem þessa greinar- gerð vantaði, en þótt hún sé feng- in er enn nokkuð langt í niður- stöðu eigenda um framhaldið. Er- lendir eigendur, Elkem og Sumi- tomo, telja mikilvægt hversu hag- stæðir samningar náist við Lands- virkjun um raforkukaup. Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri Jámblendiverksmiðjunnar segir viðræður við Landsvirkjun halda áfram í næstu viku. En ljóst sé að afstaða Elkem skýrist ekki fyrr en í janúar þegar gengið verð- ur frá rekstraráætlun norska fyrir- tækisins. „Okkar rekstraráætlun byggist á þeirra,“ segir Jón, „við höfum þurft að gefa okkur for- sendur vegna rekstursins á Grundartanga eftir áramótin." Verksmiðjan hefur að jafnaði afkastað 80% hámarksgetu á þessu ári. En síðan í september- byrjun hefur hún verið rekin með tæplega helmings afköstum, með öðrum ofninum. Frá áramótum er aftur ætlunin að nota báða ofnana og framleiða 75% þess kísiljáms sem hægt væri með hámarksaf- köstum. Þetta magn, rösklega 50 þúsund tonn á árinu, miðast við afskipunarrétt Grundartangaverk- smiðjunnar samkvæmt markaðs- samningum við Elkem, afi sögn ILUÐU SINFONIU Menning/Listir ► Ný íslensk skáldverk kynnt Laufey Helgadóttir skrifar frá París. Bókagagn- rýnl og -fréttir. Tók fyrir borð milli Eyja og Þrídranga 31 ÁRS gamlan filippeyskan sjó- mann tók fyrir borð á Nincop, þýsku leiguskipi Samskipa, í gær- morgun þegar það var mitt á milli Þrídranga og Eyja. Hann er talinn af. Tilkynning barst Landhelgisgæsl- unni um að maður hefði fallið fyrir borð klukkan 8.16 í gærmorgun og hófst þá þegar leit. Auk Nincop tóku þátt í leitinni Dettifoss, þyrla Land- helgisgæslunnar, lóðsbáturinn í Eyj- um, björgunarbátur frá Björgunarfé- lagi Vestmannaeyja og 6-8 vélbátar úr Eyjum. Leitinni var hætt kl. 11.30 og var maðurinn þá talinn af. Morgunblaðið/Sigurgeir Jóns Sigurðssonar. Hlutdeild verk- smiðjunnar í heildarsölu Elkem er um 18%. Ætlunin er að halda þess- um dampi fram að sumarleyfum og hafa þá annan ofninn í gangi fram á haust. Þessi áform gætu breyst með ákvörðun eigenda. Aðrar leiðir en 75% afköst sem skoðaðar voru af stjómendum á Grundartanga fyrir iðnaðarráðuneytið eru: Lokun verksmiðjunnar, framleiðsla með einum ofni, eða á fullum afköstum ef samningar tækjust um sölu á viðbótarmagni kísiljárns. Fimm teknir fyrir neyslu á fíkniefnum og innbrot Fíkniefnalögreglan og rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði handtóku í gær fimm menn í húsi í Hafnar- firði, vegna gruns um fíkni- efnaneyslu og innbrot. Við leit á staðnum fannst smávægilegt magn fíkniefna, áhöld, sem talin eru tengjast innbrotum, og eitthvert þýfí. Þremur mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum, en mál tveggja var fengið Rann- sóknarlögreglu ríkisins til meðferðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.