Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 10
ÍG
L DESEMBER 1392
Einkavæðing Þvotta-
húss RSP undirbúin
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
falið einkavæðingarnefnd ríkis-
stjórnarinnar undirbúning að þvi
að stofna hlutafélag um rekstur
Þvottahúss Rikisspítalanna þann-
ig að framkvæmd geti hafist fall-
ist Alþingi á frumvarp ráðherra
FASTEIGNAMIÐLUN.
Síðumúla 33
SÍMAR: 679490/679499
Ármann H. Benediktss., sölustj.,
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteigna- og skipasali.
Símatími í dag kl. 12-14
Einbýli
Haukshólar — tvíb.
Fallegt og stórt ca 300 fm hús neöan
götu v. opið útivistarsvæöi. Þar af sér
ca 76 fm íb. á 1. hæö. Einkasala.
Gilsárstekkur — einb./tvíb.
Vel hannaö ca 295 fm hús þar af sér
ca 40 fm íb. Innb. ca 55 fm bílsk.
Melgeröi — Kóp.
Steinsteypt og klætt hús á tveimur
hæöum ásamt vinnuskúr.
Fjólugata — einb.
Fallegt 235 fm timburhús ásamt risi.
Vönduö eign og endurn. aö hluta.
Raðhús — parhús
Kambasel — raöhús
Vorum að fá í einkasölu mjög vandað
ca 250 fm raöhús á tveimur hæðum
ásamt risi. Bílskúr. Áhv. ca 5,0 millj.
Dalhús — raöhús
Sérl. vandaö ca 190 fm raðhús.
Vesturströnd — raöhús
Nýkomiö í sölu sérl. skemmtil. 220 fm
raðhús. Innb. bílsk.
Miöborgin — nýtt
Vorum að fá í sölu fallegt 129 fm rað-
hús á tveimur hæöum. Verö 11,7 millj.
Sérhæðir — hæðir
Tómasarhagi — hæð
Nýkomin ( einkasölu mjög góö 120 fm
efri haeö. Verö 11,3 millj.
Melabraut hæð
Vorum að fá í söru fallega efri hæð
Áhv. ca 5 millj. Verö 8,5 millj.
Njörvasund — sérhæð
Góö 122 fm neöri sérhæö. Áhv. ca 4,6
millj. Verö 10,1 millj.
Þinghólsbraut — Kóp.
Sérl. vönduð efri sérhæö. Bilskúr. Mikiö
útsýni. Verð 11,3 millj.
Gnoðarvogur — sérh.
Vönduö 160 fm neðri sérh. ásamt góð-
um bílskúr. Parket.
4ra—7 herb.
Veghús — lúxusib.
Nýkomin í einkasölu ca 180 fm sérl.
vönduð ib. ásamt bílskúr.
Ásgarður — 5 herb.
Nýkomin i sölu falleg ca. 120 fm enda-
íb. á 3. hæö (efstu). Verö 9,8 millj.
Frostafold — 4ra
Vorum aö fá í einkasölu ca 120 fm íb.
í fjórbýli. Áhv. ca. 5 millj. byggsjóöur.
Ugluhólar — 4ra
Vorum aö fá í einkasölu glæsil. íb. á
з. hæö. Góður bílsk.
Við Réttarholtsskóla —
5 herb.
Mjög góö ca 120 fm íb. á 1. hæö. Góð-
ur bílsk. Ath. skipti mögul. á 2ja eða
3ja herb. ib.
Hjarðarhagi — 5 herb.
Hlýleg ca 110 fm ib. Verð 8,3 millj.
Dunhagi — 4ra
Rúmg. 108 fm íb. á 2. hæö. Áhv. byggsj.
2.250 þús. Verö 7,9-8,3 millj.
Laufengi — 4ra
Stórar og glæsllegar 4ra herb. fbúðlr.
Afh. fullb. f júnf 1993. Ath. verð aðeins
8,7-9,1 mlllj. Góð grkjör.
Vesturgata — 4ra
Nýkomnar í sölu þrjár ca 100 fm (b. tilb.
и. tróv. og máln. Sérinng.
2ja—3ja herb.
Fjólugata — 2ja—3ja hb.
Nýkomin í einkasölu mjög falleg ris-
hæð. Parket. útsýni. V. 7,5 m.
Ránargata — 3ja
Góö ca 80 fm íb. á efri hæö ásamt
aukaherb. í risi.
Nýlendugata - 3ja
Nýkomin í einkasölu góð 75 fm íb. í kj.
Laus strax. Áhv. ca 3 millj. byggsjóður.
Fyrir eldri borgara — 3ja
Sérhannaöar íb. v. Snorrabraut. Stutt í
alla þjón. Til afh. nú þegar fullb.
Furugrund - 3ja
Skemmtil. 3ja herb. íb. á 1. hæö í 2ja
hæöa fjölbh. Áhv. 2,8 m. byggsj.
Álfhólsvegur — 3ja
Vorum aö fá í einkasölu fallega ca 67
fm íb. á jaröh. Sérinng. Áhv. ca 3,5 millj.
Sæbólsbraut — 3ja
Sérl. vönduö og glæsil. 86 fm íb. á 1.
hæö í nýl. húsi. Áhv. ca 1,8 millj. byggsj.
Álftamýri — 2ja
Falleg íb. á 1. hæö. Útsýni. Áhv. byggsj.
ca 500 þús.
Atvinnuhúsnæði
Suöurlandsbraut - nýtt
Góö skrifsthæö þ.e. tvær 200 fm eining-
ar ásamt risi. Uppl. á skrifst.
um stofnun hlutafélagsins. I frum-
varpinu segir að Þvottahús Ríkis-
spítalanna hf. yfirtaki eignir og
rekstur Þvottahússins hinn 1. jan-
úar nk.
Að sögn Skarphéðins Steinarsson-
ar starfsmanns eir.kavæðingamefnd-
ar hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort setja eigi bréfín á almenn-
an hlutabréfamarkað eða hvort eigi
að bjóða þeim ákveðnum markhóp-
um. Ekki hafí heldur verið tekin
ákvörðun um söluverðmæti bréfanna
en flárlög gera ráð fyrir að ríkisspít-
alamir afli sér 60 milljón króna sér-
tekna á næsta ári með sölu á þessum
hlutabréfum. Þessi upphæð samsvar-
ar tæplega 25% af eignum þvotta-
hússins. En gert er ráð fyrir þvi að
ef hlutabréf eru seld í félaginu renni
tekjur af sölunni beint til ríkisspítal-
anna.
í Morgunblaðinu hefur áður komið
fram sú skoðun heilbrigðisráðherra
að í þvottahúsinu sé til staðar tals-
vert ónýtt afkastageta sem ætla
megi að hægt sé að nýta við það að
breyta því í hlutafélag. Hjá Þvotta-
húsi ríkisspítalanna störfuðu 55
manns í október sl. en í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að fastráðnum
starfsmönnum verði tryggð réttindi
til sömu starfa hjá hinu nýja hlutafé-
lagi.
„Nú er einkavæðinganefndin að
kynna sér málið og í framhaldi af
því verður fenginn einkaaðili til að
vinna að sölu hlutabréfanna."
ARSALIR hf.
Fasteignasala
Borgartúni 33 -105 Reykjavík
C 62 43 33
Björgvin Björgvinsson,
lögg. fasteigna- og skipasali,
Jón Halldórsson, sölumaður.
Opið laugard. 10-14.
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
Hverafold 2ja herb.
Rúmg. íb. ásamt stæði í bíl-
skýli. Áhv. veðd. 2,8 millj. íb.
er laus strax.
Bólstaðarhlíð. Faileg 90
fm 4ra herb. íb. á 2. hæð.
Verð 6,9 millj.
Safamýri. 4ra herb. íb. á
3. hæð til sölu. Skipti á ódýr-
ari eign koma til greina.
Skipti á stærri eign. m
sölu giæsil. 3ja-4ra herb.
endaíb. Vandaðar innr.
Parket og flisar. Góð sam-
eign. Bílskúr fylgir. Verð 9
millj. Eig. vilja gjarna skipti
á stærri eign.
Hrísrimi. Vandað nýtt 124
fm parhús ásamt 30 fm
bílsk. Verð 9,3 millj. Áhv.
húsbr. 6 millj.
I vesturbæ Kóp. Vandað
190 fm parhús, 4-5 svefn-
herb., stofa, arinstofa, stórt
vinnuherb. á jarðh. Maka-
skipti á 3ja-4ra herb. ib.
koma til greina.
Kópavogsbraut. 160 fm
einb. ásamt 39 fm bílsk. 4
svefnherb. Sólstofa, arin-
stofa. Ræktaður garður m.
heitum potti. Glæsil. eign. á
fráb. útsýnisstað. V. 15,8 m.
Sumarbústaður. Faileg-
ur 45 fm sumarbústaður í
GrímsnesinU til sölu. Tilboð
óskast.
Óskum eftir öllum
stærðum fasteigna á
skrá. Skoðum og verð-
metum samdægurs.
624333
itaæfM máD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Svo hefur kennt mér sann-
orður maður, að Óskar Hall-
dórsson og Bjami Vilhjálmsson
kvæðu vísu þá sem hér fer á
eftir og er alltorskilin:
Víst mun þerma brúkið breiða
bama og kerma smiða fró,
er í sperma gota greiða
gránstóð vema úr höfuðskóg.
Hér mun ráð fyrir því gert
að böru- og kerrusmiðir þurrki
sér innanhúss og greiði lýs úr
höfði sér, en þessi einkennilega
vísa mun þvi til komin, að höf-
undar töldu reglur um eignar-
fall fleirtölu nokkurra kven-
kynsorða heldur einstreng-
ingslegar, svo sem þær eru
settar fram í sumum kennslu-
bókum í íslenskri málfræði.
Meginatriði vísunnar er greini-
lega að sýna fram á að eignar-
fall fleirtölu veikra kvenkyns-
orða, þeirra sem enda á a (svo-
kallaðra Ön-stofna) fái ekki
na-endingu, ef stofninn endar
á r-i.
Nú tók umsjónarmaður sem
oft fyrr að hnýsast í nokkrar
kennslubækur í íslenskri mál-
fræði til þess að gaumgæfa
hvað lærðir menn segðu um
þetta. Óhætt er að segja strax
að fyrmefnd kvenkynsorð (Ön-
stofnar) enda mörg hver á na
í ef.flt. Þetta er ævagömul
arfleifð og kemur einnig fram
í beygingu sumra veikra karl-
kyns- og hvorugkynsorða (An-
stofna), sbr. þegar sagt er
hjartna og nýrna og gömlu
eignarföllin af orðum sem
tákna menn: gumna og flotna.
í málfræði Finns Jónssonar
er gert ráð fyrir að ef.flt. endi
á na. Hann segir aðeins:
,,„Vera“ er n-laust í ef.flt.“ Sjá
nú vísuna.
Halldór Briem segir: „í sum-
um kvenkyns orðum fellur burt
n, svo að eignarf. fleirt. verður
eins og nefnif. eint., t.d. gyðja,
14ja, lína, kerra, skemma.
Sum slík orð verða varla höfð
í eignarf. eint., t.d. alda,
bára.“ Um orðið kerra, sjá
aftur vísuna.
Jón Ólafsson fjallar ræki-
lega um þetta:
„I orðum, sem enda á -ja,
en meginhluti þeirra á g eða
k (-gja -kja) fellur j-ið burt í
ef.flt., t.d. bylgja, bylgna;
kirkja, kirkna. Endi megin-
hluti slíkra orða með -ja-end-
ingu) á annan málstaf en g
eða k, þá fellur n-ið burt í
ef.flt., svo sem lilja, smiðja;
ef.flt. lilja, smiðja; hetja,
ef.flt. hetja. Ef nefnifalls-end-
ing í et. er -a og meginhluti
orðsins endar á mm, n eða r,
þá bætist ekkert n við í ef.flt.:
Skemma, stjarna, vara, vera
[sjá enn vísuna], hóra — verða
eins í ef.flt., eins og í nf.et.
Mörg orð hafa ekkert ef. í flt.,
t.d. alda og völva.“
Jakob Jóhannesson Smári:
„Eins og saga beygjast t.d.
gata, fluga, dúfa, klukka,
míla, skeifa, súla, stelpa,
telpa, vika, þúfa, mæðgur
(aðeins til í flt.). Þar, sem
stofninn endar á -gj eða -kj,
er j sleppt á undan -na í ef.flt.,
t.d. bylgja - bylgna, slægja
- slægna, ekkja - ekkna,
fílqa - fíkna, kirkja - kirkna,
rekkja - rekkna, tekja -
tekna ... Eins og lilja beygj-
ast t.d. álfa, auðna, bára,
deila, fiðla, fjara, <gyðja,
kanna, karfa, svala, vagga,
þvara, börur [sjá enn vísuna]
aðeins til í flt. vögur (flt.),
völtrur (flt.).“
Bjöm Guðfínnsson var
reglufastur. Hann segir: „Veik
kvenkynsorð, sem emja á -a í
nf.et., enda á -na í ef.flt., nema
þau sem enda á -ja í nf.et. og
hafa hvorki g eða k í stofni.“
Gegn þessari einstrengings-
legu reglu hyggur umsjónar-
maður að vísunni sé einkum
beint. Halldór Halldórsson er
varfæmari:
„Mörg orð beygjast sem
stúlka. Flest þeirra enda á -na
670. þáttur
í eignarfalli fleirtölu. Þó enda
allmörg orð af þessu tæi á -a
í þessu falli, t.d. fiðla, fjara,
karfa, svala... Eins og
smiðja beygjast nokkur orð,
t.d. iilja og gyðja. Ef g eða k
fer næst á undan j í þessum
orðum, endar ef.flt. venjulega
á -na, t.d. bylgna (af bylgja),
kirkna (af kirkja), rekkna (af
rekkja).“
Af öllu þessu er augljóst
hversu erfítt er að finna ein-
hlíta reglu ekki síst þar sem
mörg þessi orð em afar sjald-
gæf í eignarfalli fleirtölu. At-
hygli vekur að Jakob Smári
skuli hafa orðið deila n-laust
í margnefndu falli. Fer sem
fyrr, þegar málið lætur ekki
setja sér einfaldar skorður, að
hefð og smekkur verða miklu
að ráða.
Kunningi þáttarins, Þjóð-
rekur þaðan, er hins vegar á
öðra máli og vill hafa n sem
allra víðast í eignarfalli orða
sem beygjast eins og dæla.
Hann kvað:
Gegnum sogæðar drykkþyrstra dælna
rennur dreggjabland skolvatns og ælna.
Yfir nælnanna brot
inn í skælnanna skot
leggur glóðaþef svfðandi svælna.
Tókuð þið eftir að Þjóðrekur
segir dreggja, ekki *dreggna,
og tókuð þið eftir því, að hann
brýtur stuðlareglu Jónasar
Ámasonar í limrunni?
Vilfríður vestan fylgir hins
vegar reglunni (og þarf að
stikla á síðustu línu):
Mælti Jósep á Bjðlium við Bínu
sem hann bamaði að gamni sínu:
Bráðum ferð þú að lyftast,
en ég læt ekki giftast,
þó sjálfur Lúsifer hóti mér pínu.
★
Auk þess styður umsjónar-
maður eindregið tillöguna um
að evrópska mynteiningin
verði nefnd eka á íslensku,
beygist eins og reka, sjá nánar
grein próf. Baldurs Jónssonar
í Málfregnum 12.
21150-21370
LARUS P, VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Rétt við Árbæjarskóla
Glæsilegt 4ra ára raðhús á tveimur hæöum með 6-7 herb. íbúð um
170 fm samtals. innréttaður kjállari um 85 fm með frábærri fjölskylduað-
stöðu. Gufubað. Heitur pottur. Góður sérbyggður bílskúr. Góð lán áhv.
Nýlegt steinhús við Jöldugróf
Húsið er hæð, 132 fm, með 5-6 herb. ib. Nýtt parket. Kjallari 132 fm.
Gott húsnæði. 2 litlar íbúðir með meiru. Sérbyggður bílskúr 49 fm.
Góð lán áhv. Tiiboö óskast
Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti
Ný endurbyggt raðhús um 160 fm að grunnfleti. Kjallari er undir öllu
húsinu. Sérbyggður bílskúr. Blóma- og trjágarður. Húsið er í enda í
syðstu röð í Fellahverfi. Eignaskipti möguleg.
Skammt frá KR-heimilinu
Glæsileg 3ja herb. íbúö á 1. hæð í 11 ára gömlu fjölbhúsi. Parket. Góð
innr. Sólsvalir. Þvottahús á hæðinni. Góð geymsla í kj. Skipti möguleg
á 2ja herb. íb., helst í Vesturborginni.
Fyrir smið eða laghentan
Af sérstökum ástæðum er til sölu verslunarhæð í Bankastræti um 150
fm auk kjallara.og bakhúss. Þarfn. nokkurra endurbóta. Nánari uppl.
aöeins á skrifst.
• • •
Opiðídag kl. 10-16.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Háskóli íslands
Fyrirlestur
um einhverfu
DR. TEMPLE Grandin flytur
opinberan fyrirlestur um ein-
hverfu mánudaginn 14. desem-
ber nk. kl. 17.15 í stofu 101 í
Odda. Fyrirlesturinn mun fjalla
um þá þætti einhverfu sem snúa
að tjáskiptum, myndrænni
hugsun og skynjun.
Dr. Grandin er dýrasálfræðing-
ur að mennt og hefur skrifað fjölda
greina á sínu fræðasviði. Hún er
nú kennari við Colorado-háskóla.
Dr. Grandin hefur einnig flutt
fjölda fyrirlestra og skrifað grein-
ar um einhverfu og er fyrsti ein-
hverfí einstaklingurinn sem hefur
skrifað bók um það efni. Sú bók
er nýkomin út í íslenskri þýðingu
og heitir Dymar opnast.
p
Víetsölublað á hverjum degi!