Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 14
M1292 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 OPIÐ TIL KL. 18.00 Laugavegi Eftirfarandi opnunartími í desember Laugardagurinn 12. des. 10—18 Sunnudagurinn 13. des. 13—17 Laugardagurinn 19. des. 10—22 Sunnudagurinn 20. des. 13—17 Þorláksmessa 23. des. 9—23 AÖfangadagur 24. des. 9—12 Gamlársdagur 31.des. 9—12 ALLSKYNS UPPÁKOMUR Kl. 13"! 8. Jólasveinar í hestakerru gefa börnum mandarínur ásamt fleiri jólasveinum sem bregða á leik um allan Laugaveg og Bankastræti. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur. Skólakór Mosfellsbæjar syngur. Sjö manna blásturssveit frá Lúðrasveit Reykjavíkur. Jólaglögg á nokkrum stöSum til styrktar „BÖRNIN HEIM". Sunnudaginn 13. des. kl. 13-17 Barnakór Austurbæjarskóla syngur. Barnakór Æfingadeildar Kennaraháskólans syngur Besta gluggaútstillingin Keppnin um bestu jólagluggaútstillinguna heldur áfram við Laugaveg, Bankastræti og Kvosina. Veljió fallegasta gluggann skráiS nafn verslunarinnar á þar til gerð eyðublöð sem fást í öllum verslunum, skilist síðan í einhverja verslun. Drætti hefur verið frestað til laugard. 19. des. '92 en þá verður dregiS í beinni útsendingu hjá Bylgjunni. Glæsilegir vinningar kr. 10.000,- úttektir í eftirtöldum verslunum: Veiöima&urinn, Hafnarstræti 5. Sigurboginn snyrtivöruversiun, Laugavegi 80. Flex sérverslun - gjafavara, Laugavegi 61. Ragnar, herraföt, Laugavegi 61. Sparta, íþróttavörur, Laugavegi 49. Englabörn, barnaföt, Bankastræti 10. Axel Ó, skór, Laugavegi 11. Gull og Silfur, Laugavegi 35. Gubsteinn Eyjólfs, herraföt, Laugavegi 34. Guölaugur A. Magnússon, Laugavegi 22A. Gilbert úrsmiöur, Laugavegi 62. London Dömudeild, Austurstræti 14. Herragar&urinn, Mi&bæjarmarka&num. Kogga, leirsmi&ur, Vesturgötu 5. Blóm og Ávextir, Hafnarstræti 4. FRÍTT í BÍLASTÆÐI Muniö nýja bílhýsiS við Hverfisgötu gegnt ÞjóSleikhúsinu. Upplagt aSprófa þaS núna. FRITT INN í DESEMBER, LAUGA- VEGURINN ER KOMINN í JÓLABÚNINGINN ALLIR í JÓLASKAPI Á LAUGAVEGINUM NÚ ER OPIÐ A SUNNUDOGUM TIL JOLA FRA KL.13-17. Við Laugaveg og Bankastræti eru um 200 verslanir, veitinga- og kaffihús i tugafali. Veriðvdkonmáliiii^egim - notalega og langa islenska vershinargötu BÓKMENNTA- LEGT VANMAT eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur A sínum tíma var stofnað til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna með það fyrir augum að tilnefna þau verk sem bera þættu af öðrum og verðlauna síðan hið besta þeirra. Nú munu flestir sammála um að ætíð hafi tekist vel þegar að verð- launaúthlutun kom. Tilnefningar hafa hins vegar einatt orkað tví- mælis og nokkur dæmi finnast þar sem áberandi góð verk voru sett utan garðs meðan önnur sem ekki standast samanburð voru teymd inn um dyr. Hér er látið nægja að nefna tvö dæmi. Fyrir ári sendi Gyrðir Elíasson frá sér besta prósaverk sitt og áður hafði Þorsteinn frá Hamri gefí út frábæra ljóðabók. Framhjá þessum bókum var gengið. Góðu hejlli voru ný afbragðsverk þessara höfunda tilnefnd nú. í ár gerðist það að þau þrjú prósaverk sem hjóta að teljast í hópi bestu verka ársins hljóta ekki náð fyrir augum dómnefndar. Svo góð eru þessi verk að það hefði ekki átt að koma neinum bók- menntaunnanda á óvart að sjá þau öll tilnefnd. Það hefíð reyndar ekki heldur vakið furðu þótt einhverju þeirra hefði verið liafnað því val dómnefndar takmarkast við fímm bækur. En þegar þessi þijú verk eru öll sett út í kuldann þá vekur það þvílíka undrun að ekki er annað mögulegt en að mótmæla. Það er almennt álit bókmennta- manna að þijár skáldsögur beri af öðrum þetta árið og séu bestu verk höfunda sinna. Aðeins ein þessara skáldsagna hlaut náð fyrir augum dómnefndar. Bækur Einars Kára- sonar og Vigdísar Grímsdóttur virð- ast ekki hafa vakið neinn fögnuð á þeim bæ. Það sama á við um endur- minningabók Thors Vilhjálmssonar sem er afburðavel skrifuð. Bækur þessara höfunda hafa hlotið lof gagnrýnenda. Þær hafa einnig náð athygli lesenda og raðað sér á met- sölulista, eins og var reyndar við- búið. Það læðist að manni sú hugsun hvort velgengni höfundanna eigi einhvern þátt í því fálæti sem dóm- nefndin sýnir verkum þeirra. Getur verið að henni þyki þessum höfund- um hafa verið hossað nóg síðustu ár af almenningi og gagnrýnend- um? Hafí dómnefndin hunsað bæk- ur höfundanna á þeim forsendum Kolbrún Bergþórsdóttir „ Aðalatriðið er að þrír af þekktustu rithöfund- um okkar sendu frá sér verk sem eru með því glæsilegra sem þeir hafa gert. Það var gengið framhjá öllum verkunum.“ þá er mat hennar allfjarri tilgangi verðlaunanna. Ef dómnefndin hefur hins vegar ekki séð ofsjónum yfír velgengni höfundanna telur hún greinilega að í þessum verkum finn- ist ekki sá tilþrifamikli skáldskapur sem réttlæti tilnefningu. Og það er í meira lagi hæpið bókmenntamat. Það er óháett að fullyrða að dóm- nefndin hefði getað valið hvaða fímm bækur sem er úr flokki fagur- bókmennta sem komu út þetta ár, en hefði aldrei fundið fimm bækur sem allar eru jafngóðar eða betri en þær þijár sem hér hafa verið nefndar. Aðalatriðið.er að þrír af þekkt- ustu rithöfundum okkar sendu frá sér verk sem eru með því glæsi- legra sem þeir hafa gert. Það var gengið framhjá öllum verkunum. Ekki eitt þeirra hlaut náð fyrir aug- um dómnefndar. Bókmenntaunn- endur hljóta að furða sig á þeim úrslitum og harma að svo fór. Höfundur er bókmenntagagn- rýnandi á Pressunni. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs Stefnir í 70% álögur á hvern bensínlítra Verðlækkun hérlendis ekki tímabær HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hefur farið lækkandi að undan- förnu. Tonnið af súperbensíni hefur lækkað úr um 187 dollur- um í um 177 dollara tonnið. Krist- inn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að ekki sé fyllilega tíma- bært að lækka verð á olíu og bensíni hérlendis, þar sem tölu- verðar sveiflur séu enn á olíu- verði og á gengi dollara. Hann segir að opinberar álögur á hvern bensínlítra stefni í að verða yfir 70% af verðinu. „Þetta er má segja hefðbundin desemberlækkun að sumu leyti. Ef litið er á tólf mánaða tímabii, frá janúar til janúar, er olíuverð mjög oft lægst um þetta leyti árs,“ sagði Kristinn. „Það er hins vegar alveg rétt verðið hefur farið lækkandi og er orðið býsna lágt núna. Við verðum hins vegar að vega olíuverðslækk- unina upp á móti dollamum, því allir okkar samningar eru í dollur- um. Gengishækkun dollars vegur því upp á móti olíuverðslækkun- inni. Ef við sjáum lækkun sem við teljum vera varanlega þá breytist verðið hér,“ sagði Kristinn. Hann sagði að beint gengistap olíufélaganna vegna gengisbreyt- ingarinnar 23. nóvember sl. skipti milljónum króna. „Ég stend við það sem ég hef áður sagt, að ef við erum að horfa upp á viðvarandi lækkun núna munu íslenskir neyt- endur njóta hennar." Kristinn sagði að hátt bensínverð hérlendis skýrðist af opinberum álögum, en þær næmu 67,8% af hveijum bensínlítra. Innkaupsverð væri 17,5%. Síðan stæði til að hækka bensíngjald um tvær krónur innan skamms. Það legðist ofan á bensínverð auk virðisaukaskatts og næmu þá opinberar álögur af þess- ari vöru yfír 70%.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.