Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 15

Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 15
MOItpyyBI^pjD, M-UGABPAGUR 13-, ftKSEftJBKft.,.l?,92 05 Árna Magnús- sonar fyrirlestrar eftir Jónas Kristjánsson „Engin stórþjóð í heimi hefur annan eins áhuga á norrænni — og þá ekki síst íslenskri — menningu og Þjóðverjar," segir í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins 22. nóvember síðastliðinn. Bréfritari segir frá göngu íslenskra hjóna um hina miklu norrænu „víkingasýningu" sem haldin var í Berlín á liðnu hausti. Þegar þau koma á vettvang er mik- il þröng á þingi.„Hér er gamalt fólk og ungt, einstaklingar, foreldrar með böm sín, heilar fjölskyldur. All- ir hafa sama áhuga á viðfangsefn- inu. Það er engu líkara en þetta ókunna. fólk sé að leita að einhveiju í sjálfu sér, einkennum sínum; ímynd.“ Munir eru sýndir frá Norð- urlöndunum og frá ýmsum löndum í Austurvegi og Vesturvegi þar sem víkingar voru á ferð og höfðu aðset- ur sitt. En „þegar kemur að ritöld, þegar kemur að bókunum ... þá tek- ur Island forystuna. Þá er sýnt hvert handritið öðru merkilegra, og ís- lensku hjörtun hoppa af kæti og heilbrigðum þjóðarmetnaði.“ Það er mikilvægt bæði Þjóðveijum og okkur íslendingum sjálfum að við komum til móts við hinn mikla og endurvakta áhuga þýskumælandi þjóða fyrir menningu okkar og bók- menntum. Ég undirritaður hef fyrr á þessu ári birt ritgerð um hið sama far í Málfregnum, tímariti íslenskrar málnefndar. Bendi ég þar á ýmislegt sem æskilegt væri að gera í and- legri samvinnu íslendinga og Suður- Germana — Svisslendinga, Austur- ríkismanna og Þjóðveija, sem mynda mikið og samfellt málsvæði. Eitt meðal þess er miklu skiptir er að efla íslenskukennslu í háskólum og öðrum fræðslustofnunum meðal þessara þjóða. íslenska ríkið styrkir slíka kennslu í ýmsum löndum, en mjög hafa þeir styrkir verið óveru- legir enn sem komið er og yfírleitt ekki fallið þýskumælendum í skaut. En sjálfir hafa þeir innt af höndum töluverða kennslu í íslensku, enda margir þarlendir vel færir í tungu okkar. Lengi hefur verið íslenskur sendikennari í Kiel, og nú hefur ver- ið ákveðið að sams konar kennara- stöður verði í tveimur öðrum miklum menntaborgum, Miinchen í Þýska- landi og Vín í Austurríki (Iektors- staðan í Munchen raunar til búin úr annarri stöðu sem fyrir var). Fyrir nokkrum árum var stofnuð ný staða í norrænum fræðum við háskólann í Erlangen-Numberg í Þýskalandi. í stöðuna var skipaður einn hinn fremsti íslenskufræðingur Þjóðveija, dr. Hubert Seelow, sem dvalist hefur langdvölum hér á landi og talar íslensku flestum útlending- um betur. Hann á íslenska konu, Kolbrúnu Haraldsdóttur, sem einnig er ísienskufræðingur og kennir við sama háskóla. Skipta þau þannig með sér verkum að hann kennir forn- íslensku en hún nútíðarmálið. Undir handleiðslu þeirra hjóna er nú að myndast ein af höfuðstöðvum fræða vorra í Þýskalandi. Dr. Seelow hefur þýtt á þýsku nokkur öndvegisrit ís- lenskra bókmennta allt frá Grettis- sögu til Islandsklukkunnar. Hann er ritstjóri fyrir nýrri þýskri útgáfu á ritum Halldórs Laxness sem for- lagið Steidl í Göttingen gefur út um þessar mundir. Þýðir hann þau verk Halldórs sem ekki hafa áður komið út á þýsku, en að öðru leyti endur- skoðar hann eða endurnýjar eldri þýðingar, og loks ritar hann inngang að hveiju bindi. Nú hefur Hubert Seelow bryddað upp á nýmæli við háskólann í Erlangen. Hyggst hann bjóða ís- lenskum fræðimönnum, einum á hveiju ári, til að halda fyrirlestra sem kenndir verði við Árna Magnús- son. Ef efni fást til verða fyrirlestr- amir síðan gefnir út sem sjálfstæð hefti smátt og smátt. í þessu skyni Jónas Kristjánsson var mér boðið til Erlangen að halda fyrsta fyrirlesturinn. Var hann flutt- ur á afmælisdegi Árna 13. nóvember síðastliðinn og fjallaði um Árna sjálf- an, ævi hans og störf. Á næstu árum munu síðan koma aðrir fýrirlestrar á ýmsum sviðum íslenskra fræða. Flestir háskólar em fátækar stofnanir sem kunnugt er, og mun skólinn í Erlangen ekki vera nein undantekning frá þeirri reglu. En hinar miklu vélaverksmiðjur Siem- ens hafa aðalskrifstofur sínar í Erlangen, og kom dr. Seelow í hug að leita stuðnings þeirra við þessa menningarlegu hugsjón sína. Ræddi hann í því skyni við umboðsmenn Siemens á íslandi, forstjóra fyrir- tækisins Smith og Norland. Tóku þeir máli hans vel og sýndu þann höfðingsskap að kosta þejtta fyrir- lestrarhald. Sendiherra íslands í Þýskalandi, Hjálmar Hannesson, lagði á sig það erfiði að aka alla leið frá Bonn til Erlangen.til að hlýða á mál mitt. Var ljóst að háskólans menn kunnu vel að meta þann áhuga og virðingu sem hann sýndi með þessu, og tóku þeir honum með mik- illi hlýju og kurteisi. Ávarpaði hann þingheim á undan erindi mínu og ræddi um áhuga íjóðveija á íslensk- um. nútímabókmenntum. Ég vil færa prófessor Hubert Se- elow innilegar þakkir fyrir þetta góða framtak, jafnframt því sem ég árna honum velfarnaðar í viðleitni hans við að kynna ísland og íslenska menningu í ættlandi sínu. Og sér- stakar þakkir ber að færa forstöðu- mönnum fyrirtækisins Smith og Norland fyrir sinn rausnarlega stuðning við að hleypa af stokkunum hinum íslensku Áma Magnússonar fyrirlestrum í Erlangen. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar. Frestun gildistöku EES Millilandaflug Flug- leiða í Evrópu dreg’st Fyrirsjáanleg seinkun á gildis- töku samningsins um Evrópskt efnahagssvæði hefur m.a. þær afleiðingar að möguleikar Flug- leiða til að taka að sér millilanda- flug í Evrópu verða að veruleika seinna en ella. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi fyrirtækisins, segir að verið sé að kanna nokkrar leiðir og undirbúningi undir verkefni af þessu tagi verði hald- ið áfram af fullum krafti þó samningurinn taki gUdi síðar en gert híSi verið ráð fyrir. Aðspurður hvaða afleiðingar dráttur á gildistöku EES-samnings- ins hefði á starfsemi félagins sagði Einar að ekki gæfust möguleikar á flugi Flugleiða innan Evrópu að sinni. „Eins og málin eru núna megum við ekld fljúga milli landa í Evrópu utan íslandsleiðanna, ekki t.d. milli Þýskalands og Bretlands með farþega, en EES-samningurinn hefði gefið okkur ákveðnar heimild- ir,“ sagði hann og minnti á að félag- ið hefði viljað sjá gildistöku samn- ingsins sem fyrst til þess að nýta sér þá möguleika sem hann hefði upp á að bjóða. Einar sagði að ýmsar flugleiðir innan Evrópu hefðu verið skoðaðar en ekki hefði verið gert upp á milli þeirra. „En við, eins og aðrir, erum auðvitað að velta þessu fyrir okkur. Það er vinna sem mun halda áfram og hún er mikil, því það er erfitt að standa að starfsemi af þessu tagi erlendis og við yrðum í sam- keppni við erlend fyrirtæki." Hann sagði að undirbúningur hefði farið fram innan fyrirtækisins og upp á síðkastið hefði verið rætt við erlenda aðila um möguleika á samstarfi. Hins vegar hefði engin ákvörðun verið tekin varðandi það hvar best væri að bera niður. „Við höfum í tengslum við leiðimar verið að skoða hvað væri heppilegast að gera og eygjum ýmsa möguleika. Við erum Iíka mjög vel undir það búnir að fara í slíkt samstarf því flugflotinn og tæki hafa verið end- urnýjuð. Þar er fyrst og fremst verið að huga að markaðssam- starfi, ekki eignaraðild eða slíku,“ sagði Einar að lokum. Gengið um miðbæ- inn með Pétri þul HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur sunnudaginn 13. desember fyrir gönguferð um miðbæinn í fylgd Péturs Péturssonar þular. Hugmyndin er að velja sérstaka söguleið um miðbæinn sem gengin yrði í fjórum til fimm áföngum. Fyrsti áfanginn verður farinn á sunnudaginn 13. desember. Gangan hefst kl. 14 við Hafnarhúsið að vestanverðu. Gengið verður upp Grófina, suður Aðalstræti og að Tjörninni, síðan Templarasund, Kirkjustræti, Thorvaldsensstræti og á Vallarstræti. Áætlað er að gangan taki um eina og hálfa klukkustund. Fólk er hvatt til að vera vel búið því að víða verður stansað stutta stund. Margt verður gert til kynningar á söguefninu. Pétur Pétursson segir frá mönnum og málefnum á fyrri tíð og rifjar upp byggðarsögu. Állir eru velkomnir. Ekkert þátttöku- gjald. Næsti áfangi verður farinn sunnudaginn 20. desember og sá þriðji 10. janúar og síðan hálfsmán- aðarlega. (Fréttatílkynnlng) Þessi bók hefur að geyma 270 fallegar litmyndir af íslenskum fossum. Gerð er góð grein fyrir hverjum fossi í fróðlegum texta, m.a. nefndar gönguleiðir að fossinum og sagt frá þjóðsögum og sögnum er tengjast honum. Bókinni er skipt niður eftir sýslum með kortum er sýna staðsetningu fossanna. Eftirmála ritar dr. Jón Jónsson jarðfræðingur. íslenskir fossarer 352 bls. með texta bæði á íslensku og ensku. 1 SKUGGSJÁ £ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.