Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 16
MORGUNBLÁÐÍÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
► HQsgögn
Meðal annars eigin framleiðsla.
► Gluggarjaldaefni
og hösgagnaáHlæði.
► Ljósabúnaður
Úliljós og inniijos.
Lítiö viö og
gleöjiö augaö !
V
Hönnun í hávegum...
FAXAFENI 7 108 REYKJAVIK SIMI 91 687733
Svar til Hauks Helgasonar
Enn í gamla farínu
eftir Björn
Bjarnason
Þótt Samtök herstöðvaandstæð-
inga hafi nú eftir hrun Sovétríkj-
anna komist að þeirri niðurstöðu,
að það beri að fara að öllu með
gát, þegar rætt er um brottför
vamarliðsins, er enn nokkur sam-
hljómur í Evrópustefnu Alþýðu-
bandalagsins nú og Sósíalista-
flokksins fyrir 30 ámm. Hefur til
dæmis þegar komið í ljós í at-
kvæðagreiðslu, er tengist aðild ís-
lands að evrópska efnahagssvæð-
inu (EES), að þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins er einn og einangrað-
ur í óskiptri andstöðu við EES.
I nýrri bók, Liðsmenn Moskvu,
er rifjað upp, að um mitt ár 1962
hafi Kjartan Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins,
ritað bréf til allra formanna flokks-
félaga og sagt, að mikilvægara
væri en nokkru sinni fyrr að grípa
til samfylkingar með vinstriöflum
„til að hnekkja fyrirætlunum um
að innlima Island í (Efnahags-
bandalag Evrópu)“. Síðan segir
Ámi Snævarr, sem ritar þennan
kafla bókarinnar: „Óttinn við Evr-
ópubandalagið, eins og það er kall-
að nú, var orðinn afsökun (sósíal-
ista) fýrir samstarfi við önnur
stjómmálaöfl eins og fasisminn,
bandaríska heimsvaldastefnan og
endurhervætt Þýskaland á undan.
Raunar var Þýskaland, fasisminn
og Efnahagsbandalagið eitt og hið
sama í áróðri sósíalista á þessum
ámm en talað var um að „hramm-
ur Stór-Þýskalands hins svonefnda
Efnahagsbandalags Evrópu“ ógn-
aði nú tilveru íslands."
Hin tilvitnuðu orð, sem lýstu
afstöðu ýmissa vinstrisinna fyrir
30 ámm, eiga erindi til okkar enn
í dag. Jafnvel um þessar mundir
heyram við þær röksemdir frá
málsmetandi vinstri mönnum hér,
að með þátttöku í evrópska efna-
hagssvæðinu séum við ekki aðeins
að ganga undir ok Evrópubanda-
lagsins heldur undir „hramm Stór-
Þýzkalands“.
Lúðvík semur við EB
Á árinu 1972 var undirritaður
fríverslunarsamningur íslands og
Evrópubandalagsins (EB). Alþingi'
heimilaði síðan fullgildingu hans
1973. Þá sat ríkisstjórn undir for-
sæti Ólafs Jóhannessonar, Fram-
sóknarflokki, þar sem Lúðvík Jós-
epsson, Alþýðubandalagi, var við-
skiptaráðherra. Gerðist þetta að-
eins tveimur árum eftir að Alþýðu-
bandalagsmenn höfðu í stjórnar-
andstöðu greitt atkvæði gegn aðild
íslands að Fríverslunarsamtökum
Evrópu (EFTA) og framsókn-
armenn höfðu setið hjá við þá at-
kvæðagreiðslu.
Töldu ýmsir, að þessir flokkar
myndu jafnvel beita sér fyrir úr-
sögn íslands úr EFTA, ef þeir
kæmust til valda. Þeir gerðu það
alls ekki heldur gengu þvert á
móti lengra til samstarfs um frí-
verslun með samningnum við EB.
Þegar Lúðvík Jósepsson flutti
framsögu fyrir tillögunni um stað-
festingu Alþingis á fríverslunar-
samningnum við EB, sagði hann
meðal annars: „Hér er vissulega
um þýðingarmikið mál fyrir okkur
íslendinga að ræða. Við þurfum
að tryggja okkur sem fijálsasta
viðskiptaaðstöðu við lönd hins nýja
og stækkaða EBE (Efnahags-
bandalags Evrópu). Við eigum
mikil viðskipti við þessi lönd og
hljótum eðli málsins samkvæmt að
eiga áfram mikil viðskipti við þau.“
Þegar umræður á Alþingi um
þetta mál em lesnar, sést, að ýms-
ir töldu, að með þessari samnings-
gerð væru Alþýðubandalagsmenn
að ijúfa einangrun sína í afstöð-
unni til Evrópusamstarfs í við-
skiptamálum, en um þau snýst
EES-samningurinn. Var greinilega
litið á afstöðu Lúðvíks svipuðum
augum og menn gerðu síðar, þegar
Alþýðubandalagið gerðist aðili að
ríkisstjóm 1978 án þess að setja
skilyrði um brottför varnarliðsins.
Þá hvarf flokkurinn frá einu helsta
stefnumáli sínu í utanríkismálum.
Á meðan Alþýðubandalagið átti
aðild að ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar 1988-1991 og
grunnurinn var lagður að EES-
samningnum, stóð flokkurinn ekki
í vegi fyrir þátttöku íslands í samn-
ingaviðræðunum við EES. Þá virt-
ust að minnsta kosti ráðherrar
Alþýðubandalagsins átta sig á því,
að þátttaka í EES var og er ekki
annað en eðlilegt framhald að að-
ildinni að EFTA og samningnum
við EB, sem Lúðvík Jósepsson stóð
að 1972. Nú er Alþýðubandalagið
hins vegar í stjórnarandstöðu og
þrátt fyrir allt talið um nýja stefnu,
nýja starfshætti og nýja leiðtoga
Alþýðubandalagsins standa þing-
menn flokksins í svipuðum sporum
og Kjartan Ólafsson fyrir 30 árum,
þegar kemur að lokaafgreiðslu
EES á Alþingi.
Teg: 313
Svart leður
og rússkinn
St. 36- 41
Kr.1.990
Teg: 263
Svart leður
St.36 - 41
GRIPU TÆKIFÆRIÐ -
JÓLATIIBGD Á HERRA-
OG DÖMUSKÓM
Á EINSTÖKU VERÐI!
Þetta er sýnishorn of
þeim skóm sem við
bjóðum ó tilboösverði
Lítið við!
Teg: 1760
Svart leður
og russkinn
St. 40- 45
Kr. 2.990,
s^ndum
Teg: 1018
Svart leður
St. 3641. Kr« 1.990
Laugavegi 1 1 - Sími: 21675