Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 46

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 46
46 MQRGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR 12, DESEMBER 1992 Æskulýðsvika Evrópuráðsins í Bratislava Ungt fólk í nýrri Evrópu Æskulýðsvika Evrópuráðsins var haldin dagana 12.-19. júlí í Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu. Rúmlega 300 manns frá 42 löndum tóku þátt í námstefnunni. Dagskráin hófst formlega á sunnudegi með opnunar- ræðu Catherine Lalumiere, fram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins. í ræðu sinni fjallaði hún um mikilvægi þess að ungt fólk frá gjörvallri Evrópu fengi tækifæri til þess að hittast og bera saman bækur sínar. Einnig þakkaði hún Æskulýðssambandi Slóvakíu fyrir þeirra þátt í undirbún- ingi ráðstefnunnar, en það var ein- mitt unga fólkið í Slóvakíu sem bar hitann og þungann af öllum prak- tískum hliðum á námstefnunni. Tíu málaflokkar voru til umræðu á æskulýðsvikunni í jafnmörgum hópum, en þeir voru: umhverfis- vernd, atvinnumál, kynþáttafordóm- ar, stjórnmál, þróunarmál, eiturlyf- forvarnir, sameiginleg Evrópa, þátt- taka ungs fólks í þjóðfélaginu, fé- lagsmál og minnihlutahópar. Hópun- um var frjálst að ákveða hvernig þeir nálguðust umræðuefni sín en reynt var að gera það á þeim grund- velli að allir tækju virkan þátt og kæmu skoðunum sínum og reynslu á framfæri. Þó voru öll málefnin rædd út frá stöðu ungs fólks í „nýrri“ Evrópu og leitast var við að bera saman ástandið í hinum ýmsu lönd- um. Þá voru einnig pallborðsumræð- ur og fyrirlestrar um ýmis mál sem varða Evrópu og voru þeir vel sóttir og umræður oft líflegar. Frá íslandi komu alls sex þátttak- endur á æskulýðsvikuna, fimm frá Æskulýðssambandi íslands, Sigurð- ur Eyþórsson (SUF), Börkur Gunn- arsson (SUS), Gerður Pálsdóttir (AFS_ á íslandi), Georg Páll Skúlason (INSÍ) og Kjartan Emil Sigurðsson (SUJ). Einn þáttakandi, Silja Guð- mundsdóttir, kom frá EFIL (Europe- an Federation for Intercultural Le- arning). Jafnframt voru á staðnum Yrsa Þórðardóttir sem vinnur að æskulýðsmálum hjá Evrópuráðinu í Strasbourg, Elín Eiríksdóttir sem var leiðbeinandi á æskulýðsvikunni og Erlendur Kristjánsson frá mennta- málaráðuneytinu. Eftir mjög skemmtilega og við- burðaríka viku var svo komið að lokahófínu en þá voru kynntar niður- stöður vinnuhópanna. Var hug- myndaflugið óspart notað við þær kynningar, leikþættir höfðu verið samdir, söngvar æfðir og komu allir 300 þáttakendurnir fram á einn eða annan hátt. Kveðjustundin reyndist erfið eftir mjög góða viku en þátttak- endur tóku heim með sér góðar minningar um sameiginlegar stundir í Bratislava undir leiðsögn Æsku- lýðssambands Slóvakíu. Niðurstöður vikunnar verða síðan kynntar í Evr- ópuráðinu og verða þær einnig tekn- ar fýrir á næsta fundi evrópskra ráðherra sem fara með æskulýðsmál hver í sínu landi. Niðurstöðurnar má nálgast hjá Æskulýðssambandi íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Þáttakendur íjalla hér á eftir um nokkra málafokka. Einn hópurinn í ratleik í Bratislava. Stjórnmál: Nei takk! Undirritaður tók þátt í vinnu- hópnum „stjómmál, nei takk“. Þetta umræðuefni var m.a. valið vegna þess að það hefur valdið mörgum áhyggjum hve uppgang- ur öfgaflokka hefur verið mikill í Evrópu á undanfömum árum. Það hefur vakið upp spurningar um hvort ungt fólk í Evrópu sé orðið uppgefið á að taka þátt í að hafa áhrif á þjóðfélag sitt í gegnum hina hefðbundnu stjórnmála- flokka. Að viðhorfum fólksins í hópn- um, en það kom frá 18 löndum, mátti í upphafi ráða að það væri afar ósátt við hvaða leiðir því stæðu til boða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í sínu þjóðfélagi. Það taldi að stjórnmálamenn fæm yfírleitt sínu fram án þess að taka nokkurt tillit til viðhorfa almenn- ings, en kæmu síðan út á göturn- ar á fjögurra ára fresti og lofuðu öllu fögm. í vikulokin höfðu menn hins vegar mildast nokkuð í afstöðu sinni. Fólk komst að því að það er alls ekki einfalt starf að vera stjómmálamaður og eiga að sam- ræma álit þúsunda ólíkra einstak- linga þennig að allir geti verið sáttir. T.d. var einn ráðstefnudag- inn leikinn hlutverkaleikur þar sem allir tóku að sér að leika ýmsar persónur í ímynduðu bæjar- félagi s.s. bæjarstjómarmenn, verkalýðsforingja, atvinnurekend- ur o.s.frv. Jafnvel í þessum litla bæ reyndist það annað en auðvelt að stjórna hlutunum svo öllum lík- aði. Niðurstaða hópsins var því að þó að það lýðræðisstjómkerfi sem flestir Evrópubúar búa við virðist oft þungt í vöfum og virki illa, þá er ekki svo gott að fínna eitthvað betra. Forsenda fyrir því að kerfið virki er hins vegar að almenningur taki þátt. Það kemur enginn til manns og kreistir upp úr manni skoðanir manns og hrindir þeim í framkvæmd, þótt maður sért óánægður. Það er nauðsynlegt að stíga fram og beijast fyrir sínu. Ef kerfíð fær ekki aðhald frá fólk- inu fer það sínu fram eða staðnar í sömu spomm. Nauðsynlegt er að dreifa valdinu sem mest, því eftir því sem meira vald safnast á einn stað er meiri hætt á spillingu og skrifræði. Einstakir þingmenn ráða oft ekki við að kynna sér til hlítar mál sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Með því að dreifa valdinu gefast hinum almenna borgara líka fleiri tækifæri á að taka þátt í ákvarðanatöku. Hópurinn taldi að meira beint lýðræði, s.s. þjóðaratkvæða- greiðslur, gætu hvatt fleiri til að taka afstöðu. Ef fólki er gefið færi á að hafa meiri bein áhrif er líklegt að það sjái sér hag í meiri afskiptum af málefnum þjóðfé- lagsins. Við lausn þessara verkefna naut hópurinn aðstoðar nokkurra ágætra fyrirlesara. Dr. Gyula Horn, formaður utanríkismála- nefndar ungverska þingsins og fv. utanríkisráðherra landsins, flutti fróðlegt erindi um stjórnmála- ástandið í Austur-Evrópu. Hann taldi að löndin þar ættu efír að klofna upp í enn smærri einingar og víða væri hætta á átökum þar sem almenningur væri mjög óánægður með hvað velmegunin léti á sér standa eftir fall kommún- ismans. Horn og þeir þátttakendur úr hópnum sem komu frá Austur- Evrópu og töldu að það tefði fyrir uppbyggingarstarfí að stjómvöld eyddu of miklum tíma í að uppr- æta kommúnista úr stjómkerfínu. Kommúnistar hefðu komið á ýmsu sem vert væri að halda í, s.s. fé- lagsþjónustu, en hitt ættu menn að geyma í huga sér til að það kæmi ekki fyrir aftur. í hópnum var einnig fluttur fyr- irlestur um svissneska stjómkerf- ið. Það felur í sér mikið beint lýð- ræði og töldu marigr að aðrar Evrópuþjóðir gætu fundið þar ýmislegt til eftirbreytni. Ég vil að lokum þakka Æsku- lýðssambandi íslands fyrir tæki- færið til að hafa þessa ráðstefnu. Það eykur víðsýni hvers og eins að hitta fólk frá 42 ólíkum löndum og kynnast þjóðfélögum þess. Samskipti af þessu tagi auka skilning þjóða í milli og minnka hættu á fordómum. Hafíð þökk. Sigurður Eyþórsson. Þátttaka Þátttaka var yfírskrift umræðu- og vinnuhópsins sem ég var í. Tuttugu og átta þátttakendur frá átján félagasamtökum í tuttugu og einu landi voru í þessum hópi. Okkar verkefni var mjög viðamik- ið. Samin hafði verið skoðana- könnun áður en námstefnan hófst og Iögðum við þijátíu og fjórar spumingar fyrir alla sem þátt tóku í námstefnunni. Þessi skoðana- könnun fjallaði í stómm dráttum um hversu virkt ungt fólk frá mismunandi löndum og félaga- samtökum væri í þjóðfélaginu. Eins var kannað hvernig þessu væri háttað í skólum og á heimil- um. Þijú hundmð manns fengu spurningarnar í hendur, tvö hundrað og fímmtán skiluðu, hundrað og fimm karlar og hundr- að og tíu konur. Yngsti þátttak- andinn var sextán ára en sá elsti trúlega fimmtugur. Þar sem við höfðum nauman tíma til að vinna úr könnuninni var okkur skipt í smærri hópa. Hver hópur valdi sér eina til tvær spumingar til að vinna úr. í mínum hópi lék okkur forvitni á að vita hvort mismunandi svör kæmu eftir því hvaðan úr Evrópu fólk væri. Við komumst að því að búseta skipti litlu máli, áhuginn virtist sá sami til þátttöku í hinum ýmsu samtökum en markmiðin þó ekki þau sömu. Það sem hvetur íbúa Norður-, Suður- og Vestur- Evrópu til þátttöku er áhugi á að breyta heiminum til batnaðar. Austur-Evrópubúar voru hins veg- ar á öðm máli og höfðu fremur áhuga á að kynnast nýju fólki og eignast vini. Mestur munur kom fram á milli Norður- og Suður-Evrópu varð- andi þátttöku í kosningum. Níutíu og sex prósent Norðurlandabú- anna sem svömðu spumingunum sögðust alltaf kjósa en aðeins sex- tíu og þijú prósent af Suður-Evr- ópubúunum. Eins og áður kom fram var þessi könnun mjög viðamikil og ekki gafst tími til að vinna úr henni til fulls. Ætlunin er að vinna betur úr henni á vegum Evrópur- áðsins og mun fagfólk annast þá úrvinnslu þegar fram líða stundir. Okkar framlag fer því síður en svo til spillis og búast má við forvitni- legum niðurstöðum. Atvinnumál Undirritaður tók þátt í umræðu- hóp sem fjallaði um atvinnu, starfsþjálfun og atvinnuleysi með- al ungmenna í Evrópu. 22 þátttak- endur víðs vegar úr Evrópu tóku þátt í umræðuhópnum. Markmið námstefnunnar var að skiptast á reynslu fólks frá öðmm löndum, fá vitneskju um stöðu ungs fólks í mismunandi hlutum Evrópu, ræða hvert hlutverk stjórnvalda og æskulýðssamtaka sé til að bæta stöðu fyrir ungt fólk, og þá komandi kynslóð. Þátttakendur höfðu ólíkan bak- grann til að byggja á, t.d. voru þar starfsmenn verkalýðsfélaga, starfað að rannsókn á stöðu at- vinnulausra ungmenna, þekkingu á vinnu Evrópubandalagsins vegna atvinnuleysi ungs fólks, starfað með atvinnulausu fólki og persónuleg reynsla af atvinnu- leysi. Gerði það umræðuna spenn- andi hvað þátttakendur höfðu ólíka reynslu. Þær væntingar sem fólk hafði varðandi málefnin vora að kynnast reynslu annarra, ræða framtíðar- horfur í atvinnumálum í Evrópu, nýjar hugmyndir til að leysa at- vinnuleysi ungs fólks, hugmyndir um að bæta aðstæður kvenna á vinnumarkaðinum, hvernig hægt væri að koma til móts við atvinnu- lausa æsku, og ölast betriskilning á styttri námsleiðum vegna sér- hæfðra starfa og að fá vitneskju um atvinnuástand í Austur-Evr- ópu. Rætt var um hver staða fólks væri sem hætti í skóla eftir skóla- skyldu, möguleika þeirra til að fá vinnu, möguleika á einhverskonar J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.