Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
56
■T'®—
Selmu Júlíusdóttur svarað
eftir Halldóru
Baldursdóttur og
Höllu Hjálmarsdóttur
Einu sinni enn leyfír Selma Júl-
íusdóttir sér að gera lítið úr dag-
mæðrum í Morgunblaðinu 10 des.
sl. þar sem hún lýsir því yfír að
dagmæður kunni ekki lengur að
lesa og að þær hafí ekki vitað und-
ir hvað þær voru að skrifa þegar
þær skrifuðu undir vantraustsyfir-
lýsinguna á formanninn. Eins og
við höfum alltaf sagt, þá eru dag-
mæður yfirleitt mjög friðsamar
konur og við erum seinreittar til
reiði. En nú keyrir um þverbak.
Óánægja með störf fráfarandi for-
manns samtakanna hefur staðið í
mörg ár, þótt hún hafí ekki komið
eins berlega í ljós og nú. Nefna
má, að á fundi fýrir sex árum gengu
70 konur út og sögðu sig úr samtök-
unum vegna óánægju með for-
manninn.
í grein sem Selma Júlíusdóttir
ritar í sama blað talar hún um að
takmark samtakanna sé fyrst og
fremst að byggja upp örugga dag-
vist fyrir börn. Þessu virðist for-
maðurinn hafa gleymt, þegar hún
hefur ruðst inn á heimili dagmæðra
og hrætt bæði dagmæður og böm
í umsjá þeirra. Hún hefur þverbrot-
ið friðhelgi heimilinna og farið gróf-
lega út fyrir verksvið sitt.
Það er alfarið Dagvistar bama
að sjá um deilumál önnur en gjald-
skrármál. Selma lætur ósagt í grein
sinni, að hin tvítuga dagmóðir var
ekki meðlimur í Samtökum dag-
mæðra, þegar málið sem um ræðir
kom upp. Hefði hún því átt að vísa
því alfarið til Dagvistar bama, en
þess í stað telur hún hina ungu
dagmóður á að ganga í samtökin
og afleiðingamar þekkja dagmæð-
ur. Selma greinir heldur ekki frá
því að foreldrar bama sem em vist-
uð hjá umræddri dagmóður hafa
lýst yfír ánægju sinni með vistun-
ina, en henni er það vel kunnugt.
Er þessi grein Selmu öll hin
furðulegasta og mjög einhliða. For-
„En nú keyrir um þver-
bak. Óánægja með störf
fráfarandi formanns
samtakanna hefur stað-
ið í mörg ár, þótt hún
hafi ekki komið eins
berlega í ljós og nú.“
maðurinn sér ekki ástæðu til að
skýra frá sinni hlutdeild í málinu.
Okkur fínnst það augljóst hvers-
vegna. Ennfremur segir hún ekki
frá því, að á fundi sem var haldinn
í Laugaborg 25. nóvember sl. stóð
upp dagmóðir, sem hafði lent í þess-
um sömu foreldrum og Selma taiar
um að hafí orðið fýrir áfalli og sagð-
ist dagmóðirin efast um sannleiks-
gildi frásagnar foreldranna. Okkur
fínnst það sýna augljóslega hversu
vanhæf Selma Júlíusdóttir er, að
mál þetta skuli nú vera á síðum
dagblaðanna. Ef formaðurinn hefði
leyst þetta mál á grundvelli réttlæt-
is og kærleika í stað hroka og ókurt-
Halldóra Baldursdóttir
eisi væri ekkert um að tala, þannig
að klofningur innan samtakanna
hlýtur að vera hennar mál. Einnig
talar Selma um fund með Bergi
Felixsyni og fleirum. Viljum við
taka það fram að þessi fundur var
Tvær frábærar bækur eftir
verðlaunahöfundinn Þorgrím Þráinsson
Bak við bláu augun
Saga um nýnema í menntaskóla sem
eru jafn ólíkir og þeir eru margir og
hafa þeir mörgum hnöppum að
hneppa. Hver er þessi stúlka með fal-
legu bláu augun? Hver er leyndar-
dómur hennar og kemst hann nokkru
sinni upp? Og hvað tekur bekkjar-
bróðir hennar til bragðs til að vinna
hylli hennar?
Góð bók
frá Fróða
FRÓÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Lalli ljósastaur
Hvað tekur ósköp venjulegur strák-
ur til bragðs þegar hann lengist allt
í einu og verður eins stór og ljósa-
staur? Engin föt passa á hann
lengur og það eru heldur ekki til
nógu stórir skör á hann. Gerist
hann kannski körfuboltahetja í
Bandaríkjunum eða vill hann
allt til vinna að verða venjuleg-
ur strákur á nýjan leik?
Halla Hjálmarsdóttir
setinn í Laugaborg með hlutaðeig-
andi aðilum. Var fundur þessi kapít-
uli útaf fyrir sig og verða honum
gerð betri skil síðar.
Ef Selmu Júlíusdóttur fínnst bréf
það sem Halla Hjálmarsdóttir sendi
dagmæðrum níð um hana verður
hún að eiga það við sjálfa sig. í
bréfí þessu er sagt frá samskiptum
dagmóður, foreldris og formanns
samtakanna sannleikanum sam-
kvæmt.
Grein Selmu er full af yfirlýsing-
um um óheiðarleg vinnubrögð dag-
mæðra og ábyrgðarleysi Ðagvistar
bama. Við viljum aðeins segja:
KONA, LÍTTU ÞÉR NÆR!
Höfundar eru dagmseður.
♦ ♦ ♦
Hnotubrjótur-
inn A. Rúbljov
o g Khatsatúrjan
SÍÐASTA kvikmyndasýning á
þessu ári í bíósal MÍR, Vatnsstíg
10, verður nk. sunnudag, 13. des-
ember kl. 16. Þá verða sýndar
þrjár stuttar (hálftíma) myndir.
1. Heimildarmynd um armenska
tónskáldið Aram Khatsjatúrían, en
hann kom á vegum MÍR til íslands
árið 1951 og stjómaði þá m.a. Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á tónleikum
i Þjóðleikhúsinu. Skýringar með
myndinni flytur Sergei Halipov á
íslensku. 2. Kvikmynd um Andrei
Rúbljov, hinn mikla rússneska
helgimyndamálara, sem uppi var
frá u.þ.b. 1370-1430. Skýringar á
ensku. 3. Hnotubijóturínn, teikni-
mynd, þar sem flutt er balletsvíta
Tsjaíkovskís. Aðgangur að kvik-
mjmdasýningunni er að venju
ókeypis og öllum heimill.
Fyrsta kvikmyndasýningin í bíó-
salnum Vatnsstíg 10 eftir áramótin
verður 17. janúar og hefst J>á
Tsjekhov-vika í húsakynnum MIR,
þar sem sýndar verða nokkrar kvik-
myndir byggðar á verkum skáldsins
og um ævistarf hans. Þá kemur
rússneskur gestur f heimsókn og
spjallar um Tsjekhov og rússneskt
leikhús og sett verður upp sýning
á Ijósmyndum og teikningum um
skáldið.
(FréttatUkynning)