Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Högni Brynjúlfs son - Kveðjuorð Mig langar að minnast Jóhanns Yngva með örfáum orðum. Við í Haga kynntumst þeim hjónum þegar þau fluttust að Vatnsholti árið 1944. Það varð strax góður kunningsskap- ur milli bæjanna. Áður voru þau búin að búa um 10 ár í Grímsnesinu í Hólakoti. Jóhann missti ungur foreldra sína. Faðir hans var ættaður frá Öxney í Breiðafirði en móðir hans úr Dölun- um og kann ég ekki að greina nánar frá því. Fyrir 10 ára aldur var hann búinn að missa bæði föður sinn og móður og má nærri geta hversu mik- ið áfall það hefur verið fyrir hann. Hann fór í fóstur til frændfólks síns þar vestra og var ungur látinn fara að vinna alla algenga sveita- vinnu. Hann eignaðist fljótt nokkrar kindur og hest því það litla kaup sem hann fékk eftir fermingu fékk hann í kindafóðri. Þegar Jóhann var kominn yfir tví- tugt langaði hann að fara í skóla og læra eitthvað og varð Bændaskólinn á Hvanneyri fyrir valinu. Þá varð hann að selja þær kindur sem hann hafði eignast til að geta borgað skólavistina. Á Hvanneyri stundaði hann nám í tvo vetur og þar kynnt- ist hann konuefni sínu Guðbjörgu Lárusdóttur. Eftir námið á Hvann- eyri langaði hann að fá sér jörð og fara að búa en efnin voru lítil og erfitt að koma sér upp bústofni. Með honum í skólanum var maður frá Klausturhólum í Grímsnesi og mun hann hafa bent honum á Hólakotið sem var lítil jörð úr landi Klaustur- hóla. Jóhann talaði oft um ýmsa bændur í Grímsnesinu sem hefðu stutt sig með ráðum og dáðum einkum nefndi hann Guðmund á Efri-Brú. Að hann hefði oft hlaupið undir bagga með honum ef honum lá á. Eina kú keypti hann af Stefáni á Minni-Borg og gat hann ekki borgað hana með peningum. En þetta sumar um sláttinn vantaði Stefáni kaupa- mann og réðst það svo að Jóhann ynni hjá honum að hálfu um heyska- partímann. Þá kom sér vel að eiga góðan reiðhest og ekki var mjög langt á milli bæjanna og var hann því fljótur í ferðum. Þannig gekk þetta dæmi upp hjá þeim. Eins og áður segir fluttust þau hjónin með fjölskylduna að Vatns- holti 1944. Þar 'búnaðist þeim vel. Fljótlega fékk Jóhann sér vindmyllu og hafði því rafljós í bænum og í þeim útihúsum sem áföst voru. Hann stundaði veiði í Apavatninu og var fyrstur manna til að fá sér mótor í bátinn sinn en þá var ekki farið að nota mótora í þessa litlu veiðibáta. Jóhann átti fallegt fé og oft heyrði ég menn tala um hve vel hann gat komið því fram á litlum heyjum. Eftir 4 ára búskap í Vatnsholti flutt- ist fjölskyldan að Mosfelli og bjuggu þau þar í tvö ár en fluttu svo þaðan á Selfoss 1950. Eftir að Jóhann kom á Selfoss stundaði hann ýmsa vinnu við smíðar og annað. Eftir að hann hætti al- mennri vinnu keypti hann sér bók- bandstæki og fór að binda inn bækur og fórst honum það vel úr hendi. Hann var vandvirkur við allt sem hann gerði og stundaði bókbandið í mörg ár þangað til að sjónin fór að daprast. Jóhann missti konu sína 4. apríl 1974, þann sama dag knúði sorgin dyra hjá mér. Guðbjörg og Jóhann eignuðust 5 börn sem öll eru gift og búsett hér á Selfossi og í Reykjavík og fjöldann allan af bamabömum áttu þau. Jóhann hafði alltaf gaman af ferðalögum og seinni árin ferðuð- umst við mikið með eldri borgurum hér á-Selfossi. Var þá farið í ferðir bæði utan lands og innan. Hann tók þá jafnan mikið af myndum. Hann hafði alltaf mikinn hug til æskustöðvanna fyrir vestan og oftar en einu sinni fór ég með honum vest- ur á Mýrar og vestur í Dali og var ég alveg unddrandi hve mikið hann þekkti og þuldi upp af ýmsum kenni- leitum sem hann þekkti þegar hann var ungur. Jóhann eignaðist snemma bíl og gat farið allra sinna ferða fram að áttræðisaldri en þá varð hann fyrir áfalli með sjónina. Seinni árin fór hann mikið í veiði- túra inn í Veiðivötn og víðar með kunningjum sínum og kom þá oft með dágóða veiði til baka. Nú allra síðustu árin hefur hann dvalið á hjúkrunardeild hér á Selfossi. Að endingu vil ég þakka Jóhanni og hans fólki fyrir þau full 12 ár sem við héldum heimili saman hér á Sel- fossi. Blessuð sé hans minning. Kristrún Kjartansdóttir. Fæddur 10. júní 1907 Dáinn 3. desember 1992 Hann Högni afi minn er látinn. Lést hann að morgni 3. desember í St. Jósefsspítala eftir þráláta hjartveiki um nokkurt skeið. Þó svo að afi hafi verið orðinn 85 ára síðan í sumar lét hann það ekki eftir sér að fara niður í kjallara og renna nokkrar blómasúlur, puntuhillur, frístandandi hringborð, lampafætur eða hvað sem var úr viði. Allt var þetta gert eftir auganu sem hann hafði svo gott, hann gat alltaf séð hversu margir millimetrar eða sentimetrar voru í hverri þykkt fyr- ir sig. Hann bara horfði og sagði, já þetta eru nú ekki meira en 17 millimetrar og þá var mælt, jú þetta voru akkúrat 17 millimetrar. Ég sagði þetta var hann þá vanur að segja. Eg fór ekki svo fáar ferðir með hann út í BYKO eða Húsasmiðju til að kaupa timbur eða bara til að skoða, svona til að vita hvað væri til, en alltaf komum við með ein- hverjar plötur eða klumpa eins og ég var vön að segja til baka því hann hafði séð í einhveiju erlendu blaði svo flotta mublu sem hann ætlaði að prófa að smíða, alltaf tókst honum að hafa allt í réttum hlutföllum sama hversu stór eða lítil hún var. Já, hann Högni afí minn var listasmiður mikill og hafði gaman af að gera fallega hluti úr góðum við. Mér var mjög hlýtt til hans afa míns og unni honum af öllu mínu hjarta. Ég mun sakna faðmlaga hans og kossa. Ég þakka elskulegum afa mínum samfylgdina í gegnum árin og veit ég að hann er ekki aðgerðalaus á hinum nýja stað. Elsku Dóra mín, ég bið góðan guð að styrkja þig í þessari miklu sorg og sendi mínar dýpstu samúð- arkveðjur til þín og skyldmenna. Ósk. jltoygwitMiiftifo Metsölublad á hverjum degi! Elín Sigdórs- dóttír - Kveðja Fædd 11. júní 1962 Dáin 27. nóvember 1992 Við í World Class fengum þær sorgarfregnir að hún Ella væri dá- in. Hrifsuð í burtu í sorglegu slysi. Þetta vekur mann til umhugsun- ar um hversu stutt er á milli lífs og dauða. Hún Ella var hérna bara rétt fyrir helgina í sínum skrautlegu æfingafötum full af krafti og lífs- gleði eins og henni einni var lagið. Hún var búin að æfa héma í nokk- ur ár og við fengum öll að njóta góða skapsins og fallega brosinu og prakkara augnatillitsins. Hún var alltaf uppfull af nýjum hugmyndum um lífíð og tilveruna og ætlaði sér svo sannarlega að lifa lífínu lifandi. Að ógleymdum ótæmandi áhuga hennar á félagsstarfi FH í Kapla- krika, við lentum oft í hrókasam- ræðum um hvort FH-ingar væru þeir einu sem vit var í. Hún var oftast með hugann við ferðalög og annað spennandi, og þegar hún fór að koma með hárkoll- urnar sínar fékk hún marga til að brosa yfir uppátektarseminni og þetta var bara eitt af mörgum ein- kennum hennar sem gerðu hana svo einstæða. Ella var glæsileg kona með stórt hjarta og breitt bros sem alltaf yar gaman að hóa í og spjalla við. Við viljum þakka fyrir að hafa Birting afniælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. kynnst Ellu og sendum þeim sem standa henni næst innilegar samúð- arkveðjur. Starfsfólk World Class. Okkur langar í örfáum orðum að minnast og kveðja vinkonu okk- ar sem fórst í svo hörmulegu slysi 27. nóvember. Það er erfítt að sjá á eftir ungri vinkonu í blóma lífs- ins, hún sem átti svo mikið eftir. Við vinkonumar fórum að vera mjög mikið saman þegar við stund- uðum nám í Flensborgarskóla. Ella var þá í undirbúningsnámi fyrir sjúkraliðaskólann. Þetta var sá tími þar sem unglingurinn er að verða fullorðinn. Það var oft glatt á hjalla og mikið um ærslagang og varla leið sá fimmtudagur að við færum ekki í Klúbbinn, enda nutum við þess að dansa. Ella dansaði alveg listavel og það var eins og að hvert hljómfall snerti hveija taug í líkama hennar. Kunningjahópurinn var orðinn geysistór þama í Klúbbnum og var það yfirleitt Ella sem laðaði fólk að sér með fjöri sínu. Við vitum því að margir munu minnast henn- ar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum saman og munum að ei- Iífu geyma minningu hennar í hjarta okkar. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldrig hveim er sér góðan getur. Hávamál Við biðjum góðan guð að styrkja fjölskyldu og ástvini í sorg þeirra. Ragnheiður og Sigurbjörg. + Hjartkaer dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, KATRÍN ÞÓRISDÓTTIR, sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 6. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. desember kl. 13.30. Þórir Hilmarsson, Kolbrún Þórisdóttir, Stefán Þórisson, Helga Þórisdóttir, Halla Þórisdóttir, Snorri Þórisson, Þórhildur Helgadóttir, Jón B. Guðlaugsson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Kristján Ó. Ólafsson, Björgvin Bjarnason, t og systkinabörnin. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför foreldra okkar, LÁRU BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR MAGNÚSAR HALLDÓRSSONAR frá Ketilsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks delldar 63, Heilsuverndarstöðinni og Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Halldór Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Þór Magnússon, Steinunn R. Magnúsdóttir, Katrín L. Magnúsdóttir, og aðstandendur. Nanna Henriksdóttir, Erling S. Tómasson, Daina Magnússon, Ragnar J. Ragnarsson, Sigurgeir Jónsson Allt sameiginlegt nema konumar! Ásmundarstaðabrœðumir, Gunnar, Jón og Garðar Jóhannssynir. „Samvinna bræðranna hefur verið náin og öll miðað að sem mestri hagkvœmni í rekstri. Fyrstu árin átti það einnig við um heim- ilishaldið, en þeir brœður bjuggu í sömu íbúðfram til 1975, höfðu sameiginlegan fjárhag og notuðu . eitm ogsama bílinn til ársins 1980. Gunnar sagði síðar í viðtali að „fram að þeim tíma hafi allt verið sameiginlegt nema auðvitað konurnar. ““ Bókin íslenskir auðmenn segir á vandaðan og umfram allt skemmti- legan hátt frá alls konar fólki með ólíkan bakgrunn og úr margvíslegum atvinnugreinum. Bókin er í senn lærdómsrík fyrir bjartsýnt fólk og skemmtileg aflestrar fyrir alla þá sem vilja fræðast um það hvernig í ósköpunum er hægt að verða ríkur á íslandi! íslenskir auðmenn - verulega auðug bók! í 3. sœti á metsölulista Pressunnar -góðbók um jólln! HVÍTA HÚSIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.