Morgunblaðið - 12.12.1992, Síða 75
75
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
GOLF
Bestu
leikmenn
heims
Marco Van Basten, Hollend-
ingurinn í liði AC Milan á
Ítalíu, var útnefndur knattspyrnu-
maður ársins af enska tímaritinu
Woríd Soccer, eins og fram kom
í blaðinu fyrir skömmu. Danska
landsliðið var útnefnt lið ársins og
Richard Möller-Nielsen, landsliðs-
þjálfari Dana, þjálfari ársins í
heiminum.
Listinn yfir tíu efstu í hveijum
flokki er sem hér segir.
Leikmenn:
1. Marco Van Basten, 2. Denn-
is Bergkamp, Ajax, 3. Peter
Schmeichel, Man. Utd., 4. Thomas
Hassler, Roma, 5. Brian Laudrup,
Piorentina, 6. Ronald Koeman,
Barcelona, 7. Ally McCoist, Ran-
gers, 8. Frank Rijkaard, AC Milan,
9. Rai, Sao Paulo, 10. Tomas Brol-
in, Parma.
Liðin:
1. Landslið Danmerkur, 2. AC
Milan, 3. Barcelona, 4. Sao Paulo,
5. Glasgow Rangers, 6. Brasilía,
7. Argentína, 8. Atletico Madrid,
9. Þýskaland, 10. Holland.
Þjálfarar:
1. Richard Möller-Nielsen, Dan-
mörku, 2. Johan Cruyff, Barcel-
ona, 3. Fabio Capello, AC Milan,
4. Tele Santana, Sao Paulo, 5.
Alfio Basile, Argentínu, 6. Howard
Wilkinson, Leeds, 7. Walter Smith,
Glasgow Rangers, 8. Bora Milut-
inovic, Bandaríkjunum, 9. Carlos
Parreira, Brasilíu, 10. Egil Olsen,
Noregi.
UM HELGINA
Handknattleikur
taugardagur
Bikarkeppni karla - 8-Iiða úrslit:
Vestm.: IBV-Valur...................16
Bikarkeppni kvenna - 8-liða úrslit:
Austurberg: Fylkir - Fram........12.30
Vestm.: ÍBV-Valur...................14
Kaplakriki: FH-Grótta............16.80
Víkin: Vlkingur - Stjaman........16.30
Sunnudagur
Bikarkeppni karla - 8-Iiða úrslit:
Selfoss: Selfoss - Fram.............20
Sehj’nes: Grótta - Vfkingur.........20
KA-húsið: KA-Haukar.................20
2. deild karla:
Austurberg: Fylkir-KR............. 20
Digranes: UBK-Uölnir................20
Varmá: UMFA-ÍH......................20
Keflavik: HKN-Ögri..................20
Körfuknattleikur
Laugardagur
1- deild kvenna:
Örindavlk: UMFG-UMFN................14
Hagaskóli: KR-ÍBK............... 14
1- deild karla:
Sandgerði: Reynir-UMFAk........... 14
Sunnudagur
Bikarkeppni karla - 8-liða úrslit:
Borgarnes: UMFS-KR..................18
Bigranes: UBK-ÍBK...................17
%kkish.: Snæfell - Valur............20
Sauðárkrókur: UMFT - UMFN...........20
Bikarkeppni kvenna:
Sauðárkrókun UMFT-ÍBK...............17
Kennaraháskóli: ÍS-KR...............20
Blak
Lúugardagur
V deild karla:
Asgarður. Stjaman-KA................16
Sunnudagur
1- deild karla:
Higranes: HK-ÞrótturR...............14
J* deild kvenna:
Bigranes: HK-Víkingur............16.15
“adminton
Svonefnt Ljúflingamót í badminton verður
haldið [ TBR-húsinu á morgun, sunnudag
°e hefst 10. Keppt verður f flokki stráka
°8 stelpna fæddum 1982 og sfðar. Keppt er
' einliðaleik. Skráning fer fram á staðnum,
Júdó
Llandsmót í sveitakeppni í júdó 21 árs og
yngri fer fram í KA-húsinu á Akureyri í
dag- Keppni hefst kl. 10 og mun standa
ynr fram eftir degi.
PELAGSLIF
i BingóhjáFram
Ffamarar verða með sitt árlega
jólabingó fyrir alla fjölskylduna I
félagsheimili Fram við Safamýri á
morgun, sunnudag, kl. 15. Margir
idœsilegir vinningar eru í boði. Spil-
aðar verða fímmtán umferðir.
IMýr átján holu gotfvöll-
ur í landi Korpútfsstaða
JÚLÍUS Hafstein, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundar-
áðs, sagði á aðalfundi GR í fyrrakvöld að framkvæmdir við nýjan
18 holu golfvöll Golfklúbbs Reykjavíkur í landi Korpúlfsstaða hæf-
ust strax á næsta ári og að völlurinn yrði tekinn í notkun innan
tveggja ára.
Guðmundur Bjömsson, fráfar-
andi formaður GR, sagði við
Morgunblaðið að það væri fyrir
löngu komin þörf fyrir annan golf-
völl því völlurinn í Grafarholti væri
mjög ásetinn. „Þetta er mjög
skemmtilegt land og myndarlegt af
borginni að láta það undir golfvöli,"
sagði Guðmundur.
Nýji völlurinn á að liggja utan um
9 holu æfingavöllinn sem fyrir er í
landi Korpúlfsstaða, en verður lagð-
ur niður við tilkomu nýja vallarins.
Nýji völlurinn á að liggja niður að
árósnum og framhjá gömlu gijótná-
munni. Að sögn Guðmundar er hug-
myndin sú að völlurinn liggi um-
hverfís menningarmiðstöðina, sem
verður í Korpúlfsstaðahúsinu, en þar
verður Errósafn Reykjavíkurborgar
til húsa sem kunnugt er.
Ætlunin er að landið verði einnig
nýtanlegt til annarra nota og þar
verði t.d. reiðstígar og göngustígar
— einskonar íjölnota íþrótta- og úti-
vistarsvæði.
Teikningar af fyrirhuguðum golf-
velli GR í landi Korpúlfsstaða hanga
nú uppi í klúbbhúsinu I Grafarholti.
Áður voru hugmyndir uppi um að
byggja völl á Keldnalandi eða á
gömlu sorphaugunum í Gufunesi, en
fallið hefur verið frá því.
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bjarkl Slgurösson mátar hér nýjar spelkur og fær aðstoð frá Sveini Finnbogasyni, einum eiganda Stoðar.
Bjarki prófar
nýjar spelkur
BJARKI Sigurðsson, landsliðsmaður úr
Víkingi, sleit krossbönd í hægra hné í
landsleik gegn Spáni 2. júlí, eða fyrir
sex mánuðum og hefur ekkert leikið
síðan. Hann er nú óðum að ná sér eftir
meiðslin og reiknar með að leika með
Víkingum í 1. deildinni 6. janúar.
Bjarki er nú með sérhannaðar þandarískar
spelkur frá fyrirtækinu Stoð á hægri
fæti. „Ég er hálfgert fómardýr fyrir þessar
spelkur sem ekki hafa verið reyndar hér á
landi áður. Ég ætla að prófa þær næstu vik-
umar og síðan gef ég þeim hjá Stoð skýrslu
um hvemig þetta kemur út,“ sagði Bjarki.
Hann sagðist bjartsýnn á gott gengi Vík-
ings þó svo að meiðsli hafí komið illa niður
á liðinu að undanfömu. Birgir Sigurðsson
sleit krossbönd í hægra hné, eins og Bjarki,
fyrir skömmu og Gunnar Gunnarsson, þjálf-
ari liðsins og leikstjómandi, á einnig við hné-
meiðsli að stríða og gat ekki leikið gegn Þór
í síðasta deildarleik - kom aðeins inná til að
taka víti.
„Ég var kallaður inní Víkingsliðið á dög-
unum sem fyrirliði fyrir Birgi, en hef þó ekk-
ert spilað með liðinu. Það er undir þjálfaran-
um komið hvort ég spila gegn Gróttu í bikar-
keppninni um helgina, en ég stefni á að byija
að leika strax eftir áramótin," sagði Bjarki.
Leikmenn FH
greiða sekt
- fýrir að mótmæla dómi
ÆT
Islandsmeistarar FH hafa tekið upp nýja
fjáröflun á meðal leikmanna liðsins. Ef
leikmaður FH er rekinn útaf I leik fyrir að
mótmæla dómgæslu verður hann að greiða
kr. 1.000 í sekt. Peningamir renna ( „menn-
ingarsjóð" leikmanna eins og Kristján Ara-
son, þjálfari, orðaði það. Eftir leikinn gegn
ÍBV í vikunni runnu 2.000 krónur f sjóðinn,
og komu þær frá þjálfaranum og Pétri Peters-
en.
Kristján sagði að þetta væri gert til að
reyna að koma í veg fyrir að leikmenn liðsins
væru að þrasa við dómara.
KORFUKNATTLEIKUR
John Taft til liðs við Val
Keppnisleyfi fyrir Damon Lopez hjá Snæfelli ekki komiðfrá Alþjóða körfuknattleikssambandinu
Valsmenn hafa fengið nýjan
Bandaríkjamann til liðs við
sig. Það er blökkumaðurinn John
Taft, 24 ára bakvörður frá Ala-
bama. „Þegar Franc Booker
meiddist fórum við á fulla ferð
að útvega okkur nýjan leikmann
fyrir bikarieikinn gegn Snæ'-
felli,“ sagði Guðmundur Sigur-
geirsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Vals.
Taft, sem er ipjög fjölhæfur
leikmaður og skytta góð, kemur
til landsins I dag og hefur fengið
leyfí til að leika með Valsmönn-
um, þannig að hann getur leikið
bikarleik þeirra gegn Snæfelli í
Stykkishólmi á morgun. „Maður
getur ekki verið öruggur fyrr en
leikmaðurinn er kominn til ís-
lands. Þetta hefur gengið hratt
og er algjört happdrætti hvort
að leikmaðurinn falli inn í lið
okkar,“ sagði Guðmundur.
Kepphisleyfí fyrir Bandaríkja-
mannin Damon Lopez hjá Snæ-
felli var ekki komið í gær frá
Alþjóða körfuknattleikssam-
bandinu, FIBA. KKÍ fékk síin-
bréf frá Bandaríkjunum í gær-
köldi, en það sem stóð á var að
fá mann til að fara inn á skrif-
stofu FIBA til að senda keppnis-
leyfíð síðan áfram til Körfu-
knattleikssambands íslands.
Snæfellingar höfðu góðar vonir
um að það tækist þannig að
Lopez geti leikið með þeim gegn
Vad á morgun.
Þess má geta að Lopez braut
körfuhring á fyrstu æfingu sinni
hjá Snæfelli, þegar hann tróð
knettinum I körfuna.
KNATTSPYRNA