Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
DÝRTÍÐIN Á ÍSLANDI
eftir Jóhannes
Gunnarsson og
Garðar Guðjónsson
Margumræddar innkaupaferðir
íslendinga til nágrannalandanna
verða gjama kveikja að umræðum
um hátt verðlag á Islandi, enda of-
býður mörgum sá ótrúlegi verðmun-
ur sem oft má finna á ákveðnum
vörum hérlendis og erlendis. Nú orð-
ið þekkja flestir íslendingar þá
reynslu að standa í erlendri verslun,
stóreygir og opinmynntir af undrun
yfir því hversu lítið ýmis neysluvam-
ingur kostar. Innkaupaferðimir eiga
sér vitaskuld fjölmargar óheppilegar
hliðar, en því verður vart neitað að
þær hafa veitt íslenskum kaupmönn-
um mikið og þarft aðhald. Kaup-
mönnum hefur verið gert ljóst að
þeir sitja ekki einir að íslenskum
neytendum og að vilji þeir halda
hlut sínum verði þeir að taka tillit
til óska og þarfa almennings. Óskir
og þarfir almennings felast ósköp
einfaldlega í því að geta keypt vand-
aðan neysluvarning á svipuðu verði
og því sem býðst neytendum í ná-
grannalöndunum. Þessi krafa kom
skýrt fram í einni af fjölmörgum
ályktunum þings Neytendasamtak-
anna, sem haldið var nýverið.
Hvaða verðlag?
Samanburður á verðlagi hér og í
öðmm löndum er vandasamur. Því
miður birta fjölmiðlar stundum sam-
anburð sem ekki stenst kröfur úm
sanngimi og þjónar því ekki hags-
munum neytenda. Kaupmenn eru
mjög á varðbergi gagnvart verðsam-
anburði við útlönd og hafa í mörgum
tilvikum átt fremur auðvelt með að
sýna fram á ósanngimi samanburð-
ar. Um þetta höfum við nýleg dæmi.
Raunar er óhjákvæmilegt að spyija
hvað átt sé við þegar rætt er um
verðlag á íslandi. Er það ef til vill
ein stærð? Er átt við matvöruverð í
verslun á Patreksfirði eða í stór-
markaði í Reykjavík, sem mikill
meirihluti landsmanna á greiðan
aðgang að? Er verið að bera saman
verð á fatnaði í dýmstu tískuverslun-
um Reykjavíkur annars vegar og
risamarkaði í útlöndum hins vegar?
í umræðu sem spannst í kjölfar verð-
samanburðar í Morgunblaðinu á
dögunum kom berlega í ljós að verð
á fatnaði er ekki ein stærð á ís-
landi. Ákveðnir aðilar í verslun hér
á landi náðu að sýna fram á að þeir
komast býsna nálægt því verði sem
býðst íslendingum á vinsælum
áfangastöðum þeirra í innkaupaferð-
um. I mörgum tilvikum öðrum er
verð á fatnaði hins vegar ótrúlega
miklu hærra hér en þar. Hér innan-
lands er óneitanlega mikill verðmun-
ur á sumum vörum. Sú staðreynd
gerir þá kröfu til neytenda að þeir
geri verðsamanburð og versli þar
sem það er hagstæðast hveiju sinni.
Neytendur geta sent eftirfarandi
skilaboð til þeirra sem halda verði á
vöru og þjónustu ósæmilega háu:
Við kærum okkur einfaldlega ekki
um að eiga viðskipti við ykkur!
Hvað skiptir mestu?
Þegar rætt er um verðlag er einn-
ig brýnt að gera sér ljóst hvað skipt-
ir fjölskyldurnar rhestu máli. Engum
vafa er undirorpið að matvörur bera
þar höfuð og herðar yfir annan varn-
ing. Ljóst er að matvörur nema vart
minna en fimmtungi útgjalda venju-
legrar fjölskyldu, en hjá tekjulágum
og bammörgum fjölskyldum er þetta
hlutfall mun hærra. Þegar gmnnur
að framfærsluvísitölu er skoðaður
kemur enn fremúr í-ljós að húsnæði
og orka, einkabíll og annar ferða-
kostnaður, tómstundir og menntun,
drykkjarvörur og tóbak eru þeir liðir
sem hafa mest vægi í útgjöldum
heimilanna, auk matvælanna. Þegar
allt kemur til alls nemur kostnaður
við fatnað, heimilistæki, rafvörur,
leikföng og þess háttar innan við
10 af hundraði útgjaldanna, sem þó
er vissulega umtalsvert. Væntanlega
komast flestir að svipaðri niðurstöðu
þegar þeir skoða heimilisbókhaldið
sitt, þótt frávik geti auðvitað verið
veruleg í sumum tilvikum.
Ýmsar orsakir
Seint verður það hlutverk Neyt-
endasamtakanna að bera í bætifláka
fyrir þá kaupmenn og þjónustuaðila
sem halda verðlagi hér ósæmilega
háu á kostnað neytenda. Þó verður
ekki hjá því komist að flalia lítillega
um orsakir hins háa verðlags hér á
landi og reyna að grafast fyrir um
hvemig færa mætti ástandið til betri
vegar. Við skulum ekki halda því
fram að orsakir hins háa verðlags
verði rakið til mannvonsku kaup-
manna. Neytendasamtökin efndu
Jóhannes Gunnarsson
„Stöðugleíki er ein
meginforsenda þess að
neytendur geti haldið
vöku sinni í verðlags-
málum.“
fyrir nokkm til fundar um verðlag
á íslandi. Þar var meðal annars spurt
hvað geti orðið til þess að verðlag
hérlendis verði sambærilegt við það
sem tíðkast í öðrum löndum. Á fund-
inum vom nefndar ýmsar ástæður
fyrir háu verðlagi hér á landi og
jafnframt bent á leiðir til úrbóta.
Eftirfarandi ástæður vom einkum
til umræðu, án þess að þær séu sett-
ar íforgangsröð hér:
1. Skortur á samkeppni (meðal
annars einkaumboð til innflutn-
ings.)
2. Há álagning (á vafalaust að hluta
við um fatnað og fleira).
3. Óhagstæð innkaup vegna smæð-
ar markaðarins.
4. Mikill flutningskostnaður.
5. Aðgerðir stjómvalda (t.d. land-
búnaðarstefna, áfengisstefna og
skattlagning).
6. Háir óbeinir skattar (samanber
virðisaukaskattur, tollar, vöru-
gjald).
Garðar Guðjónsson
7. Mikill kostnaður við verslun
vegna ofíjárfestinga og langs
opnunartíma (innkaup aukast
ekki í hlutfalli við lengingu opn-
unartíma).
Við þennan lista mætti svo bæta
miklum lánsviðskiptum, ekki síst
mikilli notkun lánskorta, sem hefur
talsverðan kostnað í för með sér.
Þann kostnað bera neytendur. Hvað
varðar 6. lið má ekki gleymast að
tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum
skila sér til neytenda í ýmissi sam-
eiginlegri þjónustu sem fæst okkar
vildu vera án.
Reykjavík/London
Ýmis samanburður hefur verið
gerður á verði matvöru hérlendis og
erlendis. Slíkur samanburður var
meðal annars birtur í desemberhefti
Neytendablaðsins. Þar var borið sam-
an verð á 26 tegundum algengrar
matvöru í Reykjavík, Ósló, London,
Hamborg og Stokkhólmi. Niðurstað-
an er sú að Reykjavík, Ósló og Stokk-
hólmur skera sig úr með hátt verð á
matvælum, en London kemur lang
best út úr samanburðinum. Munurinn
á verði í Reykjavík og í London nam
nær 80 af hundraði. Karfan kostaði
4.355 krónur íReykjavík, en 2.428
krónur í London.
Ef litið er á listann hér að ofan
má finna ýmsar skýringar á þessum
s
-c
•0
msvningannan jóladag UPPSELT!
2. sýning: 27.deseml
3. sýning:
5. sýning: 2.janúar - UPPSEIT!
6. sýning: 6. janúar - fáein sœti laus!
7. sýning: 7.janúar - fáeinsœtilaus!
8. sýning: 8.janúar -fáeinsœtilaus!
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 -18:00.
Miðar eru teknir frá í síma 11200 alla virka dagafrá kl. 10:00.
GJAIAKORT ÞJÓÐLF.IKHÚSSINS
eru nú til sölu í miðasölu okkar og Vjí-
** í bókaverslunum Eymundssonar. '•
mikla mun, þótt þær dugi hvergi til.
1. Verðið í Reykjavík var tekið í
stórmarkaði þar sem vöruverð er
hagstæðara en almennt býðst. Þessi
stórmarkaður á í harðvítugri sam-
keppni við aðrar verslanir, dýrari og
ódýrari, og er ljóst að samkeppni í
verslun á íslandi er einna mest á
matvörumarkaðnum.
2. Álagning í þeim verslunum sem
bomar eru saman er okkur ókunn.
3. íslenskur markaður er vissu-
lega smár, en sá íslenski aðili sem
hér um ræðir gerir væntanlega einna
hagstæðust innkaup hérlendis í
krafti stærðar sinnar.
4. Flutningskostnaður gerir sam-
anburðinn vafalaust óhagstæðari
fyrir íslensku verslunina.
5. Aðgerðir stjómvalda koma mik-
ið við sögu. Ef litið er á verðsaman-
burðinn kemur í ljós að innlend fram-
leiðsla hefur dijúgt vægi, ekki síst
innlendar landbúnaðarvörur. Þar
gerist munurinn á íslensku verslun-
inni og þeirri ensku einna mestur.
Óhagkvæm landbúnaðarframleiðsla
hérlendis skekkir því mjög saman-
burðinn, íslensku versluninni, og þar
með íslenskum neytendum, í óhag.
6. Taka verður tillit til þess að
virðisaukaskattur er ekki lagður á
matvæli í London, en verslunin í
Reykjavík þarf að innheimta 24,5
prósent virðisaukaskatt. Sé tekið til-
lit til þessa minnkar verðmunurinn
úr 80 í um það bil 50 af hundraði
(málið er ekki svo einfalt að hægt
sé að draga virðisaukaskattinn allan
frá, þar eð hluti virðisaukaskatts á
landbúnaðarvömr er endurgreiddur).
Samkeppni og aðhald
Flestum má vera ljóst að ná verð-
ur niður verðlagi á Islandi, án þess
að það komi niður á gæðum varn-
ingsins. Kaupmenn sem halda verði
of háu tapa viðskiptavinum. Sam-
dráttur í verslun og innkaupaferðir
til útlanda em tekjumissir fyrir sam-
eiginlega sjóði. Neytendum verður
minna úr tekjum sínum.
Neytendasamtökin hafa haldið því
fram að virk samkeppni með öflugu
aðhaldi neytenda og samtaka þeirra
sé besta leiðin til þess að tryggja
sem lægst verðlag.
Samkeppni hefur aukist á mörg-
um sviðum verslunar hér á landi á
undanförnum árum og áratugum.
Þó vantar mikið uppá að samkeppni
sé nægilega virk og er mikilvægt
að hún verði örvuð eins og kostur
er. Stöðugleiki er ein meginforsenda
þess að neytendur geti haldið vöku
sinni í verðlagsmálum. Þessum stöð-
ugleika hefur verið ógnað með geng-
isfellingu íslensku krónunnar, sem
þó kann að hafa verið óhjákvæmi-
leg. Enginn dómur verður lagður á
það hér. Hins vegar má ekki gleyma
því að jafnhliða gengisfellingu var
kostnaður fyrirtækja, ekki síst versl-
unarinnar, lækkaður. Kostnaðar-
lækkunin ætti að vega á móti gengis-
lækkuninni. Það hefur valdið Neyt-
endasamtökunum miklum vonbrigð-
um hversu sumir kaupmenn, inn-
Jólagjöfin þín
HÁGÆÐA DÖMUFATNAÐUR FRÁ
NÁTTFATNAÐUR ÚR SILKI OG _______
SLOPPAR ÚR FLAUELI OG BÓMULL.
SUNO- OG STRANOFATNAÐUR.
Gjafakort. Sendum í póstkröfu.
Greiösluskilmálar viö allra hæfi.
Pósthússtræti 13 - sími 23050