Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 27 í bókinni eru yfir 300 skátasöngvar sem allir kannast við, gömlu góðu skátasöngvarnir og einnig þessir nýjustu. í desember er boðið sérstakt jólatilboð því þá fylgir hverri söngbók ókeypis afmælishnútur eða lyklakippa, gullfallegir gripir sem framleiddir voru í tilefni af 80 ára afmæli skátastarfs á íslandi. Verð hverrar skátasöngbókar á jólatilboði er aðeins kr. 1.100,- Gríptu því tækifærið nú því eftir áramótin kostar bókin ein og sér kr. 1.300,- tikmm&i sKiTMóPiN - tmtmt* && pmxamsím ctu ttm Aðventutón- leikar í Grens- áskirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða sunnudaginn 20. desember í Grensáskirkju kl. 14. Orgelleikari kirkjunnar, Ámi Ar- inbjamarson, leikur orgelverk eftir d’Aquin og Bach. Margrét Óðins- dóttir syngur aríu úr jólaóratoríu eftir Bach. Heiðrún Hákonardóttir og kirkjukórin flytja Laudate Jom- inum eftir Mozart og þijá þætti úr Missa Brevis eftir Haydn með að- stoð strengjakvartetts. Allir em velkomnir. (Fréttatilkynning) Kærkomnar jólagjafir Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist Opið til kl.22 fram að jólum Verö og greiðsluskilmálar við allra hæfi ÁUSTURSTRÆTI 3 StMI 1 0400 Her kærleikans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jónasi Gíslasyni vígslubiskupi: „Undarlegar þverstæður er oft að finna í tilveru okkar manna hér á jörð. Við íslendingar erum ofar- lega í hópi þeirra þjóða heims, sem búa almennt við hvað bezt, og marg- ir teldu sig áreiðanlega hafa höndlað hamingjuna, ef þeim stæðu til boða þau kjör, er við búum almennt við. Og þó er það staðreynd, að gæð- unum er misjafnt skipt milli fólks. Margir búa við beinan skort mitt í velgengninni. Og nú hefur atvinnu- leysið bætzt ofan á aðra erfiðleika og margir horfa kvíðnir til framtíð- ar. Það hlýtur að vera ein megin- skylda stjórnvalda að bæta eftir megni úr böli atvinnuleysisins. Guð gefi íslenzkum ráðamönnum náð til að geta uppfyllt þessa frumskyldu sína. Er vel, að nú lætur kirkjan meir til sín taka í þessum efnum og hefur boðið fram hönd sína til að reyna að draga úr erfiðleikum þeirra, sem atvinnuleysið þjakar. Aldrei fínnum við sárar fyrir kvíða og skorti en í nánd helgra jóla. Á þessari miklu fagnaðarhátíð, er við enn á ný gleðjumst fæðingu frelsarans inn í heim okkar og allir ættu að vera glaðir,-er enn erfíðara en ella að horfast í augu við skort og erfiðleika. Því er vel, að ýmis samtök þeirra, er láta sig varða neyð náungans, reyna einmitt fyrir jólin að hjálpa þeim, er búa við skarðastan hlut. Ég minni aðeins á nokkur þessara samtaka, svo sem Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinn, Mæðra- styrksnefnd, Vernd og Hjálpræðis- herinn. Við íslendingar eigum engan annan eigin her en Hjálpræðisher- inn. Gott er að vita að einu íslenzku „hermennirnir" bera ekki gereyð- ingarvopn til að granda öðrum. Þess í stað eru þeir vopnaðir kærleika og umhyggju í baráttunni gegn skorti og kvíða. Sagt er, að í styij- öldum standi fjöldamargir að baki hveijum hermanni í fremstu víglínu. Sama gildir í baráttunni gegn skort- inum. Með þessum orðum langar mig til þess að hvetja alla þá, er hafa efni á því, að styrkja „hermennina" okkar í baráttunni gegn skortinum fyrir þessi jól. Þannig getum við stutt líknarstarf þeirra og stuðlað að því, að þeir geti glatt fleiri fyrir jólahátíðina. Þá sýnum við í verki þakklæti okkar til Hjálpræðishers- ins fyrir hið mikilvæga starf, er hann vinnur meðal okkar, þótt oft- ast beri lítið á því dags daglega. Um leið getum við líka tjáð þakk- læti okkar til Guðs fyrir þá miklu jólagjöf, sem hann gefur okkur í honum, er á jólum fæddist til að eyða kvíða og myrkri úr hjörtum okkar. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól.“ » hummel ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655 kortatímabil LUHTA Vetur '92-'93 Skíðafatnaður fyrir dömur og herra í miklu úrvali er kominn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.