Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 30
MO.KGUNBkAÐIÐ. lAUGAHt)AGUK 19.. UBSKMBEH }9a2-
30
Morgunblaðið/Kristinn
Mark Aronson, forvörður Yale-safnsins, og Bera Nordal, for-
stöðumaður Listasafns íslands, með mynd Finns Jónssonar. Hún
er 65 sentimetrar á hæð og 52 á breidd, máluð með olíu- og
gullmálningu.
Listasafn Islands fær mynd
eftir Finn Jónsson að láni
„Kona við spilaborð“
komin til landsins
MYND Finns Jónssonar, „Kona við spilaborð“, kom til landsins
í fyrradag og var tekin úr umbúðunum í Listasafni Íslands í
gær. Myndin er fengin að láni til langs tíma hjá listasafni
Yaie-háskóla í Bandaríkjunum. Mynd Finns er máluð árið
1925 og var hún lengi vel talin týnd ásamt fleiri myndum lista-
mannsins, sem sýndar voru lyá Der Sturm í Berlín 1925. í
fréttatilkynningu frá Listasafninu segir að myndin sé í senn
lykilverk á framúrstefnutímabili listamannsins og tímamóta-
verk í íslenzkn
Átta myndir, sem Finnur sýndi
hjá Der Sturm 1925, voru taldar
hafa glatazt. Löngu síðar kom í
ljós að frægur bandarískur lista-
verkasafnari, Katherine S. Drei-
er, hafði keypt „Konu við spila-
borð“ og „Marglitan heim“ af
Herwarth Walden, forstjóra Der
Sturm, árið 1926. Frú Dreier
naut aðstoðar þekktra lista-
manna á borð við Marcel Duc-
hamp og Man Ray í listaverka-
söfnun sinni og er safn hennar
venjulega talið fyrsta nútíma-
listasafnið í myndlistarsögunni.
Dreier gaf Yale-safninu safn sitt
árið 1941, þar á meðal verk
Finns.
„Marglitur heimur“ hvarf úr
fórum Yale-safnsins á 7. ára-
tugnum en „Kona við spilaborð"
hefur verið þar reglulega til sýn-
is. í tilefni af 100 ára afmæli
Finns Jónssonar fór Listasafn
íslands þess á leit að fá myndina
til langtímaláns (permanent
loan) og var orðið við þeirri
beiðni.
Forráðamenn Listasafnsins,
ásamt forverði Yale-safnsins,
Mark Aronsson, tóku myndina
upp í gær. Þetta er í fyrsta sinn
sem hún kemur til íslands, 62
árum eftir að hún var máluð.
Fjölvi gefur út
Laxaveisluna miklu
KOMIN ER út hjá Fjölva bókin
Laxaveislan mikla eftir Halldór
Halldórsson blaðamann. Undir-
titill hennar er Og þjóðin borgar
brúsann. En ber enginn ábyrgð?
í bókinni heldur höfundur því
fram að óðagot, skortur á rann-
sóknum og þekkingarleysi fisk-
eldismanna ásamt misnotkun
valds og aðstöðu af hálfu stjórn-
mála- og embættismanna eigi
verulega sök á því að þjóðin hafi
glatað 10-11 milljörðum króna á
fískeldisævintýrinu. I bókinni
kemur fram að gera megi ráð
fyrir að 40-50 fiskeldisfyrirtæki
hafí orðið gjaldþrota og tveir til
þrír tugir fyrirtækja hætt
rekstri. Tjónið vegna þessa þurfi
þjóðin nú að borga.
Bókarhöfundur segir í inngangs-
orðum: „Saman fór göslaraháttur
og ótrúlegt þekkingarleysi á físk-
eldinu. Milljörðum króna var mokað
út í framkvæmdir og fyrirtæki, sem
voru vonlaus frá byijun. Ekkert var
hirt um alvarlegar aðvaranir fram-
sýnna manna, og ekkert skeytt um
um það, að byggja ákvarðanimar á
reynslu og vísindalegri þekkingu.
Milljarðaframkvæmdir eins og Is-
landslax var della frá gmnni. Að
lokum var reynt að fela hneykslin,
þegja yfir svörtum skýrslum og
hefta upplýsingar.
Halldór Halldórsson.
Þar við bætist svo pólitísk spilling
út frá stjórnmálamönnum, sem sátu
í stjómum sjóða, hygluðu sínum
mönnum og héldu jafnvel áfram að
moka hundraða milljónum í vini og
fylgismenn, þó fyrirtækin væru
þegar orðin gjaldþrota."
Laxaveisian mikla er um 350
bls. með fjölda mynda, skrá yfír
fyrirtæki í fiskeldi og nafnaskrá.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1993
Öraunsæ áætlun en sýnir
versnandi stöðu borgarsjóðs
- að sögn borgarfulltrúa minnihlutans
FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur
lögðu á það áherslu við fyrrí umræðu um fjárhagsáætlun borgarinn-
ar 1993, sem fram fór á fimmtudag, að hún sýndi að staða borgar-
sjóðs færi verulega versnandi. Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vett-
vangi, sagði að áætlunin væri óraunhæf, enda væri þar til dæmis
ekki gert ráð fyrir auknum útgjöldum borgarinnar vegna slæms
atvinnuástands. Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, sagði að
áætlunin væri þó raunsærri en áætlanir síðustu þriggja ára. Áætlun-
in fyrir árið sem nú væri að líða væri orðin brunarúst ein.
Á borgarstjómarfundinum á
fimmtudag gerði Markús Örn Ant-
onsson borgarstjóri grein fyrir
frumvarpi að fjárhagsáætlun
borgarinnar 1993. Að ræðu hans
lokinni fjölluðu borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna nokkuð um
áætlunina en gerðu jafnframt
grein fyrir því að frekari umræður
um málið biðu seinni umræðu, sem
fram fer eftir áramót.
Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum
vettvangi, sagði að fátt í frum-
varpinu gæfí tilefni til bjartsýni;
tekjur færu minnkandi, skulda-
staðan versnaði og minna fé væri
til ráðstöfunar. Fjármagn til
eignabreytinga lækkaði verulega
og þýddi það stórkostlegan sam-
drátt í framkvæmdum borgarinn-
ar. Fjármálastjórn sjálfstæðis-
manna hefði verið með þeim hætti,
að þeir hefðu eytt í góðæri síðustu
kjörtímabila en nú þegar þrengdi
að, væri sáralítið til ráðstöfunar
og ráðaleysið átakanlegt. í frum-
varpinu gæfi ekki að líta neinar
raunhæfar áætlanir um óumflýj-
anleg útgjöld borgarinnar vegna
atvinnuleysis.
Sigrún Magnúsdóttir, Fram-
sóknarflokki, sagði að frumvarpið
sýndi ískyggilega þróun varðandi
peningastöðu borgarinnar. Raunar
mætti segja, að kollsteypa hefði
átt sér stað á fjárhagsstöðu
borgarsjóðs á þessu kjörtímabili
en frumvarpið nú væri þó eflaust
Júgóslavía
NATO eini aðilinn sem
getur stillt til friðar
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að loknum
fundi utanríkisráðherra aðildarrílqa Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Brussel í gær að fundurinn hefði verið mun merkilegri
en ráð var fyrir gert. Á fundinum hefði náðst samstaða um að
NATO væri reiðubúið til að grípa til aðgerða til að framfylgja
yfirflugsbanni í Júgóslavíu ef Sameinuðu þjóðimar færu fram á
það.
Jón Baldvin sagði að yfírlýsing
ráðherrafundarins hlyti að fela í
sér hemaðaraðgerðir á vegum
NATO í Júgóslavíu ef eftir þeim
væri óskað. Hann sagði að íslend-
ingar hefðu stutt málstað Banda-
ríkjanna á fundinum sem vildu að
ráðherrarnir tækju af allan vafa
um vilja NATO til aðgerða væri
fram á þær farið. Jón Baldvin
kvaðst telja að trúverðugleiki
NATO væri í húfi. Þær vonir sem
vaktar hefðu verið meðal nýfrjálsu
ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu
um lýðræði, fijálst markaðskerfi,
mannréttindi og betra líf virtust
orðin tóm ef ekkert væri aðhafst.
Fólk stæði frammi fyrir linnulaus-
um blóðsúthellingum, ófriðar-
svæðin á landsvæði fyrrum Sovét-
ríkjanna væru a.m.k. 25 og til-
raunir Evrópubandalagsins til að
stilla til friðar væru í skötulíki,
þær hefðu engum árangri skilað.
Jón Baldvin kvað nauðsynlegt að
koma í veg fyrir að styijöldin í
Júgóslavíu breiddist út ekki bara
um Balkanskagann heldur víðar
um Evrópu, til þess væru íslend-
ingar reiðubúnir að leggja sitt af
mörkum. NATO væri eini aðilinn
sem gæti í alvöru stillt til friðar,
Sameinuðu þjóðimar væru þess
ekki umkomnar, enn síður Ráð-
stefnan um samstarf og öryggi í
Evrópu (RÖSE) svo ekki væri
minnst á Vestur-Evrópusamband-
ið og Evrópubandalagið. Nýfijálsu
ríkin í Mið- og Austur-Evrópu við-
urkenndu þessa staðreynd og
hefðu lýst fyrir stuðningi við þetta
hlutverk NATO. Ráðherrafundur-
inn hefði staðfest að NATO yrði
í framtíðinni tækið sem beita
mætti á meðan SÞ og RÖSE öxl-
uðu þá pólitísku ábyrgð að taka
ákvarðanirnar. Jón Baldvin lagði
áherslu á að þegar glímt við
byssubófa eins og í Júgóslavíu
yrði að framfylgja teknum ákvörð-
unum, byssubófamir yrðu að taka
afleiðingum gjörða sinna.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Heimsklúbbi Ingólfs:
„ Visa ísland hefur falið Heims-
klúbbi Ingólfs að annast undirbún-
ing og framkvæmd að glæsilegri
óperuferð til New York fyrir guil-
korthafa sína. Ferðin stendur í 3-5
daga og hefst 16. mars en hægt
er að bæta við hana einni til tveim-
ur sólskinsvikum í Karíbahafi á
hagstæðu verði.
„Heimsklúbburinn keypti 50
miða að sýningu Grand Metropolit-
an óperunnar hinn 17. mars nk. en
það verður í fyrsta sinn í sögunni
sem heimssöngvaramir Kristján
Jóhannsson og Placido Domingo
þreyta kappi á fjölum þessa fræg-
asta óperuhúss heimsins sama
kvöldið, Kristján í Cavelleria Rustic-
ana eftir Mascagni, en Placido í I
Pagliacci eftir Leoncavallo, sem oft-
ast eru sýndar saman og eru í tölu
vinslustu óperuverka með aríum og
kórum sem allir þekkja og hrífast
af.
raunsærra en áætlanir síðustu
þriggja ára. Nefndi Sigrún sem
dæmi áætlun ársins 1992 og sagði
að hún væri nú branarúst ein.
Taka hefði þurft lán upp á kr.
1.260 milljónir til að halda uppi
framkvæmdum og árið 1993 þyrfti
að taka sömu fjárhæð að láni.
Siguijón Pétursson, Alþýðu-
bandalagi, sagði að marga drætti
vantaði inn í myndina og því væri
ekki margt að segja um ijárhags-
áætlunina á þessu stigi máls. Hins
vegar mætti nefna, að í áætlun-
inni væri gert ráð fyrir óbreyttu
atvinnustigi og væri það í miklu
ósamræmi við aðrar áætlanir og
spár um atvinnuleysi á næsta ári.
Siguijón sagðist taka undir orð
borgarstjóra fyrr á fundinum um
að bregðast þyrfti kröftuglega við
atvinnuleysinu og sagði að borgar-
stjóri ætti sinn stuðning vísan í
þeirri baráttu. Hins vegar yrði að
hafa í huga, að ekki væri enda-
laust hægt að taka lán til að halda
uppi framkvæmdum.
Guðrún Ögmundsdóttir,
Kvennalista, sagði að fjárhagsá-
ætlunin bæri vott um þá erfið-
leika, sem við væri að glíma í efna-
hags- og atvinnulífinu. Mikilvægt
væri að Reykjavíkurborg færi fyr-
ir í þróun í atvinnumálum og mót-
aði þar langtímastefnu, sem gæti
gefíð fólki einhveija von.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri sagðist vísa algerlega á bug
fullyrðingum Ólínu Þorvarðardótt-
ur um minni framkvæmdir á veg-
um borgarinnar. Það væri mark-
mið borgarstjórnarmeirihlutans að
halda sama framkvæmdamagni
og á árinu sem er að líða og benti
hann á að aðstæður í þjóðfélaginu
gætu leitt til hagstæðari samninga
við verktaka en á undanförnum
árum. Hann gagnrýndi einnig
málflutning Sigrúnar Magnúsdótt-
ur harðlega og sagði að það væri
staðreynd, að tekjur borgarinnar
færu minnkandi og ef Sigrún hefði
einhver ráð við því væri hann
reiðubúinn að hlýða á þau. Sagði
borgarstjóri við lok umræðunnar,
að áætlunin sýndi vilja borgaryfír-
valda til að takast af raunsæi og
festu á við þann mikla vanda, sem
við væri að glíma í atvinnumálum.
Vandað er til ferðarinnar í alla
staði og gist á nafntogaðasta hót-
eli New York, Waldorf Astoria, sem
er nýuppgert og í tölu frægustu
hótela heimsins, í rauninni heimur
út af fyrir sig á miðri Manhattan
við Park Avenue og nær gatna á
milil með fjölda veitingastaða og
verslana. Fararstjóri verður tónlist-
armaðurinn Ingólfur Guðbrandsson
sem jafnframt er forstjóri Heims-
klúbbsins.
Hér er um einstakan listviðburð
að ræða, heimsviðburð á óperasvið-
inu og tækifæri til að bera Kristján
saman við einn frægasta tenór-
söngvara heimsins í dag. Að-
göngumiðar að sýningunni eru nú
ófáanlegir en Heimsklúbbur Ingólfs
keypti 50 miða fyrir rúmum tveim-
ur mánuðum og áður en nokkur
óperuferð hafði verið auglýst frá
íslandi. Visa styrkir ferðina fyrir
gullkorthafa sína og er um þessar
mundir að kynna þeim hana bréf-
lega. Búist er við að miðarnir selj-
ist upp samdægurs."
Heimsklúbbur Ingólfs og Visa ísland
Kristján Jóhannsson
og Placido Dom-
ingo á óperukvöldi