Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 31 Landssamband slökkviliðsmanna * Atak í brunavarna- málum um hátíðarnar LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna efnir til brunavarnaátaks fyrir jólin og áramótin nú eins og nokkur undanfarin ár. Mark- mið átaksins er að hvetja fólk til varkárni í umgengni við eld og annan búnað, sem mögulega gæti valdið eldsvoða. Auk þess er með átakinu verið að minna fólk á að hafa eldvarnabúnað á heimilum, svo sem slökkvitæki, reykskynjara, eldvarnateppi og fleira, í lagi. Að sögn Guðmundar Vignis Oskarssonar, formanns Landssambands slökkviliðs- manna, verða u.þ.b. 1.200 manns fyrir slysum vegna bruna á ári og gera má ráð fyrir að um tveir einstaklingar látist af völdum eldsvoða á ári. Nú í ár fékk Landssambandið til liðs við sig nemendur í 1. til 4. bekk nokkurra grunnskóla um allt land til að taka þátt í teiknimynda- samkeppni. Tvær verðlaunateikni- myndir hafa verið valdar og birtast þær á heilsíðu í fjölmiðlum, önnur á aðfangadag og hin á gamlársdag. Auk þess voru verðlaun veitt fyrir bestu myndina í hveijum skóla. Guðmundur segir að með því að virkja börn í átakinu hafi mikil umræða um eldvarnamál skapast á heimilunum. „Það skiptir einnig mjög miklu máli að verið sé að fjalla um hlutina á jákvæðan hátt. Það er mikilvægt að fólk viti að við slökkviliðsmenn séum að vinna að forvarnastarfi og að það ríki já- kvætt viðhorf þegar við erum að vinna okkar störf,“ segir Guðmund- ur og bætir við að það sé engin spurning að slíkt forvarnastarf hafi orcíið til þess að fólk hefur orðið varkárara. Hann segir að helstu atriðin, sem fólk eigi að hafa í huga í sambandi við eldvarnir, séu t.d. að hafa ekki Samtök dagmæðra Óráðið um samstarf í stjórninni HALLA Hjálmarsdóttir, nýkjör- inn formaður Samtaka dag- mæðra, segir að meðal helstu verkefna samtakanna nú, sé að efla hlutverk þeirra sem hags- munasamtaka, en lítið hafi farið fyrir því hlutverki fram að þessu. Súsanna Haraldsdóttir varafor- maður, sem gaf kost á sér á móti Höllu, mun sitja áfram sem varaformaður. Báðar lýstu þær því yfir í samtali við Morgunblað- ið að enn væri óráðið um sam- starfsgrundvöll innan sljórnar- innar. Halla sagði að sér væri mest í mun að byggja samtökin upp inn- anfrá, efla hlutverk þeirra sem hagsmunasamtaka og bæta sam- starfið við Dagvist barna. Fyrsti stjórnarfundur hefði verið ráðgerð- ur á mánudag, en óvíst væri hvort af honum gæti orðið. Aðspurð kvað hún það eiga eftir að koma í ljós hvernig til tækist með samstarf innan stjórnarinnar. Súsanna Haraldsdóttir sagði að formaður og varaformaður hefðu ráðgert að hittast í næstu viku, en stjórnarfundur yrði sennilega ekki haldinn fyrr en eftir jól. Það yrði bara að koma í ljós hvernig tækist til um samstarfið. Á aðalfundinum var einnig kosið um embætti eins stjórnarmanns, og Guðrún Jóhannsdóttir hélt þar sæti sínu. Fráfarandi formaður stjómar- innar, Selma Júlíusdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. eldfæri þar sem börn ná til, fylgj- ast vel með því að kerti nái ekki að kveikja í út frá sér og að athuga að ekki séu of margar innstungur í fjöltengi. Þá segir Guðmundur að grundvallaratriði í þessum efnum sé að fólk sé með eldvarnatæki, t.d reykskynjara, á heimilunum. Þess má einnig geta að Lands- samband slökkviliðsmanna starf- rækir eldvarnakennslu fyrir fyrir- tæki, stofnanir, skóla og heimili þar sem farið er yfir helstu hættur og flóttaleiðir og notkun ýmissa eld- varnatækja er kennd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- manna, við nokkrar teikningarnar, sem krakkar í grunnskólum víða um land teiknuðu fyrir brunavarnaátakið. Friðarstund á Lækjartorgi FRIÐARSTUND hjá unglinga- deild CISV, sem eru Alþjóðlegar sumarbúðir barna, verður á Lækjartorgi í dag, laugardaginn 19. desember, kl. 15. Kveikt verður á friðarkertum til að minnast vina víðs vegar um heiminn og um leið vekja athygli á að öll erum við eins og enginn ætti að líða vegna styijalda. CISV (Childrens International Summer Villages) er alþjóðahreyf- ing sem tengist Sameinuðu þjóðun- um gegnum UNESCO og heldur sumarbúðir víðs vegar um heiminn ár hvert fyrir 11 ára börn með það markmið að stuðla að auknum skilningi milli þjóða heimsins og alheimsfriði. í DAG ER STOR DAGUR Allar verslanir opnar frá kl. 10-22 og fjöldi fólks skemmtir vegfarendum og viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar á Aðalstöðinni 90.9 kl. 11 og 16. I MIÐBÆNUM Á dagskrá: Kl. 13.30 Landsbankakórinn gengur um bæinn og syngur jólalög. Kl. 15.00 Grýla í porti Hlaðvarpans. Kl. 15.30 Símakórinn syngur í Geysishúsinu. Kl. 21,00 Lúðrasveit verkalýðsins gengur um bæinn. Söguleikurinn í fullum gangi, gjafirnar í Geysisglugganum og dregið á morgun kl. 17.00 Jólasveinarnir koma í bæinn, spila fyrir börnin og kíkja í búðaglugga. 100 ára gömul lystikerra ekur um bæinn með vegfarendur og gjafir, sem gefnar verða góðum börnum. EIMSKIP Pósthússtræti 2 ^otoatöotnoftfofifö Austurstræti 4 BUNAÐARBANKINN - Traustur banki Austurstræti 5 Reykjavflmr Apótek (y Hafnarstræti 1 -í Austurstræti 16 Café au lait Hafnarstræti Bæjarins beztu Tryggvagötu SKALLI Ingólfstorgi Austurstræti 2 FRAMKOLLUNIN Samviniiiilerðir-Laiiásfn Austurstræti 12 LÆKJARGÖTU 2, SÍMI 611530. [/wii wdíomin í b&inn MIÐBÆJARFÉLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.