Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 33
MORG.UNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
3 Sr
Breytingar á barnabótum, meðlagi og
mæðralaunum
Heildarbætur ein-
stæðra foreldra
hærri eftir skatta
- samkvæmt útreiknmgum fjár-
mála- og heilbrigðisráðuneyta
ÞÓTT barnabótaauki skerðist nokkuð hjá einstæðum foreldrum með
yfir 650 þúsund króna árstekjur, samkvæmt síðustu tillögum stjórn-
valda um breytingar í skattamálum, eiga heildarbætur einstæðra
foreldra að verða svipaðar eða jafnvel hærri eftir sem áður sam-
kvæmt útreikningum fjármála- og heilbrigðisráðuneyta. Hefur þá
verið tekið tillit til hækkunar meðlags, lækkunar mæðra- og feðra-
launa og lækkun á tekjuskattsstofni sem breytingarnar hafa í för
með sér.
Þótt tillaga sé nú um að hækka
barnabótaauka einstæðra foreldra
á næsta ári um 7.500 krónur er
jafnframt lagt til að barnabótauk-
inn byrji að skerðast við 549 þús-
und króna árstekjur í stað 732 þús-
und króna eins og nú er. Þetta
þýðir að heildarbamabætur ein-
stæðra foreldra með eitt barn
hækka upp að um 650 þúsund
króna árstekjum en fara síðan
lækkandi þar til barnabótaaukinn
skerðist að fullu. Það gerist eftir
breytinguna við rúmlega 1,93 millj-
óna króna árstekjur foreldra með
eitt barn en samkvæmt núgildandi
reglum skerðist bamabótaauki for-
eldra með eitt barn að fullu við um
2 milljóna króna árstekjur.
En þegar tillit er tekið til breyt-
inga á meðlagi og mæðra- og feðra-
launum, sem einnig eiga að verða
á næsta ári, á heildarbótaupphæð
einstæðra foreldra eftir skatta ekki
að skerðast. Ef tekið er dæmi af
einstæðri móður með eitt barn og
1.080 þúsund króna tekjur á ári
þá fékk hún til viðbótar 56.780
krónur í mæðralaun. í barnabætur
og barnabótaauka fékk hún á þessu
ári um 127.700 krónur. Á næsta
ári lækka mæðralaunin í 12.000
krónur og þá fær hún um 125.500
krónur í barnabætur og barnabóta-
auka ef breytingarnar ná fram að
ganga eða um 2.200 krónum minna
Á þessu ári fékk móðirin 90.600
krónur í meðlag og sú upphæð
hækkar í 123.600 krónur á næsta
ári eða um 33 þúsund krónur. Af
56.780 króna mæðralaunum þurfti
hún að greiða um 22.600 krónur í
skatt þannig að eftir stóðu rúmar
34 þúsund krónur. Af 12 þúsund
króna mæðralaunum næsta árs
þarf hún að greiða um 5.000 krón-
ur í skatt þannig að eftir standa
7.000 krónur.
Ef þessar tölur eru lagðar saman
kemur í ljós, að bætur þessarar
móður námu um 252.300 krónum
á þessu ári eftir skatta, en verða á
næsta ári um 256.100 krónur eftir
skatta.
Guðný Halldórsdóttir, handritshöfundur og leiksljóri Karlakórsins Heklu, við tökur á kvikmynd-
inni síðasta sumar ásamt samstarfsfólki.
Kvikmyndin Karlakórinn
Hekla frumsýnd í dag
Ný íslensk kvikmynd, Karlakórinn Hekla, verður frumsýnd í
Háskólabíói í dag, laugardag. Guðný Halldórsdóttir skrifar hand-
rit og leikstýrir, Jiirgen Lenz annast kvikmyndatöku, Árni Páll
Jóhannsson og Ulrike Leipold hanna leikmynd, og framleiðendur
eru Halldór Þorgeirsson fyrir kvikmyndafyrirtækið Umba sf.,
ásamt Ariane Metzner og Stefan Hencz fyrir Artiel og Filmfoto-
graferne. Helstu hlutverk eru í höndum Ragnhildar Gísladóttur,
Garðars Cortes, Egils Ólafssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Þór-
halls Sigurðssonar, Arnar Árnasonar, Kúriks Haraldssonar o.fl.
Kvikmyndin hlaut styrk úr Kvikmyndasjóði íslands á síðasta ári,
og er heildarkostnaður við hana um 124 milljónir króna.
Karlakórinn Hekla var kvik-
mynduð í þremur löndum, ís-
landi, Svíþjóð og Þýskalandi, og
um borð í farþegaskipinu Ms.
Baltika á tímabilinu 15. júní til
21. ágúst á þessu ári. Auk fjár-
veitingar frá Kvikmyndasjóði ís-
lands hlaut myndin fé frá NRW
Filmstiftung, Eurimages (kvik-
myndasjóði Evrópuráðsins) og
Norræna kvikmynda-og sjón-
varpssjóðnum. Karlakórinn Hekla
er kvikmynd í gamansömum dúr,
og segir frá söngferðalagi karla-
kórsins Heklu frá Hveragerði til
Þýskalands með viðdvöl í Svíþjóð,
og ýmsum óvæntum uppákomum
sem verða fyrir brottför og meðan
á ferðinni stendur, er gera ferða-
lagið eftirminnilegt fyrir kórfé-
laga og aðra sem komast í tæri
við þá. Karlakórinn Fóstbræður
annast tónlistarflutning fyrir kór-
félaga myndarinnar, og enn frem-
ur leikur Sinfóníuhljómsveit ís-
lands undir stjórn Sigurðar Rún-
ars Jónssonar. Kvikmyndin er
samstarfsverkefni íslenskra, þý-
skra og sænskra aðila, og koma
því fram leikarar frá síðarnefndu
löndunum, auk þess sem hún er
tekin að hluta til erlendis, eins
og áður var getið. Myndin er rétt
liðlega einn og hálfur tími að
lengd, tekin á 35 mm filmu.
BÆKUR
i
Þorgeir Ibsen
Hreint
og beint
HREINT OG £EltyT
LJOÐ OG LjOÐLIKI
oÞosUf&iSi. OJtA&n,
Hér ýtir nýr ljóðahöfundur úr vör með
ljóðabók, sem hann kallar Hreint og
beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í
hefðbundnum stíl, en nýstárlegum þó
um sumt. Höfundur á það til að víkja af
alfaraleið í ljóðum sínum, einkum í þeim
ljóðum sem hann nefnir Ijóðlíki en ekki
ljóð. En ljóðlíki hans eru þó allrar athygli
verð og standa vel fyrir sínu. Þar ber
kvæðið Minning greinilega hæst -
ljóðlíki eins og höfundur nefnir það - um
Stein Steinarr, um atvik úr lifi hans sem
er á fárra vitorði, atvik sem aidrei hefur
verið lýst áður eða frásögn um það á
þrykk komist.
LITLAR SÖGUR
Sttesisiisv Páll
Litlarsögur eru safn sextán sagna um
fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar
hversdagsleikans. Meðal annarra koma
við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir-
myndarhúsmóðir, Herjólfur skósmiður,
Jóhanna af Örk, unglingurinn Gunnar og
ég. Farið er á tónleika á gulum Renault,
í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt
á söng fiskanna og horft á húsið málað
svart.
Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður
gefið út Ijóðabókina Þú og heima og þýtt
bækurnar Kœri herra Guð, þetta erhún
Anna og Önnubók. Litlar sögur eru fyrstu
frumsamdar sögur hans sem dregnar eru
upp úr skúffu og koma fyrir augu
manna.
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
VIKINGS
IÆiqARHTVI
VI
í þessu sjötta bindi Víkingslœkjarœttar er
2. hluti h-liðar ættarinnar, niðjar Stefáns
Bjarnasonar. Þar sem ákveðið var að
rekja niðja hans fram á þetta ár, en miða
ekki eins og í fjórum fyrstu bindunum
við þau mörk, er æviskeið Péturs
Zophoníassonar setti verkinu, verður að
skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í
nokkur bindi, slíkur sem vöxtur ættar-
innar hefur verið. Rúmur helmingur
þessa bindis eru myndir.
Allsherjarnafnaskrá bíður Iokabindis
útgáfunnar.
VIKINGSLÆKJARÆTT
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF.