Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 34
^<Í)^’{íÍife’Íl^ÍБ!lLAt)GARDAGUR 19! DE^EMBER11992
Múslimakonur og stúlkur sem orðið hafa fórnarlömb nauðgana Serba. Myndin var tekin í Tuzla-
flóttamannabúðunum í Zagreb.
Serbar sakaðir um
kerfisbundnar
nauðganir í Bosníu
Cheryl Benard og Edit Schlaffer ræða við bosniska flóttamenn í
Vínarborg.
ÞAÐ er kunn speki að ein af
skuggahliðum styrjalda sé ill
meðferð á konum, hermenn líti
á það sem hálfgerðan rétt sinn
að nauðga konum sem á vegi
þeirra verða. Víst er að átökin
milli Serba og annarra þjóða í
Júgóslavíu fyrrverandi eru
þarna engin undantekning.
Undanfarnar vikur hafa komið
fram ásakanir um að nauðganir
serbneskra hermanna hafi sér-
stakan tilgang; þær séu liður í
útþenslustefnu Serba og væri
þá um að ræða áður lítt notaða
styijaldar- og kúgunartækni.
Innanríkisráðuneytið í Bosníu
heidur því fram að a.m.k. 60.000
konum hafi verið nauðgað í Bosníu
og um helmingur þeirra sé þungað-
ur. Serbar hafi reist sérstakar búð-
ir þar sem konum sé nauðgað kerf-
isbundið og jafnvel sé beðið uns
þær séu þungaðar. Þrjár skýringar
hafa einkum komið fram á því
hvaða markmið kynnu að búa
þarna að baki 0g tengjast allar
útþenslustefnu Serba og þjóðemis-
hreinsun þeirri sem þeir hafa verið
sakaðir um. í fyrsta lagi ímyndi
Serbar sér að þungi múslima-
kvenna í Bosníu sem sé tilkominn
með þessum skelfilega hætti sé
nokkurs konar tímasprengja. Börn
þessi hljóti að valda uppiausn í
múslimasamfélaginu. í öðru lagi
sé þetta leið Serba til að „þynna
út múslimablóð" á yfirráðasvæði
sínu. í þriðja lagi hefur komið fram
sú kenning að Serbar ætli að halda
konunum föngnum uns þær ali
börn sín. Þeir ætli svo að sleppa
konunum en halda afkvæmunum.
Heimsókn í flóttamannabúðir
Cheryl Benard og Edit Schlaffer
eru forstöðukonur Ludwig-Boltz-
mann rannsóknarstofnunarinnar í
stjórnmálum og mannlegum sam-
skiptum í Vínarborg. Fyrir nokkru
heimsóttu þær flóttamannabúðir í
Króatíu og ræddu við fórnarlömb
nauðgana á hernámssvæði Serba.
Skrifuðu þær grein um rannsóknir
sínar í þýska tímaritið Spiegel.
„Þeir höfðu mestan áhuga á tólf
til þrettán ára gömlum stúlkum,"
hafa þær eftir Semsu, fertugri
konu, sem haldið var í Trnopolje-
búðunum í Bosníu. „Morguninn
eftir var komið með þær til baka,
þeir hentu þeim fyrir framan dyrn-
ar. Þær gátu vart staðið og gátu
ekki gengið. Við reyndum að
hugga þær en þær gátu ekki tal-
að.“ Serbnesku hermennirnir voru
að sögn sjónarvotta stoltir af því
sem þeir gerðu og komu gjarnan
með syni sína með sér. Þeiryngstu,
sex- og sjö ára gamlir, fengu að
bera byssu og þrömmuðu stoltir á
eftir feðrum sínum. Sabina, 31
árs, lýsir nóttunum í Trnopolje
svo; „Skelfilegasta andartakið er
ekki þegar þeir gera alla þessa
hluti við mann heldur áður, þegar
byssunni er beint að manni og
sagt: þú átt að koma. Og maður
á engra kosta völ. Þeir máttu
greinilega haga sér eins og þeir
vildu.“ Frásagnir þeirra kvenna
sem rætt var við sýna að til eru
fangabúðir á hernámssvæði Serba
þar sem hermenn fá að nauðga
konum að vild.
Menningarleg sérstaða
skiptir ekki máli
Því hefur verið haldið fram að
glæpir þessir gegn Bosníumönnum
séu sérlega alvarlegir vegna þess
að um múslimakonur er að ræða.
Samfélag fórnarlambanna vísi
þeim á bug. Benhard og Schlaffer
segja þetta rangt. Samfélag músl-
ima í Bosníu hafi verið tiltölulega
frjálslynt t.d. var ekki gerð sú
krafa til kvenna að þær væru
hreinar meyjar er þær gengju í
hjónaband. Sú staðreynd hversu
konurnar séu reiðubúnar að tala
um reynslu sína sýni einnig að
engar sérstakar menningarlegar
ástæður geri nauðganirnar að
meiri glæp en ella. Einnig segi
fórnarlömbin að eiginmenn og fjöl-
skyldur þeirra taki þeim vel og
styðji þær yfirleitt. Spurningin sé
miklu fremur hvort þær eigi nokk-
urn tímann eftir að gleyma reynslu
sinni. „Mesta tjónið sem fórnar-
lamb nauðgunar verður fyrir er
oft missir hins eðlilega lífs. Hjóna-
band þeirra er ekki eyðilagt heldur
traust þeirra til annarra. Þær hafa
glatað þeirri tiltrú að flestir menn
hagi sér tiltölulega siðsamlega,“
segir í grein Benard og Schlaffer.
Hugsanlegtir tilgangur
skipulagðra nauðgana
Morgunblaðið ræddi símleiðis
við Benard nú í vikunni. Hún var
spurð sérstaklega hvað þær
Schlaffer hefðu að segja um þann
orðróm að Serbar stundi kerfis-
bundnar nauðganir í því augnamiði
að sem flestar konur verði óléttar.
„Innanríkisráðuneytið í Bosníu
heldur því fram að Serbar stundi
kerfisbundnar nauðganir í landinu.
Margir flóttamenn frá herteknum
svæðum hafa einnig skýrt frá
þessu. En utanaðkomandi aðilar
hafa ekki séð slíkar búðir og þess
vegna er ekki hægt að halda því
fram með fullri vissu að kerfis-
bundnar nauðganir af þessu tagi
eigi sér stað í Bosníu. En það get-
ur vel verið að svo sé,“ sagði Ben-
ard í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið spurði Benard
hvaða ástæður gætu legið þarna
að baki, hvaða annarlegur tilgang-
ur gæti vakað fyrir Serbunum.
„Ein kona sem við töluðum við
sagðist hafa heyrt á tal hermanna
í búðum þar sem hún var. Samtal
þeirra benti til að þetta væri liður
í þjóðernishreinsunum Serba. Þessi
skýring væri ekki ósennileg," sagði
Benard.
Páll Þórhallsson
Eðlileg sam-
skipti við Kín-
verja tímabær
- segir Wang Jianxing sendifull-
trúi Kínverska alþýðulýðveldisins
„ATBURÐIRNIR á Torgi hins himneska friðar eru hluti liðins tíma.
Vestræn ríki beittu okkur viðskiptaþvingunum en hafa nú fallið
frá slíkum hömlum. Er ekki kominn tími til að íslendingar gleymi
þessum óþægilega kafla og hefji að nýju eðlileg samskipti við
Kínveija?" spurði Wang Jianxing, nýskipaður sendifulltrúi Kín-
verska alþýðulýðveldisins á íslandi, í samtali við Morgunblaðið í
gær. Jianxing telur óeðlilegt að enginn íslenskur stjórnmálamaður
hafi heimsótt Kína eftir atburðina árið 1989 þrátt fyrir að fulltrú-
ar annarra Norðurlanda og margra ríkja í Evrópu hafi komið til
alþýðulýðveldisins síðustu tvö ár.
„Miðað við þann öra vöxt sem
hefur verið á viðskiptum Kína og
Vesturlanda, hafa viðskipti okkar
við íslendinga verið sáralítil hin
síðari ár,“ segir Jianxing. „Það er
eðlilegt að ágreiningur geti komið
upp í samskiptum þjóða en síðan
verðum við að leggja slík þrætuefni
til hliðar og horfa fram á veginn.
Aukin viðskipti hljóta að vera báð-
um þjóðunum til framdráttar, sér-
staklega þar sem hefð er fyrir vin-
samlegum samskiptum þeirra í
milli. Ég minni á orð Hávamála:
Veistu ef þú vin átt/þann er þú vel
trúir/og vilt þú af honum gott
geta./Geði skaltu við þann
blanda/og gjöfum skipta,/fara að
finna oft.“
Jianxing segir að vestrænir fjöl-
miðlar hafi skrumskælt fregnir af
atburðunum á Torgi hins himneska
friðar sumarið 1989, þegar yfirvöld
kváðu niður mótmæli stúdenta með
hervaldi. „Hér var ekki um að ræða
blóðug fjöldamorð eins og vestræn-
ir stjórnmálamenn og fjölmiðlar
létu í veðri vaka. Að baki slíkum
fregnum búa annarlegir hagsmun-
ir.
Átökin urðu vegna þess að hópur
ungs fólks lét stjórnast af erlendum
öflum. Þau vildu breyta Kína í vest-
rænt þjóðfélag. En slík bylting
myndi aðeins leiða til stjórnleysis,
og meirihluti þegnanna er henni
andvígur. Ég held að megnið af
þessu unga fólki hafi nú gert sér
grein fyrir því að það fór villur
vegar. Stjórnvöld hafa reynt að
sýna skilning og uppreisnarmenn-
irnir þurfa ekki að óttast að fortíð
þeirra komi í veg fyrir að þeir fái
vinnu.“
Fjórtánda flokksþingi kínverska
kommúnistaflokksins lauk fyrir
skömmu, og voru þar lögð drögin
að þróun alþýðulýðveldisins næstu
100 árin, að sögn Jianxing. Kín-
vetjar stefna að því að ná sömu
lífskjörum og Vesturlandabúar inn-
an aldar.
Þjóðartekjur í Kína eru nú aðeins
20.000 krónur á mann á ári, en
að óbreyttum hagvexti ættu þær
að verða rúmar 60.000 krónur fyr-
ir aldamót. Til samanburðar eru
þjóðartekjur á mann hér á landi
um tuttuguföld þessi upphæð. Síð-
asta áratug hefur hagvöxtur á
mann í Kína verið um 7,5% og er
hvergi meiri á byggðu bóli. Ríki
OECD búa nú við um 3% hagvöxt
að meðaltali, en spáð er að þjóðar-
tekjur Islendinga dragist saman um
þijá hundraðshluta á þessu ári.
Aðspurður um frelsi Kínveija til
hugar og handar segir Jianxing að
hver þjóð hljóti að skilgreina þetta
hugtak á sinn hátt. „Hvað er frelsi?
Við því er ekkert algilt svar. í Kína
eru starfandi átta stjórnmálaflokk-
ar auk kommúnistaflokksins og
þegnarnir kjósa menn til starfa í
borgar- og héraðsstjórnum. Það eru
hinsvegar engar forsendur til þess
Reuter
Kim Young-sam frambjóðandi Frjálslynda demókrataflokksins tekur
við árnaðaróskum stuðningsmanna sinna.
Kim Young-sam nýr
forseti Suður-Kóreu?
KIM Young-sam frambjóðandi Frjálslynda demókrataflokksins var með
afgerandi forystu þegar fjórðungur atkvæða hafði verið talinn í forseta-
kosningum sem fram fóru í Suður-Kóreu í gær. Hann hafði hlotið
41,7% atkvæða, en Kim Dae-jung,
sem er í stjórnarandstöðu, 34,2%.
Chung Ju-yung frambjóðandi
Flokks sameinaðrar alþýðu hafði
hlotið 15,8% atkvæða. Það er mun
lakari árangur en kannanir höfðu
bent til að hann hlyti. Fréttaskýrend-
ur telja víst að Kim Young-sam verði
eftirmaður Rohs Tae-woo forseta.
Þeir Kim og Roh eru nú samheijar
eftir að sá fyrrnefndi gekk til liðs
frambjóðandi Demókrataflokksins,
við stjómarsinna árið 1990. Kim
Young-sam og Kim Dae-jung öttu
kappi sem frambjóðendur stjórnar-
andstöðunnar í kosningum til forseta
árið 1987, en lutu þá í lægra haldi
fyrir Roh. Síðastliðna þijá áratugi
hefur forseti Suður-Kóreu komið úr
röðum herforingja, en Kim er
óbreyttur borgari.