Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Fj ár hag’sáætlun borgarinnar i Samdráttur í þjóðarbúskapn- um setur mark sitt á fjár- hagsstöðu sveitarfélaga eins og annarra stofnana. Minni umsvif í atvinnulífinu og aukið at- vinnuleysi segja til sín í lægri tekju- og veltusköttum. Þannig reyndust tekjur borgarsjóðs Reykjavíkur á árinu sem er að líða rúmlega hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir. Áhrif breyttrar verka- og tekjuskiptingar hafa að auki skilað höfuðborginni lakari hlut en öðrum. Frá því tekjustofna- lögin tóku gildi hafa skatttekj- ur minni hreppa og kauptúna hækkað að meðaltali um 40-50%, kaupstaða um 20% en höfuðborgarinnar aðeins um 5,9%. Ekki bætir úr fjármála- skák borgarinnar að ríkis- stjórnin hyggur á niðurfellingu aðstöðugalds, sem hefur haft meira vægi í tekjum hennar en annarra sveitarfélaga. Ekki liggur ljóst fyrir að hve miklu leyti hlutur sveitarfélaga í hækkun tekjuskatts, sem landsfeður boða, bætir þeim upp missi aðstöðugjalds. Mark- ús Örn Antonsson, borgar- stjóri, gagnrýndi harðlega í framsögu fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1993, framkomu ríkisvaldsins í samskiptum við sveitarfélögin, að því er varðar tekjumöguleika þeirra. Hann sagði fjárhagslegt sjálfsforræði þeirra skert. Missir aðstöðu- gjalda gæti og hugsanlega þýtt það að Reykjavíkurborg neydd- ist til að hækka útsvör i borg- inni. Tekjuáætlun borgarinnar 1993 gerir þó ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1993, sem kom til fyrri um- ræðu í borgarstjóm síðastliðinn fimmtudag, gerir ráð fyrir því að tekjur borgarinnar verði rúmlega tólf milljarðar króna. Það er lækkun frá áætlaðri útkomu líðandi árs. Leita þarf hálfa öld aftur í tímann til að finna dæmi þess að tekjur borg- arsjóðs minnki milli ára. I tekjuáætlun næsta árs er sem fyrr segir miðað við sama út- svarshlutfall af staðgreiðslu- stofni, 6,7%, sem borgin hefur haldið óbreyttu frá árinu 1988. Á sama tíma hefur ríkið hækk- að hlutfall tekjuskatts í stað- greiðslu um 5,8%, auk þess að taka á nú upp skattþrep fyrir hærri tekjur. Þá er einnig mið- að við óbreytt álagningarhlut- fall fasteignagjalda, en búizt er við 3,5% hækkun á mati íbúðarhúsnæðis og lóða. Áætl- uð greiðsla frá ríkinu vegna niðurfellingar aðstöðugjalds nemur um 2,2 milljörðum króna. Samkvæmt útgjaldaáætlun komandi árs verða stærstu rekstrarliðir borgarinnar sem fyrr, félagsmál, skólamál, dag- vistarmál, æskulýðs-, tóm- stunda- og íþróttamál, menn- ingarmál, holræsamál, hrein- lætismál og umhverfismál. Við þessar upphæðir bætast síðan fjárveitingar borgarsjóðs til framkvæmda, auk framlaga til framkvæmda og viðhalds hjá fyrirtækjum borgarinnar. Þrátt fyrir það að tekjur borgarinnar reyndust minni á líðandi ári en reiknað var með hefur hún haldið til streitu öll- um framkvæmdaáformum þessa árs og samþykkt að auki sérstaka fjárveitingu, 370 m.kr., til þess að fjölga störfum og vinna gegn_ samdrættinum í atvinnulífinu. í frásögn Morg- unblaðsins í gær af framsögu borgarstjóra fyrir íjárhags- áæltlun borgarinnar 1993 segir m.a.: „í lok ræðu sinnar sagði borgarstjóri, að fjárhagsáætl- unin bæri með sér, að meiri- hluti borgarstjórnar ætlaði sér að bregðast við mjög óvenjuleg- um aðstæðum í efnahags- og atvinnulífinu á þann hátt, að borgin bregðist kröftulega við atvinnuleysi og fylgikvillum þess. Sjálfstæðismenn hefðu beitt sér fyrir festu og öryggi í stjórn borgarinnar, sem tryggt hefði borginni traustan fjárhag og getu til stórra verka. Áð þessu byggi borgin nú þeg- ar harðnaði á dalnum.“ Borgarstjórn Reykjavíkur verður, eins og aðrir sem fara með skattfé borgaranna, að gæta aðhalds, hagræðingar og ráðdeildar, ekki sízt á sam- dráttartímum. Fjárhagsstaða Reykjavíkur, sem er traust, þrátt fyrir tekjuáföll og út- gjaldaauka á líðandi ári, ber þess og vott, að vel hefur verið að verki staðið. Fagna ber því að lagt er upp í nýtt rekstrarár með óbreytta útsvarsprósentu og óbreytt álagningarhlutfall fasteignagjalda, þrátt fyrir breyttar tekjuaðstæður hjá borginni, enda ekki á bætandi skattgreiðslur fólks eins og árar í samfélaginu. Sægreifi vill selja en banki hlýtur að ráða NOKKUR óvissa kom upp nú í vikunni, þegar fregnir bár- ust frá Flateyri þess efnis að Flateyrarhreppur hygðist leita allra ráða til þess að ganga inn í kaupsamning þann sem Hjálmur hf. á Flateyri og Birtingur, Neskaupstað, hafa gert með sér um sölu þess fyrrnefnda á togaranum Gylli til þess síðarnefnda, ásamt rúmum þúsund þorskígildistonnum í veiðiheimildum. Hreppurinn hefur sem kunnugt er einn mánuð til þess að ganga inn í kaupsamninginn, en í fljótu bragði verður ekki séð með hvaða hætti fjárvana og mann- fár hreppur á að geta fjármagnað slík kaup, einkum og sér í lagi, þegar vitað er að Landsbanki Islands hefur lagt bless- un sína yfir samninginn og mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ekki á neinn hátt ætla að styðja við bakið á Flateyrarhrepp í ofangreindri viðleitni hans. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Verður það fyrst og fremst undir bönkum komið hvort menn geta breytt útgerðarháttum sínum og selt togara? Á þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, eru margar hliðar og hafa þær ekki allar verið gerðar opinber- ar. Fyrr í haust, þegar Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, fór fyrst að leita hófanna, hvort fjársterkir kaup- endur að Gylli væru finnanlegir, mun hann hafa rætt við Hrönn hf. á ísafirði. Ásgeir Guðbjartsson, eig- andi Guðbjargarinnar (Guggunnar) mun hafa séð ákjósanlegan kost í því að kaupa Gylli og láta hann leggja upp afla sinn hjá íshúsfélag- inu. Þannig gæti hann tryggt frysti- húsi íshússfélagsins hráefni og starfsfólki þess atvinnu. í staðinn stóð til að Hrönn léti Hjálmi Hafdísi í té. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fóru þessar samningavið- ræður á milli nágrannanna mjög leynt, en þær fóru út um þúfur, er þær voru komnar vel á veg, þar sem Islandsbanki, sem er viðskiptabanki Hrannar, mun ekki hafa verið sam- þykkur slíkum viðskiptum. Lands- bankinn er á hinn bóginn viðskipta- banki Hjálms. Hjálmur stal senunni Um svipað leyti og þessar viðræð- ur fóru fram í haust eða skömmu síðar áttu Síldarvinnslan í Neskaup- stað (sem á 50% í Birtingi) og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum í svipuðum viðræðum, um kaup Birt- ings á Sindra VE 60, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin vill selja skip og voru viðræður komn- ar nokkuð vel á veg, þegar Hjálmur hf. beinlínis komst upp á milli Vest- manneyinganna og Austfirðinganna, með því að falbjóða skip sitt Gylli, sem Áustfirðingunum leist strax afar vel á, þótt samningar ættu eftir að verða bæði langir og snúnir áður en kaupsamningurinn var undirritaður laugardaginn 5. desember sl. Sindri er minna skip en Gyllir, 47 metra langt og 299 rúmlestir. Sindri vár smíðaður árið 1975, en Gyllir 1976. Vinnslustöðin mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ekki vera reiðubúin til þess að selja veiði- heimildir með skipinu, umfram það sem hún telur sig geta keypt í stað- inn. Mun hafa verið rætt um að 300 til 600 þorskígildistonn fylgdu með í kaupunum ef af yrði, en Vinnslu- stöðin vill helst ekki selja veiðiheim- ildir, heldur einungis skip. Vel kann að vera til í dæminu að Ásgeir Guðbjartsson hyggi á breyt- ingar á Guðbjörginni, þannig að henni verði breytt í frystitogara og að áform hans um smíði á nýjum og fullkomnum frystitogara, verði sett í salt í biii, eða þar til betur horfir um heildarafla á íslandsmið- um. Það gæti svo aftur gert það að verkum að Islandsbanki væri fúsari nú til þess að fjármagna kaup íshúss- félagsins á togara, til þess að sjá fyrirtækinu fyrir hráefni, en hann var. fyrir tveimur mánuðum þegar Hrönn og Hjálmur áttu í viðræðum. Ef Ásgeir ákveður breytingar á Guð- björginni í ofangreinda veru, þá verð- ur enn brýnna fýrir íshúsfélag ísfírð- inga að fá nýtt fiskiskip. Því mun sú hugmynd hafa komið upp, eftir að Hjálmur og Birtingur innsigluðu sinn samning, að kanna hvort Ás- geir kynni þá að vera reiðubúinn til þess að kaupa Sindra frá Vinnslu- stöðinni, en hann mun hafa tekið þeirri málaleitan fálega, að ekki sé meira sagt. Það sem mun gera það að verkum að áhugi Ásgeirs á Gylli er jafnmikill og raun ber vitni, er sú staðreynd að þegar Hjálmur hf. réðst í að láta smíða fyrir sig tog- ara, árið 1975, þá var Guðbjörgin hans Ásgeirs fyrirmynd í einu og öllu að því skipi sem síðar varð Gyll- ir. Ásgeir þykir einn fróðasti maður landsins, um skip, veiðarfæri, fiski- miðin og nánast hvað eina sem lýtur að togaraútgerð, og það var því eng- in tilviljun þegar Hjálmur var að hefja togaraútgerð, að hann skyldi leita í smiðju til aflaklóarinnar í næsta firði. Geiri á Guggunni vill ekki Sindra En þar sem Ásgeir vill ekki sjá Sindra frá Vestmannaeyjum, kunna menn að velta fýrir sér hvað þá sé til ráða. Þeir íslandsbankamenn munu hafa hugleitt þann möguleika, hvort bankinn ætti að ráðast í að fjármagna kaup Flateyrarhrepps á Gylli, sem þýddi að hreppurinn gengi inn í kaupsamning Birtings við Hjálm, bakkaður upp fjárhagslega af íslandsbanka. Slíkar vangaveltur munu ekki komnar vel á veg, en þó staðfesta menn vissulega að mögu- leikinn sé fýrir hendi, þ.e.a.s. ef hreppurinn hafi þá annan kaupanda tryggan að Gylli, og sá kaupandi yrði þá væntanlega að heita Ásgeir Guðbjartsson, til þess að íslands- banki sýndi málinu áhuga. En ekki er þar með sagt að þetta geti orðið raunin, því hreppsnefnd Flateyrar- hrepps mun ekki vera það neitt sér- stakt kappsmál að tryggja að Gyllir verði áfram gerður út frá Vestfjörð- um, heldur horfa menn þar á bæ einkum til þess hvort unnt sé að tryggja áframhaldandi útgerð frá Flateyri. Að minnsta kosti ákveðnir hreppsnefndarmenn á Flateyri eru þeirrar skoðunar að það sé til lítils fyrir byggðarlagið að ganga inn í þann samning sem gerður hefur ver- ið og eyðileggja hann, nema tryggt sé að Gyllir verði áfram á Flateyri. Reynir Traustason, stýrimaður Sléttanessins frá Þingeyri, sem áður var stýrimaður Gyllis, hefur látið í veðri vaka að hann hefði fjársterka aðila á bak við sig, ef Flateyrar- hreppur gengur inn í kaupsamning- inn, en enn sem komið er hefur ekk- ert fengist uppgefið hveijir það eru, eða hvort af kaupum þeirra á Gylli getur orðið. Ef Hrönn keypti Gylli á endanum, væru sjálfsagt mun fieiri fyrir vestan sáttir við sölu Hjálms á Gylli, en nú eru. Því þar með hyrfi þessi þúsund tonna kvóti ekki úr landsfjórðungn- um, heldur einungis í næsta fjörð. Viðbúið er að þannig yrði skipshöfn Gyllis einnig óbreytt, eða lítið breytt, og auk þess horfa ákveðnir Vestfirð- ingar gjarnan til þess, að nú styttist óðum í að gatið í gegnum fjallið á milli ísafjarðar og Önundarfjarðar verði raunverulegt, en ekki bara fjar- læg framtíðarsýn. íslandsbanki gæti vissulega unað því að Geiri á Gugg- unni keypti Gylli og breytti Gugg- unni í frystiskip og frestaði þar með þeim stórframkvæmdum sem fælust í nýsmíði fullkomins fiystitogara. Jafnframt myndi íslandsbanki vilja leggja sitt af mörkum til þess að viðskiptavinur hans í Vestmannaeyj- um, Vinnslustöðin, gæti selt Sindra, eins og til hefur staðið hjá fyrirtæk- inu um nokkra hríð. Og þar sem við- ræður um kaup Síldarvinnslunnar (Birtings) á Sindra voru komnar nokkuð vel á veg í haust, kann að vera að íslandsbankamenn telji að hægt verði að blása glæðum í þær viðræður á nýjan leik. Birtingur vill Gylli fremur en Sindra En málið er hreint ekki svona ein- falt. í fyrsta iagi vill Birtingur miklu frekar fá Gylli en Sindra. Gyllir er í toppstandi, þótt hann sé 16 ára gamalt skip. Sindri er líka í mjög góðu standi, samkvæmt því sem mér er sagt, en Birtingur fékk 1.000 tonna kvóta með Gylli í samningnum við Hjálm, en getur í hæsta lagi feng- ið 600 tonn með Sindra. Það munar um minna en 400 tonna veiðiheimild- ir þegar samningar sem þessir eru annars vegar, í því árferði og afla- leysi sem nú hijáir útgerð alla hér á landi. Finnbogi Jónssoii, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að Austfirðingar bíði bara ró- legir þar til niðurstaða sé komin á Flateyri um hver fái Gylli. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um það hvort rætt verði á nýjan leik við for- svarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um hugsanleg kaup Síldarvinnslunnar á Sindra. Slíkt verði ekki rætt, fyrr en ljóst sé hvort Birtingur eignist Gylli eða ekki. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir að það sé alfarið undir Síldarvinnslumönnum komið hvort viðræður verði teknar upp á nýjan leik um kaup á Sindra. „Við erum ekki undir neinni pressu að selja Sindra, en við höfum alltaf sagt að allt sé til sölu hjá okkur sem rétt verð fæst fyrir,“ sagði Sighvat- ur. Hann segir Vinnslustöðina vissu- lega hafa unnið að breyttri samsetn- ingu skipaflota síns, til þess að ná fram aukinni hagkvæmni og haldið verði áfram á þeirri braut. Hafa bankarnir lokaorðið um hver selur hverjum? Málið flækist enn þegar haft er í huga að Landsbankinn er viðskipta- banki Síldarvinnslunnar og Birtings, en Vinnslustöðin er í viðskiptum við íslandsbanka, eins og áður greinir. Kunnugir benda á að Landsbankan- um væri það síður en svo kappsmál, að Austfirðingarnir keyptu skip af viðskiptaaðila íslandsbanka. Lands- bankinn sé með um eða yfir 70% sjávarútvegsfýrirtækja í viðskiptum og af nægum vandamálum sé að taka innan þess hluta sjávarútvegs- ins. Fullyrt er að Landsbankinn myndi ekki styðja slík kaup, þótt af samningum gæti orðið, heldur ein- faldlega segja við Austfirðingana eitthvað í þessa veru: „Þið viljið kaupa skip og þið viljið kaupa kvóta. Landsbankinn vill styðja ykkur til slíkra viðskipta, en það verður þá að vera skip, sem Landsbankinn getur samþykkt að þið kaupið. Þið verðið því bara að bíða og sjá til, þar til viðskiptaaðili Landsbankans, sem þarf að draga saman seglin eða hagræða hjá sér, vill selja skip og kvóta sem ykkur hentar. Það mun gerast og þegar það gerist þá styður Landsbankinn ykkur til slíkra við- skipta." Sú sérkennilega staða kann því að vera að koma upp hér í íslenskum sjávarútvegi, þar sem menn vilja breyta sínum útgerðarháttum og selja togara, að á endanum hafi þeir svo sem ósköp lítið að segja um það hveijum þeir selja. Þar gætu bank- arnir ráðið því sem þeir vilja ráða og létu þá væntanlega stjórnast af eigin hagsmunum og engu öðru. Hvort þeir hagsmunir færu svo sam- an við hagsmuni atvinnugreinarinnar í heild og þar með þjóðarinnar allrar er svo allt annar handleggur. Nokkrar staðreynd- ir um ríkisfjármál eftirFriðrik Sophusson Afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1993 er nú á lokastigi. Þar koma fram áform í tekju- og gjaldamálum ríkis- sjóðs hveiju sinni. Fjárlög ársins 1993 mótast óhjákvæmilega af þeirri lægð sem einkennir íslenskt efna- hagslíf um þessar mundir. Jafnframt endurspegla þau helstu markmið rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum, en þau eru: - Að styrkja stöðu íslensks atvinnu- lífs. - Að hamla gegn auknu atvinnuleysi. - Að skapa skilyrði fyrir lægri vöxt- um og arðbærri fjárfestingu. - Að leggja grunn að auknum hag- vexti. Forsenda árangurs í þessum efn- um er að dregið verði úr hallarekstri ríkissjóðs og lánsfjárþörf annarra Friðrik Sophusson opinberra aðila. Það segir sig sjálft að við ríkjandi efnahagsaðstæður er afar erfitt að sameina þessi mark- mið. í fjárlögum fyrir árið 1993 er þó leitast við að gera hvort tveggja í senn. Áfram er dregið úr útgjöldum ríkissjóðs, en jafnframt er lögð aukin áhersla á þætti sem stuðla að auk- inni atvinnu og hagvexti þegar fram í sækir. Sú stórfellda tilfærsla á sköttum sem tengist niðurfellingu aðstöðu- gjalds og hækkun tekjuskatts er lið- ur í að styrkja samkeppnisstöðu at- vinnulífsins og hamla þannig gegn auknu atvinnuleysi. Heildarskatt- byrðin eykst hins vegar ekki. Hér er einungis um tilfærslu að ræða. Það vill oft gleumast að þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður að undan- förnu hefur talsvert þokast í rétta átt í ríkisfjármálum. Á meðfylgjandi línuriti sést að hinn raunverulegi „Hins vegar er enn brýnna en fyrr að halda áfram á þessari braut og hvika hvergi frá settu markmiði í ríkis- fjármálum: Að draga enn frekar úr útgjöld- um og þar með úr halla- rekstri ríkisins. Það hlýtur að vera megin- viðfangsefni hagstjórn- ar á næstu misserum.“ vandi i ríkisfjármálum er samfelldur vöxtur í útgjöldum allan síðasta ára- tug. Sífellt meiri útgjöld hafa síðan kallað á stöðugar skattahækkanir. Línurit Þessari þróun hefur ríkisstjórninni tekist að snúa við. Lítum á nokkrar staðreyndir. 1. Á árinu 1992 verða útgjöld ríkis- sjóðs líklega 4 milljörðum minni að raungildi en á árinu 1991. Þetta gerist þrátt fyrir verulega aukningu í útgjöldum til atvinnuleysisbóta. 2. Skatttekjur ríkisins árið 1992 lækka að raungildi í fyrsta skipti í tíu ár. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ 18. desember 1992 Efnahagsskrifstofa Tekjur og útgjöld ríkissjóðs MUlJönir Á föslu verölagi ársins 1993 ( veríllag landsfrainleiöslu) MUyðnir Áxtlun Fjárlög 3. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1993 verða útgjöld ríkissjóðs rúm- lega 4 milljörðum króna lægri en á yfirstandandi ári. Tekjurnar verða jafnframt heldur minni en í ár. 4. Þrátt fyrir þetta verða framlög ríkissjóðs til vegamála á næsta ári meiri en nokkru sinni fyrr, eða 7,3 milljarðar króna. Þetta er fjórðungi meira en árið 1991 og tæplega 60% meira en árið 1988. 5. Fjárframlög ríkisins til rannsókna og þróunarstarfsemi aukast til muna á næsta ári. Meðal annars er gert ráð fyrir að fimmtungi af tekjum ríkisins vegna sölu eigna verði varið til þessa mikilvæga málaflokks. 6. Nú er svo komið að íjárframlög ríkisins til Lánasjóðs íslenskra náms- manna og Byggingarsjóðs verka- manna nægja til að viðhalda eigin fé þessara sjóða. í þessu felst sú mikilvæga stefnubreyting að ekki er lengur safnað skuldum og ávísað á framtíðina. 7. Ríkissjóður greiðir á næsta ári meira en 10 milljarða króna í vexti vegna lána sem tekin hafa verið að undanförnu vegna hallareksturs rík- isins og skuldasöfnunar af öðru tagi. Þannig fer um það bil tíunda hver króna af skatttekjum ríkissjóðs til að greiða fyrir umframneyslu fyrri ára. 8. Kjarni málsins er einfaldlega sá að ef núverandi ríkisstjóm hefði ekki gripið til kröftugra aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum færi halli ríkissjóðs vel yfír 20 milljarða króna á næsta ári. Af þessu má draga tvær mikilvæg- ar ályktanir. Annars vegar hefur nokkuð þokast i rétta átt í ríkisfjár- málum. Erfiðar ytri aðstæður hafa því miður valdið því að ekki hefur náðst eins mikill árangur og stefnt var að í upphafí. Hins vegar er enn brýnna en fyrr að halda áfram á þessari braut og hvika hvergi frá settu markmiði í ríkisfjármálum: Að draga enn frekar úr útgjöldum og þar með úr hallarekstri ríkisins. Það hlýtur að vera meginviðfangsefni hagstjórnar á næstu misserum. Höfundur er fjármálará ðh erra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.