Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
Erfiðlega gengur að sækja mjólk til bænda vegna ófærðar
Geymslurými á þrotum
o g mjólk hellt niður
Ekki hægt að senda 22 þúsund lítra suður vegna ófærðarinnar
„VIÐ gerum allt sem í okkar
valdi stendur til að koma kalor-
íunum í bæinn á réttum tíma,“
sagði Þórarinn E. Sveinsson
mjólkursamlagssljóri í Mjólkur-
Eining
Ófærð tef-
ur uppsögn
TILLAGA um að segja upp
kjarasamningi var borin undir
atkvæði á félagsfundum hjá
Verkalýðsfélaginu Einingu á
fimmtudagskvöld, en úrslit at-
kvæðagreiðslunnar liggja ekki
fyrir þar sem ekki hefur verið
hægt að senda seðlana frá þrem-
ur stöðum vegna ófærðar.
Bjöm Snæbjömsson formaður
Einingar sagði að haldnir hefðu
verið fundir í öllum fimm deildum
félagsins, á Akureyri, Hrísey, Dal-
vík, Ólafsfírði og Grenivík á
fímmtudagskvöld. Borin hefði verið
undir atkvæði tillaga um að segja
upp gildandi kjarasamningi frá og
með 1. janúar þannig að þeir yrðu
lausir 1. febrúar.
Ófært var í gær frá Grenivík til
Akureyrar og einnig á milli Óiafs-
fjarðar og Dalvíkur og þá var ekki
heldur mögulegt að senda at-
kvæðaseðla frá Hrísey af sömu
sökum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar
liggja því ekki fyrir fyrir en á
mánudag, að sögn Bjöms. Hann
sagði að þungt hljóð hefði verið í
fólki sem sótti fundinn á Akureyri.
samlagi KEA. Mjólkurbílstjórar
hafa átt fullt í fangi með að ná
í mjólk til bænda á samlagssvæð-
inu að undanförnu vegna ófærð-
ar og ekki hefur verið hægt að
sækja mjólk á þijá bæi í Skíða-
dal frá því á föstudag í síðustu
viku. Þá hefur líka verið erfitt
að komast fremst inn í Eyjafjörð
og víðar, en Þórarinn sagði að
næg neyslumjólk fengist af
svæðinu næst Akureyri.
Vegna þess hve erfíðlega hefur
gengið að nálgast mjólkina í stór-
hríðinni undanfarið sagði Þórarinn
að ekki yrði hægt að senda mjólk-
urbílana suður til Reykjavíkur eins
og til stóð, en samkvæmt samningi
um flutning á mjólk milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur á eftir að
senda um 22 þúsund lítra að mjólk
suður. Taldi mjólkursamlagsstjóri
að það kæmi ekki að sök, sama
magn væri flutt frá Reykjavík til
Hornafjarðar þar sem búinn er til
Mozarellaostur. „Það gæti komið
til þess í kjölfarið að vantaði þenn-
an ost á pizzur, en fólk verður þá
bara að borða hangikjöt um jólin,“
sagði Þórarinn.
Einn mjólkurbíll átti að fara síð-
asta mánudag og annar eftir helgi,
en þar sem erfiðlega hefur gengið
að smala saman mjólkinni á sam-
lagssvæðinu sagði Þórarinn að
hann mætti ekki missa bílana suð-
ur í því tvísýna veðri sem hrellt
hefur landsmenn að undanförnu.
„Þetta hefur verið mesta staut
og seinfarið yfír og bílstjórar hafa
verið að fara í sumar ferðir tveir
saman,“ sagði Þórarinn. „Þeir hafa
verið að sæta lagi að komast strax
á eftir vegheflunum, annars er allt
orðið ófært um leið.“
Flestir bændur á Eyjafjarðar-
svæðinu hafa geymslurými fyrir á
bilinu 1.500 tii 2.200 lítra og er
víða allt að fyllast. Sagði Þórarinn
brýnt að ná þeirri mjólk sem geymd
hefur verið nú um helgina, en ef
ekki rættist úr veðri og færð yrðu
bændur að hella niður. Hann sagði
að þokkalega hefði gengið að ná í
mjólk á þá bæi sem næst eru Akur-
eyri og þannig fengist nóg neyslu-
mjólk fyrir íbúa svæðisins.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Snjóruðningarnir setja svip á Akureyri þessa dagana. Akureyring-
ar segja þeir breyti bænum ótrúlega mikið. Þessi mynd var tekin
upp eftir Kaupvangsstræti síðdegis í gær.
Bæir í Skíðadal einangraðir í viku vegna stórhríðar og ófærðar
Lét mjólkina í svelginn
— segir Óskar Gunnarsson bóndi á Dæli
„ÉG VARÐ að láta vaða í svelginn í morgun," sagði Óskar Gunnars-
son bóndi á Dæli í Skíðadal, en hann hellti þá niður á þriðja þús-
und lítrum af mjólk. Vegna stórhríðar og ófærðar hefur ekki verið
hægt að sækja mjólk á þijá bæi í Skíðadal, Dæli, Hnjúk og Syðra-
Hvarf, síðan á föstudag í síðustu viku. Geymslurými er á þrotum
og því ekki um annað að ræða en hella mjólkinni niður.
Óskar sagðist hafa geymslurými
fyrir tvö þúsund lítra af mjólk og
það uppurið, þá bentu veð-
urspá og fréttir af færð ekki til
þess að hægt yrði að ná í mjólkina
fyrir en í fyrsta lagi á sunnudag
svo um annað hefði ekki verið að
ræða en hella mjólkinni niður.
Sagðist Óskar vera búinn að hella
niður mjólk að verðmæti eitthvað
.Strembið að koma út pósti
vegna veðurs og ófærðar
„ÞETTA er búið að vera ansi strembið," sagði Jón Ingi Cesarsson
fulltrúi hjá Pósti og síma á Akureyri um útburð á jólapósti síðustu
daga.
„Við höfum fengið póst úr
Reykjavík, en það hefur gengið
nokkuð treglega að koma honum
áfram, sérstaklega héma austur
um í Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta
er orðinn töluvert myndarlegur
stafli sem við bíðum eftir að koma
frá okkur," sagði Jón Ingi.
Hann sagði að færðin innanbæj-
ar sem og stórhríðarveður hefðu
sett sitt strik í reikninginn og væri
nokkrum erfíðleikum háð fyrir
bréfbera að komast um. „Við erum
með hóp af jólabréfberum hjá okk-
ur núna og höfum þurft að senda
þá út tvisvar á dag fullhlaðna þeg-
ar hefur viðrað," sagði Jón Ingi,
en hver bréfberi hefur farið út með
tugi kflóa af pósti þá daga sem
hægt hefur verið að senda þá út.
Sagði Jón Ingi að víða væri erf-
itt fyrir bréfberana að komast heim
að húsum með póstinn. „Fólk er
misjafnlega duglegt að moka hjá
sér og sumstaðar er mjög erfitt að
komast heim að húsum.“
Enginn póstur hefur verið fluttur
fram í Eyjafjarðarsveit frá því á
miðvikudag vegna ófærðar og hjá
Flugfélagi Norðurlands fengust
þær upplýsingar að pósturinn
flæddi orðið um allt hús. Seinni
partinn í gær hafði ekki verið hægt
að fljúga neitt á vegum félagsins,
en einkum hefur hlaðist upp póstur
til íbúa á Kópaskeri, Raufarhöfn,
Þórshöfn og Vopnafírði og svæðun-
um þar í kring. Um eitt hundrað
farþegar biðu flugs með Flugfélagi
Norðurlands í gær.
„Þetta á allt eftir að smella sam-
an, ástandið hefur oft verið svart,
en aldrei svo að ekki hafi ræst úr
og allir fengið jólasendingarnar sín-
ar. Það á bæði við um þá sem fara
landleiðina og í lofti að þeir leggja
mikið á sig til að koma póstinum
til skila," sagði Jón Ingi Cesarsson
hjá póstinum.
á annað hundrað þúsund króna.
„Þetta er auðvitað hábölvað, en
mér sýnist allt stefna í umfram-
framleiðslu hjá mér á þessu verð-
lagsári, svo kannski skiptir ekki
máli hvort mjólkinni er hellt niður
núna eða í ágúst.
Kúabú eru á þremur bæjum í
Skíðadal og á einum er búið með
loðdýr og sagðist Óskar hafa frétt
að þar væru menn að verða fóður-
lausir. Þá væri hann sjáifur að
verða kjamfóðurlaus. „Maður ætl-
að nú að vera farinn i kaupstaðar-
ferð fyrir nokkru síðan, en við þetta
er ekki ráðið. Okkur líður ágætlega
hérna og svo mikið er víst að við
höfum að minnsta kosti nóg að
drekka."
Rannveig Guðnadóttir á Hnjúki,
sem er fremsti bær í Skíðadal sagði
í gær að enn hefði ekki þurft að
grípa til þess að hella niður mjólk-
inni. Tankurinn tæki tæpa þúsund
lítra og væri fullur, en auk þess
væri búið að setja mjólk í 5 brúsa
sem tækju 40 lítra hver. Yrði
mjólkin ekki sótt í dag, laugardag,
væri sjálfsagt ekki um annað að
ræða en hella niður, en verðmæti
þeirrar mjólkur sem í tankinum
væri næmi á milli 50 og 60 þúsund-
um.„Það munar auðvitað um það,
sérstaklega hjá minni framleiðend-
um eins og okkur.“
Rannveig sagði að þrátt fyrir
einangrun og það að geta ekki
nálgast ýmsan varning liði fólki
vel. „Við björgum okkur ágætlega
fullorðna fólkið, en við erum með
ungbarn sem síst sættir sig við fá
ekki krukkumat, vill sinn mat og
engar refjar,“ sagði Rannveig.
Þá hafa íbúar bæjanna í Skíða-
dal ekki komið frá sér jólapóstinum
enn, en Rannveig sagðist vona að
brátt yrði rutt heim að bæjunum
svo menn gætu losað sig við pinkl-
ana. -------^---------
Grímseyingar
hafa fengið
jólasteikina
Grímsey.
JÓLASTEIK Grímseyinga barst
með Eyjafjarðarferjunni Sæ-
fara, sem kom hingað milli élja
á fimmtudag. Jólakjötssendingin
er heldur fyrr á ferðinni nú en
í fyrra, en þá mátti vart tæpara
standa að hún næði til okkar
fyrir jól vegna veðurs og ætluðu
menn ekki að brenna sig aftur
á þeirri óvissu að vita ekki hvort
hangikjötið yrði á borðum yfir
hátíðarnar.
Annar varningur til jólanna,
mjókurvörur, grænmeti og brauð
kemur með feijunni á þriðjudag í
næstu viku og þá er m.a. von á
65 lítrum af ijóma sem Grímsey-
ingar ætla að gæða sér á yfir jól-
in, en það er um hálfur lítri á
mann. Vona menn að vel viðri svo
feijan komist með varninginn.
Leiðindaveður var hér í Grímsey
í gær, föstudag, ofankoma og skaf-
renningur og skyggni afar lítið, en
veðrið versnaði heldur er á daginn
leið. Sáu menn rétt grilla í ljóstýr-
ur úr næstu húsum ef fast var lýnt.
HSH
Mosfellsbær
Geta hoggið
eiginjólatré
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
býður fólki að koma í dag og á
morgun og velja sér jólatré úr lundi
sínum og jafnvel höggva það sjálft.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
Skógræktarfélagsins, sagði að
reyndar gæti fólk ekki valið sér
hvaða tré sem er, heldur aðeins þau
sem ákveðið hefði verið að fella til
að grisja skógarlundinn. Einnig eru
í boði jólatré sem þegar hafa verið
felld.
Tré höggvið í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Háteigskirkja
Mósaikverkið María,
móðir Guðs sett upp
VIÐ hátíðarmessu kl. 14 á kirkjudegi Háteigskirkju, sunnudaginn
20. desember, mun Kvenfélag Háteigssóknar afhenda söfnuðinum
mósaikverkið María, móðir Guðs, sem prýða mun altarisvegg kap-
ellu kirkjunnar.
Benedikt Gunnarsson listmálari
gerði frummynd af þessu verki að
beiðni kvenfélagsins og vann lista-
maðurinn að því af mikilli alúð og
natni. Fyrirtækið Hans Mayer’sche
Hofkunstanstalt í Múnchen, Þýska-
landi, færði myndina í mósaik og
er maður á þess vegum að ljúka
við að setja hana upp.
María, móðir Guðs minnir okkur
fyrst og fremst á hið stórbrotna
fagnaðarerindi, sem berst okkur svo
kröftuglega á jólum, að Guð varð
maður og vitnar um kærleika Guðs
til okkar mannanna. Listamaðurinn
vill tjá þennan veruleika í um-
hyggju og mildi móðurinnar, sem
umvefur barn sitt. (Fréttatilkynning)