Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Tommi og Jenni til Islands TVÆR af ástsælustu persónum í sögu teiknimyndanna, Tommi og Jenni, eru í heimsókn á íslandi. Þeir félagar munu koma víða við á þeim stutta tíma sem þeir eru á landinu, m.a. í Keflavík og á Akur- eyri. Bíómyndin um Tomma og Jenna verður frumsýnd í Regnboganum, Reykjavík, Borgarbíói, Akureyri, og Félagsbíói, Keflavík, 26. desember. Tommi og Jenni spóka sig i Kringlunni í gær. Hjúkrunarfélagið Líkn HJÚKRUNARFÉLAGIÐ Líkn var stofnað í Reykjavík árið 1915. Starf Líknar var mikil- vægnr þáttur í heilbrigðismál- um Reykjavíkur þar sem haft var frumkvæði að því að veita og skipuleggja hjúkrun í heimahúsum og lagður grund- völlur að víðtæku heilsuvernd- arstarfi. Félagið var formlega lagt niður árið 1956 þegar Heilsuverndarráð Reykjavíkur tók til starfa. Á Borgarskjalasafni Reykjavík- ur er varðveitt nokkuð af skjölum varðandi Hjúkrunarfélagið Líkn enda er það merkilegur kafli í sögu Reykjavíkur. Stefnt er að því að gera skjalasafn Líknar sem heillegast á safninu. Óskað er eftir að þeir sem kunna að hafa undir höndum gögn frá eða varðandi Líkn eða upplýsingar um slíkt hafi samband við Borgar- skjalasafn Reykjavíkur. Þar getur t.d. verið um að ræða fundar- gjörðabækur, bréf, ljósmyndir o.fl. (Fréttatilkynning) ÆHk f»V|■ ■ A I yC//\/(OAp mm. ■ T 0/1 vU-nK Bristol - Myers Squibb - ísland Lyfjafræðingur Óskum eftir að ráða lyfjafræðing, sem fyrst, til starfa við lyfjakynningu og að hluta til við stjórnunarstörf. Þetta starf er fyrir einstakling sem: ★ Getur unnið sjálfstætt og hefur reynslu sem lyfjakynnir. ★ Getur samið sölu- og verkefnaáætlanir. ★ Getur talað og ritað ensku og eitt til tvö Norðurlandamálanna. Umsóknir skulu sendast í pósthólf 5340, 125 Reykjavík, fyrir 30. desember 1992. Aðalumboð FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Röntgentæknar Óskum að ráða til afleysinga í 1 ár röntgentækni í 100% starfshlutfall frá 1. mars 1993. Upplýsingar veitir deildarröntgentæknir og/eða framkvæmdastjóri í síma 94-4500. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmda- stjóra í pósthólf 215, 400 ísafjörður, fyrir 10. janúar nk. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi hjúkrunarfræðinga Umsóknir, ásamt upplýsingum hvenær um- sækjandi getur hafið störf, sendist H.S.Í., póst- hólf 215, 400 ísafjörður, fyrir 1. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/eða framkvæmdastjóri í síma 94-4500 aila virka daga frá kl. 8-16. ■» AÐ A L JGl YSINGAR Vkk / V V—/ Vw/ L / 1 / N/ / V / v rnsöiu sfmi620705 Hlutabréf Af sérstökum ástæðum eru til sölu nokkur hlutabréf í íslenska Hótelfélaginu h/f. Einstaklingar hafa heimild til skattfrádráttar lögum skv. vegna hlutafjárkaupa í félaginu. Skrifstofa félagsins verður opin 21. til 23. og 28. til 30. desember milli kl. 13.00-17.00 og á gamlársdag milli kl. 11.00-13.00. Stjórnin. ÝMISLEGT Fasteignir í Algarve í Portúgal kynntar á Hótel Holiday Inn sunnudaginn 20. desember nk. milli kl. 15.00 og 18.00. Hallgrímur Hallgrímsson, fasteignasali, sem búsettur er í Algarve í Portúgal, mun kynna valkosti í fasteignum í Algarve í máli og myndum. Viðtalspöntunum veitt móttaka í síma 93-11140 fram að kynningu. Verið velkomin á kynninguna. Framhald uppboðs á Stórholti 13, 3. hæð C, (safirði, þingl. eign Hafrúnar Huldar Einars- dóttur og Páls Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Jóhannesson- ar á eigninni sjálfri mánudaginn 21. desember 1992 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á isafirði. TILKYNNINC G< Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Keflavík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á skipu- lagsgjaldi, álögðu 1992 og fyrr, að greiða það nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á virðisaukaskatti fyrir 32. tímaþil 1992 með eindaga 5. otk. 1992 og 40. tímabil 1992 með eindaga 5. desember 1992. Tryggingagjald fyrir júlí, ágúst, septem- ber, október og nóvember með eindaga 15. ágúst, 15. september, 15. október, 15. nóvember og 15. desember 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Keflavík, 18. desember 1992. Sýslumaðurinn í Keflavík. Ársgömul Siemens eldavél 60 cm breið, selst á kr. 35.000. Upplýsingar i síma 98-78107. Heimsfriðarsamband kvenna Fyrirlestur, Hlutverk kvenna í heimsfriði, sunnudaginn 20. desember á Hótel Loftleiðum kl. 20.00. Þátttökugjald 300 kr. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ CÍMI 682533 Sunnudagur 20. des. Esja - Kerhólakambur Sunnudaginn 20. des. kl. 10.30 Esja um vetrarsólstööur. Gengið sem leið liggur upp frá Esjubergi á Kerhólakamb (856 m). Munið vetrarklæðnað yst sem innst og þægilega skó. Göngu- ferðin tekur um 4 klst. Farar- stjóri: Jóhannes I. Jónsson. Verð kr. 1.000,-. Fólk á eigin bílum velkomið með i hópinn. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, og Mörkinni 6. Ferðafélagið óskar þátttakend- um í ferðum ársins og öðrum velunnurum gleðilegra jóla! Ath.: Enn eru nokkur sæti laus i ævintýralega áramótaferð til Þórsmerkur. Grípið tækifærið fyrir jól og tryggið ykkur sæti! Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Umsjón Svanur Magnússon. Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Einar J. Gíslason. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. •Hafliði Kristinsson. Sunnudagur 27. des.: Brauðsbrotning kl. 11.00. Mike Fitzgerald. Mánudagur: Stjörnutónleikar kl. 21.00. JL, Nýja Tj/ postulakirkjan, AJ/Aíslandi, IF JTArmúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 20. des. kl. 11.00. POSTULI JESÚ KRISTS, WILHELM LEBER, ÞJÓNAR. Gestir eru boðnir velkomnir á guðsþjónustuna. Kaffiveitingar. Safnaðarprestur. UTIVIST Holiveigarstig 1 » simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 20. desember Kl. 13.00 Álftanes-Skansinn. Gangan hefst við Bessastaði og þaðan að Skansinum, út með Seylunni og síðan suður með Bessastaðatjörn. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Verð kr. 600/500. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Sjáumst í ferð með Útivist. Tekið er til starfa söðlasmíðaverkstæði í Stangarhyl 6, Reykjavík, sími 91-684655. Pétur Þórarinsson, söðlasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.