Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
Minning
Þorbjöm Magnús-
son frá Másseli
Fæddur 3. júlí 1920
Dáinn 10. desember 1992
Horfinn er hollvinur góður, mér
mætakær. Heill og sannur var
hann í hverri gerð, gefandi allt til
hinztu stundar. Unnandi ljóða og
sagna hefur lagzt til hvíldar síð-
asta sinn, honum búinn beður
dauðans svo sem okkur ðllum.
Eftir standa óbrotgjarnar minning-
ar, sem á bregður fölskvalausum
ljóma.
Þorbjöm Magnússon var ríkur
að andlegu atgervi, alvaran og
glettnin glitruðu á víxl, þolgæði
og rósöm yfírvegun réðu ferð, dug-
ur og drenglund einkenndu dáðríka
ævigöngu.
Hann var í innsta eðli sínu barn
sveitarinnar sinnar, sem hann unni
mjög, búhöldur vænn hefði hann
orðið utan efa svo mikinn unað sem
hann hafði af fénaði og fylgdist
þar með hversu famaðist á fyrmm
heimaslóðum. Hann var einnig
beztu kostum búinn til náms og
býsna langt hefði hann á náms-
braut náð hefði auðna ætlað hon-
um slíkt. Hann var leikandi lipur
ljóðasmiður, málfar fágætlega
vandað, oft dýrt kveðið og djúpt
hugsað, en einnig slegið á léttari
strengi í ljúfum gáska sem alla
gladdi en engan særði.
En vináttuna trausta, veitandi
og vermandi mat ég mest. Áratug-
ir hafa liðið frá því fyrst bar sam-
an fundum en íjarska er nú gott
að skyggnast til baka, hve skýr
sú mynd er sem mætir huganum
hvarvetna. Allt ber einlægninnar
mæta merki. Ráðhollur félagi,
vekjandi og veitull, aldrei nein
hálfvelgja, því hreinskilnin var far-
sæll föranautur.
Um Þorbjörn vin minn mætti svo
ótalmargt segja á kveðjustund.
Örfáum skyndimyndum skal
bragðið upp. Hugur reikar heim
til horfínna stunda, þegar hugað
var að heimamálum eða þenkt um
þjóðmál. Þá var dýrmætt að fá góð
ráð og gagnleg og þau gaf Þor-
bjöm. Þegar á þorrablótum þurfti
að slá léttan tón var leitað til Þor-
bjamar og það brást ekki að efni-
stök öll vora hvora tveggja: list-
feng og gamansöm þar sem ljóð
féll að lagi, efni að atburðum þó
á brygði blæ hins kátlega.
Eða þegar við sátum sex saman
á síðkvöldum og ortum allt hvað
af tók um dægurmálin eða lífið og
tilverana eða bara okkur sjálfa,
þegar annað þraut. Þá var Þorbirni
skemmt. Þá var ljúft að lifa. Hug-
sjónamaðurinn og hugsuðurinn í
hópi okkar var hann sem nú er
kært kvaddur. Mannúðarhugsjón
sósíalismans var honum eðlislæg
og henni fylgdi hann af alúð þess
sem vill færa orð í verk, láta at-
höfn fylgja fyrirheiti.
Minningabrot merla um hug af
margri gerð og öll auðga þau og
yija.
Æviágrip skal ekki rakið, en
örfá atriði tíunduð.
Þorbjörn fæddist á Hallgeirs-
stöðum í Jökulsárhlíð 3. júlí 1920.
Foreldrar hans vora hjónin Helga
Jóhannesdóttir og Magnús Arn-
grímsson bóndi þar, síðar í Máss-
eli og Hólmatungu í Hlíð. Við
Mássel, æskuheimilið, kenndi Þor-
bjöm sig jafnan, svo kært var hon-
um það. Tæpra tveggja ára varð
hann fyrir því að falla niður snar-
brattan stiga og þá er talið að
mænan hafí skaddast, en menjar
þess bar hann alla ævi, enda bund-
inn hjólastól um áratugi. Hann ólst
upp við öll algeng sveitastörf enda
lengi vel sem lítt bar á afleiðingum
byltunnar, þó eflaust hafi hann
alltaf fundið þess vísan vott.
Þorbjörn var mjög námfús og
bókhneigður og fór í Eiðaskóla og
lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra
nám. Hugðist halda áfram námi,
en örlögin og aðstöðuleysið tóku í
taumana, en tregað mun hann allt-
af hafa það að mega ekki nema
meira, en það fór dult sem fleira,
enda hann fjarska óvílinn.
Hann settist hins vegar að á
Reyðarfirði, vann hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa við skrifstofustörf í
nartnær þijá áratugi við hinar
erfiðustu aðstæður á alla lund. En
aldrei var æðrast og alltaf horfí
haldið. Hann leysti öll sín verk
afar vel af hendi, nákvæmur,
glöggskyggn og samvizkusamur,
vannst mjög vel, var hreinn snill-
ingur í allri umgengni við fólk í
erli daganna, sem oft var mikill.
Það er ekki ofsagt að Þorbirni
hafí orðið vel til vina heima. Um
það vottar hlýhugur svo ótal-
margra austur þar.
Þorbjörn hafði yndi af bókum,
en aðeins góðum bókum, þær vora
ástríða hans mest, enda bókasafn
hans afar mikið að vöxtum og
ágætlega vandað. Hann var stál-
minnugur og kunni heilu kvæðin
og bókarkaflana svo unun var á
að hlýða. Um árabil gætti hann
bókasafns Sjálfsbjargar og þar var
engum í kot vísað.
Erfíð fötlun og aðstöðuleysið
heima stuðluðu að suðurför hans.
Fyrst var hann á Reykjalundi, en
síðar og um langt árabil bjó hann
í Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu,
þar sem svo margur hefur notið
HAFNFIRÐINGAR - NAGRANNAR!
Til jólagjafa:
Mikið úrval af íþróttavörum frá NIKE og
leikfimifatnaði frá VENICE BEACH.
Sérstakt kynningarverð á ýmsum vörum.
Opið til kl. 22 í dag og kl. 13 -17 á morgun.
gfí
Lækjargötu 34c, Hf. Sími 65 25 92
ODYR OG FALLEG
JÓLATRÉ
Jafn, þéttur og barrheldinn
normansþinur
Stærð í cm: Verð:
100-125 kr. 1.600,-
126-150 kr. 2.150,-
151-175 kr. 2.650,-
176-200 ; kr. 3.450,
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
__Sícr___Sr-_
Sr-____Sr-_
k „AVISUN" KR. 100,- k
Gegn framvísun þessa miða fær handhafi
. 100 kr. í afslátt þegar hann kaupir jólatré hjá
Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík á
jólatréssölunni við Fríkirkjuna, Fríkirkjuvegi 5
(austanmegin við Tjörnina).
Aðeins ein „ávísun“ gildir fyrir hvert jólatré sem keypt er.
Gildirfrá 19.12. til 23.12.1992 eða meðan birgðir endast.
-»*n____->■£
k
1
1
k irv’y I' '
KULDA-
FATNAÐUR
Á börn og fullorðna
KAPP kuldafatnaðurinn
nýtur sífellt meiri vinsælda
því hann er bæði hlýr og
þægilegur. Fáanlegursem
samfestíngur eða stakar
buxur og jakki, bæði á börn
og fullorðna.
Stefndu á íslenskt 166°N
m\
JBtSEBMSMSB
SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVÍK
SÍMI 91-11520
og nýtur atlætis og aðstöðu allrar.
Þar undi hann hag sínum vel, varð
vinmargur, enda félagslyndur með
afbrigðum, undi löngum við græna
borðið í góðum félagsskap, glöggur
spilari og náði þar ágætum
árangri.
Söng og tónum unni hann og
naut þess að syngja í Sjálfsbjargar-
kórnum um skeið. Minningabrotin
merla skærar og skýrar og skal
þó linna sundurlausum þönkum.
Hinzta stefíð hefur hljómað og
húmið sækir á hug.
Þorbjörn Magnússon er kært
kvaddur og honum þökkuð sam-
fylgd þekk í hvívetna. Hann lætur
eftir sig ljúfar minningar sem
leiftra af drengskap og dáð. Mér
fljúga í hug fallegar ljóðlínur hans
sem hinztu einkunnarorðin:
Lyftu vonanna vængjum
þó ei virðist það létt.
Bak við harmanna himin
skín í heiðríkjublett.
Þ.M.
Samúðarkveðjur sendum við
Hanna öllum er honum vora hug-
fólgnir. Blessuð sé minning mann-
kostadrengs.
Helgi Seljan.
Andans mikilmenni hefur nú
kvatt!
Það er haustið 1975. Ungur pilt-
ur, að hefja nám í menntaskóla
og nýfluttur í Sjálfsbjargarhúsið,
er að snæða sína fyrstu kvöldmált-
íð í matsal hússins. Hann lítur yfir
matsalinn til að finna sér sæti og
rennir sér þvínæst upp að borði
ekki fyarri afgreiðslunni á móti
skarpleitum og skörulegum manni
og spyr galsalega hvort hann megi
sitja þar. „Og hver ætti svo sem
að banna þér það?“ er svarað.
Þannig hófust kynni mín af Þor-
birni Magnússyni, kynni sem áttu
eftir að þroskast og eflast allt til
hinstu stundar. Þorbjörn var ákaf-
lega sérstakur persónuleiki. Þor-
bjöm var ekki margmáll en leiftr-
andi athugull og þegar hann lagði
orð í belg í umræðum var að finna
í athugasemdum hans visku sem
ekki hefði verið komið betur á
framfæri í löngum orðræðum.
Þyrfti maður að leysa úr málum
sem þurftu sérstakrar athugunar
við bar maður það gjarnan í matar-
tímunum undir Þorbjörn og gat
þá verið viss um að málið yrði
rætt af skarpskyggni og íhygli.
Þorbjöm var sannur sósíalisti og
félagshyggjumaður og fylgdist vel
með þjóðmálaumræðunni. Hann
tók virkan þátt í baráttu Sjálfs-
bjargar fyrir fullri þáttöku og jafn-
rétti fötluðum ti) handa og átti
alltaf góð ráð að gefa þegar mál-
efni Sjálfsbjargar báru á góma.
Við borðið í matsal Sjálfsbjargar
voru oft fjöragar umræður um
ýmis málefni, allt frá dægurmálum
til eldheitra stjórnmálaumræðna.
En það var önnur og ekki síðri
hlið á Þorbirni. Glettni hans og
athugasemdir sem hann læddi út
úr sér með prakkarasvip, svo lítið
bar á, vora einstakar. Þorbjörn var
líka maður gleðinnar og veislu-
halda. Þá naut hann sín og lék á
als oddi. Umfram allt var Þorbjöm
þó listamaður og bókaunnandi.
Kveðskapur hans var sérlega vand-
aður og fallegur og bókasafnið sem
hann átti bar vott um djúpstæðan
áhuga hans á bókmenntum og
kveðskap. Auk eigin bókasafns sá
hann um bókasafn Sjálfsbjargar
og útlán frá Borgarbókasafni
Reykjavíkur í Sjálfsbjargarhúsinu.
Flestir, ef ekki allir, sem komu í
Sjálfsbjargarhúsið minnast þó Þor-
bjarnar vegna þess að öll þau ár
sem hann bjó í húsinu sá hann um
að selja matarmiða í matsal húss-
ins. í því sem öðru er hann tók sér
fyrir hendur sýndi hann slíka trú-
mennsku að ef honum svo mikið
sem seinkaði í matinn var alveg
víst að eitthvað sérstakt var á
seyði.
Með Þorbirni er horfinn á braut
mikill maður, góður vinur og trú-
fastur félagi. Við Sjálfsbjargarfé-
lagar kveðjum Þorbjörn með sökn-
uði og óskum systkinum hans og
fjölskyldum þeirra Guðs blessunar.
F.h. Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra,
Jóhann Pétur Sveinsson.
BenónýB. Krisljáns-
son - Kveðjuorð
Fæddur 25. maí 1920
Dáinn 12. desember 1992
Elsku Benni afi okkar er látinn.
Hann sem alltaf hefur verið
svo stór þáttur í lífí okkar barna-
bamanna. Að minnast allra gleði-
stundanna er svo auðvelt, þær
vora svo margar, en samt er það
svo sárt, því þær verða ekki
fieiri.
Allar stundirnar í sumarbú-
staðnum þeirra afa og Diddu
ömmu, í Vaðnesi frá því við vor-
um ungbörn og þar til nú, eru
ómetanlegar. Þegar við stóðum
við Hvítá í Grímsnesinu og vorum
að reyna að fá þann stóra var
afí alltaf svo léttur með grín og
glens á vöram og ekki vantaði
veiðisögurnar hjá honum. Afí var
líka svo mikill vinur okkar, svo
traustur ef eitthvað var að, og
alltaf tilbúinn til þess að sjá
björtu hliðamar á öllum málum.
Veikindi hans greindust í byij-
un ágústmánaðar og liðu því
ekki nema Qórir mánuðir, þar til
allt var búið.
Elsku amma okkar. Mundu að
þó fjölskyldukjarninn sé smár,
þá er hann eins og veiki hlekkur-
inn í keðjunni, í raun stór og
sterkur.
Guð blessi ykkur afa og breiði
ljós sitt yfír ykkur.
Benni, íris og Sigurbjörn.
Mig langar að skrifa hér nokkur 1
kveðjuorð til ágæts vinar míns,
Benónýs Björgvins Kristjánssonar.
Það var fyrir tæpum 15 árum
sem ég var svo lánsöm að kynnast
honum og hans góðu konu, henni
Diddu.
Þessi ár hefur aldrei borið skugga )
á okkar vinskap, við hryggðumst I
saman í sorg og glöddumst í gleði, .
hann miðlaði mér af reynslu sinni
og lífspeki.
Með Benna er gengin góður vin-
ur og bið ég honum fararheilia á
nýrri vegferð. Votta ég Diddu,
Möggu, Geira og öllum hans að-
standendum innilega samúð og
kveð kæran vin með versinu, sem
var honum svo hugleikið.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Inga.