Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 69

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 69 Maður líttu þér nær Frá Rannveigu Tryggvadóttur: Ég vona að menn verði ekki síð- ur gjafmildir við samlanda sína fyrir þessi jól en við þurfandi þegna annarra landa. I síðasta þætti Hemma Gunn var slegið á gamal- kunna strengi þegar höfðað var til gjafmildi manna og varpað á skjá- inn myndum af „lifandi beina- grindum" barna og fullorðinna í Afríku. Við höfum verið svo upptekin af neyðinni þar að við höfum nær gleymt „að líta okkur nær“. Það er hörmulegt til þess að hugsa ef rétt reynist að um 300.000 manns skuli hafa fallið úr hor í Sómalíu, m.a. vegna þess að óaldarlýður hefur í kjölfar langvinns ófriðar rænt matargjöfum erlendis frá. Pennavinir Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á tónlist, einkum söng: Anita Rita Addea, P.O. Box 1231, Cape Coast, Ghaná. Sænskur frímerkjasafnari sem getur ekki um aldur vill komast í j samband við íslenska safnara: Valdo Nagelman, Box 6015, 16406 Kista, Sweden. LEIÐRÉTTINGAR Ljóðlína misritaðist I lokalínum ljóðsins Lofnarmál, sem birtist með viðtali við Sindra Freys- son síðastliðinn miðvikudag, misrit- aðist forsetning svo merking text- ans breyttist. Rétt er línan: til að villast ekki fram af bakkanum. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- 'ngar á þessum mistökum. 1 Amma varð ttiamma í umsögn um bók Ármanns Kr. Rinarssonar „Grallaralíf í Græna- gerði“ slæddist inn villa. Þar átti að standa „Amman er sjálfstæð og hress...“ Villan fólst í því að í stað dfnrnunnar stóð mamman. Hlutað- eigendur eru beðnir afsökunar. Nú eru 28.000 bandarískir her- menn komnir þangað á vegum Sameinuðu þjóðanna auk ein- hverra liðsmanna útlendingaher- sveitamnar frönsku til að reyna að hafa hemil á þeim lýð svo kjör fólksins ættu að fara að batna. Auk þess eru Bandaríkjamenn gjafmild þjóð og Frakkar vonandi líka, eins og lýðræðisþjóðir eru gjaman, þannig að líklegt er að í kjölfar komu hermannanna berist Sómölum margvu'sleg aðstoð. Hér á landi eru margar þurfandi fjölskyldur og einstaklingar og áratugir síðan jafnmargir hafa haft jafnbrýna þörf fyrir aðstoð í einhverri mynd og nú. Menningar- snautt var það athæfi stjómvalda að skerða kjör fátækra, einstæðra mæðra um a.m.k. 3.000 kr. á mánuði. Ráðamenn verða að átta sig á því að slíkt ráðslag gengur ekki, það eru hrekkir við böm, mæðurnar kannski neyddar til kvöld- og helgarvinnu utan heimil- is. Em ekki bömin dýrmætasta eign þjóðarinnar? Hví að dæma þau til einveru? Væri ekki nær að skera niður alla óþarfa eyðslu í ríkisgeir- anum? Leitið og þér munuð fmna! Gjafir til Mæðrastyrksnefndar pg annarra styrktaraðila þurfandi íslendinga nú fyrir jólin draga kannski úr sárasta sviða þeirra er finna til vanmáttar síns sem aldrei fyrr. Lítilmagnanum hefur verið sendur reikningur sem hann hefur ekki stofnað til, reikningur vegna fyrirhyggjulítillar og gengdar- lausrar eyðslustefnu stjórnvalda síðustu tuttugu árin á skattfé al- mennings og erlendum lánum. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR Bjarmalandi 7, Reykjavík. VELVAKANDI ALEXANDRA TÝND Alexandra, sem er kolsvört læða, týndist frá Kársnesbraut 111 í Kópavogi 3. desember. Hún er eymamerkt R-9112. Vinsamlegast hringið í síma 641220 ef hún hefur komið fram. HROSSASKATT í FJÁRLAGA- GATIÐ Sigurður Guðmundsson: Ríkisstjórnin er um þessar mundir að koma saman fjárlög- um sem vægast sagt óvinsælum aðgerðum. Ég vil benda þeim herrum á að í landinu em 73 þúsund hross og ef lagður væri á 10 þúsund króna skattur á hvert þeirra þá væru komnar þar 730 milljónir. Framvegis mætti hækka þennan hrossa- skatt um svo sem tvö þúsund krónur á ári, rétt eins og bílaeig- endur hafa orðið að sætta sig við. Hestar og hestamennska em alger lúxus sem ber enga skatta en nýtur hins vegar fram- laga af opinberu fé. Hrossa- skatturinn myndi sjálfsagt einn- ig fækka eitthvað í stofninum sem er að rótnaga landið. KÁPA Græn kvenkápa ásamt brún- rósóttum trefli og vínrauðum hönskum tapaðist föstudags- kvöldið 11. desember á veitinga- staðnum Duus. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 623146. TÝNDTÍK Píla er lítil sex ára gömul tík, brún með hvíta bringu, dökk í kringum munninn með uppspert eyru og lafandi skott. Píla á heima norður í Eyjafjarðarsveit. Hún var í heimsókn í Garðabæ 23. ágúst en slapp þá út og hefur síðan verið á flakki. Hún er blíðlynd og gegnir nafninu Píla. Best væri ef ykkur tækist að handsama hana í rólegheitum og láta vita í síma 668366 hjá Ninnu á hundahótelinu að Leir- um. Eins er hægt að hafa sam- band við Eirík í heimasíma 656004 eða vinnusíma 627222, Ingimar í heimasíma_37375 eða vinnusíma 685833, Ástu í síma 51031 eða fara með hana í Dýraspítalann. HVAÐ ÞÝÐIR ÁRITUNIN? Hildur Bjarnadóttir Hraunbæ 58, Reykjavík: Farið er að stimla opnberan póst „Áframsendist ekki“. Ég hef hingað til hent þessum bréf- um ef viðtakandi er fluttur en nú er mér sagt að það eigi ekki að gera. Hvað þýðir þessi áritun? HÚFA Brún leðurbamahúfa með skinnkanti tapaðist úr bíl í Reykjavík eða Kópavogi 16. des- ember. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 44869. FATAPOKI TAPAST hefur plastpoki með fötum m.a. hvítri peysu, rauðum jakka, 2 skyrtum ásamt fleiru, sennilega í nágrenni Hlemms eða á Bræðraborgarsstíg. Upp- lýsingar í síma 25041 eða 24909. qrVla verður á Jarlinum, Sprengisandi með syní sína tvo; Sprengjusvein og Kringlusvein, á laugardag og sunnudag milli kl. 5 og 7. Sprengisandi - Kringlunni - landsins bestu hamborgarar AX-FORLAG Búa menn á tunglinu eins og Mormónar hafa kennt? Svarið er að finna í bókinni. A OSS FRA ILLU HREINASTA GERSEMI HÝJA NILFISK RYKSUGAN ER KOMIN NILFISK GM200 SOGAR MEIRA - SlAR BETUR - ENDIST LENGUR SÉRSTAKT KYNNINGARVERÐ AÐEINS KR. 19.940,- STGR. /rQniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.