Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 10
8661 tfAÚKAL .0{ /ÍUOAGUK/iUS QÍÖAJ8MIJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 107 JANÚAR 1993
VETRARÚTSÖLUR HEFJAST NÚ ALMENNT
FYRR EN ÁÐUR, KAUPMENN OG KAUPENDUR
TELJA VÖRUVAL BETRA OG VERÐIÐ LÆGRA
eftir Guáno Einorsson. Ljósmyndir: Kristinn Ingvorsson og Sverrir Vilhelmsson.
Orylltur múgur með græðgisglampa í augunum ryðst inn í
verslun um leið og dyrum er lokið upp. Flíkur eru rifnar
úr hillum og fá færri en vilja. Það eru stympingar og pústr-
ar um alla búð. Þetta er sú mynd sem stundum er dregin af
útsölum en þessi tilvik heyra vissulega til undantekninga. Þess
eru reyndar mörg dæmi að viðskiptavinum sé hleypt inn í versl-
anir í hópum en sjaldnast er bókstaflega slegist um varninginn.
Morgunblaðsmenn litu inn á nokkrar útsölur og fóru þær allar
fram með tilhlýðilegri kurteisi og innan velsæmismarka eins
og siðuðu fólki sæmir.
Verslanimar sem heimsóttar voru hófu útsölur fljótlega eftir
áramótin. Töldu kaupmenn ríkja tilhneigingu í þá átt að hefja
útsölur fyrr í janúar en áður tíðkaðist. A árum áður hófust
vetrarútsölur yfirleitt eftir miðjan janúar og allt fram í febrúar.
Flestir voru kaupmenn nokkuð ánægðir með uppskeruna eft-
ir fyrstu daga í útsölu og töldu að salan tæki aftur kipp þegar
nýtt greiðslukortatímabil hefst 14. janúar. Kaupkona í kvenfata-
verslun sagðist ekki finna á sínum viðskiptavinum að þeir höndl-
uðu minna en undanfarin ár. Annar kaupmaður átti von á
meiri sölu en í fyrra, en taldi hana dreifast jafnar yfir útsölutím-
ann. Einn gamalreyndur kaupmaður í Kringlunni hafði orð á
því að hver viðskiptavinur keypti nú færri flíkur en áður í hverri
verslun. Fyrrum var ekki óalgengt að keyptar væru tvær til
þijár flíkur, en nú oft ekki nema ein. Hann taldi skýringuna
bæði geta falist í skertri kaupgetu og breyttri verslunarhegðun,
Vöruúrval væri miklu meira en áður og að í verslunarklösum
gengi fólk á milli búða og hefði þar marga valkosti á einum
stað. Sami kaupmaður hefur verslun með vörur á niðursettu
verði á þriðju hæð Kringlunnar. Hann segir að þar dragist sal-
an saman meðan útsölur standa á neðri hæðunum en taki aftur
við sér þegar útsölum lýkur.
Ef marka má samsetningu viðskiptamannahóps þeirra fata-
verslana sem heimsóttar voru er kvenþjóðin í miklum meirihluta
á útsölum. Þær eru á öllum aldri og af öllum stéttum og stig-
um. Jafnt ungar konur klæddar eftir nýjustu tísku, í leðuijökk-
um og hlébarðabrókum, sem og eldri frúr í pelsum og með
hatta. Einstaka karl sást innan um kvenfólkið og oftar en ekki
reyndist hann fylgdarmaður eða burðarsveinn.
Ekki er óalgengt að verð sé lækkað um 40% og allt að 70%.
Sumar verslanir voru einungis með hluta vöru sinnar á útsölu.
Þá var gjarnan gefinn einhver afsláttur af þeim vamingi sem
ekki taldist útsöluvara. Nokkrir kaupendur bentu á að það
væri villandi að auglýsa útsölu þar sem afsláttur næmi einung-
is 10 - 20% frá venjulegu verði. Afsláttur þyrfti að vera mun
meiri til að bragð væri að. í þeim verslunum sem heimsóttar
voru virtist afsláttur yfirleitt vera nálægt 40% frá því verði sem
gilti fyrir jólin.
En hvaða vara er það sem falboðin er nú á niðursettu verði?
Kaupmenn sögðu margir að vörur sem teknar voru upp í síð-
asta mánuði væru nú komnar á útsölu og það með verulegum
afslætti. Þetta væru toppvörur og alls ekki hættar að hreyfast
á fullu verði. Þessi verslunarmáti hefði varla þekkst fyrir fáum
árum og útsölur nú miklu „sterkari" hvað varðar vörugæði og
verð. Viðskiptavinimir vom á sama máli um að nú væm nýrri
og vandaðri vömr á útsölum, en áður hefði það verið „meira
drasl“ eins og ein kona orðaði það. Hugtakið „útsöluvara“ er
því að öðlast nýja og virðulegri merkingu. Þeir viðmælendur
úr hópi kaupenda sem teljast orðnir sjóaðir í boðaföllum útsölu-
vertíðarinnar lögðu áherslu á mikilvægi þess að ákveða fyrir-
fram hvað keypt skyldi á hverri útsölu. Oreyndum kaupendum
hætti oft til að falla fyrir freistingum augnabliksins, eða létu
glepjast af gylliboðum. Þá væri hætt við að varan flyttist ein-
faldlega úr verslunarhillum í skápa og skúffur kaupandans,
með tilheyrandi fjárútlátum. Þar lægi hún svo engum til gagns
og kaupandanum til ama. Með svolitlum undirbúningi og kaldri
skynsemi gætu útsölur hins vegar verið ríkuleg búbót fyrir
hyggna kaupendur.