Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.01.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 TAEKWON-PO JUDO 06 KARATE FYRIRKRAKKA Á ALDRINUM MÖRKIN 8, V/SUDURLAND5BRAUT, SÍMI 679400 USTAjÆf •LEIKLIST Leikræn tjáning, spuni, textameðferð 7-8,10-12 OG 13-15 ÁRA Markmio námskeiðsins er að þroska persónuleika, samstarfshæfileika og öryggi. Kennarar: Harpa Arnardóttir og Þórey Sigþórsdóttir leikarar •DANS-LEIKIR-SPUNI 4-5 OG 6-7 ÁRA Unnið út frá æfintýrum og hugmynaaheimi barnsins. Leikræn tjáning er undirstaða kennslunnar. Kennari: Harpa Helgadóttir leikari •DANS-SPUNI 6-7 ÁRA Leikrænir dahstímar Kennari: Katrín Káradóttir danskennari •TONMENNT Tónlist,spuni,söngur,dans 4-6 OG 6-7 ÁRA Námskeiðið byggir á Carl Orff kennsluaðferðum. Kennari: Elfa Gísladóttir tónmenntakennari •AFRO / HIP-HOPP Fyrir unglinga Kennari: Orvule Pennant frá Jamica •DJASS 8-10 OG 10-12 ÁRA Leikrænir danstímar Kennari: Katrín Káradóttir danskennari W6I& Upplýsingar og innritun í síma 15103 og 17860 Knstján Vattnes Jónsson — Minning Fæddur 2. september 1916 Dáinn 31. desember 1992 Þegar ég frétti lát vinar míns Kristjáns Vattness, hvarflaði hug- urinn til okkar fyrstu kynna fyrir 40 árum. Þá var ég nýliði í lögregl- unni og átti því láni að fagna að vera settur á sömu vakt og hann. Með okkur tókst strax góð vinátta sem hélst alla tíð. Það var mikið lán fyrir mig að verða vaktarfélagi Krist- jáns því betri leiðbeinanda í starfi var ekki hægt að fá. Hann var ein- staklega glæsilegur maður og virtur af öllum sem honum kynntust. Auk þess var Kristján öllum þeim kostum búinn sem fyrirmyndar lögreglumað- ur þarf að hafa til að bera, enda vakti hann athygli hvar sem hann fór fyrir glæsimennsku og fágaða framkomu. Kristján hóf störf í lög- reglunni í Reykjavík 1. ágúst 1939, og varð því einn af þeim lögreglu- mönnum sem fengu sína eldskím við hin erfiðu og vandasömu störf sem þurfti að sinna á stríðsárunum. Frá þeim árum kunni Kristján margar sögur sem unun var á að hlýða, enda sögumaður góður. Sum þau atvik sem þá áttu sér stað voru með mikl- um ólíkindum og ekki á allra færi að fást við, eins og þegar Kristján og starfsfélagi hans yfirbuguðu sex sérþjálfaða/andgönguliða, sem höfðu misþyrmt íslendingi á Laugavegin- um, stöfluðu þeim upp á vörubifreið og óku með þá á lögreglustöðina. Af þessu urðu nokkur eftirmál sem Agnar Kofoed Hansen, þáverandi lögreglustjóri, segir frá í endurminn- ingum sínum. Það mátti segja um Kristján „að betri voru handtök hans heldur en nokkurs annars manns“. Þó þessi saga sé hér sögð er hún bara um eitt af mörgum afrekum sem hann vann. Ungur að árum hóf Kristján að stunda íþróttir og náði þar langt og var m.a. Islandsmeistari í spjótkasti í mörg ár, og fór á Ólympíuleikana í Berlín 1936 og keppti þar í spjót- kasti og var fánaberi íslenska liðs- ins. Svo mikla athygli vakti þessi glæsilegi maður að ein af þekktustu kvikmyndaleikkonum Þjóðveija sat um að kvikmynda Kristján hvenær sem hún komst í færi við hann. Hug sinn til íþrótta sýndi Kristján árið 1983 er hann kom og heimsótti mig á skrifstofu mína og hafði með- ferðis bikar einn mikinn sem hann kvaðst vilja gefa lögreglunni. Bikar- inn var nefndur „Vattnesbikarinn" og falinn íþróttafélagi lögreglunnar til varðveislu og ákveðið í samráði við gefanda að keppa árlega um bik- arinn og voru keppnisgreinar ákveðnar þijár, skotfimi, 200 m bringusund og spjótkast. Ifyrir besta samanlagðan árangur í þessum greinuni skyldi veita „Vattnesbikar- inn“ til varðveislu í eitt ár. Síðan hefur árlega verið keppt um bikarinn og þykir hinn mesti heiður að vera handhafí þessa bikars. Flest ef ekki öll árin hefur Kristján verið viðstaddur keppnina og afhent bikar- inn. Margs er að minnast frá okkar samveruárum hvort sem það er úr lögreglustarfínu eða utan þess. Auk þess að vera vaktarfélagar vorum við Kristján nágrannar í Kópavogin- um. Hann bjó með sinni stóru fjöl- skyldu í litlu húsi við Þinghólsbraut- ina, og hafði þá sérstöðu að hafa sjávarlóð og hafði gert þar uppsátur fyrir ágætan lítinn bát sem hann átti. Þennan bát notaði hann til að draga björg í bú, bæði fisk og fugl, því Kristján var fengsæll veiðimaður og kunni vel að fara með flest veiðar- færi. Eg minnist margra ánægju- stunda sem við áttum saman á bát hans á björtum vomóttum úti á Faxaflóa og þær samverustundir gleymast aldrei. Hinn 1. september 1963 lét Krist- ján af störfum í lögreglunni, en þá hafði hann um nokkum tíma átt við veikindi að stríða, og taldi sig ekki færan um að sinna lögreglustarfínu eins og hann hafði gert. Það var höggvið stórt skarð í vaktina okkar þegar Kristján lét af störfum og hans var þar sárt saknað. Hann hafði þó alltaf samband við félagana og það var gaman að fá hann í heim- sókn og ræða málin. Með Kristjáni Vattnes er genginn góður drengur og mannvinur sem þroskandi var að kynnast. Eigin- konu, bömum og ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Bjarki Elíasson Með Kristjáni Vattnes er til mold- ar hniginn enn einn af eldri og ábyggilegustu lögreglumönnum í Reykjavík. Fyrrverandi samstarfs- menn hans hafa rómað hve stilltur og íhugull hann hafí jafnan verið þegar vandi var á höndum eða til átaka kom. Hann hafí haft einstak- lega gott lag á að stilla til friðar með óróaseggjum, en verið öðmm snarari að handjáma áður en í óefni væri komið. Hafí hann átt allt til brunns að bera, sem prýða mætti góðan lögreglumann. Einnig er Kristjáns heitins minnst sem afburða íþróttamanns á kreppuárunum fyrir heimsstyijöldina síðari. Hér skal hans þó minnst sérstak- lega fyrir hetjudáð er hann drýgði ásamt starfsfélaga sínum, Ólafi Guð- mundssyni, sem enn lifír, aðfaranótt 21. desember 1941 í stórbrana í Hafnarstræti 11 í Reykjavík. Þar forðuðu þeir sjö manns frá bráðum bana. Segir svo í Morgunblaðinu 21. og 24. desember 1941 um þátt löregl- unnar: „Þegar boðin komu á lögreglustöð- ina bragðu þrír lögreglumenn við á augabragði og hlupu að eldstaðnum. Er þeir komu að útidyram hússins stóð eldblossinn út gegnum vinnu-' stofuhurðina út í stigaganginn svo þeir komust með naumindum upp stigann og sneri einn þeirra frá. En þeir Kristján Vattnes og Ólafur Guð- mundsson þutu framhjá loganum ... Þegar hér er komið sögu era 9 manns í íbúð frú Elísabetar á efstu hæð, r -JA N ÚA RTILBOÐ !■—. Allt ab 70% afsláttur ! Sófasett, hornsófar, stakir sófar í öllum stærbum, sófaborö, sjónvarpsskápar, innskotsborð, blómasúlur, kommóður, hægindastólar, hillusamstæður, borðstofuborð og stólar, eldhúsborö og stólar, fatahengi, rúm, lútaðir skápar, skrifborb og lampar. HUSGOGN Útsölustabir: Húsgagnaloftib, ísafirbi sími 4566. Reynisstaður, Vestmannaeyjum sími 11042. FAXAFENI 5 SÍMI 674080 / 686675 .N________-____________________ hún og drengimir tveir, lögregluþjón- amir, frú Steinunn frá Baldurshaga, er þar var til að gæta bamanna og dóttir hennar, er hljóp upp, eftir að hún hafði símað, ennfremur ung stúlka, sem leigði herbergi í íbúðinni og unnusti hennar. Þareð fólk þetta vissi sem var, að slökkviliðið myndi á næstu augna- blikum ráðast að eldinum á stofu- hæð, taldi það, að þama uppi væri engin yfírvofandi hætta á ferðum. En þetta fór á annan veg, því þarna mátti litlu muna, sem kunnugt er. Nokkrum augnablikum eftir að lögregluþjónarnir komu upp í íbúð- ina, fylltist hún af reyk. Var þá sýnt, að hætta var á ferðum, ef fólkið þyrfti að hafast lengi við þama. Stúlkan, sem leigði þama, var í herbergi næst stigagangi er sneri fram að götu. Er hætta var sýnileg þar, lét unnusti hennar hana síga niður á svalir, sem era á húsinu fram- an við næstu hæð. En hitt fólkið var nú í svefnher- bergi frú Elísabetar austast í íbúð- inni að sunnanverðu. Er hún lítur fram í borðstofuna, sem var í miðri íbúðinni, sér hún að eldurinn er að bijótast inn í stofuna. Er þá um ekk- ert annað að gera, en að komast upp á þak hússins. Bratust lögregluþjón- amir út um gluggann upp á þakið og vora bömin rétt þeim þangað. En síðan náðu þeir konunum út um gluggann. Nú leið nokkur stund, að fólk þetta allt var á þaki hússins, því það tók tíma að koma eldsvoðastigum upp með húsinu. Slökkviliðið lagði stiga upp á svalimar og annan af svölunum upp í glugga á efri hæð, og vora drengimir réttir þangað niður. En í sama mund var breskt slökkvilið komið að norðurhlið hússins með stiga og klifraðist fullorðna fólkið niður þann stiga.“ Atburðurinn var rifjaður upp hér í blaðinu 11. ágúst 1990 þegar Hilm- ar Foss Poulton, bresk-íslenskur skipstjóri búsettur í Ástralíu, sem sendur hafði verið hingað heim til ömmu sinnar til að forða honum frá loftárásum á London, kom og hitti hetjumar sínar. Þar segir: „Nokkrum mínútum eftir að Ólaf- ur og Kristján voru komnir inn í íbúð- ina fylltist hún af reyk og varð fólk- inu þá ljóst að lífshætta var á ferð, eldurinn var að loka öllum útgöngu- leiðum. Lögregluþjónamir bratust út um kvistglugga út á þakið. ... Síðan tókst þeim að koma fólkinu, drengjunum fyrst, upp á þakið þar sem það beið þar til slökkviliðið hafí reist nægilega langa stiga til að bjarga öllum niður á jafnsléttu. ... Eg hélt mér í gluggakarminn, sat klofvega í glugganum og reyndi að skorða mig en svigrúmið var heldur lítið, aðeins mjó sylla fyrir framan gluggann," segir Ólafur. „Kristján var þá kominn upp á þakið og tók við fólkinu, ég handlangaði það til hans.“ Hilmar Poulton segir aðspurð- ur að þeir bræður, er reyndar hafí verið sjö og fjögurra ára gamlir, hafi ekki verið neitt veralega hrædd- ir. „Þetta vora svo traustvekjandi menn, þeir Ólafur og Kristján, okkur fannst að við væram í öraggum höndum. Þeir vora svo fumlausir og góðlegir. Ég man enn að Kristján brosti til okkar, þá hlaut allt að vera í lagi. Kristján brosti til okkar, þá hlaut allt að vera í lagi. Þetta voru og eru enn indælis menn, það er afskaplega gaman að hitta þá aftur eftir öll þessi ár.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.