Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 KVWIFANG KRÓNPRINSINS Samantekt: Guðni Einarsson Væntanleg krónprinsessa Japana, Masako Owada, hefur þegar unnið hugi og hjörtu samlanda sinna. Naruhito krónprins hefur biðlað til Masako undanfarna mánuði og hringt í þeim erindum til hennar nótt sem nýtan dag. Hann hafði erindi sem erfiði og nú hlakka Japanir til keisaralegs brúðkaups á vori komanda. Krónprinsessan væntan- lega geislaði af ham- ingju þegar hún stillti sér upp frammi fyrir . hundruðum fréttaljós- myndara á föstudag. Michio Wat- anabe utanríkisráðherra tilkynnti fréttamönnum um trúlofunina og ságði að brúðkaup þeirra Naruhitos krónprins yrði haldið svo fljótt sem auðið yrði. Af orðum hans mátti ráða að giftingin færi fram í maí eða júní, því rætt er nú um að fresta fyrirhugaðri ferð keisarahjónanna til Evrópu í júní næstkomandi. Ut- anríkisráðherrann lýsti hinni verð- andi brúði sem miklum kvenkosti, nútímalegri konu sem sómi yrði að í keisarahöllinni. Leit Naruhitos krónprins að kvonfangi hefur legið í þagnargildi hjá japönskum fjölmiðlum undan- farið ár. Var það að beiðni keisara- embættisins sem taldi fjölmiðlaum- fjöllun spilla fyrir ástarmálum krón- prinsins. Fyrir rúmum tveimur árum kvæntist jmgri bróðir hans, Akishino, konu úr alþýðustétt. Naruhito krónprins er orðinn 32 ára gamall og voru ýmsir famir að ör- vænta um að hann gengi nokkm sinni út. Fjölmiðlar urðu við tilmæl- um hirðarinnar og sátu á fréttum um brúðarleit prinsins. Bandaríska stórblaðið Washington Post greindi svo frá því á miðvikudaginn var að krónprinsinn hefði nú fest ráð sitt og fengu japanskir fjölmiðlar þá ekki lengur orða bundist. Sem von er hefur fátt verið meira rætt þar í landi síðustu daga og prýða mynd- ir af keisarahjónum framtíðarinnar jafnt forsíður tímarita, dagblaða og sjónvarpsskjái. Dagblöð hafa birt ítarlegar greinar um áhugamál parsins, feril og fyrri störf. Eitt dagblað birti ættartölu hinnar verð- andi keisaraynju. I æðum hennar rennur ómengað japanskt blóð, hún notar ekki gler- augu og er siðsem- in holdi klædd Krónprins á biðilsbuxum Hjónin tilvonandi hittust fyrst haustið 1986, Masako Owata gaf þá berlega í skyn að hugur hennar stæði frekar til frama í utanríkis- þjónustunni en náinna kynna við krónprinsinn. Narahito var ekki á því að gefast upp og í ágúst í fyrra skipulagði milligöngumaður fyrsta stefnumót þeirra með mikilli leynd. Aftur hittust þau í október og bar prinsinn þá upp bónorðið, sem Mas- ako hafnaði eftir nokkra umhugsun. Prinsinn var ekki á því að gefast upp og hringdi hvað eftir annað í ungfrúna. Hún gafst loks upp fyrir þrábeiðni Narahitos á fjórða stefnu- móti þeirra 29. desember síðastlið- inn og játaðist krónprinsinum. Með því lauk langri og á stundum ör- væntingarfullri leit keisaralegra embættismanna að framtíðar keis- araynju. Vora margar kallaðar, en stóðust ýmist ekki kröfur „brúðarv- alsnefndar", eða krónprinsins sem vildi einhveiju ráða um lífsföranaut sinn. Ungrú Osawa þykir í flestu uppfylla þær kröfur sem gerðar era til væntanlegrar keisaraynju. Það þykir helsti ókostur hennar að hún er ívið hærri en krónprinsinn, sem mælist 163 sentimetra hár í skóm. Dagblöðunum er mikið í mun að fá leyfi hirðarinnar til fréttaflutnings frá brúðkaupinu, þegar þar að kem- ur. Þeim er góðfúslega bent á að grafla ekki mikið í því hvað Masako sýslaði á námsáram sínum í Banda- ríkjunum, ella gæti orðið erfitt að fá boð í brúðkaupið. Náms- og starfsferill Masako þykir til fyrirmyndar í keisarahöll- inni, þar sem menntun er í hávegum höfð en léttúð litin hornauga. Sögur herma að embættismenn keisarans hafi haft efasemdir um hvort Ma- sako Owata væri heppilegur kven- kostur. Móðurafi hennar var stjóm- arformaður fyrirtækis sem bert varð að því að losa kvikasilfurs- mengaðan iðnaðarúrgang í Mina- mataflóa á 7. áratugnum. Þúsundir íbúa á svæðinu biðu heilsutjón af. Enn er beðið opinberrar yfirlýs- ingar um trúlofunina frá keisara- höllinni og er hennar vænst þann 19. janúar þegar Miyazawa forsæt- isráðherra er snúinn heim út utan- landsferð. Þá verður haldinn keis- aralegur hirðfundur þar sem Aki- hito keisari, Miyazawa forsætisráð- herra, yfirmenn hirðarinnar, deild- arforsetar þingsins og hæstaréttar- dómarar koma saman. Yfirlýsing um ráðahaginn verður gefin út í lok fundarins. Samkvæmt siðvenjum hefjast þá ýmsar athafnir sem fara á undan sjálfu brúðkaupinu. Að lok- inni trúlofunarathöfn tilkynnir sér- legur sendiboði keisarans foreldrum brúðarinnar formlega um brúð- kaupsdaginn. Hann færir þeim gjaf- ir, silki, fisk og sake-vín. Masako Owada verður önnur konan úr al- þýðustétt sem sest í hásætið og sú fyrsta sem á starfsferil að baki. Sú fyrri úr alþýðustétt er verðandi tengdamóðir hennar, Michiko Shoda. Þykir þetta benda til þess að nútíminn haldi innreið sína í keisarahöllina. Krónprinsinn Naruhito krónprins er 32 ára gamall, elsti sonur Akihitos keisara og Michiko keisaraynju. Hann þyk- ir á margan hátt táknrænn fyrir Japan nútímans. Narahito, eða Hiro eins og hann var kallaður í æsku, ólst upp í foreldrahúsum, ólíkt föður hans og afa sem ólust upp hjá barn- fóstrum hirðarinnar. Hann stundaði nám við Gakushuin skólann, sem er mikils metinn, og þótti standa sig vel í samfélagsfræðum og jap- önsku, en síður í stærðfræði og I í I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.