Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 15
seeímMGUNBLÁDIDí SUNNUDÁGUKTOÍ^ÁNUÁR' 1993 Það þarf að fylgjast mjög náið með þeim sjúklingum sem eru í slíkri meðferð. Einhverra hluta vegna fór það eftirlit úr skorðum og olli það skaða. Kerfinu var breytt þannig að alltaf væri beint samband við hlutað- eigandi lækna og eftir það tók fyrir slík mistök. Fæðingarslys komu upp eftir 1986. Við athugun okkar kom í ljós að það sem oft var að, var að menn kunnu ekki nægilega vel á nýja tækni, t.d. að túlka ómskoðan- ir, fylgjast með fæðingunni með sí- rita og túlka niðurstöður hans. Þess má geta að íslendingar voru fyrstir þjóða til að taka upp kerfisbundna ómskoðun. Við boðuðum til fundar með ljósmæðrum, yfirlæknum og fæðingarlæknum. Það varð til þess að kvennadeild Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri og kven- sjúkdómalæknar komu af stað stór- um námskeiðum í Reykjavík og á Akureyri til þess að fara yfir þessi atriði rækilega og m.a. kenna með- ferð þessara tækja. Þetta hafði mjög góð áhrif. Það berast ekki eins mörg mál vegna slíkra mistaka núna. Þegar við fáum kærur um alvarleg mál sem þessi er það siður embættis- ins að kalla til tvo sérfræðinga og fá álit þeirra. Stundum köllum við til erlenda sérfræðinga til þess að fá sem hlutlausasta málsmeðferð. Þeir segja þá gjaman: „Það væri nær að við leituðum til ykkar, vegna þess að á íslandi er minnsti ungbama- dauði í heimi.“ Eg held því að örygg- is sé hér mjög vel gætt. Hins vegar vekja mál sem þessi miklu meiri at- hygli í fámennu landi eins og hér. Ef burðarmálsdauði er skoðaður fyrir ísland í heild þá er ekki hærri burðarmálsdauði í ijarlægum hémð- um en hér í Reykjavík. Á þessu hef- ur verið gerð athugun og þar stuðst við lögheimili móður. Læknar úti á landi senda þær sængurkonur sem taldar em í hættu á sérgreinasjúkra- hús. Fyrrgreind niðurstaða segir okkur að þeir kunni að velja. Þeir senda á sjúkrahús þær konur sem era í áhættuhópi. Að feigðarósi Mest er hætta á mistökum í lækn- isaðgerðum þar sem hlutimir gerast hratt. T.d. á skyndivöktum, slysa- deildum og og fæðingardeildum. Það hefur verið athugað hvort langar vaktir lækna væru áhættusamar á þessu sviði. Okkar niðurstaða var að svo gæti verið. Þess vegna vom sett- „Málarekstur i þess- um málum er að nokkru leyti ffrá- brugóinn málarekstri i mörgum nágranna- rikjum. Fleiri mál ffara til dómstóla þar, en hér veróa offt sættir milli tveggja lögffræó- inga. Greiddar haffa verió allt aó 10 millj- ónir króna i slikum til- ffellum, en i öórum til- ffellum lægri upphæó- ir. Bætur eru mun hærri hér á landi en á öórum Noróurlönd- um," „Ég vil ná ekki nota oróió maf ia, en ég heff greinilega oróió var vió þaó i málum sem ég heff ffarió meó, aó þaó er ákveóin sam- heldni milli lækn- anna. Þeir viróast sumir stundum leggja sig ffram um aó leggja eitthvaó til sem ffegr- ar hlut „kollega" þeirra. ar reglur um að læknar gætu farið heim eftir eina vakt. En því miður verður það oft svo þegar mikið er að gera að erfítt reynist að halda þessar reglur. Læknunum sjálfum getur líka verið hætta búin vegna slíkra vakta. Staðreynd er að vinnuá- lag er gífurlegt á mörgum deildum. Samkvæmt nýrri athugun embættis- ins virðist sem vinnustreita hafí auk- ist mikið og sé langt umfram það sem gerist í öðrum atvinnustéttum. Ég man eftir að á mínum fyrstu ámm hér komu til mín tveir læknar sem sögðu að ef þeir ekki fengju aðstoð þá myndi heilsa þeirra bíða vemlegt tjón. Ég reyndi að fá ein- hveija til þess að leysa þá af en tókst það ekki. Báðir þessir læknar fengu hjartaáfall nokkru seinna. Tilvik sem þessi skapa hættu bæði fyrir lækninn og sjúklinga hans. Það er langt síðan ég fór að tala um það við lækna að nauðsynlegt væri fyrir þá að kaupa sér trygging- ar. Læknar eru tryggðir innan sjúk- rastofnana en menn gleyma því að eigandi sjúkrahússins getur átt kröf- ur á lækninn ef um gáleysi er að ræða. Læknar sem starfa sjálfstætt fljóta sofandi að feigðarósi ef þeir em ekki tryggðir.“ Meiri möguleikar, meiri áhætta „Félagið hefur ekki hvatt lækna opinberlega til að kaupa sér ábyrgð- artryggingar, en vissulega hefur það málefni komið á dagskrá," sagði Sverrir Bergmann, formaður Lækna- félags Islands, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Ef ég lít aftur í tímann vom skoðanir á því efni talsvert skiptar. Hópur lækna, einkum þeir eldri, var á móti trygg- ingum á þeirri forsendu að það myndi bjóða heim málsóknum. Áðrir vom á því að læknar ættu að tryggja sig. Mín skoðun er sú að læknar eigi að tryggja sig í einkarekstri. Ég tel ekki að þeir verði kæmlausari fyrir vikið, en læknar em enn menn og þeim geta orðið á mistök. Og vita- skuld eiga stofnanir að tryggja sitt fólk.“ Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands, gaf þær upp- lýsingar að þó nokkuð væri um að læknar keyptu sér ábyrgðartrygg- ingar. Að sögn Sverris Bergmanns var á námsárum hans í Bretlandi talið óhugsandi að hefja störf þar í landi nema að vera tryggður fyrir mistökum í starfi. Sem formaður Læknafélags íslands situr Sverrir í Læknaráði og til þess kasta kemur stundum í mistakamálum sem snerta lækna. „Ég hef aðeins verið í Lækn- aráði í eitt og hálft ár og það hafa ekki komið mörg mál af þessu tagi á þeim tíma. Það lágu fyrir mál þeg- ar ég kom en ný mál em fá, innan við fimm að tölu. Þetta em aðallega mál sem snerta slys og meðferð eft- ir þau og svo mál í sambandi við fæðingar. Landlæknir hefur haldið fundi með aðilum sem á slíkum deild- um starfa til þess að reyna með fræðslu að fyrirbyggja mistök í starfí eins og tök em á.“ Flest mál sem tengjast mistökum lækna em þannig vaxin að það eru stofnanir sem þeir starfa hjá sem eru krafðar um bætur. Að sögn Páls Þórðarsonar gera þessar stofnanir yfirleitt ekki endurkröfu á hendur læknum sem sýnt þykir að orðið hafí á mistök í starfí. Eitt dæmi er þó til um slíkt og eru nokkur ár síð- an það var. Þá var um að ræða mis- tök heilsugæslulæknis úti á landi, sem ekki var talinn hafa sýnt næga aðgát í fyrirmælum til hjúkmnar- fræðings vegna sjúklings, þegar hann fór af staðnum. „í sambandi við tryggingar lækna hef ég fyrst og fremst í huga að þeir tryggi sig í einkarekstri," sagði Sverrir. „Þannig gætu þeir bætt fjár- hagslegan skaða sjúklings. Ef sjúkl- ingur álítur að hann hafi orðið fyrir skaða vegna meðferðar snýr hann sér fyrst til landlæknis eða til þess læknis sem hlut átti að máli. Til þess að sjúklingar geti sannað að þeir hafí hlotið skaða af læknismeð- ferð er stundum leitað álits Lækna- ráðs. Það líður oft talsvert langur tími þar til hægt er að meta endan- lega hvert heilsutjón sjúklingurinn hefur beðið." Hjá Tryggingastofnun ríkisins er til „sjóður byggður á svonefndum Karvelslögum". Sá „sjóður“ á að bæta sjúklingum heilsutjón sem verð- ur ekki fyrir gáleysi lækna eða ann- arra heilbrigðisstarfsmanna heldur fyrir óheppni. Svq sem þeirra sem verða fyrir sýkingum eða öðmm aukaverkunum sem hlotist geta t.d. af aðgerðum. Eftir allar aðgerðir em möguleikar á áð fólk fái stíflu í blá- æð á fæti. Eðli blóðsins breytist, blóðtappar geta myndast sem rekið getur upp í lungu og orðið banamein sjúklingsins. Gegn þessu er reynt að vinna með öllum tiltækum ráðum en menn geta beðið varaniegt heilsutjón af slíku. Læknar gera sjúklingum oftast grein fyrir hugsanlegum af- leiðingum aðgerðarinnar, en sjaldn- ast á fólk margra kosta völ, yfirleitt er aðgerðin nauðsynleg. Fómarlömb óheppilegra aukaverkana geta sem sagt sótt um bætur úr þessum „sjóði“ hjá Tryggingastofnun, en til þess verður fólk að geta sýnt fram á í það minnsta tíu prósent örorku eftir skaðann. Auðvitað koma upp tilvik sem em á mörkum mistaka og óheppni. T.d. hafa komið upp mál þar sem í ljós kemur að aðgerðir séu SJÁ NÆSTU SÍÐU Morgunblaðift/Rímar Mr Gnínuidur Svavarsson «i liBibjörg liðmsðittir mei Xarl litla sin slu. Meðal málanna 25 þar sem ekki var talið að mistök hefðu átt sér stað vom níu svokölluð slysatryggingamál.Það tók landlæknisembættið 6 ár að koma á slysatryggingu sjúklinga vegna mótstöðu lögfræðinga og stjórnmálamanna. Fyrrv. heilbrigðis- málaráðherra kom þessu á. Lögfræð- ingar töldu að bótaskylda yrði að liggja fyrir í öllum málum. Þau em þannig vaxin að ekki er hægt að sjá að neitt hafí verið gert rangt, en eigi að síður hefur sjúklingurinn ver- ið svo óheppinn að bíða skaða af læknismeðferðinni. Fær t.d. sýkingu eftir aðgerð. Sýkingar verða í 3 til 4 prósentum tilvika eftir aðgerð. Við því er ekki mikið hægt að gera. Stundum getur þetta verið mjög al- varlegt. Þetta er oftast af tveimur orsökum, annaðhvort hefur sjúkling- ur fengið mikið af sýklalyfjum áður og hefur myndað mótstöðu gegn sýklalyfjum og svo hitt að einhver veiklun er í ónæmiskerfí viðkom- andi. í slíkum tilvikum er ekki hægt að kenna gáleysi lækna um. í níutíu meiri háttar málum frá 1985, öðmm en þeim sem að ofan greinir, kemur fram einhvers konar gáleysi í um 70 tilfella, í fímm tilvika leikur vafí á hvort um gáleysi sé að ræða. Óhappatilvik eru 15, þau fara til slysatryggingasjóðs." Um „læknamafíuna“ Ólafur segir talsvert hafa verið deilt um hvort heilbrigðisyfírvöld eigi að taka á þessum málum. „Menn tala jafnvel um „læknamafíu" í því sambandi. Framangreindar niður- stöður af málarekstri sýna að allt tal um læknamafíu er illur hugarburður. í Bandaríkjunum er þessu þann veg farið að þessi mál em í höndum lög- fræðinga og dómstóla. Þar em rekin hundraðfalt fleiri slík mál en í Norð- ur-Evrópu þar sem á þessum málum er tekið svipað og hér á landi. Hvers vegna skyldi það vera svo? Er það vegna þess að læknar í Bandaríkjun- um em svo lélegir? Það er ekki lík- legt, þessi mál koma ekki síður fyrir á bestu stöðum. Er þá mannréttinda svo miklu betur gætt í Bandaríkjun- um en í Norður-Evrópu? Ég held ekki, réttur borgarans til heilbrigðis- þjónustu er mun betur tryggður á síðamefnda svæðinu. Hvað skyldi það þá vera sem skýrir þessi mörgu mál? Ég held að aðalástæðan sé sú að þessi mál fara beint til lögfræð- inga sem hafa að meginsjónarmiði að reyna að sanna sekt manna og refsa þeim. Hér aftur á móti fara þessi mál til heilbrigðistyfírvalda sem hafa rétt til þess að fara rækilega í saumana á þeim og, það sem skiptir mestu máli, hafa peninga og mögu- leika á að koma á úrbótum eins og reynslan sýnir. Oftast nær verða mistök þegar upp koma óvænt atvik sem erfitt er að bregðast við. T.d. bilun í innri skipulagningu, úreltar reglur o.fl. Mikið af okkar vinnu fer í að fínna út hvað af þessu er hreinlega „inn- byggt í kerfið" og lagfæra það. Sem dæmi getum við nefnt blóðþynningu. stundir sem þá vom eftir þar til fæðing átti sér stað. Belgir vom ekki sprengdir og þess vegna ekki notaður innri síriti, en þá er raf- skaut sett á höfuð barnsins. Tvær ljósmæður vom viðstaddar fæðinguna. Þegar útvíkkun var lokið klukkan 20.50 kallaði sjúkraliði tvisvar á aðstoðarlækni með plptæki en hann svaraði ekki og bað hún símavaktina að ná til hans. Almenn fyrirmæli eru I gildi um að læknar séu kvaddir til fyrir síðustu stig fæð- ingar. Þegar hér var komið sögu vom fóstur- h(jóð orðin hægari en höfðu verið góð fyrst. Klukkan 21.20 er skráð í skýrslum sjúkra- hússins að Karl litli liafí fæðst lífvana f fram- höfuðstöðu. Hann vó 4.110 grömm og var 55 cm langur. Mikið grænt legvatn kom með baminu og gusaðist það yfir andlit þess og fyllti vit þess. Ljósmóðir saug upp úr koki og nösum drengsins og gaf honum súrefni. Þegar aðstoðarlækni bar að um þremur mín- útum eftir fæðingu, lét hann kalla I bama- lækni og hóf þegar að soga legvatn út vitum bamsins sem andaði ekki neitt. Hjartsláttur þess var óreglulegur. Læknirinn beitti hjarta- hnoði og gaf áfram súrefni og náðist hjart- sláttur bamsins fljótt upp í 100 siög á mín- útu. Klukkan 21.30 kom bamalæknir og þá fyrst hófust þær lífgunartilraunir sem þurfti, en það var að sjúga legvatn úr barkakýli og barka og gefa síðan öndunaraðstoð með barkarennu. Fram kom í greinargerð sem rituð var um fæðinguna að beiðni landlæknis: „Ritið er ekki afbrigðilegt við fyrstu sýn en þó em í því þættir eins og að hluta lágur gmnnbreyti- leiki og ein sein dýfa, sem hefðu átt að leiða tii frekari síritunar, annaðhvort ytri eða innri síritunar, stöðugt eða síðar I fæðingunni." Það var ekki fyrr en eftir fæðinguna sem ijósmæðurnar gerðu sér grein fyrir að ekki var allt með felldu, en þegar það var ljóst var læknir ekki til staðar. Astand Kalla í dag er afleiðing þess að eftirliti frá gangsetningu fæðingar og þar til hann fæddist var ábóta- vant. Karl litli er alvarlega mál- og hreyfifatlað- ur. Hann er hins vegar talinn hafa fulla greind. Hann getur því aðeins gengið að haldið sé utan um axlimar á honum og hon- um stýrt. Hann stífnar stundum upp og á þá enn erfíðara með að stjóma öllum hreyf- ingum sínum en ella. Hann getur sagt nokk- ur orð. Hann segir Inga, Inga taka, hæ, drekka, og umbu þegar hann þarf að fara á klósettið. Hann notar að öðm leyti bliss- myndamálið til tjáskipta. Allir foreldrar vænta þess að eignast heil- brigt barn. Foreldrar fatlaðra barna verða að fá að syrgja heiibrigða bamið sem ekki fæddist. Sorgarviðbrögðin em sennilega ekki ólík og hjá þeim foreldmm sem missa bam sitt. Sorgin vegna fötlunar Kalia mun fylgja okkur allt llfið. Þó er það svo að yndislegra bam getum við ekki hugsað okkur í dag en Kalla. Gleðin og hamningjan er ekki minni núna innan fjölskyldunnar en áður en hann fæddist. Við erum ekki reið eða bitur. Það kemur ekki til af miklum þroska. Það, að sinna bami sem er jafn alvarlega fatlað og Kalli, krefst alls af foreldmm, líka þess að orkan fari ekki í neikvæðar tilfinningar. Við að eignast hann þurftum við að takast á við fordóma og viðhorf i okkur sjálfum sem ekki var átakalaust og I raun hefur allt okkar gildismat breyst. Þegar Kalli var lítill vom framfarir hans oft Utlar sem engar í lengri tíma. Þá skipti miklu máli að geta glaðst yfír litlu. Það hefur Kalli kennt okkur og slíkt viðhorf er mikill gleðigjafí. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.