Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR llffilW__________m SUNNUDAGUR 10. JANUAR 1993 31* Kristján minntist þess að þegar allt var afstaðið tók hann eftir því að allir hnappamir á lögreglujökkum þeirra Ólafs, sem hnepptir höfðu verið upp í háls, vom dottnir af. „Við vomm svo aðþrengdir af köfn- unartilfínningu að þegar við kom- umst inn íbúðina sviptum við jökk- unum frá til að fá loft í lungun." Þessi systursonur minn mun einn eftirlifandi af þeim, sem Kristján heitinn og Ólafur björguðu svo fræki- lega. Emm við og fjölskyldur okkar jafnan þakklát þeim félögum fyrir hvernig þeir brugðust við og lögðu sjálfa sig í mikla hættu. Samstarfs- menn Kristjáns töldu þetta dæmigert fyrir atgervi hans, en hann var einn- ig einstaklega háttprúður maður og hvers manns hugljúfí. Hvíli hann í friði. Hilmar Foss. Að kvöldi gamlársdags fengum við þær sorglegu fréttir að afi okkar væri dáinn. Afí sem alltaf var hress og kátur, þegar við komum í heim- sókn, var nú farinn, en ekki er hann horfínn úr huga okkar og við munum alltaf minnast hans sem besta afa í heimi. Alltaf var jafngott að koma í heim- sókn til afa og ömmu á Hjalló, og alltaf var manni fagnað þar. Þau voru ófá skiptin sem farið var í bíl- túr suður með sjó eða niður á bryggju, og ævinlega var lagið tekið. Þessar ferðir enduðu oftast á kaffi og kökum í Kaffívagninum eða á kjúklingi og frönskum á Svörtu pönn- unni, því að afí gat ekki hugsað sér svanga manneskju nálægt sér. Afí var íþróttamaður af guðs náð, og þeir voru óteljandi, að okkur fannst, verðlaunapeningamir og bik- aramir sem hann hafði unnið til. Þess vegna fannst okkur æðislegt þegar afi og amma komu og sóttu okkur í sumarbúðir á Hlíðardalsskóla og við báðar kallaðar upp og verð- launaðar fyrir sund og hlaup. Alls staðar þar sem afí kom bar hann af að glæsileika og reisn. Megi Guð almáttugur geyma Kristján afa og styrkja elsku ömmu og alla þá sem eiga um sárt að binda. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Lovfsa Rristín og Lilja. Það var vorið 1936 sem undirrit- aður byijaði að æfa frjálsar íþróttir á gamla Melavellinum í Reykjavík. Fljótt veitt ég athygli háum glæsileg- um ljóshærðum manni með fallegan svip. Ég komst fljótlega í kynni við piltinn sem var Kristján Vattnes Jónsson og var KR-ingur, en hann bar af öllum íþróttamönnum á vellin- um fyrir fjölhæfni og getu. Engum tókst að sigra hann í hans úrvals- greinum, sem voru spjótkast, kúlu- varp, kringlukast og reyndar fleiri íþróttir. Kristján setti alls íslandsmet í fímm íþróttagreinum, tugþraut, fimmtarþraut, kringlukasti, kúlu- varpi og síðast en ekki síst í spjót- kasti. Með okkur tókst mikil og sönn vinátta, sem haldist hefur ætíð síð- an. Kristján var í hópi íslenskra íþróttamanna sem tóku þátt í Ólymp- íuleikunum í Berlín 1936 og stóð sig vel, þótt ekki kæmist hann á verð- launapall. Hann var einnig fánaberi hópsins og vakti athygli vegna glæsi- leika. Kristján fæddist á Vattamesi við Reyðarfjörð, sonur hjónanna Magneu Torfadóttur frá Stokkseyri og Jóns Eiríkssonar bátasmiðs. Seinna flutt- ust þau hjón ásamt börnum sínum til Reykjavíkur. Árið 1939 gerðist Kristján lög- regluþjónn í Reykjavík og setti hann svip á lögregluliðið sökum þreks og gjörvileika. Við urðum vaktfélagar 'á svonefndri Matthíasarvakt. Kristján vann vináttu allra félaganna, því ekki var sá illa staddur sem hafði samfylgd hans í erfíðum verkefnum, sem svo oft kom fyrir á stríðsárun- um. Einnig var hann ágætur sögu- maður. Eftirminnilegasta atvik í samstarfí okkar var þegar kviknaði í neðstu hæð hússins í Hafnarstræti 11, en við komum þar fyrstir á vettvang. Okkur var sagt að fólk væri í hættu á efstu hæð hússins en mikill eldur var í fordyri og lagði eldtungur að stiga. Við ákváðum að fara upp stig- ann þrátt fyrir mikinn eld og reyk er fylgdi okkur upp. Okkur tókst að bjarga að mig minnir þremur konum og tveimur börnum upp á þak húss- ins og þaðan niður með hjálp slökkviliðsins. Mikil mildi var að ekki varð mannskaði í þessum eldsvoða. Ég þakka snarræði og líkamsþreki Kristjáns hve vel tókst til í sam- starfí okkar við þessar erfíðu aðstæð- ur. Við vorum heiðraðir af lögreglu- stjóra, Agnari K. Hansen, fyrir björg- unaraðgerðirnar. I fristundum stundaði Kristján fískveiðar og skotferðir á góðum smábáti, sem faðir hans smíðaði. Ég fór oft í slíkar ferðir með honum og ávallt vegnaði honum vel í þessum ferðum sínum. Hinn 29. október 1938 kvæntist Kristján Lovísu Helgadóttur frá Reykjavík, en hún var þekkt fím- leikastúlka úr KR, dugleg og skemmtileg og hallaði ekki á með þeim hjónum. Þeim fæddist fyrsta bamið 1939. Var það fönguleg dóttir, skírð Magnea. Alls eignuðust þau sjö böm, þijá drengi og fjórar stúlkur. Böm þeirra sem nú lifa eru Magnea, Bryn- geir, Guðríður, Eyþór og Sólveig. Tvo drengi misstu þau á besta aldri, Helga, sem fórst með vitaskipinu Hermóði, og Jón, sem lést af slysför- um hér í Reykjavík. Mikill harmur var kveðinn að þeim hjónum við frá- fall þessara efnilegu pilta. Kristján hætti lögreglustörfum 1. september 1963 vegna meiðsla er hann hlaut á íþróttaferli sínum. Hann fluttist síðan til Hveragerðis og vann um tíma sem verkstjóri hjá bæjarfé- laginu þar. Eftir að hann fluttist aftur til Reylqavíkur fór hann að kenna meins sem síðan dró hann til dauða. Hann bar sjúkdóm sinn sem hetja allt til dauðadags. Stjáni vinur minn er horfínn til æðri heima og er hans sárt saknað. Blessuð sé minning um góðan dreng. Einlægar samúðarkveðjur til þín Lúlla mín og allrar tjölskyldunnar. Þess óskar f.v. starfsbróðir og vin- ur. Ólafur Guðmundsson. Elskulegur tengdafaðir minn kvaddi þennan heim að kvöldi gaml- ársdags eftir löng og erfið veikindi. Ég vil byija á að þakka starfsfólki á Borgarspítala, deild 5-B, fyrir framúrskarandi hlýja og góða hjúkr- un frá fyrsta degi til hins síðasta. Ég var þeirrar gæfu njótandi að kynnast fjölskyldu tengdaföður míns fyrir um 30 árum og hefur mér liðið vel í faðmi hennar. Hlýjan og nota- legheitin frá honum og gleðin og hressleikinn frá tengdamóður minni, Lovísu Helgadóttur. í hvert sinn sem ég kom á heim- ili þeirra, sem var nú nokkuð oft, fór ég þaðan glöð og kát. Þeim hjónum var sérstaklega lagið að taka vel á móti öllum. Tengdafaðir minn var mikið náttúrubam og útivistarmaður og er það sérstakt að allir í karllegg hafa erft það frá honum. Því var oft talað um veiðiferðir þegar fjölskyldan hittist. Ég heyrði oft útundan mér þegar karlamir í fjölskyldunni voru að spjalla — og alltaf var talað um veiði, jafnt skotveiði sem fiskveiði. Veiðisögur voru líka aðalumræðuefni tengdaföður míns alveg fram til hins síðasta. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og keppti á Olympíu- leikunum árið 1936. Allt fram síð- asta dag var hann eins og ungur maður hvað líkamsbyggingu snertir, teinréttur og vel á sig kominn líkam- lega, að minnsta kosti það sem sást. Bömin mín öll biðja fyrir hlýjar kveðjur til ömmu sinnar og þakka fyrir góðar stundir á liðnum árum. Lovísa, dóttir mín, sem búsett er í Lúxemborg, átti sérstaklega ánægju- legar stundir með afa sínum nú um jólin og biður Guð að styrkja ömmu sína sem nú á um sárt að binda. Tengdafaðir minn var og verður í minningunni alveg einstæður maður, ljúfur og drengur góður. Megi góður Guð styrkja tengdamóður mína og þá aðra sem um sárt eiga að binda. Ég veit að vel verður tekið á móti honum í Guðsríki. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast honum. Ég og fjölskylda mín kveðjum elsku tengdapabba með söknuði en góðar minningar hlaðast upp og ylja. Tíminn læknar öll sár, fari hann í friði. Bezti faðir, bama þinna gættu, blessun þín er múr gegn allri hættu, að oss hlúðu, hryggð burt snúðu, hjá oss búðu, orð þín oss innrættu. (Pétur Guðmundsson) Ragna Gísladóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem), Á morgun verður til moldar bor- inn Kristján Vattnes Jónsson, Hjallavegi 9 hér í borg, en hann lést í Borgarspítalanum síðasta dag ársins 1992. Ég kynntist Kristjáni fyrst 1976, þá verðandi tengdasonur hans. Síð- an þá hef ég heyrt hann segja frá mörgu sem á daga hans hefur drif- ið. Hann var íþróttamaður af guðs náð og fylgdist með öllum íþróttaat- burðum af miklum áhuga og þá sérstakiega strákunum í íslenska . handknattleikslandsliðinu. Hann lifði sig bókstaflega inn í leikina og fagnaði þegar sigur vannst. 1936 var Kristján valinn í íslenska Ólympíuliðið. Þar voru ekki unnin nein afrek á íþróttasviðinu, enda voru flestir reynslulitlir og höfðu hvorki keppt á svona stóru móti né farið út fyrir landsteinana áður. Minnisstæðast fannst Kristjáni frá þessum leikum þegar íþróttafólkið tók í hönd Hitlers, en það hvarflaði ekki að honum þá að þessi maður. SJÁ NÆSTU SÍÐU SÉRTIÍ.BOH A HELGARFERDUM 4 London Amsterdam Glasgow 14.-17. janúar 14.-17. jan. 19.-23. jan. 29. jan.-l. feb. 29. jan.-2 feb. 30. jan.-2 feb. 5. feb.-8. feb. 11. feb.-14. feb. 13. feb.-16. feb. 18. feb.-21. feb. 26. feb.-2.mars 16. feb.-20. feb. 12. mars-15. mars 13. mars-16. mars 25. mars-28. mars 16. mars-20. mars Verð frá:* Verð frá:* Verð frá:* 25.600 kr. þrjár nætur 28.000 kr. þrjár nælnr 21.500 kr. þrjár nætur 30.800 kr. tjðrar nætur 23.300 kr. fjórar nætur Hotel Hospitality Inn Picadilly. Hotel Estherea. Hotel Central. Almennt verð í þrjár nætur er Almennt verð í þrjár nætur er Almennt verð í þrjár nætur er frá 31.500 kr.* frá 32.700 kr.* frá 25.700 kr.* Baltimore 29. jan.-l. feb. 19. feb-22. feb. 12. mars-15. mars Verð frá:* 34.900 kr. þijár nætur Hotel Sheraton Towson. Almennt verð í þrjár nætur er frá 39.200 kr.* Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða eða farskrárdeild í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). ^Verð á mann í tvíbýli miðað við gengi 7. janúar 1993. Flugvalíarskattar eru ekki innifaldir, ísland 1.250kr., USA 1.365 kr., Holland 230 kr. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.