Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 25 kádilják eins og aðrir vinir hans í mafíunni. Leynilögregla kommúnista réð hann í sína þjónustu og serbnesk og króatísk blöð hafa sakað hann um að hafa verið leigumorðingi hennar. Á árunum eftir 1980 var hann bendlaður við tilræði við nokkra króatíska útlaga í öðrum Evrópulöndum. Hann hefur hvorki viljað neita þessum sakargiftum né staðfesta þær. Hann segir miklar frægðarsögur af sjálfum sér og „lít- ur sig sömu augum og James Bond,“ að sögn kunningja hans, sem vita sjaldnast hvenær hann segir satt. Blöðin hafa einnig bendlað Arkan við eiturlyíjasmygl og vopnasölu, þótt hann segi hlutverk sitt að stöðva framrás fasisma — fyrst og fremst króatísks. Alþjóðalögreglan Interpol kannast við hann undir nokkrum nöfnum. Staðhæft er að hann hafí sloppið úr króatísku fang- elsi vegna stuðnings frá æðstu stöð- um áður en hann kom víkingasveit sinni á fót þegar borgarastyijöldin hófst sumarið 1991. Arkan varð æðsti skæruliðaleið- togi Serba í Austur-Króatíu í ein- hveijum óþverralegustu bardögum Króatíu-stríðsins. „Tígrisdýr" hans urðu kunn fyrir strangan aga og fengu orð fyrir að vera hæfustu og grimmustu sveitir serbneskra skæruliða. Haft var fyrir satt að nafn hans vekti hroll hjá hörðustu stríðsmönnum Króata. Frelsun tígrisdýranna Þegar bardagarnir í Króatíu fjör- uðu út var Arkan að því spurður hvað hann hygðist fyrir að stríði loknu. Hann kvaðst ætla að selja sex skriðdreka, sem hann hefði tek- ið herfangi, hengja búning sinn upp á snaga og hefja aftur sölu á ijóma- ís í Belgrad. í þess stað létu 1.000 „tígrisdýr" Arkans til skarar skríða í Bosníu, enda meira upp úr því að hafa. Skæruliðasveitir Arkans stóðu fyrir illræmdri árás á bæinn Bijelj- ina í fyrstu meiriháttar orrustu stríðsins í Bosníu í apríl. Menn hans náðu einnig bænum Zvomik af Bosníumönnum, enda betur vopn- aðir, þjálfaðir og skipulagðir. Mannréttindasamtök telja að rúmlega 1.000 múhameðstrúar- menn hafí fallið í árásinni á Bijelj- ina, þar af margir saklausir borgar- ar. Leiðtogar Bosníu-Serba hylltu Arkan hins vegar fyrir ættjarðarást og hann og menn hans hafa verið gerðir að hetjum um gervalla Serb- íu, í sjónvarpi, teiknimyndabókum, dægurlagatextum og á myndsnæld- um. Árásarsveitir Arkans hafa hrakið múhameðstrúarmenn og Króata burt úr hlutum Bosníu-Herzegóvínu á sama hátt og þær höfðu áður „frelsað" svæði í Króatíu. Aðgerðir þeirra og annarra serbneskra skæruliðasveita hafa verið sam- ræmdar og þær hafa farið eftir skipunum frá stjórnmálaleiðtogum í Serbíu og Bosníu. Nú hefur Arkan notað vinsældir sínar, samtök og ránsfeng til þess að komast á þing í Kosovo — hvort sem það eru pólitísk áhrif eða þing- helgi, sem hann sækist eftir. Það reyndist honum auðvelt vegna vel- vildar og stuðnings JMilosevics for- seta og ofsóknarkenndar, illkvittni og píslarvættishugmynda margra Serba, sem hann hefur alið á. Auk- inn þrýstingur vestrænna ríkja, hertar refsiaðgerðir og jafnvel hót- anir um hemaðaríhlutun hjálpuðu upp á sakimar. Serbneski draumurinn Arkan og lífverðir hans mættu á flórum torfæmbílum og vopnaðir vélbyssum á kosningafundi í Kosovo, sem var kjami miðaldastór- veldis Serba áður en Tyrkir lögðu það að velli þar 1389. Fundimir voru Ijölsóttir og góður rómur var gerður að máli hans — einkum í serbneska námabænum Obilic ná- lægt höfuðstaðnum Pristina, sem má muna sinn fífíl fegri. Boðskapur hans var einfaldur; erfíðir tímar kreíjast harðra ráðstafana og manna sem láta verkin tala. Hann sagði að kúga yrði þjóðar- brot í Serbíu til hlýðni og fullkomna drauminn um Stór-Serbíu. Þörf væri á ströngum ráðstöfunum gegn albönskum hópum, sem berðust fyrir sjálfstæði frá Serbíu. „Alban- ar, sem hlýða ekki lögum Serbíu, eiga heima í Albaníu og geta farið þangað," sagði hann. „Þeir þurfa aldrei að koma aftur. Þeir sem taka þátt í árásum á serbnesku íbúana verða útskúfaðir frá serbneskum svæðum." Arkan skoraði á serbneskar kon- ur að eignast fleiri börn og kvað „tígrisdýr" sín við öllu búin ef til styijaldar kæmi. „Ég hef sép myrta Serba — konur og börn. Ég mun aldrei láta slíkt viðgangast hér. Við erum ein þjóð,“ sagði hann og átti við Serba í Króatíu, Bosníu, Kosovo og Svartfjallalandi auk Serbíu. „Bandaríkjamenn eiga sér amerísk- an draum. Við eigum rétt á að eiga serbneskan draum — Bandaríki Serbíu." Börn, mæður og fyrrverandi her- menn hlustuðu andaktug á Arkan þegar hann vegsamaði kirkjuna, fjölskylduna og vamir „hins heilaga lands", Serbíu. Að sögn fréttaritara Daily Telegraph ætlaði allt um koll að keyra þegar hann hrópaði eins og hann væri að skipa skæruliðum sínum að ráðast til atlögu: „Ég lofaa ykkur engu! Ég lofa ykkur ekki nýjum símalínum; ég lofa ykkur ekki nýjum vegum. En ég heiti ykkur því að ég mun veija ykkur af sama ofstæki og ég hef beitt til þess að bjarga Serbum í Bosníu og Króatíu." Breiðist stríðið út? Skeggjaðir skæmliðar, nýkomnir af stríðssvæðinu, ráku upp fagnað- aróp og stöppuðu fótunum í gólfíð. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og mannfjöldinn hrópaði: „Guð blessi Serbíu! Lengi lifí Ark- an!“ Serbar í Kosovo dá Arkan sem stríðsmann. Þeir telja hann hafa sannað hugrekki sitt á vígvellinum og farið að skipta sér af stjórnmál- um í þeim óeigingjarna tilgangi að bjarga þjóð sinni frá útrýmingu. Vestrænar ásakanir um að hann hafi framið stríðsglæpi virðast of- vaxnar skilningi fólks, sem telur sig í útrýmingarhættu. Orð Arkans virðast ekki lofa góðu fyrir framtíð Albana í Kosovo. Hann nýtur sérstakrar velvildar Milosevics forseta, sem serbneskir Kosovobúar studdu til valda á sín- um tíma, og vegna uggs um harðn- andi þjóðernisátök í Kosovo er í ráði að SÞ sendi gæzluliða þangað. Óttazt er að ef upp úr sjóði í hérað- inu taki við algert Balkanstríð, jafn- vel trúarbragðastyijöld, sem ná- grannalönd kunni að flækjast í — þar á meðal Tyrkland og jafnvel ríki lengra í austri. Harmonikukennsla Einkatímar Vorönn hefst 18. janúar. Innritun í síma 40988. Metsölublad á hveijum degi! 3 í raðhúsi 2 í raðhúsi 41.805 kr. 46.850 kr. 43.100kr. 48.300 kr. 14ÍÚRVALÚTSÝN * Vcrð miðast við staðgreiðslu. Föst aukaRjöld, alls 3.450 kr., eru ekki innifalin í verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.