Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 8
'8 MORGUNBLÁÐIÐ ÐAGBÓIClu\^uMtl5li.-lfeíMlÚAR 1993 IT\ \ /^ersunnudagurl0.janúarl993semerlö. VJT dagur ársins 1993 og 1. sunnudagur eftir þrettánda. Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 07.34 og síðdegis- flóð kl. 19.58. Fjarakl. 01.19 ogkl. 13.52. Sólarupprás er íhöfuðstaðnumkl. 11.05 ogsólarlagkl. 16.06. Sólinerí hádegisstað í Reykjavík kl. 13.35 og tunglið í suðri kl. 03.02. (Almanak Háskóla íslands.) Vaknið, þér ofdrykkjumenn, og grátið! Kveinið allir þér, sem vín drekkið, yfir því að vínberjaleginum er kippt burt frá munni yðar. (Jóel 1, 5.-6.) ára afmæli. í dag, 10. janúar, er áttræð Jónína Davíðsdóttir, Kópa- vogsbraut lb, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Guðni Bjarnason, verk- stjóri, sem nú er látinn. Jón- ína tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Sunnubraut 6, Kópavogi, milli kl. 15—18 á afmælisdaginn. ára afmæli. Á morgun, mánudag, er sjötug Gunnhildur Ingibjörg Ge- orgsdóttir, Hraunbrún 3, Hafnarfírði. Eiginmaður hennar er Júlíus Pálsson. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn. ORÐABÓKIN Síga Þess hefur gætt nokkuð í seinni tíð, að fjölmiðla- menn ýmsir og vafalítið einhveijir aðrir til viðbót- ar þeim eru heldur betur famir að ruglast í merk- ingu ofangreindra sagn- orða. Ekki hef ég lagt á minnið öll þau dæmi, sem ég hef heyrt um þennan rugling. Hins vegar á ég ekki von á öðm en þeir séu fleiri en ég, sem hafa hnotið um þetta í ræðu og riti. Tvö dæmi nefni ég til skýringar. í fréttum á Stöð tvö 28. nóv. sl. mátti heyra þetta, þar sem verið var að segja frá pramma, sem hafði sokkið hér á Skeijafirði og hafði verið náð aftur upp: „Pramminn seig upp á yfirborð sjávar." Hitt dæmið var úr viðtali við íþróttamann í Ríkisút- — stíga varpinu 19. des. sl. Hann komst svo að orði: „Við emm að síga hægt og síg- andi upp töfluna (þ.e. stigatöfluna). Ljóst er af þessum dæmum, að hér er á ferðinni alger um- snúningur á merkingu so. að síga, sem vissulega er ástæða til að vara við. Aðalmerking hennar er að sjálfsögðu að lækka, hníga, fara hægt niður. Þess vegna er aldrei hægt að tala um að síga upp á við í merkingunni að stíga upp eða hækka. Hér hefði því átt að segja: Pramm- inn steig (eða lyftist) hægt upp á yfírborð sjáv- ar. Eins hefði íþróttamað- urinn getað sagt sem svo: Við stígum (eða færumst) hægt og bítandi, ekki síg- andi, upp töfluna. - J.A.J. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur 10—12 ára bama í dag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélag- inu í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Æsku- lýðsstarf fyrir 10—12 ára í dag kl. 17. Æskulýðsstarf fyrir 13 ára og eldri í kvöld kl. 20. Biblíulestur mánu- dagskvöld kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Sameiginlegur fundur kven- og bræðrafélags Langholts- sóknar, kvenfélags Laugar- nessóknar og safnaðarfélags Áskirkju verður haldinn á Holiday Inn nk. miðvikudag kl. 20.30. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ■ NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur fyrir 13 ára og eldri verður haldinn í safnaðar- heimili kirkjunnar á morgun, mánudag, kl. 20. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Opið hús fyrir eldri borgara mánudaga kl. 13—15.30 og miðvikudaga kl. 13.30—16.30 og fótsnyrting mánudaga kl. 14—17. Foreldramorgnar þriðjudaga og fímmtudaga kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. Upplestur hjá félagsstarfí aldraðra í Fella- og Hólabrekkusóknum í Gerðubergi mánudag kl. 14.30. Lesnir verða Davíðs- sálmar og Orðskviðir Salóm- ons konungs. SELJAKIRKJA: Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20—22. Allir unglingar hjartanlega velkomnir. Mömmumorgunn, opið hús, þriðjudag kl. 10-12. FRÉTTIR/ MANNAMÓT KVENFÉLAGIÐ Fjallkon- urnar verða með sameigin- legan fund með Kvenfélagi Seljasóknar og Kvenfélagi Breiðholts, sem haldinn verð- ur nk. þriðjudag kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Skemmtidagskrá. SILFURLÍNAN, s: 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyr- ir eldri borgara alla virka daga frá kl. 16—18. VOPNFIRÐINGAFÉLAG- IÐ í Reykjavík byijar 25. starfsár sitt með því að halda árvisst þorrablót 23. janúar nk. kl. 19.30 í Skipholti 70, 2. hæð. BRIDSDEILD Sjálfsbjarg- ar í Reykjavík og nágrenni. Aðalsveitakeppni vetrarins hefst á morgun, mánudag, kl. 19. Spilað er í félagsheim- ili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. SKAGFIRÐIN G AFÉL AG- IÐ í Reykjavík verður með fjölskyldubingó í Drangey, Stakkahlíð 17, í dag kl. 14. ÁRBÆJARSÓKN. Starf aldraðra á mánudag kl. 13-15.30. KVENFÉLAG Grindavíkur heldur aðalfund sinn í Verka- lýðshúsinu á morgun, mánu- dag, kl. 20.30. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur fund á morg- un, mánudag, kl. 20 í safnað- arheimili Bústaðakirkju. Spil- uð félagsvist. FÉLAG eldri borgara í Reykjavík. Opið hús í dag, sunnudag. Brids kl. 13. Fé- lagsvistkl. 14. Fjögurradaga keppni hefst. Góð spilaverð- laun. Ferð til Benidorm í jan- úar. Uppl. í síma 28812 (Stef- anía) og 34923 (Margrét). Á morgun, mánudag, er opið hús í Risinu kl. 13—17. Lög- fræðingur félagsins er við á þriðjudag. Panta þarf tíma. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur fund í safnað- arheimilinu á morgun, mánu- dag, kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Kaffíveitingar. STARFSMANNAFÉLAG- IÐ Sókn og Verkakvennafé- lagið Framsókn. Spilakvöld nk. miðvikudag 13. janúar kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50A. Spilaverðlaun og kaffiveitingar. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun, mánudag árdegis, er hár- greiðsla og fótsnyrting. Kl. 12 er hádegishressing. Spila- salur og handavinnustofur opnaðar kl. 12.30. Kóræfíng kl. 13. 13.30-15.30 banka- þjónusta. Kaffítími kl. 15. Dans kl. 15.30. AUSTFIRÐINGAFÉLAG Suðurnesja heldur þorrablót sitt í Stapa, Ytri-Njarðvík, laugardaginn 16. jan. nk. Borðhald hefst kl. 19. Heið- ursgestur að þessu sinni er Sigurður Magnússon frkv.stj. ÍSI. Aðgöngumiða má panta hjá Jóhönnu i s.: 92-12605. BRIDSDEILD Sjálfsbjarg- ar í Reykjavík og nágrenni. Bridskennsla hefst nk. fimmtudag 14. janúar kl. 20. Uppl. í síma: 38132. Kennt verður í félagsheimili Sjálfs- bjargar, Hátúni 12. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í dag er olíuskipið Mimi vænt- anlegt til losunar. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í dag kemur grænlenski tog- arinn Tasarmiut og Lagar- foss er væntanlegt til hafnar f kvöld. LÁRÉTT: — 1 hugaða, 5 talan, 8 ávöxturinn, 9 skelfa, 11 skyldmenni, 14 tók, 15 eyddur, 16 hinn, 17 elska, 19 mætur, 21 flanað, 22 málmin- um, 25 askur, 26 tóm, 27 stúlka. LÓÐRÉTT: — 2 magur, 3 skap, 4 dýranna, 5 deilan, 6 þjóta, 7 vesæl, 9 döpur, 10 spéfugls, 12 tunglinu, 13 ákveður, 18 kvenmanns- nafns, 20 komast, 21 flan, 23 guð, 24 greinir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 króks, 5 skæla, 8 ækinu, 98 digna, 11 aldan, 14 pár, 15 fjáða, 16 aular, 17 Rán, 19 alur, 21 Óðni, 22 gálunni, 25 iða, 26 æra, 27 rót. LÓÐRÉTT: - 2 rói, 3 kæn, 4 skapar, 5 snaran, 6 kul, 7 lúa, 9 duflaði, 10 gráðuga, 12 dalaðir, 13 næðist, 18 áð- ur, 20 rá, 21 ón, 23 læ, 24 Na. MINNINGARSPJÖLP MINNINGARKORT Flug- björgunarsveitarinnar fást hjá eftirtöldum: Flugmála- stjórn s. 69100, Bókabúðinni Borg s. 15597, Bókabúðinni Grímu s. 656020, Amatör- versl. s. 12630, Bókabúðinni Ásfell s. 666620, og hjá þeim Ástu s. 32068, Maríu s. 82056, Sigurði s. 34527, Stefáni s. 37392 og Magnúsi s. 37407. MINNINGARKORT Hjálp- arsveitar skáta, Kópavogi, fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Landssambands Hjálparsveita skáta, Snorra- braut 60, Reykjavík. Bóka- búðinni Vedu, Hamraborg, Kópavogi, Sigurði Konráðs- syni, Hlíðarvegi 34, Kópa- vogi, sími 45031. MINNIN G ARKORT MS- félagsins fást á eftirtöldum stöðumj Á skrifstofu félags- ins að Álandi 13. í apótekum: Kópavogsapótek, Hafnar- fjarðarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Háaleitisapó- tek, Holtsapótek, Lyfíabúðin Iðunn, Laugavegsapótek, Reykjavíkurapótek, Vestur- bæjarapótek, Apótek Kefla- víkur, Akraness Apótek og Apótek Grindavíkur. í Bóka- búðum: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Foss- vogs í Grímsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.