Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 ERLEIMT INNLENT Hertar reglur EB valda út- flytjendum óþægindum Evrópubandalagið hefur gefíð út tilskipun um nýjar reglur um eftirlit með innflutningi matvæla til aðildarríkjanna. Framkvæmd reglnanna er enn óljós en þær munu valda töfum á íslenskum útflutningi og auka kostnað út- flytjenda. 86 gámar hlaðnir sjáv- arafurðum frá íslandi bíða nú heilbrigðisskoðunar í Rotterdam. ísal tapaði milljarði Um eins milljarðs króna tap varð af rekstri íslenska álfélags- ins í Straumsvík á síðasta ári og samsvarar það um þriggja millj- óna kr. tapi á dag á öllu árinu. Engar horfur eru á betri stöðu á álmörkuðum á nýbyijuðu ári. Landsbankanum lánað Seðlabankinn veitir Lands- banka íslands 1250 milljóna kr. víkjandi lán til að bankinn geti uppfyllt nýjar reglur um aukið eiginfjárhlutfall banka og spari- sjóða. Við gengisfellinguna á dög- unum lækkaði eiginfjárhlutfall bankans um 1%, að sögn Sverris Hermannssonar bankastjóra. Egg, kjúklingar og nautakjöt hækka Bændur telja þörf á 10-15% hækkun á útsöluverði, eggja, ERLENT Olíuleki við Hjaltland Líberískt olíuskip með 85.000 lestir innanborðs strandaði við suðurodda Hjaltlands á þriðjudag. Áhöfnin þurfti að yfírgefa skipið þegar það varð vélarvana í hafí. Skipið marar í hálfu kafi við klett- ótta strönd og er óttast að öll olían hafí lekið úr því. Fuglum og dýrum stafar mikil hætta af olíubrákinni, en ekki er vitað um áhrif þess á umhverfið til lengri tíma. Óveður hefur tafíð hreins- unarstörf. Plútón til Japans Japanskt flutningaskip kom til hafnar í Tokai í Japan á þriðjudag með tæplega tvær lestir plútóns. Mikil viðbúnaður var af hálfu lög- reglu og landhelgisgæslu vegna komu skipsins. Sigling þess frá Frakklandi með hinn geislavirka farm hefur verið mjög umdeild. Umhverfísverndarsinnar fjöl- menntu á hafnarbakkann og Grænfriðungar sigldu fleyjum sínum í veg fyrir fraktskipið. Mótmælin voru friðsamleg og var enginn handtekinn. Hóta hernaðaraðgerðum í írak Bretar, Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa sett stjóminni í Baghdad úrslitakosti vegna flutn- inga þeirra á flugskeytum inn á svæði í suðurhluta írak, þar sem þessar þjóðir framfylgja flug- banni. Saddam Hussein leiðtogi íraks segir her landsins tilbúinn til vamar. Talsmaður Bills Clint- ons tilvonandi forseta Bandaríkj- anna segir hann styðja heilshugar aðgerðir George Bush til að framfylgja flugbanninu. nautgripakjöts, kjúklinga og eggja vegna lækkunar ríkisins á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna þessara afurða og hækkun- ar aðfanga vegna gengisfellingar. Þegar hafa orðið nokkrar hækk- anir á eggjum, nautakjöti og kjúklingum. Fjármálaráðuneytið telur bændur ofmeta hækkunar- þörf vegna breytinga á virðis- aukaskatti. Lífhvati til rannsókna á DNA Efni sem notað er við rann- sóknir á erfðaefni fruma (DNA) hefur verið þróað hér á landi og selt í Finnlandi á undanfömum mánuðum. Efni af sama toga er notað við rannsókn sakamála, meðal annars nauðgunarmáls sem er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Flensan breiðist út Óvenju mikið hefur verið um veikindaforföll í skólum á höfuð- borgarsvæðinu vegna inflúen- sunnar. Flensan hefur greinst í Reykjavík og Mosfellsbæ og er farin að breiðast út í bæjarfélög- unum. Fiskur fyrir viðgerðir Stálsmiðjan hf. og Fiskafurðir hf. hafa gert samning við útgerð- arfyrirtæki í Múrmansk um við- amkilar breytingar á vinnsludekki fímm frystitogara. Rússamir greiða fyrir breytingamar með fiski. o Óttast stríð í Angóla _Átök blossuðu upp í nokkmm borgum Angóla þegar stjóm landsins herti sókn sína gegn mönnum í UNITA-hreyfingunni. Stjómarerindrekar í höfuðborg- inni Lunada sögðust óttast als- heijar borgarastyijöld. Fulltrúi UNITA sakaði stjómarhermenn um árásir á óbreytta borgara. Fregnir bámst af átökum víða í landinu. Krónprins trúlofast Naruhito, krónprins Japans hefur fundið sér kvonfang. Hann biðlaði til stúlk- unnar svo mán- uðum skipti og hringdi 1 hana á nóttu sem degi. Stúlkan og ijól- skylda hennar höfðu hafnað bónorði prinsins, en hún hefur nú ákveðið að ganga að eiga hann. Hin heppna heitir Masako Owada, er 29 ára gömul og dótt- ir æðsta embættismanns í jap- anska utanríkisráðuneytinu. Owada talar fjögur tungumál, er menntuð í Oxford og Harvard og hefur tekið þátt í viðskiptaviðræð- um fyrir hönd Japana. Japanskir fjölmiðlar þögðu yfir fregninni þar til hún birtist í bandaríska dagblaðinu Washington Post. Brotlending í París Þýsk flugvél af gerðinni De Havilland DASH-8 fórst við lend- ingu á Charles de Gaulle flug- velli á miðvikudag. Vélin flutti nítján farþega og fjögurra manna áhöfn. Fjórir biðu bana og allir slösuðust, þar af sex lífshættu- lega. Vélin var í áætlunarflugi fyrir Lufthansa frá Bremen í Þýskalandi. Varð hún að skipta um flugbraut skömmu fyrir brot- lendingu skv. fyrirmælum flug- umferðarstjómar. Bréfahneyksli varð efnahagsráðherra Þýskalands að falli Afsögn Möllemanns vekur upp spuming- ar um framtíð FDP HNEYKSLIÐ sem varð Jiirgen Möllemann, efnahagsráðherra Þýskalands, að falli var ekki stórkostlegt. Ráðherrann var sakaður um að hafa undirritað bréf, ritað á opinbert bréfsefni ráðuneytisins, þar sem fyrirtæki voru hvött til viðskipta við fyrir- tæki í eigu frænda konu hans. Möllemann neitaði öllum afskipt- um af bréfinu, þegar fyrstu fréttirnar bárust af málinu f sfð- asta mánuði, og sagði embættis- menn í ráðuneytinu hafa misnot- að auð blöð, sem hann hefði undirritað til notkunar í fjarveru sinni. Ráðherrann hélt síðan í jólafrí til Karíbahafsins og von- aðist til að málið myndi gleym- ast á meðan. Sú varð hins vegar ekki raunin. Smám saman varð Ijóst að Möllemann hafði ekki bara vitað af því að bréfið hafði verið sent út heldur líklega fyr- irskipað það. Fleiri mál af svip- uðum toga voru dregin fram f dagsljósið. Möllemann var orð- inn ber að ósannindum og gat fátt annað gert en látið af emb- ætti. Þó að ekki sé hægt að segja að Möllemann hafí verið vinsæll og vel liðinn ráðherra meðal sam- starfsmanna sinna eða almennings, eða að hans verði sárt saknað, hefur afsögn hans valdið miklu umróti á stjómmálasviðinu í Þýska- landi. Möllemann stefndi leynt og ljóst að því að taka við formanns- embætti f Fijálsa demókrata- flokknum (FDP) þegar núverandi formaður, Otto Lambsdorff greifi, lætur af störfum í júní. Af því get- ur hins vegar augljóslega ekki orð- ið lengur og gaf Möllemann sterk- lega f skyn, á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti um afsögn sína, að það væri engin tilviljun að bréfamálið skyldi hafa komið upp á nákvæmlega þessum tíma. Afsögn Mölle- manns hefur orðið til að varpa ljósi á þau miklu vandamál sem flokkur- inn FDP annars vegar og ríkis- stjóm Helmuts Kohls hins vegar eiga við að stríða. Vandi FDP Fijálsi demókrataflokkurinn hef- ur löngum haft áhrif langt umfram stærð sína og átt aðild að öllum ríkisstjómum frá 1969. í síðustu kosningum náði flokkurinn óvenju góðum árangri og fékk 11% at- kvæða. Eins og hjá flestum öðmm þýskum stjórnmálaflokkum hefur nýliðun innan raða fijálsra demó- krata ekki verið mjög mikil. Vin- sældir flokksins undanfama ára) tugi hafa aðallega byggst á tveim-1 ur mönnum, þeim Lambsdorff greifa, sem ekki hefur gegnt ráð- herraembætti um nokkurt skeið og ætlar nú einnig að láta af for- mannsstörfum, og Hans Dietrich Genscher sem lét af störfum sem utanríkisráðherra fyrr á árinu eftir Á þennan hátt túlkaði skopmyndateiknari þýsks dagblaðs afsögn Möllemanns. Á myndinni, sem ber heitið „Eftir hátíðarnar", má sjá Kohl kanslara standa í biðröð til að skila hinum gallaða efna- hagsráðherra til Lambsdorff greifa, leiðtoga frjálsra demókrata. Á skiltinu við afgreiðsluborðið stendur „FDP- vöruskipti“. Baksvló eftir Steingrim Sigurgeirsson að hafa gegnt því embætti í fjölda- mörg ár. Enginn maður hefur verið sjáan- legur sem fyllt gæti það skarð sem myndast við brotthvarf þeirra. Það að Möllemann, sem ekki var talinn hafa staðið sig sérstaklega vel í embætti en var óheyrilega metnað- argjam, hafí verið talinn líklegasti eftirmaður Lambsdorffs sýnir lík- lega best ástandið. Nú er hins vegar ljóst að við formannsembættinu mun taka ut- anríkisráðherrann Klaus Kinkel, einn af skjólstæðingum Genschers, sem gerðist flokksfélagi fyrir tveimur árum síðan. Ýmsir hafa haft efasemdir um Kinkel vegna þess hve takmark- aða reynslu hann hefur sem stjóm- málamaður og hið áhrifamikla dag- blað Frankfurter Allgemeine Zeit- ung sagði í forystugrein að hann hefði stundum verið „ófagmannleg- ur“ í embættisgjörðum sínum. Fljótlega eftir síðustu þingkosn- ingar, sem haldnar voru í lok árs- ins 1990, lýsti Helmut Kohl kansl- ari því yfír að stjómin yrði stokkuð upp að tveimur árum liðnum. Ástæða þess að það var ekki gert strax að loknum kosningum var að stjómarflokkamir komu frekar illa út úr kosningunum og héldu því allir fast við þau ráðuneyti sem þeir höfðu haft til umráða fyrir kosningar. Nú er orðið ljóst að þeirri upp- stokkun á stjóminni, sem fara átti fram í lok þessa mánaðar, verður flýtt. Enda ekki seinna vænna. Af þeim átján ráðherrum, sem sæti eiga í stjórninni, hafa fimm þegar látið af störfum eða boðað að þeir hyggist gera það. Kohl aðgerðalaus Allt frá því að núverandi stjórn- arflokkar, Kristilegi demókrata- flokkurinn (CDU), Kristilega sós- íalsambandið (CSU) og FDP hófu samstarf undir forystu Kohls árið 1982 hefur sú óskráða regla gilt að hver flokkur fyrir sig hafí óskor- að vald til að tilnefna menn í þau ráðherraembætti sem flokkurinn fer með. Kohl kanslari hefur því þurft að horfa aðgerðalaus á meðan FDP leysti Möllemann-málið. Möllemann, sem er kennari að mennt, var oft gagnrýndur fyrir vanþekkingu á efnahagsmálum og elduðu hann og Theo Waigel fjár- málaráðherra oft grátt silfur. Kröf- urnar um að við starfi hans tæki maður sem hefði mikla þekkingu á og reynslu af viðskipta- og efna- hagslífí Þýskalands voru því há- værar. Sem besti maðurinn í starf- ið var oft nefnd Birgit Bráuel, yfir- maður Treuhandanstalt, eignar- haldsfyrirtækisins sem sér um að einkavæða eigur fyrrum Austur- Þýskalands. Hún tilheyrir hins veg- ar CDU og kom því ekki til greina. í staðinn varð fyrir valinu Gunther Rexrodt, sem á sæti í stjóm Treu- hand. Margir stjómmálaskýrend- ur telja hins vegar að sá tími gæti brátt verið liðinn þar sem litli flokk- urinn í ríkisstjóminni, FDP, segi hinum fyrir verkum. Sífelldar inn- anflokksdeilur og skortur á for- ystumönnum hafa veikt stöðu flokksins og er staða hans nú mjög veik í skoðanakönnunum. Þá hafa Kohi og flokkur hans á síðustu mánuðum átt mikið samstarf við jafnaðarmenn og reynt að ná breiðri samstöðu um mál á borð við lausn á flóttamannastraumin- um til landsins. Hefur þetta vakið upp vangaveltur um að hugsanlega muni þessir tveir stærstu flokkar Þýskalands mynda samsteypu- stjóm, að loknum þingkosningum árið 1994, sem væri nógu sterk til að takast á við efnahagsvanda landsins. Forseti rússneska herráðsins FORSETI rússneska herráðsins hefur lýst yfir stuðningi við START II-afvopnunarsamkomulagið en segir að það muni leiða til þess að kjarn- orkuherafli Rússlands í kafbátum verði efldur. Fréttastofan Itar-Tass hafði það eftir Míkhaíl Kolesníkov, forseta herráðsins, að þeir 3.000 kjamaodd- ar í langdrægum flaugum sem eftir yrðu í höndum Rússa væru nóg til að tryggja trúverðuga fælingu. Aug- ljóslega myndu Rússar auka vægi kjamavopna á hafi, einkum lang- drægra flauga í kafbátum, til að vega upp á móti fækkun kjama- flauga á landi. Þær raddir hafa heyrst í Rúss- landi í vikunni að með samningnum hafi Rússar gefið allt of mikið eftir. „Að ósk Bandaríkjastjórnar ætlar Rússland að afsala sér bestu eld- flaugunumn sem fara í taugamar á herfræðingunum handan Atlants- hafsins. Ekki er nein ástæða til að hæla sér af slíku,“ segir í forystu- grein dagblaðsinsPróVdu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.