Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAfllÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 FOLK ■ HERBERT Prohaska, fyrrum landsliðsmaður Austurríkis, var á föstudag ráðinn landsliðsþjálfari Austurríksmanna. Hann tekur við starfí Ernst Happel, sem lést í des- ember. Prohaska, sem er 37 ára, lék 83 landsleiki fyrir Austurríki, en hann lék á árum áður með Austría Vín, Inter Mílanó og Róma. ■ PROHASKA hætti störfum sem þjálfari Austría Vín á sl. ári og gerðist þá þjálfari 21 árs landsiiðs Austurríkis. M DIEGO Maradona verður í sviðsljósinu þegar Sevilla leikur gegn Barcelona í dag, en hann lék með félaginu áður hann fór til Na- polí 1984. „Við mætum til leiks til að leggja Barcelona að velli," sagði Maradona, sem var rekinn af lei- kvelli um sl. helgi. ■ LEIKMENN SeviIIa hafa fengið að sjá átta rauð spjöld í vetur og yfir 50 gul spjöld. ■ MICHEL Gonzales hjá Real Madrid, leikur sinn 300. leik fyrir félagið er Real Madridleikur gegn Real Sociedad í San Sebastian. ■ BEND Schuster leikur á ný með Atletico Madrid um helgina, en hann hefur verið frá vegna meiðsla í tvo og hálfan mánuð. ■ FRANK Rijkaard á við meiðsli að stríða á ökkla og verður varla með AC Milan gegn Cagliari. Þá er Marco van Basten, einnig meidd- ur. Ruud GuIIit mun leika og þá eru Boban og Papin tilbúnir til að taka stöður Rijkaard og Van Basten. ■ GIANLUCA Vialli leikur í dag fyrsta sinni á heimavelli Sampdoría síðan hann fór frá félaginu til Ju- ventus fyrir keppnistímabilið. David Platt og Brasilíumaðurinn Julio Cesar leika ekki með Juventus vegna meiðsla. ■ ALDO Agroppi hefur verið ráð- inn þjálfari Fiorentina á Ítalíu, en Luigi Radice var rekinn um sl. helgi. Agroppi er 48 ára gamall og lék á yngri árum með Tórínó. ■ AGROPPI mun setja Brian Laudrup út úr liðinu sem leikur gegn Udinese um helgina. ■ GRASSHOPPER, liðið sem Sig- urðar Grétarssonar leikur með í Sviss, hefur keypti hollenska sókn- armanninn Ron Willems. Liðið, und- ir stjóm Hollendingsins Leo Been- hakker, þarf að leika í sérstakri keppni um laus sæti í fyrstu deild og ætlar sér að halda sæti sínu þar. ■ EINS leiks banni írska lands- liðsmannsins Kevin Moran í heims- meistarakeppninni var aflétt fyrir helgi, en hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið að sjá tvö gul spjöld. Mistök dómara í leik Irlands og Danmerkur í október, urðu til þess að Moran var bókaður, en ekki félagi hans Niall Quinn. ■ RÚSSNESKU frjálsíþrótta- mennimir fjórir sem var vísað frá Svíþjóð í desember vegna þess að sterar fundust í farangri þeirra stóð- ust lyfjápróf sem tekið var í Svíþjóð. ■ TALSMAÐUR alþjóðafijáls- íþróttasambandins, Jayne Pearce sagði að öll sýnin hefðu reynst nei- kvæð og því ljóst að íþróttamennim- ir hefðu ekki notað stera. Stangar- stökkvarinn Rodion Gataullin, grindahlauparamir Margarita Ponomaryova, Tatyana Reshetn- ikova og Lyudmila Narozhilenko geta því snúið aftur til æfinga í Sví- þjóð. GOLF HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Kristján Arason leiðir menn sína í FH til leiks gegn Wallau Massenheim í Evrópukeppni meistaraliða í dag. FH-ingaroq Valsmenn mæta þyskum stórliðum ytra í dag: ÞjáMaramir ætla ad koma Þjóðverjum á óvart Geir Sveinsson, fyrirliði Vals og landsliðsins, verður í eldlínunni í Essen í dag. Mótheijamir eru ekki frýnilegir, segir þjálfarinn Þorbjörn Jensson, eftir að hafa skoðað þá á myndbandi, en er þó bjartsýnn. Gotfhermir heima í stofu! Komið er á markað hér á landi nýr golfhermir sem hægt er að nota inni í stofu, svokallaður Pro Swing System. Hægt er að tengja herminn við heimilistölvuna og leika á mörgum af bestu völlum heimsins, eða nota hann til að æfa sveifluna. Slegið er með kylfu sem er nokkm styttri en venjulegar kylfur, en á endanum er klumpur sem sendir frá sér leisergeisla og tækið sjálft, sem er á gólfinu, nemur sveifluna. Ekki er slegið í boltann þannig að öllu er óhætt í stofunni, en hin stutta kylfa er ótrúlega h'k venulegri kylfu þegar sveiflað er. Hermirinn segir kylfmgnum hvernig hann hittir kúluna, hvort kylfan er opin eða lokuð, hvort bolt- inn fer beint, til hægri eða vinstri auk þess sem lengd höggsins er mæld og hraði kylfínnar í sveiflunni. Einnig fær kylfingurinn upplýsingar um þann takt sem hann slær í. Það er heildverslunin Sveinsson hf. sem flytur herminn inn og í dag, sunnudag, verður hann til sýnis og reynslu hjá Kjarna að Nýbýlavegi 26 í Kópavogi milli klukkan 10 og 18. Tækið kostar 49.500 með einum golfvelli en 59.500 með tölvuteng- ingu og einum velli. Hver völlur kost- ar síðan 5.000 krónur. LIÐ FH og Vals verða bæði í eldlfnunni í dag í Evrópu- keppninni íhandknattleik í Þýskalandi. FH mætir Wallau Massenheim íkeppni meist- araliða og Valur liði Tusem Essen íkeppni bikarhafa. Báð- ir leikirnir eru fyrri viðureignir liðanna íátta liða úrslitum, en þau mætast svo aftur hér á landi um næstu helgi. Það var hugur í þjálfurum beggja ís- lensku liðanna er Morgun- blaðið náði tali af þeim f Þýskalandi, þó þeir segðu að vitaskuld yrði við ramman reip að draga. Kristján Arason þjálfari FH sagði alveg ljóst að þýska lið- ið væri sterkara en sænsku meistar- amir í Ystad, sem FH-ingar slógu út úr keppninni í síðustu umferð. „Það er engin spurning — þýska liðið er með betri einstaklinga í fleiri stöðum. “ Hann sagði skytturnar þijár sterkasta vopn Massenheim- liðsins; „Finninn Michael Kállmann á miðjunni, örventa skyttan Scwalb og Stefan Schöne hinum megin. Við verðum fyrst og fremst að ná að stoppa þessa þijá menn.“ Kristján sagði aðspurður að helsta leynivopn íslenska liðsins gæti verið að reyna að beita hraða- upphlaupum sem mest. Sagðist frekar eiga von á því að Þjóðveij- arnir byggjust við að FH-ingar reyndu að halda hraðanum niðri, „en auðvitað er þetta fyrst og fremst spurning um vörnina. Til að ná hraðaupphlaupum verður vörnin að vera sterk.“ Kristján lék með Gummersbach í Þýskalandi á sínum tíma, en fór þaðan til Spánar eftir að hafa orðið þýskur meistari vorið 1988. „Þann vetur varð Massenheim í 5. sæti deildarinnar. Þá var Kállmann kom- inn, en Schöne og Schwalb voru keyptir fljótlega eftir það. Síðan hefur liðið smám saman orðið sterk- ara og toppnum var náð í fyrra þegar það varð bæði Evrópumeist- ari bikarhafa og þýskur meistari. Og þetta er besta lið Þýskalands í dag. Það tapaði að vísu í deildinni í vikunni, en þá var Kállmann í banni. Massenheim-liðið leikur kerfisbundið; mun skemmtilegri handknattleik en mörg þýsk — ekki þann kraftahandknattleik sem oft hefur einkennt þýsk lið. Þetta verð- ur mjög erfítt, en gefum allt í þetta og vonum það besta,“ sagði Krist- ján. Þjálfarinn hefur verið meiddur að undanförnu, en segist í það minnsta ætla að leika með í vöm- inni í dag. Ekki frýnilegir andstæðingar Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagðist hafa skoðað myndbands- upptöku af leik Tusem Essen og Hameln fyrr í vetur, sem lauk mað jafntefli, 20:20. „Það var hörkuleik- ur og þetta eru vissulega ekki frýni- legir andstæðingar. Það er alveg ljóst,“ sagði Þorbjöm við Morgun- blaðið. „Við verðum að reyna að spila skynsamlega. Aðalmálið fyrir okkur er að halda hraðanum niðri. Við reynum að sjálfsögðu að vinna, en ef svo óheppilega vill til að við verð- um að tapa reynum við að hafa það með sem minnstum mun. Og ég tel að þó við töpum með fjögurra marka mun eigum við enn mögu- leika á að komast áfram.“ Þýsku liðin tvö sem taka á móti íslendingunum í dag mættust í deildinni fyrir skömmu, og þá sigr- aði Wallau 24:22. Aðalstjörnur Ess- en Iiðsins eru sem fyrr þýski landsl- iðsmaðurinn Jochen Fraatz og Hvít- Rússinn Alexander Tútskíjn, örv- henta stórskyttan fræga. „í leikn- um gegn Wallau gerðu þeir sam- tals 19 af 22 mörkum liðsins. Fra- atz gerði 12 og Tútskíjn sjö. Eftir upplýsingum sem ég hef gengur allt út á að þeir skjóti. Þeir ljúka langflestum sóknum liðsins." Þorbjörn sagðist ekki ætla að láta taka Fraatz úr umferð, þó svo sum lið beittu þeirri aðferð í þýsku deildinni. „Mér er alveg sama þó hann geri 12 til 15 mörk, bara ef við vinnum leikinn. Eg er með viss- ar hugmyndir hvernig best er að leika gegn þeim. Ég ætla að tala um þær við strákana, og athuga hvort þeir eru ekki sammála mér,“ sagði Þorbjörn, en vildi ékki gefa leyndarmálið upp. Sagði þó að um væri að ræða leikaðferð sem Þjóð- veijarnir væru ekki vanir að beitt væri gegn þeim. Og bætti við að endingu: „Við seljum okkur dýrt.“ Þorbjörn sagði ennfremur að ekki þýddi annað en að vera bjartsýnn, annars ættu menn ekki að standa í þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.