Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 36
JMmgiiitltfafrUk ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVI NNU/\ UGL YSINGAR LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður SVÆFINGA- OG GJORGÆSLUDEILD HJÚKRUNARFRÆÐINGAR DAGVINNA Laus er hlutastaða hjúkrunarfræðings á rannsóknastofu í meltingarsjúkdómum. Á deildinni eru m.a. gerðar maga-, ristil-, gall- vega- og berkjuspeglanir. Fyrirhugað er að deildin flytji í nýtt húsnæði fyrri hluta þessa árs. Nánari upplýsingar gefur Bergdís Kristjáns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601300, eða deildastjórar í síma 601283. Lyflækningadeild 14E Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á hjartadeild Landspítal- ans, 14-E, sem er 21 rúma deild. Starfsað- staða er góð svo og tækjakostur. Hjartadeild Landspítalans hefur um áraraðir verið leiðandi í hjúkrun hjartasjúklinga og er deildin þekkt fyrir styrka stjórn, gott skipulag og fagleg vinnubrögð. í boði er einstaklingsbundin aðlögun í umsjá reynds hjúkrunarfræðings. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefa Unnur Sigtryggsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, eða Sigurlaug Magn- úsdóttir, aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri, sími 601250. TAUGALÆKNINGADEILD 32A Hjúkrunarfræðingar óskast á allar vaktir (fáar næturvaktir). Taugalækningadeildin tekur á móti sjúkling- um með vefræna sjúkdóma í mið- og út- taugakerfi. Starfsaðstaða er mjög góð og er deildin vel búin hjálpartækjum. Upplýsingar gefur Jónína Hafliðadóttir, hjúkr- unardeildarstjóri, í síma 601650. Einnig gefur Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, sími 601000/601300, upplýsingar um stöðuna. OLDRUNARLÆKNINGADEILD Hjúkrunardeildastjóri óskast á öldrunarlækn- ingadeild 2 frá 1. febrúar eða eftir samkomu- lagi. Deildin er 17 rúma deild, sem sérhæfir sig í meðferð og hjúkrun sjúklinga með andlega hrörnun. Upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 602266 eða 601000. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi meö starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og meö, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn- um. Starfsemi Ríkisspftala er helguö þjónustu víö almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni aö leiöarljósi. Seiðaeldi og hafbeit Silfurlax hf. óskar að ráða stöðvarstjóra til starfa við seiðaeldis- og hafbeitarstöð sína, sem staðsett er á norðanverðu Snæfells- nesi. Fyrirtækið er meðal stærstu hafbeitar- fyrirtækja landsins og leggur áherslu á fram- leiðni, gæði, þekkingu og þróunarstarf á sínu sviði. Starf stöðvarstjóra felst m.a. í daglegri um- sjón með seiðaeldis- og hafbeitarstöðinni, verkstjórn pg öflun aðfanga, áætlanagerð, ýmis konar skráningum og þróunarstarfi í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins. Æskileg reynsla: Stjórnun, störf við fiskeldi eða fiskirækt, rannsóknastörf, sjómennska, köfun. Æskileg menntun: Fiskeldisfræði, líffræði, bú- fræði, sjávarútvegsfræði eða skyld menntun. Krafist er búsetu í nálægð við vinnustað og stendur stöðvarstjóra til boða húsnæði (ein- býlishús) í Stykkishólmi. Einnig hefur viðkom- andi afnot af bifreið á staðnum. Laun samkvæmt samkomulagi. Skriflegar umsóknir, með ýtarlegum upplýs- ingum um heimilisfang, menntun og fyrri störf, umsagnaraðila og önnur viðkomandi atriði, skulu sendast fyrir lok janúar til: Silfurlax hf., pósthólf603, 121 Reykjavík. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskast til starfa á endurhæfing- ardeild spítalans frá 1. febrúar eða eftir nán- ara samkomulagi. Framtíðarstarf með möguleika á stöðu deild- arstjóra endurhæfingardeildar. Umsækjandi þarf að vera vel menntaður og reyndur. Æskilegt er að hann sé kunnugur orthopae- disk medicinskum aðferðum við greiningu og meðferð kvilla í hreyfikerfi. Áhersla lögð á gott samstarf lækna og sjúkraþjálfara. Sjúkrahúslæknir er menntaður í orthopae- diskri medicin við Cyriaxskólann í London og starfar sem kennari við þann skóla. Námskeið í orthopaediskri medicin á vegum Cyriaxskólans og SFS verður haldið í Stykkis- hólmi í júní 1993. Sjúkraþjálfara verður boð- in þátttaka í þessu námskeiði, sem stendur í 7 daga. Stykkishólmur er um 1.250 manna byggðar- lag, þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi er einsetinn grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár), góður leikskóli auk kröftugs tónlistarskóla. Ný íþróttamiðstöð er í bænum og gefur hún mikla'möguleika á fjölbreyttri íþróttaiðkan. Húsnæði f boði. Góð laun. Hafir þú áhuga á skemmtilegu, en oft krefj- andi starfi í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við Jósep (yfirlækni), Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) eða Róbert (fram- kvæmdastjóra) í síma 93-81128. Starf á matvæla- og heilbrigðissviði Hollustuvernd ríkisins óskar eftir að ráða dýralækni, matvælafræðing eða aðila með aðra háskólamenntun á matvæla- eða heil- brigðissviði. Starfið felst í ráðgjöf, fræðslu og verkefnum tengdum löggjöf og eftirliti á sviði matvæla og almenns heilbrigðiseftirlits, m.a. ítengslum við Evrópskt efnahagssvæði. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 25. janúar nk. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jón Gíslason, forstöðumaður heilbrigðiseftirlitssviðs, í síma 688848. Hollustuvernd ríkisins, ■ Ármúla 1a, pósthólf8080, 128 Reykjavík. Vöruhússtjóri Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir stöðu vöruhús- stjóra lausa til umsóknar. Vöruhús KEA er stór sérvöruverslun á Akur- eyri og ber vöruhússtjóri ábyrgð á rekstrr þess, vörukaupum og sölu í samræmi við mótaða sölustefnu. Starf vöruhússtjóra heyr- ir undir kaupfélagsstjóra. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur reynslu af smásöluverslun og heildsöluverslun á hverskonar sérvörum. Viðskipta- eða rekstr- armenntun er æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfsreynslu þurfa að berast aðalfull- trúa félagsins, Sigurði Jóhannessyni, fyrir 25. janúar næstkomandi. Kaupfélag Eyfirðinga. Sölumenn/ markaðsfulltrúar Stórt tölvufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn til framtíðarstarfa: 1. Markaðsfulltrúa tölvubúnaðar/netkerfa. Sala og markaðssetning á tölvubúnaði ásamt ráðgjöf til viðskiptavina. 2. Markaðsfulltrúa viðskiptahugbúnaðar. Sala á viðskiptahugbúnaði og ráðgjöf varðandi val á honum. 3. Sölumann rekstrarvara. Sala á rekstrarvörum fyrir tölvur og skyld- an búnað. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með góða menntun og hafi áhuga á sölu- og mark- aðsstörfum. Helst er leitað að ungu og áhuga- sömu fólki með haldgóða tölvuþekkingu. Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 1993. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavúrðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Sfmi 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.