Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 7 Skólastjórar vilja útboð ræstinga SKÓLASTJÓRAR tuttugu og fjögurra framhalds- og sérskóla á höf- uðborgarsvæðinu samþykktu á fundi með Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra síðastliðinn mánudag að bjóða út ræstingar í skólun- um. Gert er ráð fyrir að verkið, ræstingar á alls 85.000 fermetra gólffleti, verði boðið út í þremur hlutum. Að sögn Ólafs Arnarsonar, að- stoðarmanns menntamálaráðherra, verður nú í vikunni rætt við fulltrúa verkakvennafélaganna Framsóknar í Reykjavík og Framtíðarinnar í Hafnarfírði, en flest ræstingafólk, sem nú starfar í skólunum, er í þess- um félögum. Væntanlega verður gert að skiiyrði að þeir verktakar, sem samið verður við um ræsting- arnar, ráði núverandi ræstingafólk í sína þjónustu. Útboð fljótlega Ólafur sagði að þegar samráði við * A annað hundrað konur vilja syngja í nýjura kvennakór Á ANNAÐ hundrað konur hafa nú þreytt inntökupróf í nýstofnaðan Kvennakór Reykjavíkur og er inntöku- prófum nú lokið. í haust verða haldin inntökupróf að nýju og verða þau auglýst í fjöl- miðlum í september nk. Kórinn mun æfa tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudags- kvöldum í kirkju aðventista við Ingólfsstræti og er stefnt að vortónleikum 8. maí nk. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari er Svana Víkingsdóttir. Jóhanna V. Þórhallsdóttir annast radd- þjálfun og tónfræðikennslu. verkakvennafélögin lyki, yrði stefnt að því að bjóða ræstingarnar út fljót- lega. Gert er ráð fyrir að útboðið verði í þremur hlutum, í fyrsta lagi verði þrif í Iðnskólanum í Reykjavík boðin út, í öðru lagi í öðrum skólum í Reykjavík og í þriðja lagi í skólun- um í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. SKRIFSTOFUTÆKM Tölvuskóli Reykjavíkur hjálpar þér að auka þekk- ingu þína og atvinnumöguleika, hvort heldur sem er á lager, skrifstofu eða í banka. Þú lærir á vinsæl- ustu Windowsforrit PC-tölvunnar og kynnist Mac- intoshtölvunni. Þar að auki lærirðu almenna skrif- stofutækni, bókfærslu, tölvubókhald, verslunar- reikning og tollskýrslugerð. Innritun fyrir vorönn stendur yfir. Hringdu og fáðu sendan ókeypis bækling. Tölvuskóli Reykíavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Fj ölsky ldugarð- urinn í Laugardal Hús og mannvirki fyrir 27,8 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 27,8 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda Sveinbjörns Sig- urðssonar hf., í byggingu húss og mannvirkja í fjölskyldugarðinum í Laugardal. Tólf tilboð bárust í verkið. Kostnaðaráætlun er 27.831.640 krónur og er tilboð Sveinbjörns Sig- urðssonar hf., 87,59% af henni. Næstlægst boð átti Þorsteinn Ó. Hannesson, sem bauð 92,58% af kostnaðaráætlun, Viktor ívar Ström, bauð 99,56% af kostnaðaráætlun, Álfaberg hf., bauð 103,40% af kostn- aðaráætlun og Átak hf. bauð 104,40% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Þórhallur Einarsson en hann bauð 108,82% af áætlun, Óðinn M. Jónsson bauð 111,28% af áætlun, Byggingarfélag- ið Virki hf., bauð 112,58% af áætl- un, Örn S. Jónsson bauð 113,07% af áætlun, Ingibjartur Jóhannesson og Ágúst Magnússon buðu 121% af áætlun og Alverk hf., bauð 124,59% af áætlun. Tryggið ykkur ótrúlega lágt verð á flugi í maítil september! • •••« rðdæml ffyrlr f jögurra manna f jölskyldu llorðnir og tvö börn yngri en 12 ára) BALTIM0RE |0 kr. x 2 = 71.000 fyrir tvo fullorðna. ‘ kr. x 2 = 53.200 fyrir tvö börn. 124.400 kr. eða 31.050 kr. á mann með ðsluafslætti. [verð bætist íslenskur og bandarískur flugvallaskattur, r hvorn fullorðinn og 1.625 kr. fyrir hvort barn. KAUPMANNAHOFN 00 kr. x 2 = 35.800 kr. fyrirtvo fullorðna. .990 kr. x 2 = 23.980 kr. fyrirtvö böm. imtals: 59.780 kr. ó mann, eða 14.945 kr. ó mann nð meðaltali með staðgreiðsluaf slætti. Við þetta verð bætist danskur og íslenskur flugvallaskattur,1.920 kr. fyrir hvorn hinna fullorðnu og 1.270 kr. fyrir hvort barn. Það telst til tíðinda í þjóðfélagi, þar sem óvissa ríkir í samningamálum og góðar fréttir af þeim vettvangi reynast sjaidgæfar, að menn komist að jafn ánægjulegri niðurstöðu og nýi aðildarfélagasamningurinn er. Þar var samið með hagsmuni íslensks launafólks að leiðarljósi. Frá og með mánudeginum 18. janúar seljum við 5000 sæti til ellefu áfangastaða Flugleiða á tímabilinu maí til september á mjög hagstæðu verði. Athugið að verð mun hækka lítillega 28. febrúar. Miðar gilda frá einni viku upp í einn mánuð. Allar nánari upplýsingar fást hjá viðkomandi stéttarfélögum og á söluskrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar. GLASGOW 14.900 kr. X 2 = 29. 800 fyrirtvo fullorðna. 9.980 kr. X 2 = 19.960 fyrirtvö börn. Samtals: 49.760 kr. eða 12.440 kr. á mann með staðgreiðsluafslætti. Við þetta verð bætist íslenskur flugvallaskattur,1.250 kr. fyrir hvorn hinna fullorðnu og 600 kr. fyrir hvort barn. Félagar í eftirtöldum aðildarfélögum njóta þessara einstöku kjara: Alþýðusambandi íslands, BHMR, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Hjúkrunarfélagi íslands, Kennarasambandi íslands, Sambandi íslenskra bankamanna og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Aðrar fferðlr ó frúbæru verði: • AMSTERDAM • GAUTABORG • LONDON • LUXEMBURG • OSLÓ • PARÍS • STOKKHÓLMUR • VÍNARBORG Dæmi um staðgreiðsluverð fyrir einn fullorðinn: Gautaborg 19.900 kr. Luxemburg 20.900 kr. Aðildarfélagar, Amsterdam 19.900 kr. verslið við ferðaskrifstofu ykkar! Sam vinnuferúir-L anús ýii Reykfavík: Austurstræti 12• S. 91 - 69 1010-Innanlandslerðir S. 91 -691070• Símbré! 91 - 2 77 96 / 69 10 95• Telex Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Akgreyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27 200 • Símbrél 96 - Keflavík: Haf nargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbrél 92 -1 34 90 I 2241 1 1035

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.