Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
16.tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bill Clinton tekur við embætti sem 42. forseti Bandaríkjanna
Uffe
Grikkir reiddust Uffe Ellemann-
Jensen er hann sagði þá halda
EB í gislingu vegna Makedóníu.
Grikkir
reiddust
Aþenu, Strasbourg. Reuter.
UFFE Ellemann-Jensen ut-
anríkisráðherra Danmerkur
gagnrýndi Grikki harðlega
í gær og sakaði þá um að
halda Evrópubandalaginu
(EB) í gíslingu með því að
beita neitunarvaldi til þess
að koma í veg fyrir að Make-
dónía, fyrrverandi lýðveldi
Júgóslavíu, yrði viðurkennt.
Grikkir brugðust ókvæða
við yfirlýsingum Uffe Elle-
manns og sögðu Dani ekki
valda foiystuhlutverki sínu í
EB. „Við fordæmum fram-
komu danska utanríkisráð-
herrans, hún er óviðeigandi og
óþolandi. Ummæli hans og
ásakanir eiga ekki við rök að
styðjast og ganga gegn sam-
þykictum EB,“ sagði í yfirlýs-
ingu grísku ríkisstjómarinnar.
Þar sagði að þess yrði krafíst
að framkoma Ellemanns-Jens-
ens yrði tekin til umræðu á
næsta fundi utanríkisráðherra
EB.
Boðar tímabil banda-
rískrar endurnýj unar
Washington. The Daily Telegraph.
BILL Clinton var settur i embætti Bandaríkjaforseta síðdegis
í gær. Hann er 42. forseti Bandaríkjanna. Hinn 46 ára gamli
Clinton er þar með þriðji yngsti forseti í sögu landsins. í fjórt-
án mínútna langri innsetningarræðu sinni við þinghúsið á
Capitol-hæð lagði Clinton margsinnis áherslu á kynslóðamun-
inn milli sín og fráfarandi forseta, George Bush. Orðið „breyt-
ing“, sem var einskonar kjörorð kosningabaráttu Clintons á
síðasta ári kom níu sinnum fyrir í ræðunni sem forsetinn
skrifaði sjálfur eftir að hafa lesið vandlega innsetningarræður
þeirra Johns F. Kennedys og Abrahams Lincolns.
Ekki tímamótaræða
í innsetningarræðunni sagði Clint-
on að Bandaríkjamenn yrðu að búa
sig undir breytingar og færa fómir
til að koma Bandaríkjunum aftur á
réttan kjöl. „Það er ekkert svo slæmt
við Bandaríkin að hið góða við land-
ið lækni það ekki,“ sagði forsetinn
og síðar í ræðunni sagði hann nýtt
tímabil bandarískrar endurnýjunar
vera hafíð. Lagði hann einnig áherslu
á að hagsmunir bandarísks almenn-
ings mættu ekki verða útundan í
hagsmunapoti valdamanna. „Við
skulum einsetja okkur að koma á
umbótum í stjórnmálum þannig að
hróp valda og forréttinda yfírgnæfi
ekki rödd fólksins," sagði Clinton.
Hann þakkaði einnig Bush fyrir
hálfrar aldar þjónustu í þágu Banda-
ríkjanna.
Flestir þeirra á Capitol-hæð sem
hlýddu á ræðu Clintons voru sam-
mála um að hún væri sigur fyrir
hinn nýja forseta en þó ekki nógu
frumleg til að teljast tímamótaræða.
Um margt, jafn efnislega sem í fram-
setningu, minnti ræðan á Kennedy.
Þegar Clinton sagði að það væri
kominn „tími til að láta af þeim ósið
að búast við einhveiju af ríkisstjóm-
inni en vilja ekkert láta í staðinn"
þótti það til dæmis minna á hina
frægu setningu Kennedys: „Ekki
spyrja hvað landið þitt getur gert
fýrir þig; spurðu hvað þú getur gert
fyrir landið þitt“.
Gekk að Hvita húsinu
Að athöfninni lokinni hélt Clinton
ásamt föruneyti frá þinghúsinu niður
Pennsylvania breiðgötuna til Hvíta
hússins, embættisbústaðar Banda-
ríkjaforseta. Forsetinn ók fyrsta
hluta leiðarinnar í brynvarðri Cad-
illac-bifreið sinni en eftir nokkur
hundruð metra steig hann úr henni
og gekk síðasta spölinn ásamt Hill-
ary, sem farið hafði úr kápunni og
klæddist rauðri dragt, á meðan þús-
undir manna hylltu hann og hrópuðu
„við viljum Bill“. Jimmy Carter gekk
einnig að Hvíta húsinu eftir að hafa
svarið embættiseið sinn árið 1977.
Um fimm þúsund lögreglumenn og
að minnsta kosti jafn margir örygg-
isverðir gættu öryggis forsetahjón-
anna á leiðinni.
Rétt eins og í ræðunni við emb-
ættistökuna er ætlað að setja tóninn
varðandi stefnu hins nýja forseta þá
er skrúðgangan frá þinghúsinu að
Hvíta húsinu höfð til marks um hver
verði „stíll" hans. Clinton ákvað að
skrúðgangan ætti sem minnst að líkj-
ast hersýningu og lagði í staðinn
áherslu á að vera þjóðlegur og ná-
lægt almenningi.
Samkunda Bosníu-Serba samþykkir friðaráætlunina
Reuter
42. forseti Bandaríkjanna sver eiðinn
Bill Clinton var settur í embætti forseta Bandaríkjanna við hátíðlega at-
höfn í gær. Myndin var tekin þegar hann sór embættiseiðinn, sem William
H. Rehnquist, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, las honum. Eiginkona
Clintons, Hillary, fylgist með. Clinton er 42. forseti Bandaríkjanna.
Bænastund og kaffiboð
Dagur hins nýja forseta hófst með
bænastund í meþódistakirkju en síð-
an fóru Bill og Hillary Clinton til
Hvíta hússins, þar sem þau drukku
kaffi með George og Barböru Bush.
„Velkominn á nýja heimilið ykkar,“
sagði Barbara þegar hún tók á móti
þeim.
Vetrarsól skein á Washington
meðan athöfnin við þinghúsið fór
fram og Bill Clinton, klæddur dökk-
bláum jakkafötum, hvítri skyrtu og
skærbláu bindi sór embættiseiðinn.
George Washington sór fyrst eiðinn,
sem er 35 orð, árið 1789. Á meðan
Clinton sór eiðinn lét hann vinstri
hönd sína hvíla á bibiíu sem hann
hafði fengið að gjöf sem drengur í
kirkju baptista í heimaríki sínu Ark-
ansas.
Eiginkona hans Hillaiy stóð við
hlið hans, klædd blárri kápu og hatt
í sama lit ásamt, tólf ára gamalli
dóttur þeirra, Chelsea, en hún faðm-
aði föður sinn að sér um leið og
hann hafði lokið við að sveija emb-
ættiseiðinn. Nokkrum mfnútum áður
hafði A1 Gore varaforseti, sem er 44
ára gamall, svarið sinn embættiseið.
Serbar vilja skilyrðis-
laust vopnahlé í Bosníu
Genf, Pale í Bosníu. Reuter.
SAMKUNDA Bosníu-Serba samþykkti í gær alþjóðlega friðaráætlun
fyrir Bosníu með 55 atkvæðum gegn 15, en það var mun meiri
munur en búist hafði verið við. „Þetta er skref í átt að friði. Við
erum reiðubúnir að lýsa yfir tafarlausu og skilyrðislausu vopnahléi
um alla Bosníu-Hersegóvínu, þar á meðal Sarajevo," sagði Radovan
Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, eftir atkvæðagreiðsluna.
Cyrus Vance og Owen lávarður,
sem eru í forsvari fyrir friðarviðræð-
unum í Genf, fögnuðu því að Serbar
hefðu samþykkt áætlunina. Friðar-
viðræðunum verður fram haldið á
laugardag en forsenda þess var að
samkundan samþykkti áætlunina.
Hún gerir ráð fyrir að lýðveldinu
verði skipt niður í tíu sjálfstjórnar-
svæði.
„Þetta eru góðar fréttir," sagði
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð-
herra Danmerkur, þegar hann frétti
af niðurstöðunni, en Danir fara nú
með foiystuna innan Evrópubanda-
lagsins. Hann sagðist vona að menn
myndu ekki láta sitja við orðin tóm
heldur hætta að beijast. Ef sú yrði
ekki raunin væri bandalagið reiðu-
búið að grípa til aðgerða.
Vance og Owen áttu í gær fund
með Ilija Izetbegovic, forseta Bosníu,
og Mile Akmedzic, forsætisráðherra í
Sarajevo, og sögðu að honum loknum
að múslímar og Króatar í Bosníu hefðu
fallist á að hætta átökum sín á milli.
Audrey Hep-
bum er látin
Sameinuðu þjððunum. Reuter.
LEIKKONAN Audrey Hep-
burn lést í gær, 63 ára að aldri,
eftir langa baráttu við krabba-
mein í ristli.
Audrey Hepburn hlaut Óskars-
verðlaunin fyrir leik sinn í mynd-
inni „Roman Holiday“ og var til-
nefnd fjprum sinnum til verðlaun-
anna. Á meðal annarra helstu
mynda hennar eru „Breakfast at
Tiffany’s,“ „Sabrina,“ „Funny
Face,“ og „My Fair Lady“.
Audrey Hepburn