Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993 45 ■ LIVERPOOL hefur boðið 2 milljónir punda (um 200 milljónir ÍSK) í John Scales, varnarmanninn sterka hjá Wimbledon. Forráða- menn Lundúnaliðs- Frá Bob ins voru ekki hrifnir, Hennessy og sögðust varla í Englandi taka tilboðinu, en því hefur reyndar ekki enn verið svarað formlega. M KEVIN Keegan, stjóri New- castle, hefur boðið 1,2 milljónir punda í Andy Cole, hinn þeldökka framheija Bristol City. Hann er 21 árs og kom frá Arsenal sl. sumar fyrir 600 þúsund pund. Cole hefur Srt 14 mörk í vetur. LES Ferdinand, sem leikið hef- ur frábærlega í framlínunni hjá QPR í vetur, var efstur á óskalista Keeg- ans. QPR neitaði hins vegar að selja hann og nú er Ferdinand reyndar meiddur og verður frá keppni næsta | mánuðinn. ' M TRANMERE, sem er í toppbar- áttu í 1. deild, vill kaupa framheijann : Graeme Sharp fyrir 300.000 frá I Oldham. Hann var í tíu ár hjá Ever- ton, og býr enn á Merseyside, og Iforráðamenn félagsins vilja fá hann við hlið Johns Aldridge í framlín- una. • ROY Keane hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Nott- ingham Forest. Segir ekkert liggja á, því enn séu 18 mánuðir eftir af núgildandi samningi. FIMLEIKAR Leiðbeinendur frá Moskvu j^hj álfaranámskeið á vegum Fim- leikasambands íslands verður haldið á föstudag og laugardag. Tveir leiðbeinendur frá Moskvu verða á námskeiðinu; Dr. Vladimir Smolevski, yfirmaður fimleikadeildar við æðstu menntastofnun um líkams- þjálfun í Moskvu og Viktor Raz- umovski, landsliðsþjálfari Rússa. Þeir munu hefja námskeiðið með fræðslu um nýjustu viðhorf í fimleik- um og verður kennslan bæði verkleg og í formi fyrirlestra. Auk íslenskra þjálfara sækja þjálf- arar frá hinum Norðurlöndunum námskeiðið og eins hefur íþrótta- kennurum sérstaklega verið boðið. GOLF Konráð BJarnason Konráð hættir Konráð Bjamason, forseti Golf- sambands íslands, lætur af því embætti á þingi sambandsins sem verður í Leirunni fyrstu helgina í febrúar. Hannes Guðmundsson, varaforseti GSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta og ekki er vitað um aðra þannig að Hannes verður væntanlega næst forseti GSÍ. SvJOKRANUDDARAFÉLAG Islands VIÐURKENNT SJÖKRANUDDKÁM Sjúkranuddarafélag íslands veitir þér upplýsingar og aðstoð við að komast í nám í viðurkenndum sjúkranudd- skólum í Þýskalandi og Kanada. íslensk heilbrigðisyfirvöld veita þér löggildingu á starfs- heitinu sjúkranuddari að loknu námi frá þessum löndum. Auk þess veitir Lánasjóður íslenskra námsmanna lán til námsins. Upplýsingar veita: Jóhanna Viggósdóttir, í síma: 91 -622744 (fyrir Kanada) Harpa Harðardóttir, í síma: 91-20560 (fyrir Þýskaland) íþrótlir ínýrrí Evrópu Iþróttasamband íslands efnir til sérstaks fundar með forystuaðil- um í íþróttahreyfingunni og fleirum n.k. þriðjudag, þar sem tekin verður til umfjöllunar og kynningar hver væntanleg áhrif aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hefur á íþrótta- starfsemina í hlutaðeigandi löndum, bæði íþróttalega, efnahagslega og atvinnulega. Fundurinn hefst kl. 17.30 og flyt- ur Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, ávarp, en ræðru flytja William Eng- seth, forseti íþróttasambands Nor- egs, og Ingi Bjöm Albertsson, alþing- ismaður og formaður íþróttanefndar ríkisins. íkvökl Handknattleikur 1. deild kvenna: Höllin: Ármann-ÍBV....kl. 18.30 2. deild karla: Höllin: Ármann-UMFA.....kl. 20 Fjölnishús: Fjölnir-KR.kl. 20.30 Körfuknattleikur 1. deild kvenna Hagaskóli: KR-ÍS...........20 Seijaskóli: ÍR-UMFN........20 Vandaöur og spameytinn 5 dyrajeppi AflmikU 16 ventla vél með beinni innspýtingu, 96 hö. Vökvastýri - vandaður búnaður Gormafjöðrun á öllum hjólum, aksturseiginleikar í sérflokki. Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. Eyðsla frá 8 lítrum á 100 km. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 . SlMI 685100 \ 1 í 3 I I á í S L AN D S B AN K A ÍSLAN DSBAN Kl - / takt viö nýja tíma! Sparileiðir íslandsbanka fœra þérgóða ávöxtun á bundnum og óbundnum reikningum Sparileið 3 gaf S,3% raunávöxtun á árínu 1992 sem var hœsta raunávöxtun meðal óbundinna reikninga í bönkum og sparísjóðum. Sparileið 4 er bundinn reikningur sem gaf 6,3% raunávöxtun árið 1992. Ávaxtabu sparifé þitt á árangursríkan hátt. íslandsbanki býður fjórar mismunandi Sparileiðir sem taka mið af þörfum hvers og eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.