Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMfUDAGJJR 21. JANÚAR 1993 ....... " ' ..1........ffrrr-r: - r'i rm-------------- IÞROTTIR UNGLINGA Körfuknattleikur: Stefnum að meistaratKli - segja stelpurnar í minnibolta ÍBK sem hafa æft vel í vetur OKKUR tókst ekki að komast alla leið í úrslit í fyrra, en núna ætlum við okkur alla leið og höfum sett stefnuna á meistaratitil- inn, sögðu stelpurnar í minnibolta ÍBK sem hafa æft ákaflega vel í vetur undir stjórn þjálfara sfns Einars Einarssonar sem jafn- framt ieikur með meistarafiokki ÍBK. Iminniboltanum er stúlkunum skipt í tvo flokka, 11-12 ára og 10 ára og yngri og æfa þær 3 - 4 sinnum í viku. Björn Einar sagði ágætur Blöndal áhugi væri meðal skrifarfrá stúlkna í Keflavík Keflavík fypjj. körfubolta og í þessum flokki mættu um þrjátíu á æfíngar. Þó væri galli á, að Fim- leikafélagið væri með æfingar á sama tíma og þar væru nokkrar efnilegar stúlkur sem hefðu æft körfubolta en tækju nú fimleikana framyfir. „Okkur hefur gengið vel það sem af er og stúlkurnar urðu Reykjanes- meistarar í báðum flokkum í haust og nú er bara að standa sig í ís- landsmótinu. Því miður er ekki keppt í yngri flokknum þar sem félögin senda ekki lið til keppni en í eldri flokknum hefur farið fram eitt fjölliðamót. Þar unnu stelpurnar alla sína leiki að einum undanskyld- um sem tapaðist með litlum mun. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Lið ÍBK í minnibolta kvenna. Mikill áhugi er hjá stúlkunum sem æfa 3-4 sinnum í viku. Þriðja og síðasta fjölliðamótið skipt- ir þó mestu máli því það lið sem þá verður efst í A-riðli hlýtur ís- landsmeistaratitilinn." Einar sagði að reynt væri að finna verkefni fyrir yngri stelpumar og þær hefðu nýverið tekið þátt í móti á vegum KKÍ þar sem þær kepptu við stráka. „Þar stóðu stelp- urnar sig vel gerðu sér lítið fyrir og unnu einn leik sem mæitist nú ekki vel fyrir hjá strákunum. Von- andi verður þess þó ekki langt að bíða að hægt verði að halda íslands- mót hjá yngstu stúlkunum og þyrftu félögin á Reykjavíkursvæðinu að gera átak í að efla þennan flokk,“ sagði Einar ennfremur. Morgunblaðið/Frosti Barátta í leik ÍBK og Hauka í minniboltamótinu um síðustu helgi. - segir Henný Adolfsdóttir úr Haukum Strákamir gefa of sjaldan á mig Tæknimerki KKÍ en það er skemmtilegast að fá að keppa við önnur lið,“ sögðu félag- arnir Matthías Svansson og Michael Jónsson sem leika með Grindavík. „Ég reyni að æfi mig á körfuspjaldi fyrir ofan bílskúrinn á hveijum degi en get það ekki þegar það snjóar eins og núna,“ sagði Matthías. Á mótinu um helgina lék hvert lið þijá leiki en ólíkt því sem gerist í öðrum flokkum þá eru ekki veitt sérstök verðlaun fyrir sigur á mót- um og yngri minniboltaflokkurinn tekur ekki þátt í íslandsmóti eins og undanfarin ár. Hins vegar fengu allir keppendur viðurkenningaskjöl fyrir þátttökuna. Brugðið var á þetta ráð til að minnka spennuna en að sögn forráðamanna Körfu- knattleikssambandsins kom það fyrir að foreldrar og þjálfarar tækju Ieikina fullalvarlega þegar keppt væri um titla og að það hefði ekki haft góð áhrif á bömin. Félagarnir í Grindavíkurliðinu, Matthías Svansson og Miehael Jónsson. Forráðamenn KKÍ ætla að gefa krökkunum tækifæri til að reyna við knattþrautir. Um helgina fengu keppendur á mótinu afhenta bækl- inga sem í eru níu þrautir sem hægt er að reyna við. í vor munu svo forráðamenn Körfuknattleiks- sambandsins reyna hæfni krakka á öllu landinu og þeir sem ná að leysa þær allar af hendi fá tæknimerki sambandsins að launum. Henný Jóna Adolfsdóttir Eg fæ lítið að vera með boltann því að strákarnir gefa of sjald- an á mig,“ sagði Henný Jóna Adolfsdóttir sem lék með A-liði Hauka í minnibolta á fyrsta móti vetrarins í þessum flokki. Mótið fór fram í Seljaskólanum en í þessum flokki leika börn tíu ára og yngri. Henný er níu ára og eina stúlkan í liðinu en það er sjaldgæft að stúlk- ur komist í A-Iið félaganna. „Við höfum tvisvar keppt áður BADMINTON Katrín og Brynja hrepptu þijú gull Um 140 badmintonspilarar frá sex félögum tóku þátt í Ungl- ingameistaramóti TBR sem haldið var í TBR-húsunum um síðustu helgi. Tvær stúlkur þær Katrín Atladóttir TBR og Brynja Péturs- dóttir IA hrepptu öll þijú verðlaun- in í flokkum sínum. Katrín sigraði þrefalt í tátuflokki og Brynja í telpuflokki. Annars urðu úrslit þessi í ein- stökum flokkum. Tátur-hnokkar Katrín Atladóttir sigraði Aldísi Pálsdóttir TBR 11:2 og 11:1 í einliða- leik. Emil Sigurðsson UMSB sigraði Friðrik Christiansen TBR 11:6 og 11:5. Katrín og Aldís sigruðu Önnu Rún Tryggvadóttir og Sigríði Jóhann- esdóttir TBR 11:9 og 11:6 í tvíliðaleik hnáta og þeir Emil og Bjami Hannes- son ÍA sigruðu Friðrik Christiansen og Birgi Haraldsson TBR í hnokka- flokki 17:15 og 15:1. í tvenndarleik sigruðu Katrín og Friðrik þau Huldu Lárusdóttir og Bjama Hannesson LA 15:9 og 15:12. Meyjar - sveinar Erla Hafsteinsdóttir TBR sigraði Huldu Geirsdóttir UMSB 11:3 og 11:2. Ingvi Sveinsson TBR sigraði Pálma Sigurðsson Víkingi 11:1 og 11:2. Erla og Ingibjörg Þorvaldsdóttir TBR sigr- uðu Hmnd Atladóttir og Önnu Sigurð- ardóttir TBR 15:7 og 15:13. Birgir Hilmarsson og Kjartan Kjartansson Víkingi sigraðu Magnús Helgason og Pálma Sigurðsson Víkingi 17:15, 14:17 og 15:13. Ingvi Sveinsson og Hildur Ottesen TBR sigraðu Magnús Helgason og Önnu Sigurðardóttir TBR 18:13 og 15:11. Telpur - drengir Brynja Pétursdóttir ÍA sigraði Svandísi Kjartansdóttir TBR 11:1 og 11:4. Haraldur Guðmundsson TBR sigraði Svein Sölvason TBR 15:13 og 17:15. Brynja og Bima Guðbjartsdótt- ir ÍA sigraðu Ágústu Arnardóttir og Hildi Ottesen TBR 15:3 og 15:4. Har- aldur og Orri Arnason TBR sigruðu Sigurð Hjaltalín og Sævar Ström TBR 15:5 og 15:8. Reynir Georgsson og Brynja Pétursdóttir ÍA sigruðu Rúnar Jónsson og Birnu Guðbjartsdóttir ÍA 15:2 og 15:10. Stúlkur - piltar Vigdís Ásgeirsdóttir TBR sigraði Margréti Dan Þórisdóttir TBR 11:1 og 11:3. Valdís Jónsdóttir og Brynja Steinsen TBR sigraðu Vigdísi og Mar- gréti 15:7 og 15:7. Hjalti Harðarson og Aðalheiður Pálsdóttir TBR sigraðu Magneu Magnúsdóttir og Orra Áma- son TBR 9:15, 15:12 og 17:16. Jón Halldórsson sem tryggði sér réttinn til að leika bæði í úrslitum einliða- og tvíliðaleiksins. Af þeim sökum stóð Skúli Sigurðsson upgi sem sigurvegari í einliðaleik og þeir ívar Örn Gíslason og Hjalti Harðarson í tvíliðaleik. Morgunblaðið/F’rosti Haraldur Guðmundsson úr TBR varð tvöfaldur meistari í drengjaflokki á Unglingameistaramóti TBR um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.